Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 1
12 síður og Heimdailur 41. árgangur. 21. tbl. — Miðvikudagur 27. janúar 1953. Prentsmiðja Morgunblaðsins Frant til sigars BeykvUdngar I NÆSTI sunnudagur er örlagaríkur dagur fyrir Reykjavík, og þar með fyrir þjóðina alla. Um það verður þá barizt, hvort Reykjavík á í næstu f jögur ár að lúta stjórn eða óstjórn, ráðleysi fjögurra, ósamstæðra flokka eða stjórn eins flokks, sem ber ábyrgð og sker úr. Sjálfstæðismenn verða að muna, að þá er hvert atkvæði dýrmætt, og að hver sá stuðningur, sem flokknum er að öðru leyti veittur fyrir kjördag og á kjördegi, getur valdið miklu. Sjálfstæðismenn leita til allra borgara í þessum bæ, hverj- ir sem þeir eru og hvaða stjórnmálaskoðun, sem þeir annars fylgja, um að forða þeirri vá frá dyrum, sem leiða mundi af því, ef hagsmunir bæjarfélagsins yrðu settir á uppboð margra. flokka. Reykjavík á ekki slíka ógæfu skilið, þess vegna er kallað á ALLA til að bægja henni frá. Allir hugsandi Reykvíkingar fylkja sér um D-Iistann. SIGUR D-LISTANS ER SIGUR REYKJAVÍKUR. „Allír eru summúlu um nuuðsyn þessurur verksmiðju“ Afstaða Tímans til Faxa- verksmiðjunnar árið 1948 Borgarsijóri talaði um málefn- in ~ andslæðsngarnir rifust „Reykjavík cr eins og f jós, sem ekki lief ur verið mokað í 30 kr\ sagði Alfreð ÚTVARPSHLUSTENDUR getur varla greint á um það, að mál- flutningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Gunnars Thoroddsen borg- arstjóra, bar af í útvarpsumræðunum um bæjarmál Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann lagði fyrst og fremst áherzlu á að rekja sögu hinna fjölþættu framkvæmda og umbóta, sem bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefur unnið að á s.l. kjörtímabili og gera grein fyrir stefnu hans gagnvart þeim verkefnum, sem framundan eru. Borgarstjóri lauk máli sínu með því að skora á alla Reyk- víkinga að gera sér ljósa þá ábyrgð, sem á þeim hvíldi er þcir gengju að kjörborðinu n.k. sunnudag. Með því að kjósa lista Sjálfstæðisflokksins vissu þeir að hverju þeir gengju. Ef þeir kysu minnihlutaflokkana væri aðeins eitt víst: Tíma- bil sundurlyndis, glundroða og upplausnar myndi renna upp. t kjölfar þess hlyti að koma kyrrstaða og fjárhagslegt öng- þveiti. Kaflar úr ræðu borgarstjóra birtast á öðrum stað hér í blaðinu í dag. BELGRAD, 26. jan. — Júgó- slavneska fréttastofan skýrði frá því í dag, að bærinn Deb- ar við albönsku landamærin, hefði verið einangraður í 15 daga vegna snjóflóða. — All- miklar skemmdir hafa orðið að undanförnu í Makendóníu vegna snjóflóða og er enn tal- in yfirvofandi hætta þar. Ekki er vitað með vissu um tölu þeirra er farizt hafa. — Reuter. Egyptaiands EITT aðal ádeiluatriði Timaliðsins á meirihlutastjórn Sjálfstæðis- manna í Reykjavík fyrir þessar kosningar hefur verið þátttaka bæjarins í hinni fullkomnu síldarverksmiðju sameignarfélagsins Faxa í Örfirisey. Mætti ætla að Framsóknarmenn hefðu verið henni mjög andvígir á sínum tíma. En árið 1948 töldu Framsóknarmenn sjálfsagt, að reisa þessa síldarverksmiðju og að bærinn ætti að eiga verksmiðj- una einn. Mörg ummæli Tímans frá þeim tíma sanna það greinilega. — Þá var óhætt að treysta á síldina í Hvalfirði. Hinn 5. apríl 1948 birti Tíminn stórletraða fyrirsögn á for- síðu: „ÞAÐ ER SKOÐUN MÍN AÐ SÍLDIN KOMI í HVAL- FJÖRÐ Á HVERJU ÁRI“. Hafði blaðið þessi orð eftir Ingv- ari Pálmasyni skipstjóra. MADRID, 26. jan. — Það var tilkynnt hér í dag, að Franco, einvalda Spánar, hefði verið boðið í opinbera heimsókn til Arabalandanna fyrir botni Miðjarðarhafsins. Er talið að honum hafi hlotnazt heimboð þetta vegna þeirrar afstöðu, sem Spánverjar hafa tekið í Marokko-málinu. — Reuter. Óeirðir í Madrid MADRID, 26. jan. — í dag urðu óeirðir í Madrid annan daginn í röð. í gær safnaðist mikill mann fjöldi saman til að krefjast Gibraltar frá Bretum. Lögreglan dreifði múgnum, er hann tók að vinna spellvirki. í dag safnaðist enn stærri mannsöfnuður saman til að mótmæla aðgerðum lög- reglunnar. Krafðist fólkið þess að lögreglustjóri Madrid segði af sér. Lögreglan dreifði múgnum enn með kylfuárás. —Reuter. UMMÆLI TIMANS Hinn 17. apríl 1948 segir Tím inn: „Vafalaust munu um það skipt j ar skoðanir, hvort réttmætt sé, að bærinn gefi útgerðarfélaginu (Kveldúlfi) kost á aðild“ (að því að eiga hlut í væntanlegri síld- arverksmiðju í Örfirisey). „Allir munu sammála um nauðsyn þess, að hér verði byggð síldarverksmiðja, og er það þakkarvert, að bæjar- stjórnin skuli hafa unnið ó- sleitilega að málinu, enda þótt deilt kunni að verða um ein- stök atriði.“ í Tímanum 3. maí 1948 eru fjölskyldu- og kunningsskapar sjónarmið talin ráða því, að bær- inn fái ekki einn að eiga síldar- verksmiðjuna í Örfirisey. Hinn 4. sept. 1948 segir Tím- inn: „í vasa Kveldúlfs. Það sannaðist á bæjarstjórn- arfundi í fyrradag (2. sept.) að öflugir auðhringar geta náð sterk um pólitískum ítökum. Stærsti HVER BOTNAR í ÞÓRÐI? Þórður Björnsson talaði fyrst- ur af hálfu minnihlutaflokkanna. Taldi hann meirihlutastjórn eins flokks mjög hættulega fyrir bæj- arfélagið. Væri því um að gera fyrir Reykvíkinga að losa sig við Jjæjarstjórnarmeirihluta Sjálf- «tæðismanna og fela öðrum for- iystuna. Hins vegar kvað hann .kommúnista, krata og „Þjóðvörn" ækki eiga neitt erindi í bæjar- ■stjórn. Var helzt á Þórði að heyra að hann aetlaði sér að stjórna Reykjavík einn!!! Hinn ræðumaður Framsóknar, Egill Sigurgeirsson, sagði að allt gott í bænum væri hinni gömlu maddömu að þakka. Nefndi hann m. a. tvær stofnanir, sem Fram- sókn hefði komið upp, sem dæmi þess. Það voru Hótel Borg og Háskóli íslands!!! UMBÆTUR ÁN ALÞÝÐUFLOKKSINS • Magnús Ástmarsson var fyrri ræðumaður Alþýðuflokksins og flutti mál sitt að vanda mjög „ástúðlega“. Hann sagði m. a. að Alþýðuflokkurinn hefði aldrei verið í meirihluta í Reykjavík (Svo!) Engu að síður hefðu þó mörg mál alþýðunnar náð fram að ganga. Alfreð Gíslason læknir var annar ræðumaður Alþýðuflokks- ins. Var hann langsamlega orð- Framh. ó bls. 2. Mikil sókn SJálistæðismannu í Vestmannaeyjum Arshátíð þeirra mótaðist af sóknarhug og bjartsýni íslenzki auðhringurinn, Kveldúlf- ur h.f., stakk þá hvorki meira né minna en þrem stjórnmálaflokk- um í vasa sinn.. .. Á fundinum benti Sigurjón Guðmundsson á, að rétt hefði verið, að bærinn ætti verksmiðjuna einn....“ Nú hvín öðru vísi í skjá Tím- ans, en þegar verið var að stofna til síldarverksmiðjunnar í Örfir- isey. Nú er það hið mesta hneyksli, að bærinn skyldi hafa gerzt að- ili að verksmiðjunni að 3/5 hlut- um, en þegar ákvörðunin um það var tekin var hneykslunarhellart sú að bærinn skyldi ekki eiga verksmiðjuna einn. Það er ekki nýlunda, að Framsóknargemsarn. ir kræki saman hornum sínum! „RAKIÐ GRÓÐAFYRIRTÆKI“ — „ALLIR ERU SAMMÁLA“ I grein í Tímanum 16. apríl 1948 er einnig komizt þannig að orði hina um fyrirhuguðu verk- smiðju: „Virðist hér vera um rakið gróðafyrirtæki að ræða fyrir bæinn, ef hann tekst einn á hendur að reka og reisa það“. Síðar í sömu grein segir Tím- inn svo: Framh. á bls 2. SJÁLFSTÆÐISMENN í Vestmannaeyjum eru í öflugri sókn í þeirri baráttu, sem þar stendur nú yfir um bæjarstjórnarkjör. Er þar almennt talið, að töluverðar líkur séu til þess, að þeir fái þar hreinan meirihluta. En eins og kunnugt er hefur glundroðastjórn kommúnista, krata og Framsóknar farið með völd í Eyjum s.l. 2 kjörtímabil. Hefur þessi bræðingur leitt hið mesta sukk og óreiðu yfir stjórn þessa þróttmikla athafnabyggðarlags. S.l. laugardag héldu Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum árshátið sína. Er það einhver glæsilegasta samkoma, sem haldin hefur verið í Eyjum. Sóttu hana um 700 manns og urðu margir frá að hverfa vegna rúmleysis. Mótaðist hún öll af miklum sóknarhug Sjálfstæðisfólks í bænum. Var ræðum þeirra Bjarna Benediktssonar dómsmálaráðherra og Jóhanns Þ. Jósefssonar þingmanns Vestmanncyinga afbragðs vel tekið, en þeir voru aðalræðumenn samkomunnar. ÁVÖRP FRAMBJÓÐENDA Auk þeirra fluttu ávörp eftir- taldir menn á lista flokksins: Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason, Páll Scheving, Jón I. Sigurðsson, frú Þórunn Friðriks- dóttir og Jóhann Friðfinnsson. — Var máli þeirra einnig ágætlega tekið. I Meðal Vestmanneyinga rík- ir vaxandi skilningur á nauð- syn þess að skapa bæjarfélagi þeirra nýja og örugga forystu. Af hálfu einstaklinga og fé- lagasamtaka þeirra hefur und- anfarið verið haldið uppi miklum framkvæmdum. En af hálfu glundroðastjórnar kommúnista, krata og Fram- sóknar hefur ríkt deyfð og kyrrstaða um opinberar fram- kvæmdir. Dulles lellst á dag- skrártillöga Molotovs Vill það fremur en þurfa að þjarka um formsatriðl Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BERLÍN, 26. jan. — John Foster Dulles utanríkisráðherra Banda- ríkjanna lýsti því yfir í dag á Berlínarfundinum að hann sam- þykkti þær dagskrártillögur, er Molotov bar fram í gær. Dulleg tók þó fram að Bandaríkin myndu ekki samþykkja þátttöku kín- verskra kommúnista í ráðstefnunni. TILLAGA MOLOTOVS í ræðunni, sem Molotov hélt í gær, stakk hann upp á því að fyrsta viðfangsefni yrði almennt rabb úr ástæður kalda stríðsins og í öðru lagi um þáttöku Kín- verja í fimmveldaráðstefnu. DULLES SAMÞYKKIR IIANA Dulles svaraði þessu í dag og sagði að ætlunin með Berlínar- fundinum hefði verið að leysa Þýzkalands- og Austurríkismál- in. Kvað hann það leitt, að Molo- tov hefði komið fram með sér- stakar dagskrártillögur, sem gætu tafið þessi brýnustu verk- efni fundarins. Hann kvaðst samt ekki nenna að fara að þjarka vif} Molotov um dagskrá, heldur sam- þykkja tillögu þeirra. Kvaðst hann vona að það gæti þá flýtt fyrir því að þeir kæmust ein- hverntíma að efninu. i ■ SITJA EKKI FUND MEÐ KÍNVERJUM í ræðunni í dag sagði Dulles, til þess að forða öllum mis- Framh. á bls. 2. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.