Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MiSvikudsgur 27. jan. 1954 STAKSTilNAR ® —íc—«^9 ® e^*"-s<r'*v9 ® LISTI REYKVÍKINGA D-LISTINN TÍMAMENN hafa komizt úr and- legu jafnvægi við að sjá það á Ijósauglýsingu fyrir enda Aust- urstrætis, að D-listinn er listi Reykvíkinga. En almenningur í Reykjavík skilur þetta þótt Tím- inn geri það ekki. D-listinn er listi Sjálfstæðismanna, en þeir toafa haft forystu um uppbygg- ingu Reykjavíkur, og þær ör- hröðu framfarir, sem þar hafa orðið á nokkrum áratugum. Það er vegna hinnar giftusamlegu forystu Sjálfstæðismanna, sem lífskjörin eru betri hér en í nokkru öðru byggðarlagi á ís- landi. Það er vegna þess, að það eru góð lífsskilyrði í Reykjavík, sem fólkið hefur streymt hingað hvaðanæva að af landinu. Þessari staðreynd fá Tímamenn ekki breytt. Þess vegna stendur það einnig óhaggað, að D-listinn «r listi Reykvíkinga. HÚSAKYNNI MORGUNBLAÐSINS OG TÍMANS MORGUNBLAÐIÐ er til húsa í iiær 70 ára gömlu timburhúsi. Öll starfsemi blaðsins á við mikla erfiðleika að etja af völdum þröngra og lélegra húsakynna. Tíminn, aðalmálgagn Framsókn arflokksins, býr hins vegar í stóru og nýlegu steinhúsi. Hann þarf ekki að kvarta undan erfiðum vinnuskilyrðum fyrir starfsfólk sitt, hvorki á ritstjórn, prent- smiðju né í öðrum starfsgrein- Tim. En hann heldur, að það sé líklegt til atkvæðaaukningar fyr- ir Framsóknarflokkinn að skamma Morgunblaðið fyrir það að vilja komast í sæmilegt hús- »æði!.'! Það er alltaf sama sagan með Tímamenn. Þeir geta aldrei unn- -að öðrum að njóta þess sama, sem þeir búa við sjálfir. Tíminn má *vera til húsa í stóru og myndar- legu steinhúsi, og hafa góð starfs- .skilyrði. En ef Morgunblaðið vill skapa sér og starfsfólki sínu svip- Tið skilyrði, þá á það að vera .glæpur gagnvart bæjarfélaginu <og því fólki, sem býr við lélegt ábúðarhúsnæði. Reykvíkingar vita vel, að þótt JVSorgunblaðið kæmist í betra hús- næ'ði, væri ekkert frá þeim tekið. Morgunblaðið hefur hins vegar Átutt Sjálfstæðisflokkinn ötullega á baráttu hans fyrir raunhæfum aðgerðum til umbóta í húsnæðis- xrálum almennings. Það mun 'halda þeim stuðningi áfram. — Tímaliðið hefur hins vegar hald- áð því fram, að það væri „ósæmi- Jegt frá alþjóðar sjónarmiði að leyfa nýbyggingar í Reykjavík til almennra íbúða“!! Með þetta brennimark á brjósti «og baki ganga nú frambjóðendur Framsóknarflokksins fram fyrir JReykvíkinga og biðja þá um kjör- fylgi. Listi Framsóknarflokksins getur þess vegna aldrei orðið „listi Reykvíkinga.“ ÚR HAFNARFIRÐI Í HINNI hörðu kosningabaráttu i Hafnarfirði, er það mjög áber- andi, hve unga fólkið tekur öfl- ngan þátt í baráttu Sjálfstæðis- manna. Með hverjum deginum, sem líður, bætast Sjálfstæðis- tnonnum nýir kraftar ungra karla «g kvenna. — Setur þetta mjög þróttmikinn blæ á alla baráttu ■Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. f röðum Alþýðuflokksins ber liims vegar mest á þreyttum og liugsjónalitlum mönnum, sem %erjast fyrir því einu að varð- "veita völd og áhrif klíku sinnar. Sjálfstæðismenn unnu glæsi- legan sigur í Hafnarfirði í kosn- ÍMgunum í sumar, þegar Ingólfur F’Iygenring var kosinn þingmað- ■ur kaupstaðarins með nær 100 -atkvæða meirihluta fram yfir írambjóðanda kratanna. Bendir allt til þess, að þeir muni einnig i þessum kosningum vinna mikið á. Telja margir miklar líkur til þess, að þeir fái hreinan meiri- liluta í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar. Úr Pandsfundarsamþykkt Þjóðvarnartiokksins A steirauskrá hans eru iiöit ©gr „áætlanir“, Kiýtt Ffáiihcagsráð og skipulagning að rússneskum hætti FLOKKUR Þjóðvarnarmanna hefur aldrei hampað stefnuskrá sinni í innanlandsmálum af ótta við að fæla frá sér kjósendur, sem eru frjálslyndir í innan- landsmáium. Stefnuskráin færir öllum, sem hana lesa, heim sanninn um, að í innanlandsmálum eru Þjóðvarn- armenn flokkur nefnda, hafta cg víðtækari skipulagningar en nokkur annar flokkur hefur látið sér detta í hug að bera fram á síðari árum. ÁÆTLUN AÐ RÚSSNESKRI FYRIRMYND Höfuðstefnuskráratriði Þjóð- varnarmanna í efnahagsmálum innanlands er, samkvæmt flokks- samþykkt þeirra (Frjáls þjóð, 27/4 og 3/5 1953), að allur bú- skapur Jandsins verði endur- skipulagður af sérstakri nefnd, sem útbúi „10 ára áætlun“ um skipulagninguna, sem öll á að vera í höndum ríkisins. Á meðan ekki er búið að skipuleggja þjóð- arbúskapinn á rússneska vísu, á að gera vissar ráðstafanir, sem landsfundarsamþykkt flokksins lýsir. FJÁRFESTING í SKRÚFSTYKKI Það sem þessi samþykkt býður upp á í fjárfestingarmálunum, er, að „dregið verði sem mest úr nýrri, óarðbærri, opinberri fjár- festingu og annari fjárfestingu" (Leturbr. Mbl.) Með orðunum „annari fjárfest- ingu“ er vitaskuld átt við fjár- festingu einstaklinga og er þá sama, hvort hún er arðbær eða óarðbær. Ríkið á að fá leyfi til arðbærrar fjárfestingar í sam- bandi við 10 ára áætlunina, en einstaklingar eiga að standa fyrir utan. ÞJÓÐVARNARMENN VILJA DREPA ALLAN EINSTAKLINGSREKSTUR Ríkisvaldið á með hinni miklu endurskipulagningu að fá sem mest í sínar hendur, en jafnharð- an á að murka lifið úr rekstri einstakiinga og framkvæmdum. Það má nærri geta, að húsabygg- ingar einstaklinga og yfirleitt allar þeirra framkvæmdir ættu ekki upp á pallborðið við endur- skipulagningu Þjóðvarnarmanna á ríkisbúskapnum. Landsfundarsamþykktin gerir líka ráð fyrir því, hverjir eigi að ráða allri fjárfestingu og er það eins og nú skal greina. NÝTT FJÁRHAGSRÁÐ „Stjórn fjárfestingarmála verði tekin úr höndum stjórnmála- manna og fengin nefnd sérfræð- inga“, segir samþykkt Þjóðvarn- armanna. Þarna er um nýtt Fjár- hagsráð að ræða, skipað „sér-; fræðingum“! Auðvitað er ekkert um það sagt, hverjir eigi að skipa „sérfræðingana“ og velja þá, en ekki sýnist ólíklegt, að stjórnmálamennirnir og þar með væntanlega Þjóðvarnarflokkur- inn, mundu velja þá, og þar með koma allt í einn stað niður! Eða hverjir ættu að gera það aðrir? 100 MILLJÓNIR AF ÞJÓÐARTEKJUNUM Til þess að standa undir hinu mikla 10 ára áætlunarbákni sínu, vilja Þjóðvarnarmenn, að varið sé árlega 100 milljónum króna af „þjóðartekjunum“. Ekki er neitt sagt um, hvernig ætti að inn- heimta þetta fé né eftir hvaða reglum. , , 38%. [nginn Sjálfstæðismaðyr gefyr veif! hinni nýju kömmúnslödsiid siuðning HÖFUNDARNIR Höfundarnir að landsfundar- samþykkt Þjóðvarnarflokksins eru þeir Bárður Daníelsson og Bergur Sigurbjörnsson fyrv. starfsmaður í Fjárhagsráði. Er skýrt frá því í Frjáls þjóð þ. 27. apríl s. 1., að beir haii verið sett- ir í nefnd til að undirbúa málið og tillögur þeirra voru svo sam- þykktar af landsfundi flokksins, sbr. Frjáls þjóð frá 8. maí s. I. ÓFR.TÁLS ÞJÓD Það er ekki um að villast, að fyrir Þjóðvarnarmönnum vakir efnshagslegt þjóðskipulag eftir i'ússneskri fyrirmynd, og er raunar ekki að furða, að þeir hafi ekki hátt um slíka stefnu- skrá á meðan þeir eru að reyna að blekkja frjálslega hugsandi fólk tii fylgis við sig á grund- velli þjóðernis og þjóðfrelsis. Því hvaða þjóð yrði „frjáls þjóð“ eftir að búið er að skipu- ieggja allt á Rússa-vísu og binda einstaklingana á klafa „nefnda“, „áætiana" og „sérfræðinga", — eins og landsfundarsamþykkt Þjóðvarnarmanna forskrifar? ENGINN SJÁLFSTÆÐISMAÐUR Það er víst, að enginn Sjálf- stæðismaður getur veitt Þjóð- i varnarflokknum atkvæði sitt, . hvorki við kosningar til þings j eða bæjarstjórnar. Þeir, sem telja sig óánægða i innan rauðu flokkanna, geta kos- I ið þennan nýja hóp, en enginn ; Sjálfstæðismaður, hvort sem hann er ungur eða gamall, læt- ur sér slíkt til hugar koma. ÆSarkollum bjarpð úr olíuhrák Hér er verið að lauga eina æðarkoiluna, sem bjargað var í fjörunni vestur í Ánanaustum í gær. Tvær kollur biða eftir að röðin komi að þeim. Sjá frétt á bls. 12. Lisii Sjáiisiæðis- Fjölsóiiur fimdur manna í Hjarðvíkum Sjálfsiæðismanna LISTI Sjálfstæðisrrfanna við hreppsnefndarkosningar í Njarð- víkurhreppi 31. jan. n.k , er skip- aður þessum mönnum: Karvel Ögmundsson, forstjóri,; Bjargi, Sigurður I. Guðmunds- son, bóndi, Þórukoti, Rafn A. Pét- ursson, skipasmiður, Móbergi, Magnús Ólafsson, hreppstjóri, Höskuldarkoti, Sigurgeir Guð- mundsson, forstjóri, Akurgerði, Magnús Kristinsson, vélsmíða- meistari, Múla, Guðmundur Þ. Ögmundsson, vélstjóri, Hpllu, Ól- afur H. Egilsson, bifreiðastjóri, Njarðvík, Þórður Elísson, útgerð- armaður, Þórshamri, Ögmundur Guðmundsson, skifstofumaður, Bakka. á Akranesi SJALFSTÆÐISFELÓGIN á Akra nesi héldu almennan fund um bæjarmál í Hótel Akranesi sunnu daginn 24. þ. m. Fundurinn var fjölsóttur og hinn ánægjulegasti. Ríkti þar einhugur fyrir sigri D- listans á sunnudaginn kemur. Þessir voru ræðumenn á fund- inum: Jón Árnason, Fríða Proppé Þorgeir Jósefsson, Þorvaldur Sigurðsson og Árni Grétar Finns- son. Fundarstjóri var Ólafur B. Björnsson. Á laugardaginn kemur halda Sjálfstæðisfélögin skemmtun fyr- ir stuðningsmenn D-listans í Hótel Akranes. Þar verða flutt stutt ávörp svo og ýmis skemmti- atriði. Allir stuðningsmenn D-listans eru velkomnir. VÍNARBORG 21. jan. — Tékk- neska blaðið Rude Pravo skýrði frá því að tékknesk farþegaflug- vél hefði farizt. 15 manns létu lífið. Útvarpsumræður ■ Framh. af bls. 1. ! ljótasti ræðumaður kvöldsins. — Skammaði hann Morgunblaðið blóðugum skömmum fyrir að það væri „pólitískt“ blað!! Hvernig skyldu hans eigin málgögn vera?( Ætli að þau séu ópólitísk? Annað aðalspakmæli hins orð- prúða læknis var það, að Sjálf- stæðisflokkurinn væri minnsti flokkur landsins. Þá kvað hann Hjalta Jónssyni hafa verið ógnað með skammbyssum vegna þesg að hann hefði viljað virkja Sogið, Át hann síðan upp áratuga gaml- an bvætting Tímans um Sogs- virkjunina. REYKJAVÍK Á KAFI í MYKJU Alfreð klykkti svo út með því að segja, að Reykjavík væri eins og fjós, sem ekki hefði verið mokað í 30 ár. —. Hún væri á kafi í mykju!! Var á manninum að skilja hann væri að köfnun komin vegna þessara óþrifa. Getup því varla orðið mikið lið að honum í bæjarstjórn!! GAMLA KOMMAPLATAN SPILUÐ Línukommúnistarnir á rit- stjórn „Þjóðviljans", þeir Guð- mundur Vigfússon og Jónas Árna son, spiluðu gömlu kommúnista- plötuna um það tjón, sem Reykja vík hefði beðið vegna þátttöku íslands í efnahagssamvinnu hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Ekki töldu þeir þó fært, að segja Reyk- víkingum að hin nýja Sogsvirkj- un Og Áburðarverksmiðjan væri þeim til mikils háska eða bölv- unar. i Gils Guðmundsson talaði fyrir Þjóðvörn. Var hann ákaflega reið ur við Framsókn og Tímann. Horf ir heldur illa með samkomulag milli þessara tveggja glundroða- flokka, sem segjast þó endilega vilja stjórna Reykjavík saman. Að lokum talaði frú Guðríðuf Gísladóttir. Um málflutning minnihluta- flokkanna má yfirleitt segja, að hann var fram úr hófi neikvæð- ur og lélegur. —Faxa-verksmiðja Framh. af bls. 1. „Allir eru sammála um nauð- syn þessarar verksmiðju". Ennfremur taldi blaðið að hér væri um „markverða nýung að ræða“. Reykvíkingar góðir, herið þessi ummæli Tímans saman við raus hans undanfarnar vikur og ádeilur hans á hend- ur Sjálfstæðismönnum fyrir að hafa látið Reykjavíkurbæ taka þátt í byggingu Faxa- verksmiðjunnar. Hefur ölla ómerkiiegri máiflutningur nokkurn tíma sézt? Þegar síldin veður og allir eru sam- mála um þörf nýrra verk- smiðja við Faxaflóa þykist Tímaliðið vera fylgjandi þygg ingu þeirra. Þegar síldin hef- ur hins vegar brugðizt í nokk- ur ár ætla þeir að ærast og skella skuldinni á Sjálfstnðis- menn fyrir það!!! 'V Framh. af t. skilningi Rússá, að Band: í ja- menn myndu aldrei fallas' 1 að sitja fund um heimsmálir með árásarveldinu kommúnists iína. Dulles benti og á það að F Va- ríkin væru ekki sammála T :ss- um um hlutverk stórveld~nna. Rússar ætluðust til að fimm r- ór- veidi heimsins kæmu sama og ákvæðu allt um framtíð stiá- þjóðanna. Þetta kvað 1 ann Bandaríkin ekki geta fallirt 'á. Þau vildu að allar þjóðir heims stjórnuðu sínum eigin málum, sem fullvalda þjóðir, hvort sem þær eru stórar eða smáar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.