Morgunblaðið - 29.01.1954, Page 1
16 síður
41. árgangur. 23. tbl. — Föstudagur 29. janúar 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins
LISTI REVKVÍKIMGA - D-LISTIIMIM
Reykfavík hefur orðið fegurri og hreiuni bær
Sókndjörf Sjálfstæðisæska gjörsigraði
Fagur bær gleður tilfinningu íbúanna fyrir því sem er smekklegt. Börnin og blómin fara vel saman
með hverju ári
SaiTíStarf Fegrunerfélagsins
bæjaryfirvalda og almengs
Skreyting bæjarins með listaverkum
þarf að aukast
Á TVEIM síðustu áratugum hefur Reykjavík tekið undra-
verðum stakkaskiptum. Þar sem áður var urð, grjót og
melar, eru nú komnir fagrir trjágarðar, blómabeð og gras-
fletir. Reykjavík hefur orðið fegurri og hreinni borg með
liverju ári. Margir aðiljar hafa staðið að þessiun umbótum.
Þúsundir manna hafa á undanförnum árum kostað kapps
um að fegra og skreyta lóðir sínar og lagt í það mikla fyrir-
höfn og fé. Samtök borgaranna hafa unnið hér merkilegt
starf, og bæjarfélagið sjálft og starfsmenn þess lagt því lið.
Borgarar Reykjavíkur hafa á skömmum tíma unnið það
afrek að breyta Reykjavík úr hrjósturlendi í gróðurlönd.
Sum hverfi í bænum eru orðin til fyrirmyndar. Reynslan
hefur sýnt að hér eru hin beztu skilyrði til trjáræktar, ef
alúð er lögð við starfið.
Það hefur oft vakið aðdáun og undrun, hve fólk, sem byggt
hefur ný hús, bregður fljótt við til að jafna, græða og prýða
lóðir sínar.
kommúnista á æskulýðsfundinum
»
KAPPRÆÐUFUNDUR Heim-
dallar og ungra kommúnista
fór frani í gærkvöldi. Fuli-
skipað var í Sjálfstæðishúsið
og voru Heimdellingar í yfir-
gnæfandi meirihluta. Má heita
að kommar hafi gefist alger-
lega upp á fundinum.
EINSTÆÐUR
MÁLFLUTNINGUR
Fyrstur ræðumanna var
Jónas Árnason, blaðamaður
við Þióðviljann. — Var ræða
hans tvímælalaust einstætt
fyrirbæri, hvernig sem á er
litið.
I’jallaði hún um kúreka og
kvikmyndahetjur í Ameríku
og í niðurlagi ræðunnar var
gerð grein fyrir fatatízku karl
manna síðustu árin.
Er sýnilegt að Kiljanskur
eftiröpunarstíll réði þessu
furðulega tiltæki hans. Kom
hann aldrei nálægt bæjarmál-
um Reykjavíkur, en skýrði
hins vegar frá því að nú væri
verið að byggja stórhýsi nokk
urt í Moskva!!
Er hér með skorað á Þjóð-
viijann að birta ræðu Jónas-
ar í heild.
GLÆSILEGUR MÁLEFNA-
SIGUR IIEIMDAIÆAR
Af hálfu Heimdallar lióf
Geir Ilallgrímsson umræðurn-
ar.
Fjallaði ræða hans um
markmið Sjálfstæðismanna í
bæjarmálum. — Rakti hann
framkvæmdir þær, er Sjálf-
stæðismenn hafa beitt sér fyr-
ir á undanförnum árum og
gerði grein fyrir framtíðar-
áformum þeirra.
Var ræðu hans ágætlega
tekið.
Aðrir ræðumenn Heimdall-
ar voru þeir Magnús Jónsson
og Eyjólfur K. Jónsson. —
Skýrðu þeir stefnu og störf
Sjálfstæðismanna í skýrum
dráttum og sýndu fram á,
hversu farsællega Sjálfstæðis-
flokknum hefur tekizt stjórn
Revkjavíkurbæjar.
Var öllum ræðumönnum
Sjálfstæðismanna tekið fá-
dæma vel.
KOMMÚNISTAR
IIEILLUM HORFNIR
Það er nú augljóst að komm
únistar eru gjörsamlega heill-
um horfnir. Þrátt fyrir ör-
væntingarfulla og æðisgengna
smölun á fundinn, var fylgi
þeirra þar hverfandi. Þar eð
æskulýðurinn er nú óðum að
yfirgefa Kommúnistaflokkinn,
gripu forsprakkar Æskulýðs-
fylkingarinnar tii þess ráðs
að smala rosknu fólki á fund-
inn. Er nú sýnilegt að Æsku-
lýðsfylkingin er svo steindauð
klíka að hún á sér engrar við-
reisnar von.
Framsókn hjálpar
komiiiura
í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um
I bæjarmál Reykjavíkur hélt einn
ræðumaður kommúnista því fram
að flokkur hans hefði nýlega unn-
, ið mikinn sigur í verkalýðsfélag-
I inu á Skagaströnd. Samkvæmt
upplýsingum, sem Mbi. hefur
fengið þaðan að norðan, er hér
um hreinan uppspuna að ræða.
Kommúnistar hafa á engan hátt
aukið fylgi sitt í verkalýðsfélag-
inu á Skagaströnd. Framsóknar-
menn hafa hins vegar unnið með
þeim þar, og hjálpað þeim til þess
að ná vfirtökum í félaginu. Sams
konar liðssinni veitir Framsókn
nú kommúnistum við hrepps-
nefndarkosningar í þessu byggð-
arlagi.
Það er ekki ófróðlegt fyrir
þann fjölda Framsóknarmanna,
sem hafa óbeit á kommúnistum,
að fá s-íknr fréttir.
STOFNUN FEGRUNARFÉLAGSINS
17. júní 1948 komu nokkrir menn saman og stofnuðu Fegr-
unarfélag Reykjavíkur. Aðalhvatamenn þess voru dr. Jón
Sigurðsson borgarlæknir og Ragnar Jónsson forstjóri.
Tilgangur félagsins var að hafa lagi og hollustuháttum, að stuðla
forystu um sköpun almennings-. að hvers konar viðleitni til fegr-
áhuga fyrir útliti bæjarins, skipu-* Framh. á bls. 5.
Tveir dagar til kjördags
í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um bæjarmál höfðu ræðumenn
Sjálfstæðisflokksins aðeins einn fimmta hluta ræðutímans.
Andstæðingarnir fjórir að töiu — höfðu fjóra fimmtu hluta
alls ræðutímans.
Að þessu Ieyti var leikurinn ójafn og varð ekki hjá slíku
komizt, en að öðru leyti þurfa Sjálfstæðismenn og aðrir, sem
fylgja D-Iistanum sízt yfir því að kvarta, að þeir hafi lakari
vígstöðu við þessar kosningar en hrossakaupafiokkarnir
fjórir.
Þó tíminn væri ójafn við umræðurnar er tíminn öllum
jafn til kosninganna — aðeins tveir dagar — þar til gengið
verður að kjörborði og nú reynir á alla fylgjendur D-LIST-
ANS að duga vel við undirbúning kosninganna.
Fylgjendur D-LISTANS hafa því hægari leik, sem þeir
geta bent á sterka forystu eins, samstillts fiokks og borgar-
stjóra, sem er afburða vinsæli meðal bæjarbúa.
Andstæðingar Sjáifstæðismanna geta ekki sameiginlega
bent á neitt, hvorki málefni né menn, sem komið geti í stað
forystu Sjálfstæðisflokksins í málum bæjarins.
Útvarpsumræðurnar feýndu að andstæðingaflokkarnir
fjórir eru illgjarnir hver í annars garð en af þrætugjörnum
hópum leiðir aldrei nema illt eitt fyrir heildina.
En jafnvel þó Sjálfstæðismenn hafi yfirburði þegar rætt
er um málefni og menn þá þarf mikið átak til að þeir vinni
kosningarnar, en þetta átak verða aliir fylgjendur D-LIST-
ANS — hvar í flokki, sem þeir standa, að gera.
Sigur D-LISTANS er sigur Reykjavíkur