Morgunblaðið - 29.01.1954, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.01.1954, Qupperneq 6
t 6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 29. jan. 1954 Verði raforkiinnar hefur verið haídið niðri fyrir haysýni rsfmapsstjórnar bæjarins REYKJAVÍKURBÆR veitir bæjarbúum sínum ódýrari þæg- indi en nokkurt annað bæjarfélag á landinu. í Undir stjórn Sjálfstæðismanna hefur verði rafmagns til ljósa og suðu verið haldið niðri svo sem verða má þannig að hækkanir, sem orðið hafa á þessum liðum hafa orðið litlar ef borið er saman við hækkun launa. Ef verð rafmagnsins er borið saman við kolin kemur einnig í ljós stórkostlegur munur á því hve rafmagnshækkunin hefur orðið minni. Andstæðingar Sjálfstæðismanna hafa reynt að afflytja stjórn þeirra á rafmagnsmálunum, en eftirfarandi saman- burður sýnir hvernig verði raforkunnar hefur verið haldið niðri: Rafmagn til ljósa var 1939 kr. 0.44 pr. kwst. — — — er nú kr. 1.75 pr. kwst. = tæplega 4 faldað. Rafmagn til suðu var 1939 kr. 0.08 pr. kwst. __ __ — er nú kr. 0.36 pr. kwst. = tæplega 4.5 faldað. Kol voru 1939 ..... kr. 64.00 pr. tonn _ eru nú.......... — 470.00 pr. tonn = 7.3 faldað. Mestur kostnaður hjá Rafmagnsveitunni eru að sjálfsögðu launagreiðslur, en aimenn verkamannalaun hafa 10—11- faldazt. FargjöSdum mú strætisvcgn- unum hefur verið haldið niðri Fargjöld barna óbreytt síðan 1945 FARGJÖLDIN með Strætisvögn- um Reykjavíkur eru stórt atriði fyrir marga bæjarbúa en þeim hefur verið haldið Mns lágum og frekast hefur veriÓ unnt. Sem dæmi má nefna að far- gjöld barna hafa haldizt óbreytt frá því 1945 eða í 9 ár og mun slíkt einsdæmi í nokkrum rekstri. En einmitt fargjöld barna eru mikilvægt atriði fyrir fjölda heimila. Andstæðingar Sjálfstæðis- manna hafa reynt að gera far- gjöld strætisvagnanna tortryggi- leg í augum bæjarbúa, en hér á eftir fer yfirlit um þær hækk- anir, sem orðið hafa á fargjöld- um og samanburður við hækkun almenns kaups á sama tíma og é öllum tilkostnaði Strætisvagn- anna: Kr. Fargjöld með strætisvögn- um voru ákveðin frá 1. júní 1945 að telja sem hér segir: Fullorðnir á öllum leiðum innanbæjar ........ . . 0.50 Eörn á öllum leiðum inn- anbæjar .............. 0.25 Þegar hraðferðir voru tekn ar upp voru fargjöld á þeim leiðum ákveðin: Fyrir fullorðna .......... 1.00 Fyrir börn ............... 0.50 f júní 1951 varu fargjöldin ákveðin þannig og hafa haldist óbreytt síðan: Afsláttarm. fyrir fullorðna 0.77 Hraðferðarmiðar (og ein- stakir miðar á öllum leiðum) ............... 1.00 Fargjöld barna óbreytt kr. 0.25 og kr. 0.50. Rannsókn hefur leitt í ljós, að fargjaldaliækkunin frá 1945 nem ur aðeins 34% eða hækkað um rúml. %. Stafar það af því að hraðferðagjöldin og fargjöld barna héldust óbreytt, og veru- legur fjöldi farþega á almennum leiðum notar áfsláttarmiða. — Hækkun almennra miða fyrir fullorðna úr kr. 0.50 í kr. 0.77 nemur 54% eða hækkar um rúml. helming. Frá 1945 þar til nú hefur al- mennt kaup meir en tvöfaldazt, benzín meir en þrefaldazt og verð á varahlutum 5—6 faldazt. Sendiherra Sveinn S, Einarsson, verkfræðingur: Baiidaríkjanna þakkar björgonar- Kornmökin í Faxaverksmiðjunni tilraunir SENDIHERRA Bandaríkjanna hefur vottað utanríkisráðherra þakkir fyrir þá aðstoð, sem látin var í té af hálfu íslenzkra stofn- ana og einstaklinga í sambandi við slys það, er varð, þegar bandarísk flotaflugvél hrapaði á Mýrdalsjökli í desember síðastl. TVTinnist sendiherrann með sér- stöku þakklæti þeirrar aðstoðar, er Slysavarnafélag íslands og flugbjörgunarsveitin inntu af hendi og biður ríkisstjórnina að færa þeim þakkir og kveðjur, er á ýmsan hátt lögðu lið sitt til við björgunartilraunirnar, margir með því að stofna lífi sínu í tví- sýnu. Sendiherrann lætur fylgja orósendingUr frá foreldrum eins þeirra flugmanna, er með vélinni fórust. Eru sendendur hennar hjónin Robert G. Whale og kona hans, 426 Main Street, Vaupacu, Wisconsin, en orðsending þeirra er á þessa leið: „Við foreldrar Roberts Whale’s er var einn þeirra, er fórust með Neptune-flotaflugvélinni á Mýr- dalsjökli, óskum að láta í ljós þakklæti okkar fyrir hetjulegar tilraunir íslenzkra og amerískra leitarflokka til þess að komast að flugvélarflakinu. Þarf eigi annað en að lesa um kuldann og ill- viðrið, sem þeir áttu við að striða, til þess að gera sér það ljóst, hvílikt erfiði þeir lögðu á sig. Vonumst við innilega til, að þeir hafi eigi beðið alvarlegt mein af vosbúðinni. Þeir hafa sýnt hetju- skap og áunnið sér þakklæti allra aðstandenda hinna látnu fiug- manna. Einnig færum við þakkir flugmönnum þeim, er gættu að flakinu við hin erfiðustu skilyrði og einkum til stjórnenda heli- kopter-vélarinnar, sem lenti á slysstaðnum. Eigum við varla orð til að lýsa þakklæti okkar fyrir hetjuskap þann, er þeir sýndu við tilraunir sínar til að bjarga mannslífum, ef auðið yrði. Þætti okkur hjónum mjög vænt um, ef einhverjir þessara manna vildu heimsækja okkur, verði þeir einhverntíma á ferð nálægt Waupacu í Wisconsin." (Frá utanríkisráðuneytinu). Þar vanlar fljófandi síldarbræðslur Verksmiðjan er búin fullkomnustu tækjum lil slíks reksfurs ÞAÐ er nú þjóðarnauðsyn, að vér korni. Þá er verlcsmiðjan búin íslendingar aukum innflutning fullkomnustu mölunar-, sigti- frá Rússlandi, þannig að hægt sé að viðhalda og helzt auka út- flutning vorn af frystum fiski á þennan markað. Meðal þeirra vörutegunda, sem hægt væri að hefja innflutning á frá Rússlandi er maís o. fl. korntegundir til kjarnfóðurs, en innflutningur þessara vörutegunda getur numið yfir 10.000 tonnum á ári. Rússar munu einungis selja maísinn ómalaðan og umbúða- lausan, svo sem mest er tíðkað í verzlun með kornvörur þjóða í milli. Með tilliti til sparnaðar í farmgjöldum, kostnaðar við ferm ingu og affermingu væri án efa hagkvæmast fyrir íslendinga að kaupa þessar vörur umbúða- lausar. Hingað til hefur maís eingöngu verið fluttur inn sekkjaður, hvort sem um heilan maís eða mjöl hefur verið að ræða, enda skort ir innflytjendur og fóðurblönd- unarfyrirtæki þau, sem starfrækt eru, nauðsynlegar korngeymslur fyrir laust korn og afkastamikl- ar mölunar og sekkjunarvélar. til þess að þau geti tekið á móti korninu ómöluðu og umbúða- lausu í þeim mæli, sem þörf krefur, ef kostnaðurinn á að vera hóflegur. í þessu skyni þyrftu þau að leggja í milljóna fjárfest- ingu, og óhjákvæmilega tæki all langan tíma að koma þeim mann- virkjum upp. Nú vill svo heppilega til, að í Faxaverksmiðjunni eru öll skilyrði fyrir hendi til þess að taka við heilum skipsförmum af ómöluðu korni og mala það og sekkja. Þrær verksmiðjunnar eru byggðar með sama sniði og korngeymslur erlendis og búnar öllum nauðsynlegum flutninga- tækjum. Mundu þær geta rúmað 2500—3000 tonn af ómöluðu og sekkjunartækjum, sem til eru í landinu, og hafa þau nægileg afköst til þess að annast umrædda starfsemi, en auk þessa hefur verksmiðjan geymslurúm fyrir allt að 1000 tonn af sekkjaðri kornvöru. Lega verksmiðjunnar á hafn- arbakkanum gerir það mögulegt að dæla korninu beint úr skipi í geymsluþrærnar, þannig áð upp skipunarkostnaður og biðtími flutningaskipanna gæti orðið hverfandi. Aðstaðan í Faxaverksmiðjunni til mölunar á fóðurkorni er því sambærileg við það sem gerist í erlendum kornmyllum. Ef þessari starfsemi yrði hrint í framkvæmd, mundi þar fást æskilegt verkefni fyrir Faxaverk smðjuna, er nú hefur skort hrá- efni árum saman. Þessi starf- ræksla mundi veita mörgum mönnum ársatvinnu í verksmiðj- unni einni. Losað væri það rúm í vörugeymslum, sem nú er bund- ið við geymslu á innfluttu kjarn- fóðri en brýn þörf er fyrir til annarra nóta. En þýðingarmest er það, að opnast mundu mögu- leikar til aukins útflutnings á hraðfrystum fiski til Rússlands og þar með aukinnar atvinnu í frystihúsum, á togurum og öðr- um veiðiskipum. Faxaverksmiðjan er einasta fyrirtækið hér á landi, sem gæti tekið þessa starfsemi að sér nú þegar. í þessu sambandi kemur sú fyrirhyggja að gagni, sem höfð var við byggingu verk- smiðjunnar, að gera hana þannig úr garði, að hún gæti tekið fyrir önnur verkefni heldur en sildar- bræðslu einungis. Reykjavík 28. jan. 1954. F. h. Faxa s.f. Sv. S. Einarsson. Tveggja vikna hátiðahöld í lilefni af 65 ára afiuælinu ÁrmenRÍniar bjóða upp á „sii! af hverju fægi" 15. DES. s.l. voru 65 ár liðin frá stofnun Glímufélagsins Ármann. I tilefni af því munu Ármenningar nú, eins og þeir hafa jafnan gert á fimm ára fresti, halda upp á afmæli félagsins. Standa hátíða- höldin yfir í 14 daga — frá 2.—14. febrúar. Fyrstu hátíðahöldin verða á þriðjudag í Þjóðleikhúsinu. Verða þar ræður fluttar, þjóð- dansar sýndir svo og glíma, fimleikar og dans. Á hverjum degi þar á eftir til 14. febr. gangast Ármenningar fyrir íþróttamótum Qg tnka þátt í þeim af hálfu félagsins 350 manns. ÞJÓÐLEIKHÚS- SKEMMTUNIN ÁLASUNDI 28. jan. — í gær var einhver bezti sildarafli, sem menn muna eftir við vesturströnd Noregs. Lauslegt yfirlit yfir aflamagn á þess- um slóðum sýnir 715 þúsund hektólítra. Skiptist þetta þann ig niður að 307 þúsund hektó- lítrar hafa komið til Álasunds- héraðsins og 408 þúsund til Bergens-svæðisins. Er heild- araflinn á þessari síldarvertið samkvæmt þessu kominn upp í 3,2 milljón hektólítra, en það mun vera að verðmæti hátt á annað hundrað þúsund króna. Allar síldarþrær í Álasundi eru yfirfullar. Báðir kolakran- ar bæjarins hafa verið teknir í notkun til að afferma skipin. Síldin verður geymd til bráða- birgða á stórum steinsteypt- um stéttum. Leigð hafa verið stór flutningaskip til að flytja síldina. Harma menn að ekki skuli vera til fljótandi síldar- verksmiðjur til að flytja á staðinn, þar sem mest þörf er fyrir síldarverksmiðju núna. Sjómenn segja að hafið virðist vera ótæmándi af síld. — NTB Á skemmtun Ármanns í Þjóð- leikhúsinu á þriðjudag flytja ræður þeir Ingólfur Jónsson ráð- herra, Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri og Ben. G. Waage for- seti ÍSÍ. Karlakór Reykjavíkur og Guðmundur Jónsson syngja, Erik Bidsted og kona hans Lisa Kæregaard sýna ballet, glímu- og fimleikaflokkar félagsins sýna og 16 telpur úr félaginu dansa blóma valsinn undir stjórn Guðrúnar Nielsen, sem alls stjórnar 4 sýn- ingarflokkum þann dag, en hún er aðalfimleikakennari félagsins og kennir eftir nýju finnsku kerfi — leikfimi undir hljóðfæraslætti. ÍÞRÓTTAMÓTIN Á miðvikudag er frjálsíþrótta- keppni, á fimmtudag sundmót, þar sem m. a. verður sýndur sundballett. Á föstudag er Skjald- arglíma Ármanns, á laugardag barnaskemmtun að Laugavegi 162. Á sunnudag er skíðamót Ár- manns 1 Jósefsdal, á mánudaginn keppa 6 flokkar Ármanns í hand- knattleik við Reykvíkinga og Hafnfirðinga. Á þriðjudag verður hnefa- Framh. á bls. 12 LISTI REYKVfKIIMGA - D-LISTINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.