Morgunblaðið - 29.01.1954, Qupperneq 12
f
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 29. jan. 1954 •
Afmælisgjöf til
„Hringsins"
Á 50 ÁRA afmæli Kvenfélagsins
Hringsins, 26. janúar, barst stjórn
þess gjöf, að upphæð 4.000.00 kr.,
til Barnaspítalasjóðs Hringsins
frá móður, sem ekki vill láta
nafns síns getið, með þeim um-
mælum, að fjárupphæð þessi sé
gefin í þakklætisskyni fyrir það,
að börn hennar, sem öll eru upp-
komin, hafa verig hraust og
aldrei þurft á sjúkrahúsvist að
halda.
Stjórn Hringsins tjáir hér með
sínar beztu þakkir fyrir þessa
einkar kærkomnu afmælisgjöf.
F.h. stjórnar Hringsins,
Guðrún Geirsdóttir,
varaformaður.
Marriman
hætt að
syrgja
KAIRO 28. jan. — Egypzki
kvikmyndaleikarinn og söngv
arinn Farid el Atrash skýrði
frá því í dag að hann ætlaði
að kvænast Narriman fyrrum
Egyptalandsdrottningu, strax
og hún fær skilnað frá Farúk.
— Hvcrs vegna!
Framh. af bls. 9.
fram — heldur frelsi og fram-
tak.
★
Hinn alþjóðlegi kommúnismi
er að mínum dómi mesti bölvald-
ur okkar tíma. Ég kynntist hon-
um lítillega sjálfur, er ég dvald-
ist um skeið í Berlín í sumar,
skömmu eftir frelsisbyltinguna
17. júní, ræddi við austur-þýzkt
flóttafólk og heimsótti höfuð-
bong austur-þýzka kommúnista-
ríkisins. Þar varð grunur minn
staðfestur og ég skildi betur en
nokkru sinni orð Tómasar:
„í gær var hún máske brún þessi
böðulshönd,
sem blóðug og rauð í dag sínu
vopni lyftir“.
Sjálfstæðisflokkurinn er öflug-
asta vígið hér á landi í barátt-
unni við kommúnismann. — Af
þeim sökum meðal annars hefi
ég fylgt honum. Framtíð komm-
únismans á ekki að verða fram-
tíð íslands. Ef koma á í veg fyrir
það verður Sjálfstæðisflokkur-
inn að vera sterkur og öflugur.
Frjálslyndir mennta-, lista- og
alþýðumenn ættu að minnast
þess. Þeir hafa aldrei átt sam-
leið með afturhaldinu í Moskvu,
postulum lögregluríkis. — Þeirra
einkunnarorð eru: Frelsi, fram-
tak.
— Armann
Framh. af bls. 6.
leikamót Ármanns. Þar kepp-
ir sem gestur Norðmaðurinn
Leif Hansen. — Hann hefur
keppt 180 sinnum og mun nú
einn frægasti hnefaleikari
Norðmanna. Hann keppir í
veltivigt gegn Birni Eyþórs-
syni. ’
Miðvikudaginn 10. febr. verð-
Úr bikarglíma Ármanns, fimmtu-
daginn 11. febr. verður fimleika-
og þjóðdansasýning auk körfu-
knattleikskeppni. Föstudaginn 12.
verður fjölbreytt skemmtun í
Austurbæjarbíói, á laugardag af-
rnælishóf í Sjálfstæðishúsinu og
á sunnudaginn hinn 14. febr.
fcarnaskemmtun í Austurbæjar-
þíói.
Ármenningar bjóða því
Reykvíkingum upp á „sitt af
hverju tægi“ næsta hálfa mán
uðinn. Hafa þeir undirbúið há
tíðahöldin af kostgæfni og
munu vafalaust uppskera eins
og þeir hafa sáð.
r
Vr>
Kærleiksheimili
Framh. af bls. 8.
fara svona með okkur eftir alla
okkar góðu baráttu <stendur
upp). > \
Gils: — Ég er ekíci til viðtals
um þessi kjör. Sem.heiðarlegur
flokkur — og þar að auki með
oddaaðstöðu, heimtum við minnst
10—20 stöður handa okkar mönn-
um og auk þess umboðslaun af
öllu, sem bærinn kaupir inn.
Magnús (ástúðlega en særður):
— Við drögum okkur út úr póli-
tík, ef þetta á að fara svona.
G. Vigf. (byrstur); — Mér
koma þessi uppástöndugheit ykk-
ar f jórmenninganna mjög á óvart.
En þetta sannar bara það sem
allir máttu vita, að þið eruð allir
auðvaldsbullur, landssölumenn
og lýðræðisfjendur — og verður
að fara sem fara vill.
Magnús (ástúðlega): — Eigum
við ekki að koma? (Magnús,
Vilja hefia innflufn-
ing hollemku stein-
steypuhúsanna
EFTIRFARANDI ályktun var
samþykkt með atkvæðum allra
fundarmanna á fundi í Iðnaðar-
mannafélaginu í Hafnarfirði 14.
þ. m.:
„Fundur í Iðnaðarmannafélag-
inu í Hafnarfirði, haldinn hinn
14. jan. 1954, vítir harðlega að
leyfður skyldi innflutningur á
hinum hollenzku „Schocbeton“-
húsum og skorar á ríkisstjórnina
að hefta nú þegar innflutning
þann, sem nú er að hefjast.
Fundurinn telur þennan inn-
flutning hina mesta óhæfu, þar
sem gnægð af steypuefni, sandi
og vatni er fyrirliggjandi víðast
hvar í landinu og því með öllu
óþarft og ámælisvert, að flytja
þau efni inn erlendis frá“.
Þar sem vinna hér á landi virð-
ist ekki of mikil, álítur fund-
urinn það fjarri öllum sanni, að
hefja hér þá húsagerð, sem full-
víst má telja að framkvæma verði
að miklum hluta með erlendum
vinnukrafti. Síðast en ekki sízt,
þegar það er vitað, samkvæmt
gerðum tilboðum, að hús þessi
verða stórum mun dýrari í bygg-
ingu og auk þess ótraustari en
þau hús, sem hér eru gerð af inn-
lendum iðnaðarmönnum.
Jafnframt skorar fundurinn á
iðnaðarmenn, hvar sem er á land-
inu, að fylkja sér gegn þessum
óþarfa og óþjóðlega innflutningi.
Enn fremur samþykkir fundur-
inn að skora á stjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna, að leita
samstarfs við Alþýðusamband ís-
lands og aðra þá, sem hún telur
þurfa, um gagnaðgerðir og að
gera að öðru leyti það, sem hægt
er til að hefta innflutning hinna
hollenzku húsa.
Hafnarfirði, 16. jan. 1954.
Steingr. Bjarnason.
(form.)
Vigfús Sigurðsson
(ritari.)
Óskar, Þórður og Gils ganga til
dyra).
Petrína: — En þeir borgara-
legir í sér!!
Jónas: — Þessi Þórður minnir
mig svo á hjálparkokkinn á
Straumeynni.
Ingi: — Þurfum við ekki að ná
í Brynjólf og biðja hann að síma
austur?
G. Vigf.: — Ekkert liggur á.
Ég þekki mína. Það má bjóða
þessum peyjum allt. Þeir koma
áreiðanlega aftur ræflarnir.
Hrafnkell.
Mikil hrlfning á
háiíðasýningu
Þjéðleikhússins
í GÆRKVÖLDI var hátíðasýn-
ing í Þjóðleikhúsinu í tilefni af
200 ára ártíð Ludvigs Holbergs.
Sýndur var gleðileikurinn
„Æðikollurinn“ (Den Stundes
löse), í þýðingu Jakobs Bene-
diktssonar, undir leikstjórn
Lárusar Pálssonar.
Leikhúsgestir tóku „Æðikoll-
inum“ forkunnar vel, og var
leikendum ákaft fagnað. Áður en
sýning hófst, var fluttur þáttur
úr simfóníu í es-dúr eftir Mozart.
— Forseti íslands og frú hans,
ráðherrar og sendiherrar hinna
Norðurlandanna voru meðal
gesta.
Framrúðurnar broin-
uðu — lakkið
skemmdist
AKRANESI, 28. jan. — Árdegis
í dag lagði bifreiðastjóri á Akra-
ne^i, Haraldur Kiiíttmundsson,
af stað héðan á 4 tonna bifreið
og ætlaði upp að Hvanneyri. Var
vindur hvass á suðaustan og kom
í gusum ýmist ofan af eða með
fjallinu. Þegar Haraldur var
kominn innarlega í Hafnarskóg,
skóf lausagrjót og smásteina af
slíkri harðneskju að báðar fram-
rúðurnar brotnuðu í bílnum og
einnig glerin á ljósaugunum
tveimur.
Á heimleiðinni var Haraldur
að nema staðar í skóginum ein-
uhi 10 sinnum, svo að stormsveip-
irnir bæru bílinn ekki út af veg*
inum. Er heim kom var að auki
allt lakk framan á bílnum stór-
skemmt. •—Oddur.
Bátur skemmist
SELFOSSI 28. jan. — Aftaka-
veður gekk yfir Suðurland í dag.
í Þorlákshöfn sleit vélbátinn Ög-
mund upp og rak hann á land.
Er báturinn mikið skemmdur en
meiðsli urðu ekki á mönnum.
Vélbáturinn Ögmundur hafði
nýlega verið settur niður og unn-
ið var að því að búa hann til
vertíðarinnar. Slitnaði hann upp
af legunni og rak upp eins og
fyrr segir.
FÉLAGSVIST
OG OAIMS
í G. T.-húsinu
í kvöld kl. 9.
stundvíslega.
Sex þátttakendur fá kvöldverðlaun, 350—400 kr. virði.
DANSINN HEFST KL. 10,30.
GÖMLU OG NÝJU DANSARNIR
CARL BILLICH stjórnar hljómsveitinni.
Aðgöngumiðasala frá kl. 8 — Sími 3355
Ath.: Komið suemma til að forðast þrengsli.
DANSSKÓLI
Guðnýjar Pétursdóttur
Kennsla byrjar 2. febrúar næstk. — Kennt verður:
Ballett og samkvæmisdansar.
Nemendur mæti í Edduhúsinu við Lindargötu mánudag
1. febrúar frá klukkan 5—7.
Einkatímar í samkvæmisdönsum eftir samkomulagi.
Appelsínur I
■
Epli, ny ítölsk \
■
■
■
Melónur \
m
m
m
m
^JJriótjánóóon &E* (Jo. h.j^. \
Garðyrkjumt&nn
■
■
^ ■
Oska að kaupa eða leigja garðyrkjustöð Uppl. í síma •
82358. Tilboð sendist afgr. Morgbl. merkt:
Gróðrarstöð —287, fyrir 10. febrúar.
■ '■
■.
■ ■>
MARKtS Eftlr Ed Dodd
WÍ'VE COT TO FIND A WAV
rOC YOU AND YOUR GEAND-
FATHE42 TO KEEF> THIS
PLACE, JANr£»
1) — \ P verðum að finna leið
út úr ógóngunum.
2) — Markús væri ekki lengi
að leysa úr þessu.
— Hver er Markús?
3) — Bezti vinur minn. Skóg-
armaður og snillings ljósmynd-
ari.
4) — Ég verð að fara. Van
Horn bíður eftir mér. Ég kem
aftur o greyni að hjálpa þér.
— Komdu fljótt aftur, Siggi. ,