Morgunblaðið - 10.04.1954, Síða 1
16 síður
41, árgangur.
84. tbl. — Laugardagur 10. apríl 1954.
Prentsmiðja Mergunblaðsint
Frá íorseíalieimsokninni í Danmörku
Forsetahjónin, Ásgeir Ásgeirsson og frú Dóra Þórhallsdóttir í boði ðönsku konungshjónanna, Frið-
riks IX. og Ingiríðar drottningar.
Kindukjötið að klárast og litl
birgðir af nauta- cg hrossakj
birgðir af nauta- cg
KjötframieiSsían s. I. haust var 33DQ tonn
nægilegt í 8 mánuði
TILFINNANLEGUR skortur er nú orðinn á kindakjöti hér a
landi og er hann mestur í Reykjavík, Vestmannaeyjum og á
Suðvesturlandi, þar sem heita má að kindakjöt sé nú orðið ófáan-
kgt. Birgðir af nauta- og hrossakjöti voru einnig nokkru minni í
marz g.l. en á sama tíma í fyrra.
Þess ber þó að geta að kjötkaupmenn hafa séð svo um að nú
fyrir páskahátíðina verður nokkuð magn af kindakjöti fáanlegt
eins og til hátíðabrigða.
FRAMLEIÐFLA ®---------------------
NÆGDI í 8 MÁNUÐI
Aðalástæðan fyrir kjötskort-
inum er niðurskurðurinn á und-
anförnum árum og einnig að hey-
skapur gekk óvenjulega vel í
sumar svo að bændur hafa sett
fleiri lömb á en ella. Slátrur. s.l.
haust nam aðeins 3300 tonnum af
kindakjöti samanborið við 3700
tonn árið áður. Þar sem kinda-
kjötsneyzla landsmanna er að
meðaltaii um 400 tonn á mánuði,
sýna þessar tölur ijóst að þessi
framleiðsla nægir aðeins í um
8 mánuði, enda er nú svo komið
að aðeins munu vera til tæplega
500 tonn af kindakjöti á landinu.
MINNST K.TÖT Á SV-LANDI
Núverandi kjötbirgðir eru
dreifðar um allt land á um
100 stöðum, svo að ekki
kemur mikið í hlut hvers
eiganda. — Það er greini-
legt að ástandið er verst á Suður-
landi, einmitt þar sem niður-
skurðurinn hefur verið mestur að
undanförnu. Sérstaklega er á-
standið slasmt í Vestmannaeyj-
um, Reykjavík og á Suðurnesj-
um, þar sem kindakjöt má nú
heita ófáanlegt. Hins vegar er
útlitið betra á Norðurlandi, svo
sem á Akureyri og mun kjöt enn
fáanlegt víðast Norðanlands.
Framii. á bls. 9
Viðtal víd Juin
ntá eikki birtast
PARÍS, 9. apríl — Franska ríkis-
stjórnin leggur nú fast að kvik-
myndafélagi í París, að það birti
ekki fréttamynd, þar sem birt er
samtal v'ð Juin marskálk. Fyrir-
tækið vill ekki láta sig, segir að
atferli stjórnarinnar sé brot á
fréttafrelsi.
Einnig leggur ríkisstjórnin
mikið kapp á, að ekki verði
sj'ndar myndir frá uppþotinu,
sem varð við Sigurbogann s.l.
sunnudag. — Reuter-NTB.
Býðor 180 dali
fyrir löðrung
NEW YORK, 9. aptíl. Banda-
ríski herinn hefur féngið ein-
stætt tilboð. Arthur Wilson,
fyrrum hershöfðingi, býðst til
að greiða þeim liðsforingja
100 dali, sem fyrstór verði til
að gefa David Schine, aðstoð-
armanni MeCarthys, rækilega
utan undir. Herinn kvað hafa
hainað boðinu.
Schine var einhver ötulasti
vikapiitur McCarthys í rann-
sóknarnefnd öldungadeildar-
innar. Iiann gegnir nú her-
þjónustu. — Reutér-NTB.
Ræii affur um Saar
PARÍS, 9. apríl — í dag hófust
á ný viðræður Frakka og Þjóð-
verja um Saar-málið. Viðræður
þessar strÖnduðu, er Adenauer
försætisráðherra heimsótti París
til að ræða málið við Bidault í
s. 1. mánuði. —Reuter-NTB.
Njésnarar hifiast
í kirkju
TURIN — í sakamáli, sem verið
hefur á döfinni á Ítalíu, hefur
komið á daginn, að sakborning-
arnir, 7 ungir ítalir, hafa notað
austurríska kirkju fyrir sam-
komustað 2 undanfarin ár. Þar
hafa þeir fengið itölsk hernaðar-
leyndarmál í hendur tékkneskum
njósnara.
Truman taiar um
jvetnisprengjuna
ST. LOUIS — Truman, íyrrum
Bandaríkjaforseti, hefur átt tal
við fréttamenn um vetnissprengj
una. Hann sagði m.a.: ,,Eg veit of
mikið um vetnisprengjuna til að
ég leysi frá skjóðunni. En ef
vetnisprengjan er þess megnug
að varðveita friðinn, þá verður
aldrei of miklu fé varið til henn-
OIli vítisvél fhiffshsinu
c J
undan Italíuströndum?
Vélflugur af halastjörnu-
gerð teknar úr umferð
Lundúnum, 9. apríl. Reuter-NTB.
IGÆRKVÖLDI týndist brezk farþegafluga af halastjörnugerð,
en hún var á leið frá Lundúnum til Jóhannesborgar. Skip og
vélflugur hafa ákaft leitað flaksins, og var tilkynnt síðdegis í dag,
að fundizt hefðu 6 lík norðan Liparieyja. ítalskt fiskiskip mun
hafa fundið fleiri lík nálega 50 km undan ítalíuströndum. Með
vélflugunni voru 14 farþegar, auk 7 manna áhafnar frá Suður-
Afríku. Brezka flugfélagið B.O.E.C. og Suður-Afríku flugfélagið
gerðu vélfluguna út í sameiningu.
Viðræður m
fndé-Kma
* WASHINGTON, PARÍS 9.
apríl — Milli Vesturveldanna
fara nú fram viðræður vegna
Indó-Kína. Þykir nauðsynlegt að
fjalla um málið áður en Genfar-
ráðstefnan kemur saman í ofan-
verðum mánuðinum.
ic Á morgun, laugairdag, fer
Dulles utanrikisráðherra, til
Evrópu, þar sem hann ræðir fyrst
við Eden, en síðan við frönsku
stjórnina. Bretar og Frakkar hafa
þegar rætt málið nokkuð.
Á Dulles hefir lagt til, að Vest-
urveldin hóti að skerast sam-
eiginlega í leikinn í Suðaustur-
Asíu, ef kínverska kommúnista-
stjórnin gerist umsvifamikil í
Indó-Kína.
if Laniel forsætisráðherra lýsti
því yfir í dag, að Frakkar
vildu hafa óbundnar hendur á
Genfarfundinum, og líta menn
svo á, að hann hafi þar verið að
svara Dulles.
•ár Franska og brezka -stjórnin
kvað telja, að yfirlýsingu í
þeim anda, sem Dulles leggur til,
beri ekki að gefa fyrr en Genf-
arfundurinn hefir fengið úr því
skorið, hverjar fyrirætlanir Kín-
verjar hafi í Indó-Kína.
—Reuter-NTB.
tinn féll laf
Israélsmönrnuin,
nokkrir særðusti
LUNDÚNUM, 9. apríl. — For-
mælandi hersins í ísrael hefur
tilkynnt, að 6 hermenn hafi
særzt, er gerð var árás á þá
í grennd við Gaza á landa-
mærum Egyptalands. Formæl-
andi sagði, að egypzkir her-
menn hefðu gert árás þessa.
Var gerð árás á herbifreið
ísraelsmanna, og særðist einn
hermaður til bana, en annar
minna. Á öðrum stað vörpuðu
egypzkir hermenn hand-
sprengjum að varðmönnum
ísraelsmanna. Særðust þar 4,
þrír þeirra mikið.
Þá eiga egypzkir hermenn
að hafa skotið á herflutninga-
bifreið og reynt að brjótast
inn yfir landamærin. Voru
þeir hraktir til baka með skot-
hríð.
%-^l
FJÓRTÁN FARÞEGAR
Sjö farþeganna voru brezkir,
3 bandarískir, 2 Suður-Afríku-
menn og Svisslendingur og
Egypti. Af farþegunum voru 4
konur. ^
Vélflugan var vátryggð fyrir
um 24 milljónir króna.
MILLI RÓMABORGAR
OG KAIRÓ
Vélflugan lagði af stað áleiðis
til Kairó í gær eftir 24 stunda
töf í Rómaborg, þar sem fram
fór smávægileg viðgerð. Seinustu
fréttir bárust frá henni hálftíma
seinna.
ENGIR GALLAR FUNDUST
Enn er með öllu óvíst, hvað
hefur komið fyrir vélfluguna. —
Halastjarnan var gaumgæfilega
rannsökuð eftir slysið við Elbu í
janúar í vetur, og hafa allir fólks-
flutningar með þessari tegund
legið niðri þar til fyrir skömmu.
Rannsóknin leiddi enga galla í
ljós. En allmargar breytingar
voru þó gerðar á hverri vélflugu
áður en þær voru teknar í notk-
un aftur.
VÍTISVÉL
Engin skýring hefur enn feng-
izt á flugslysinu í janúar s.l., er
vélfluga af halastjörnugerð
steyptist í sjó niður við Elbu. —
Bent er á, að þessi flugslys eigi
bæði sammerkt um, að seinast
spyrjist til farartækisins um-
hálfri stundu eftir að það leggur
af stað frá Rómaborg.
Mjög er nú um það rætt, hvort
hér sé ekki um spellvirki að
ræða.
Nokkur flugfélög hafa tilkynnt,
að farþegaflug með vélflugum af
halastjörnugerð falli niður fyrst
um sinn.
SEINNI FRÉTTIR:
Lundúnum 9. apríl. —
Brezka samgöngumálaráðu-
neytið afréð í kvöld að svipta
vélflugur af halastjörnugerð
flutningaleyfi, unz fyrir liggja
niðurstöður rannsóknar á
flugslysinu í Miðjarðarhafi í
gær.
Tíió heimsækir Tyrk-
land og Gríkkland
ANKARA, 9. apríl. — f gær fór
Tító marskálkur óvænt úr landi
í opinbera heimsókn til Tyrk-
lands. í fylgd með honum er
júgóslafneski utanríkisráðherr-
ann.
Munu þeir félagar standa við
3 daga í höfuðborg Tyrklands,
Ankara, og aðrar orlofsnætur í
Istambul.
Þá kvað Tító hafa þegið boð
um að heimsækja Grikkland.