Morgunblaðið - 10.04.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.04.1954, Blaðsíða 16
Veðurútlif í dag: SA eða S hvassviðri, rigningr. Húsðleigufrumvarpið Sjá grein á blaðsíðu 2. 84. tbl. — Laugardagur 10. apríl 1954. Tvö af sfórmálum rfkissfjórn- arsnnar urðu að lögum í gær í GÆR afgreiddi Alþingi sem lög skattafrumvarp rikisstjórn arinnar. Frumvarpinu hefur áður verið lýst rækilega, en skattstofan telur að skatta- lækkun samkvæmt því, verði að meðaltali 29% á persónu- lega gjaldendur, en skatta- lækkun félaga verður 20%. Frumvarpið fór breytinga- lítið gegnum báðar deildir. Aðeins var um að ræða veiga- litlar lagfæringar og orðalags- breytingar. Annað stórmál ríkisstjórn- arinnar varð að lögum í gær, en það er frumvarpið um við- auka við raforkulögin frá 194G. Er í þessum nýju lögum svo fyrir mælt. að á næstu 10 árum skuli varið a. m. k. 250 millj. kr., til rafvæðingar í sveitum landsins. Fjárframlög in eru mest fyrstu árin og framkvæmdum verður skift þannig að sem jafnast komi niður á hinar ýmsu byggðir landsins. Verður þegar í sum- ar hafizt handa um fram- kvæmdir samkvæmt þessari 10 ára áætlun. Frumvarpið fór óbreytt og umræðulaust með öilu í gegn- um báðar deildir þingsins og er slíkt fremur sjaldgæft. HáKdán Helgason prófastur lálinn Bygging byggðnsnfns Vestfjnrðn undirbúin Veslfirðingafélagið safnar fé II! þess UM ALLLANGT skeið hefur verið unnið að undirbúningi að byggingu Byggðasafns Vestfjarða. Hefur verið rætt um að það yrði reist í botni Skutulsfjarðar í nágrenni ísafjarðarkaupstaðar. Nokkurt fé hefur þegar safnast í þessu skyni og söfnun muna í í;afnið er hafin fyrir nokkru. Er gert ráð fyrir að þar verði bæði munir úr sveítum og frá sjávarsíðu. En eins og kunnugt er hefur atvinnulíf Vestfirðinga jafnan byggst jöfnum höndum á sjósókn <>g landbúnaði. — Þegar hefur verið gefinn í safnið héill sexæring- Tir með öllum búnaði. Gefandi hans var Jóhann Bjarnason, smið- ■ur á ísafirði. T-ÁTTUR VESTFIRÐINGA- ®--------------------------- FÉLAGSINS Vestfirðingafélagið hér 1 Keykjavík hefur mikinn áhuga íyrir því, að styðja að byggingu byggðasafnsins í Skutulsfirði. — Hefur það nú boðað til skemmti- <jg spilafundar n. k. mánudags- Kvöld kl. 8,30 í Tjarnarcafé. — Verður þar ýmislegt til skemmt- unar en allur ágóði af samkom- ■unni mun renna til byggðasafns- sns. — Vestfirðingar ættu að fjöl- ynenna á þessa samkomu. Með J>ví styðja þeir í senn gott mál- efni heimahaga sinna og njóta ánægjulegrar kvöldstundar. — Kygging byggðasafnsins er hið inesta menningarmál. Mundi margur kjósa að eiga þess kost, er hann kemur til ísafjarðar að ♦■kceppa inn að Seljalandi og kynnast þar baráttu og lífi vest- íirzks fólks á liðnum tíma. Bátarnir komu hoilír til hafnar en óttast var m afárif þeirra Sauðárkróki, 9. apríl. ¥ NÓTT var hér allsæmilegt veður og reru allir trillubátarnir laust V upp úr kl. 4 í morgun. Strax eftir að bátarnir voru rónir, byrjaði að hvessa, en þó ekkert að ráði fyrr en kl. 8.30 í morgun. Brast þá á með suð-vestan vonzku veður, sem náði hámarki sínu milli kl. 9-^-9.30 og mátti þá kalla að aft'jk væru. Upp úr því fór að draga úr veðrinu, en ekki verulega fyrr m eftir hádegi, en þá gekk á með bleytu og hríðaréljum. Smyslov hefir nú yfirhöndina MOSKVU. — Eftir 11. umferð I í skákeinvigi þeirra Botvinn- iks og Smyslovs, hefur sá sið- arnefndi nú 6 minninga, en Botvinnik 5. í gær fór hópur rússneskra skákmanna til Óslóar til þess að taka þátt í hinu alþjóðlega skákmóti stúdenta, sem hefst I þar næstkomandi sunnudag. * — Meðal Rússanna verða nokkrir þekktir skákmenn, svo sem Viktor Kortsjnoj, sem varð efstur á alþjóða skákmóti er haldið var í Búkarest í vet- ur. — T. d. vann hann þar I sænska stórmeistarann Gideon Staahlberg. — NTB. Sæmllegur afli Eyja- bála, en erfið fíð VESTMANNAEYJUM, 9. apríl. — Veiði Vestmannaeyjabáta hef- ur verið sæmileg að undanförnu, en tíðin verið ákaflega erfið. Sjó- veður hefur ekki verið gott í langan tíma, þannig að bátar.nir hafa oft ekki getað dregið nema um helming netja sinna. Þá hafa bátar misst nokkuð af veiðarfærum vegna ágangs er- lendra togara, en mikið er nú um þá hér fyrir suðurströndinni. Afli bátanna hefur verið mjög misjafn, ýmsir hafa fengið góða veiði, en ekki er hægt að segja að netjahrotan, sem venjulega kemur í apríl, sé byrjuð. — B. Guðm. SR. HALFDAN HELGASON prófastur að Mosfelli í Mosfells- sveit andaðist snögglega í fyrra- kvöld. Banamein hans var hjarta- slag. Hafði hann farið um morg- uninn austur að Selfossi til að heimsækja tilvonandi tengdadótt- ur sína og hennar fólk og voru með honum kona hans, sonur og tvær systur. Er þau voru á heim- leið, á Hellishgiði, skammt fyrir austan Skíðaskálann veiktist hann snögglega og andaðist þeg- ar. Sr. Hálfdan var glaður fram á hinztu stund og þessi dagur hafði verið honum sérstaklega ánægjulegur í heimsókn hjá góð- um vinum. Sr. Hálfdan var 56 ára að aldri. Hann var sonur Jóns biskups Helgasonar og konu hans Maríu. Hafði hann verið þjónandi prest- ur að Mosfelli í 29 áf og prófast- ur í Kjalarnesþingi síðan 1941. Hann var mikilsmetinn og vin- sæll maður bæði meðal sóknar- barna og annarra, er til hans þekktu. Um 40 Danir sæmdir ísleitxkum beiðurs- merkjum Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn í gær. í SAMBANDI við hina opinberu heimsókn forsctahjónanna til Danmerkur hefur forseti íslands sæmt um 40 Dani heiðursmerkj- um hinnar íslenzku Fálkaorðu. Meðal þeirra íslendinga, sem hlotið hafa dönsk heiðursmerki, er dr. Kristinn Guðmundsson, sem sæmdur var stórkrossi Dannebrogsorðunnar. BATARNIR KOMU AÐ LANDI Alls reru í morgun 8 bátar héð- an, og komu 4 þsirra að landi milli kl. 9 og 10 í morgun, þegar óveðrið brast á, en þeir bátar höfðu verið skammt undan landi. Skömmu fyrir hádegið kom 5. báturinn að landi og nokkru síð- ar fréttist til þess 6., sem hafði haft sig upp undir Reykjaströnd- ina norðan til og lá þar í vari. FARIÐ AÐ ÓTTAST UM TVO BÁTANA Voru þá tveir bátanna, And- Vari og Svavar, sem báðir eru 2% tonn að stærð, enn ókomnir. Var farið að óttast um afdriC þeirra, en ekkert hægt að aðhaf- ast vegna vcðursins. Um tvö leytið fréttist af Andvara, en hann hafði leitað sér skjóls aust- an fjarðarins við Kolkuós, og mun hann bíða þar þangað til veður lægir. Kl. hálf þrjú bárust eir.nig fréttir af Svavari, en hann hafði lagzt í var, norðan Hegra- ness. Veður er nú óðum að lægja, og má búast við bátunum hingað til Sauðárkróks allt hvað líður. — Guðjón. 12 lög aigreMi i gær IGÆR voru afgreidd frá Alþingi 12 ný lög. Hefur afgreiðslu mála mjög verið hraðað síðustu dagana, aukafundum og kvold- fundum iðulega skotið á, því aðeins eru eftir 4 dagar til þingslita. NÝJU LÖGIN Samþykkt var sem lög frum- varpið um aukatekjur ríkissjóðs. Er í því kveðið á um dómsmála- gjöld í einkamálum, gjöld fyrir fógetaaðgerðir, skiftagjöld, gjöld fyrir uppboðsaðgerðir, notarial aðgerðir, þinglýsingar, fyrir leyf- isbréf o. fl., gjöld fyrir skrásetn- ingar o. fl. Þá var og samþykkt breyting' á lögum um Framkvæmdabank- ann þess eðlis að ríkisstjórnin má Þjóðdansafélag Rvíkur efnir til sýningar í Austurbæjarbíói Þjóðdansar frá 15 löndum, Karlakór Rvíkur syngur ÞJÓÐDANSAFÉLAG Reykjavíkur efnir til þjóðdansasýningar á morgun, sunnudag, kl. 2 e. h. í Austurbæjarbíói. Er þetta fyrsta sjálfstæða sýningin, sem þessi ungi félagsskapur stofnar til, en Karlakór Reykjavíkur mun hafa samvinnu um sýninguna á morg- un. Syngur bæði allur kórinn og auk þess einsöngvari og tveir tvöfaldir kvartettar með söngvurum úr kórnum. ífunir Nelsons I.UNDÚNUM — Fundizt hafa nú um 60 þeirra 90 muna, sem stolið var úr minjasafni Nelsons flota- foringja í Abergavenny í nóvem- •>er s.l. ÞJÓÐDANSAR FRÁ 15 LÖNDUM Þjóðdansasýning þessi er ætl- uð, eins og öll starfsemi félags- ins, til að kynna almenningi hvað þjóðdansar eru. Verða sýndir dansar frá 15 löndum, frá öllum Norðurlöndunum, og öðrum Ev- rópulöndum og einnig frá Ame- ríku. Á milli 50 og 60 manns taka þátt í dönsunum, sem æfðir eru af kennurum þjóðdansaféiagsir^s. ÁNÆGJULEG NÝJUNG Reynt hefur verið, svo sem tök hafa verið á, að gefá sýningunni sem þjóðlegastan blæ, þ. e. a. s., að séreinkenni hinna ýmsu landa komi fram í dönsunum. Dansað er í þjóðbúningum hvers lands, og tónlist og söngur í samræmi við dansana. Hér er um að ræða ánægjulega nýjung í skemmt- analífi höfuðborgarinnar, sem vænta má, að eigi mikla framtíð fyrir sér. Skélaskemmfun Hafnarfjarðarbarna HAFNARFIRÐI — Hin árlega skólaskemmtun Barnaskóla Hafn arfjarðar til ágóða fyrir ferða- sjóð fullnaðarprófsbarna, verður í Bæjarbíói í dag og á morgun (sunnudag). Eins og jafnan áður, verður skemmtunin mjög fjölbreytt. — Skemmta eingöngu börn úr skól- anum með söng, upplestri, dansi, leikritum og fleira. — Hafa börn- in og kennarar þeirra lagt sig mjög fram til að gera skemmt- unina sem bezta úr garði. — G.E. Síldarlei! lyrir Norð- ur- og Auslurlandi lögfesf í GÆR afgreiddi Alþingi sem lög frumvarp fjögurra Sjálf- stæðisþingmanna um síldarleit. Kveða lögin á um, að í júní— sept. ár hvert skuli leita síldar fyrir Norður- og Austurlandi* Kostnaði við síldarleitina er skift á milli Fiskimálasjóðs (V:<, hluti) en tveim þriðju hlutum er jafn- að niður á síldarútvegsnefnd og síldarverksmiðjur, er reknar eru á svæðinu frá Horni að Djúpa- vogi. Miðast skiptingin við tunnufjölda saltaðrar síldar og málafjölda bræðslusíldar. ábyrgjast 225 millj. kr. lán er bankinn kann að taka erlendis. Er breyting þessi gerð vegna hinna miklu framkvæmda, er rík- isstjórnin nú hyggur á. Þá var samþykkt lagabreyting á almannatryggingalögunum. Það var stjórnarfrumvarp og miðar að hækkun bóta til aðstandenda sjómanna er láta lífið við störf sín. Samþykkt var frumvarp um fyrningarafskriftir. Er það um að framlengt verði ákvæðum um afskriftir, sem verið hafa í lög- um. Samþykkt voru tvenn lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi samn- ingsbreytingu milli Norðurland- anna, annars vegar um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjú- skap, ættkiðingu og lögráð og hins vegar um innheimtu með- laga. Tvenn lög voru samþykkt um breytingu á lögum um skipun læknishéraða. f öðru þeirra er Egilsstaðalæknishéraði skipt í tvennt og í hinu er ákveðið að Blönduóslæknishéraði verði skipt í Blönduóshérað og Höfðahérað. Þá voru( samþykkt lög um síld- arleit úr lofti, um fuglaveiðar og fuglafriðuh, raforkufrumvarp og skattafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar. Þeirra ,er getið á öðrum stað í blaðinu. Skákeinvígið KRISTNES VÍFDLSSTAÐIR 7. leiknr Vífilsstaða: Bcl—d3 7. leikur Kristness: Bb4xd2ý

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.