Morgunblaðið - 10.04.1954, Side 8

Morgunblaðið - 10.04.1954, Side 8
8 MORGURISLAÐIÐ Laugardagur 10. apríl 1954 asnMðftifr Út*.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfúa Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánaaon (ábyrfðarm.) Stjórmnálarltstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lasbók: Arni Óla, simi 3040. Auflýsingar: Arni Garðar Kriatinsson. Ritstjóru, auglýsingar og afgreiðsla: Auaturstræti 8. — Simi 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakiB. wc \ UR DAGLEGA UFINU S Nauðsyn aukinnar sparifjárm yndunar DR. JOHANNES NORDAL, hag- fræðingur, ritaði hér í blaðið fyrir skömmu tvær greinar um efnahagsmál. Með þeim er á mjög glöggan hátt brugðið upp ljósi yfir meginorsakir lánsfjár- kreppu þeirrar, sem hér hefur ríkt undanfarin ár. í upphafi greina sinna kemst dr. Jóhannes Nordal m.a. að orði á þessa leið: „Hinn mikli skortur á láns- fé, einkum til langs tíma, staf- ar fyrst og fremst af of lítilli sparifjársöfnun í hlutfalli við þensluna í peningakerfinu og aukningu þjóðartekna. Síðan 1938 hafa þannig útlán bank- anna meira en sautjánfaldast, seðlaveltan rúmlega tuttugu og tvöfaldast, en spariinnlán aðeins þrettánfaldast. í raun- inni er hlutfallslegur sam- dráttur sparnaðarins miklu meiri en þetta því að nú hefur að mestu tekið fyrir verðbréfa kaup almennings, en mikill hluti sparifjársöfnunar fyrir stríð var í því formi“. Greinarhöfundur segir síðan, að orsaka þessarar þróunar þurfi ekki lengi að leita. Á síðustu 15 árum hafi peningaeign fallið stöðugt í verði í samanburði við allar aðrar eignir. Við peninga- eignina hafi aðeins bæzt vextir, sem lengstum hafi verig mjög lágir, en fasteignir hafi hækkað stórkostlega í verði og gefið af sér góðar tekjur. Af hinum sí- felldu verðhækkunum hafi svo leitt, að það hafi ætíð borgað sig að taka fé að láni og festa það í eign. Það hafi orðið ábatavæn- legt að „eiga“ skuldir. Fram hjá þessum staðreynd- um, sem greinarhöfundur rekur, ásamt mörgum fleiri, verður ekki gengið. Peningarnir hafa verið að falla í verði, hneigðin til sparifjársöfnunar að rýrna. Eyðslan hefur mótað fjármála- starfsemi þjóðarinnar í miklu ríkari mæli en sparnaðarvið- leitnin. Jóhannes Nordal orðar þetta mjög greinilega í þessum um- mælum sínum: „Þag hugarfar, sem hefur ver- ið verðbólgunni samfara, er ein höfuðorðsök lánsfjárkreppunnar. Þegar menn hafa vantrú á pen- ingaeign en treysta því að öll fjárfesting sé gróðavænleg, hlýt- ur lánsfjárþorstinn að verða ó- slökkvandi og sparifjársöfnunin ekki nema dropi í hafinu. Til þess að leysa lánsfjárkreppuna þarf að draga úr hinni gífurlegu eftirspurn eftir lánsfé ekki síður en auka sparifjársöfnunina". Þessu verðbólgu hugarfarí verður að breyta. Þjóðin verður að öðlast aukna trú á verðgildi peninganna og nauðsyn þess að leggja váxandi áherzlu á sparnað í stað eyðslu. Sem betur fer hef- ur orðð vart nokkurrar stefnu- breytingar í^þessa átt s.l. tvö ár. Sparifjárinnlög í bankana hafa aukizt mjög verulega á þessum árum. Sést það greinilega af þeim tölum, sem Jóhannes Nor- dal birtir í grein sinni. Árið 1951 verður sparifjáraukningin 8,7 millj. kr., árið 1952 78,5 millj kr. og árið 1953 146,5 millj. kr. — Telur hagfræðingurinn að skýr- ingin á þessari sparifjáraukningu sé einkum að finna í tveimur J atriðum. Annars vegar vaxta- hækkuninni, sem kom til fram- | kvæmda vorið 1952 og hins vegar ^ hið stöðuga verðlag tveggja síð- . ustu ára. Það er af þessu auðsætt, hversu þýðingarmikið það er fyrir efnahagslíf og fram- kvæmdamöguleika þjóðarinn- ar, að halda verðlaginu stöð- j ugu og koma í veg fyrir að ný verðbólgualda rísi. En á því getur nú verið töluverð hætta. ★ MESTI hljómsveitarstjóri heims hefur nú lýst yfir, að hann muni leggja hljómsveitar- stjórn fyrir óðal. Kemur þessi fregn engum á óvart, því að Toskanini varð nýlega 87 ára gamall. Hefur hann stjórnað hljómsveit í nálega 70 ár, þar sem hann sveiflaði fyrst sprota sínum 19 ára gamall. Geri aðrir betur. ★ ARTURO Toskanini er fædd- ur í Parma 23. marz 1868. Gaf hann sig snemma við hljóð- færaleik og fékk stöðu við hljóm- sveit óperunnar í Río de Janeiro tæplega tvítugur að aldri. Það bar við einhverju sinni, að missætti kom upp, svo að stjórn- endur óperunnar neituðu að gegna störfum. Um kvöldið átti að sýna óperuna Aidu. Undir- búningslaust tók hinn ungi selló- leikari rð sér að stjórna sýning- aniku DoÁ lecjCýur frá áér tónáprotann unni, og fórst honum það svo snilidarlega úr hendi, að leikhús- ið réði hann þegar stjórnanda. Þar með var hafin framabraut mesta hljómsveitarstjóra heims. □—★—□ ★ Á næstu árum stjórnaði Toskanini við margar ítalsk- ar óperur, og 1888 varð hann aðal stjórnandi Skala-óperunnar í Mílanó, þar sem hann starfaði um 10 ára skeið. En gull Ameríku kallaði, og 1908 íluttist hann til New York, þar sem hann stjórnaði við Niðurstöður dr. Jóhannesar Nordals eru fyrst og fremst þær, að höfuðnauðsyn sé á því að örfa sparifjármyndun í landinu með því að bæta kjör þeirra, sem vilja spara og leggja fyrir fé í sparifjárinnlögum eða verðbréf- um. M.a. þeirra leiða, sem hann telur skynsamlegar er skatt- frelsi sparifjár. Telur hann til- lögur ríkisstjórnarinnar í skatta- lagafrumvarpinu um það atriði hiklaust stefna í rétta átt. Hins vegar telur hann að skattfrelsis- ákvæðin ættu einnig að ná til vaxtabréfa. Kjarni málsins er sá, segir hagfræðingurinn undir lok síðari greinar sinnar, að nægi- legt fé fæst aldrei til heil- I brigðrar fjárfestingar hér á landi, nema réttur sé hlutur sparif járeigenda. Fyllsta ástæða er til þess að taka undir niðurlagsorð hins glögga hagfræðings, þar sem hann kemst að orði á þessa leið: „Til að auðgast þarf tvennt: sjálfsafneitun og framkvæmda- hug. Hjá eistaklingunum eru þessi hlutverk oft samtvinnug en í þjóðfélaginu skiptast þau að miklu leyti á tvo hópa manna. Þeir, sem spara, leggja af mörk- um sjálfsafneitunina og fé það, sem þeir safna, verður undirstaða framkvæmda annarra. Þeir eiga því ekki síður rétt til ávaxtanna en framkvæmdamennirnir. Því þjóðfélagi getur ekki vel farn- ast, sem fer eins og íslendingum undanfarinn áratug, hossar lán- takendum, en virðir lítils hag sparifjáreigenda. Hér virðist vera að verða breyt ing á með tillögum um skatt- frelsi sparifjár, en það ætti að vera upphaf, en ekki endir um- bóta á þessu sviði“. Um þessar greinar dr. Jóhann- esar Nordals er að öðru leyti það að segja, að í þeim felst róleg yfirvegun og skynsamleg athug- un á miklu vandamáli. Því mið- ur hættir okkur Islendingum oft til þess að ræða viðfangsefni okk ar og vandamál á annan hátt. — Okkur er gjarnan tamt að gripa til yfirborðslegra sleggjudóma. En með þeim verða engin vanda- mál leyst. Við þurfum að kryfja efnahagsmál okkar til mergjar, byggja fjármálastefnuna á reynslu og þekkingu á lögmálum efnahagslífsins. Á þeim grundvelli voru ' þær tillögur byggðar, sem minnihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins lagði fram í ársbyrj- un 1950. Með framkvæmd þeirra hefur tekizt að gera verðlag í landinu stöðugra og af því hefur aftur Ieitt aukna sparif jármyndun og aukið jafnvægi í þjóðarbúskapnum. VeU andi shr'Jar; i »> »>■*■ Um íslenzka tungu. SLENDINGUR“ skrifar: Móðurmál okkar er að flestra áliti eitt fegursta tungu- mál heimsins. En hvernig er það orðið í meðferð nútíma íslend- inga? I Það er svo komið, að erfitt er orðið fyrir börn okkar að skrifa málið rétt, vegna þess, hve sjald- an þau heyra það rétt borið fram. Tökum nokkur dæmi: orð I eins og skipstjóri verður í dag- iegu tali skiffstjóri, barn verður bpnn, rafmagn verður rammagn, Keflavík verður Kebblavík (því spurði maðurinn, hvort skrifa ætti Keflavík með tveimur eða þremur b-um!). Svona mætti j lengi telja. Eru þó ekki talin hér mistök, sem verða af rangri mál- fræði. 1 Lýðveldisafmælið — íslenzkukeppni. HINN 17. júní n.k. er. 10 ára af- mæli hins endurreista ís- lenzka lýðveldis. Ættum við ekki að sameinast um þá afmælis gjöf til ættlands okkar, sem við öll unnum, að hefja átak til að reyna að fegra og bæta málfar okkar? I Þetta mætti framkvæma þann- ig: Vissir hópar, t.d. bekkir í skóla, vinnufélagar, heimili, skips [ hafnir eða þ.u.l. ákveða að hafa j móðurmálsviku. Þá viku skuiu j allir, sem varir verða við, að ein- j hver talar skakkt, leiðrétta hann . og hver fyrir sig vanda sitt mál ' sem bezt hann má. Seinna mætti í svo hafa keppni um það, hver talar skýrast og ^segir fæstar ambögur yfir daginn. Hver fær 100 miða. KEPPNINA mætti hafa þannig, að að morgni þess dags, sem hún á að fara fram fær hver þátttakandi, segjum 100 pappírs- miða. Þegar einhverjum verður á að bera orð rangt fram eða segja málfræðilega villu, þá skal hann afhenda einn miða, sem síð- an er eyðilagður. Sá vinnur, sem á flesta miða eftir, þegar keppn- inni lýkur. Þetta er uppástunga min, ef til vill er hún óframkvæmanleg, en vilja þá ekki þeir, sem aðrar hafa betri koma fram með þær. Við megum ekki láta málinu hnigna meir en orðið er. — ís- lendingur“. Raddir frá Siglufirði. FYRIR nokkru birti ég bréf frá „gömlum Siglfirðingi“ um áfengismálin á Siglufirði. „Ung- ur Siglfirðingur" skrifaði á móti og bar flest til baka af því, sem sá „gamli“ hafði sagt um þessi mál, kvað hann ástandið í áfeng- ismálum á Siglufirði allt annað en til fyrirmyndar og nefndi all- mörg dæmi máli sínu til stuðn- ings. Nú hafa mér enn borizt tvö bréf frá Siglufirði, annað frá hin- um fyrra bréfritara mínum, „gömlum Siglfirðingi" og hitt frá manni sem skrifar undir nafninu „sannur Siglfirðingur“. Ýkjur og rangfærslur. BÁÐIR telja þeir skrif „ungs Siglfirðings" fela í sér ýkjur og rangfærslur. „Þetta eru mín lokaorð í þessu máli“, segir „gamall Siglfirðingur“, „en það er staðreynd, að hér á Siglufirði hefur áfengissala farið minnk- andi, vínneyzla fengið á sig meiri menningarsvip, Siglfirðingum til sóma og þeim málstað til styrkt- ar, sem miðar að frjálsræði í áfengismálum“. „Frásagnir „ungs Siglfirðings" eru sumar tilhæfulausar, aðrar ranghermdar“, segir „sannur Siglfirðingur“ í lok bréfs síns. „Máli mínu til skýringar og stuðnings", heldur hann áfram, „má geta þess, að á Siglufirði er nú starfandi hin fjölmennasta barnastúka á landinu og einnig öflug stórstúka“. , Ljár skaðaði sig“. CUÐRÚN hét kona. Hún skað- aði sig á ljá, og leitaði maður hennar til sóknarprestsins, sem Hannes hét. Þá er bóndi kom til prestsins, sagði hann: „Sælir ver- ið þér, græðiplástur góður. Ljár skaðaði sig skaðsamlega á henni Guðrúnu minni í morgun, og biður hún mig, sig, þig, yður að láta sig fá hann Hannes sinn við“. Betri er einn fugl í hendi en tveir í skógi. Metrópolitan-óperuna næstu 7 ! ár. Þá hvarf hann aftur til Ítalíu og stjórnaði þá m.a. við Skala- óperuna um margra ára skeið. Að sjálfsögðu hefur hann oft- sinnis stjórnað sem gestur við óperur á meginlandi Norðurálfu. M.a. stjórnaði hann hljómsveit í Kaupmannahöfn 1933. □—★—□ ★ ÞAÐ er sagt um Toskanini, < að hann gerir feiknarlegar kröfur til hljómsveita sinna, og hann getur aldrei fallizt á neina tilslökun, sem brýtur í bága við, listasmekk hans og innsýn í þau verk, sem til flutnings eru. Margar sögur ganga um ótrú- legt minni meistarans. Einu sinni bauðst hann til að láta reyria minni sitt. Valið var handa honum verk eftir Wagner, sem hann skyldi rita eftir minni. Þau undur gerðust, að hann reit hverja nótu og hvert tákn ná- . kvæmlega og fyrirstöðulaust. Að endingu setti hann stóra blek- slettu í handritið og sagði, að bezt væri, að ekkert bæri milli frumritsiAs og þessa handrits. Þegar farið var að athuga, var bleksletta á nákvæmlega sama stað í frumriti tónskáldsins Það kom líka fyrir í Stokk- hólmi 1933 eða 1934, að nótna- blöð harparanna bárust ekki í tæka tíð. Toskanini bað um blað og ritföng, og þó ótrúlegt sé, rit- aði hann allt verk harparanna eftir minni, svo að engu skeikaði. □—★—□ ★ ÞEGAR Toskanini stjórnar, verða allir að vera á sínum stað. Á augabragði uppgötvar hann, ef einhverju skeikar. — Stundum hefur hann fundið ó- samkvæmi í handritum, sem notuð hafa verið árum saman án þess nokkur tæki eftir skekkju. Eftir æfingu í Stokkhólmi sagði hann eitt sinn, er hann hafði leiðrétt margar skekkjur í út- setningu: „Að vísu er sjón mín ekki góð, en ég sé þó betur en flestir aðrir stjórnendur af því að ég sé svo dæmalaust vel með öðru eyranu“. □—★—□ ★ ÁRUM saman hefur Toska- nini nálgazt að vera þjóð- sagnakennd persóna, enda þótt hann væri í fullu fjöri. Hann leggur að vísu frá sér tónsprot- ann nú og lyftir honum líklega aldrei framar. Það ætti þó að vera okkur nokkur sárabót, að á ókomnum árum getum við notið , snilligáfu hans í meðferð á verk- um margra mestu meistara, sem | heimurinn hefur alið. Hljómplat- , an varðveitir töfra meistarans um ókomin ár. — Minning Framh. af bls. 2 dóttur. Er hún var enn ung að árum, vorið 1927, var systir hennar burt kvödd frá manni og tveim kornungum börnum. Hún hugsaði sig ekki um að slá öliu öðru frá sér, taka að sér heimilið og ganga börnunurh í móðurstað með ástríkri um- hyggju og enn miðlaði hún af örlæti hjartans og fórnfúsri lund, • er ung móðir féll frá 6 börnUm. j Tók hún þá yngsta barnið, eins árs gamlan dreng og ól hann upp sem sinn son. „Þar sem er hjarta- rúm, þar er húsrúm“. Vorið 1931 giftist hún eftirlif- andi manni sínum, Albert Val- geirssyni frá Norðurfirði. Varð þeim fimm barna auðið, eitt þeirra dó ungt, en fjögur mann- vænleg börn lifa móður sína, Aðalbjörn,-Gísli, Kristján og Jó- hanna og fóstursonur, Magnús Þórólfsson, hér í Reykjavík. Til ykkar, ættingja og vina, vil ég svo segja þetta: Látið geisla bjartrar minning- ar lýsá upp skugga sorgarinnar. Ó. J.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.