Morgunblaðið - 28.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. apríl 1954 Carðyrkjufélagið vill koma upp grasgarði í Reykjavík Frá aðalíundi félagsins NÝLEGA var haldinn aðal- fundur Garðyrkjufélags ís- lands. Félagið verður 70 ára á næsta ári. -— f>að var stofnað •eiakum fyrir áeggjan Schier- becks landlæknis, 26. maí 1885. ■GARÐARNIR TVEIR Landlæknirinn var mikill garð yrkjufrömuður og bjó hann til garðinn við Aðalstræti (gamla Ttirkjugarðinn), sem var lengi til komumesti garðurinn í Reykja- •vík. Hefur honum farið aftur á .siðari árum, einkum eftir að girð- ingin var rifin og viðkomustaður stærtisvagna settur rétt við gamla gljávíðitréð. Einhver elzi skrúð- garðurinn í Reykjavík er land- Jógetagarðurinn, sem kallaður •var og nú er garður Hressing- arskálans. Árni Thorsteinsson ■landfógeti, kom garðinum upp á árunum 1862—65. Var það lengi vel mjög fallegur garður. „Voru J>eir landlæknirinn og landfóget- inn mjög samhentir í því að efla garðræktina og skipa henni það xúm, er henni bar meðal áhuga- mála þjóðarinnar“, segir garð- yrkjufrömuðurinn Einar Helga- .són í minningargrein árið 1914. ■GRASGARÐUR Á aðalfundi Garðyrkjufélags- íjos var m. a. rætt um nauðsyn }vess að koma sem fyrst upp gras- garði, gróðursafni, hér í Reykja- vík, Var við umræðurnar bent Á þrjá staði, sem til greina gætu komið: Miklatún (Klambratún), ■íiskjuhlíðin og í þriðja lagi Há- skólalóðin ásamt hluta af Tjarn- argarðinum. Um skeið var til vísir að slíku safni í Gróðrarstöð Einars Helga- sonar við Laufásveg, sem hann ásamt Helga Jónssyni grasafræð- ingi kom þar upp. Síðan hafa ýmsir rætt og ritað um málið og nýlega hafa komið fram ákveðn- ar tillögur frá Jóni Rögnvalds- syni garðyrkjumanni á Akureyri, í samráði við Garðyrkjufélagið. mikinn hug á að efna til garð-1 yrkjusýningar að Reykjum í Ölfusi, í sambandi við garðyrkju skólann þar, á 75 ára afmæli fé- lagsins árið 1960. I HEIÐMORK Þá er þess að geta, að garð- yrkjuféiagið gróðursetti á s.l. vori 1500 trjáplöntur í Heiðmörk. Þá efndi félagið til uppskeruhátíðar meðal félagsmanna sinna og hafði um það forgöngu danski blómaræktarfræðingurinn Senn- els, er hélt fróðlegan háskóla- fyrirlestur. Þá verða fyrirlestrar um garðyrkju fluttir í útvarpið í vor og þá mun koma út sem venja er Garðyrkjuritið. E'Uiiyaflutniiigar yfir Sandana — á Skeiðarársandi í d ' (MMESICH MUMAN'S ^ ^ CsardasrfprstiiuleTi £ »m*U4tt>8 MHtl. í hinni nýju stjórn félagsins eiga sæti Jóhann Jónasson á Bessastöðum, Arnaidur Þór, Blóm vangi í Mosfellssveit, Friðjón; Júlíusson, Ingólfur Davíðsson og E. B. Malquist, er tók sæti í' stjórninni í stað Halldórs Ó. Jóns- sonar. Nú er vor í lofti og garðahugur kominn í marga. Verið á verði gagnvart gróðursjúkdómum. — Gætið þess að setja ekki kartöflur í hnúðormasýkta garða. AUSTURBÆJARBÍÓ hefir nú byrjað sýningar á nýrri þýzkri kvikmynd, er nefnist Czardas- drottningin. Þetta er dans- og söngvamynd og er hún tekin í Afga-litum. Myndin er byggð á óperettunni „Czardasfúrstin“ eftir Emmerich Kálmán, en lögin í henni eru öll mjög þekkt og vinsæl. Með aðalhlutverkin fara þau Marika Rökk, sem náð hefir miklum vinsældum hér á landi, Johannes Heesters, sem margir kannast við úr þýskum söngva- myndum og grínleikarinn Walter Múller, sem er óspar á að koma fólki í gott skap. — Þýzkar mynd ir, sem hér hafa verið sýndar undanfarið, hafa verið mjög mik- ið sóttar og orðið vinsælar, og er ekki vafi á að svo verður með þessa mynd. VÍK í Mýrdal, 27. apríl: EINS og kunnugt er, er ekki fært vegasamband milli Vest ur- og Austur-Skaftafellssýslu. Núpsvötn og Skeiðará, sem skipta sýslum, eru óbrúaðar, enda tald- ar óbrúandi vegna mikilla vatna vaxta og jökúlhlaupa. Samgöngur á landi milli sýslanna eru því nær engar, nema hvað áður var farið á milli á hestum. Allir vöru flutningar til A-Skaftafellssýlsu hafa því verið með skipum eða flugvélum. Undanfarin ár hefir Landssím- inn á hverju vori sent vinnuflokk á bílum upp til Hornafjarðar, undir stjórn Kjartans Sveinsson- ar símaverkstjóra í Vík. I apríl er venjulega svo lítið vatn í ánum, að komast má yfir þær á stórum og kraftmiklum bílum. f fyrradag fóru þessir | símabílar að venju austur í A- Skaftafellssýslu undir stjórn Kjarlans. Tveir bílar frá Kaup- félagi Skaftfeliinga og nokkrir bílar frá Olíufélaginu höfðu sam- flot vig símamenn til að njóta leiðsagnar manna, sem kunnugir eru leiðum og staðháttum á sönd- unum. Vegagerð ríkisins hyggzt einnig senda bíla austur yfir sandinn með efni í nýja brú, sem áformað GARBYRKJUSYNING Á AFMÆLINU Garðyrkjufélag íslands hefur Pressulið og úrvalslið keppa að Hdlogalan.di Svo og úrvaislið Reykjavíkur og Hafnarfjarðar SVÍÞJÓÐARMEISTARARNIR í handknattleik karla eru væntan- legir til keppni við reykvíska handknattleiksmenn í lok næsta mánaðar. Hinir 20 útvöldu leikmenn Reykjavíkur hafa æft af miklu kappi undir stjórn þjálfara síns Jóns Erlendssonar. Fram til þessa hafa þeir einungis æft inni en eftir mánaðamótin hefjast útiæfing- ar, því ráðgerður cr útileikur við sænsku meistarana ásamt leikj- um innanhúss. „PRESSULIÐIГ Á föstudagskvöldið n. k. gengst Handknattleiksráðið fyrir nokk- urs konar „liðskönnun“. Hefur Láflausir birgða frá Kína fil Dien lufningar Bien Phu nefnd sú er skipuð var til að hafa umsjón með æfingum Reykvík- inganna valið 10 menn, sem mæta þetta kvöld öðru liði, er blaða- menn hafa valið. Verður leikur þessara úrvalsliða 2x30 mín. humuveður í Indó-Kína. regnlími í nánd. HANOI, 27. apríl. — Reuter-NTB ÞRUNUR og úrhellisrigning geisa í Indó-Kína og gefa til kynna, : að regntíminn sé í nánd. í franska virkisbænum Dien Bien Phu, sem stórskotahríð uppreistarmanna dynur á í sífellu, eru Jietta beztu tíðindi. Regntíminn getur varla verið nema viku und- an,j og úr því að hann er skollinn á, eru hernaðaraðstæður ger- lye.yttar. — Hersveitir Frakka hafa búið sið, undír regntímann eftir getu, m. a. eru flestar skotgrafirnar •vathsþéttar. TLUTNINGAR frá kína í fregnum frá Hanoi segir, að •endalausar lestir flutningavagna séuj á leið frá Knía til virkis- hæjarins. Má því vænta, að stór- skotalið uppreistarmanna eflist stórum í næstu framtíð. Alls jounu uppreistarmenn hafa yfir 1000 vöruflutningavögnum að xáaa, og þeim tekst furðanlega að Jialrla samgöngum uppi, þó að IFidkkar leggi sig alla fram að •vinna á þessum flutningum með Joftárásúm. Hver vagn hefir meðferðis um 6 smál. af góssi, aðallega þunga- vopn. GAGNAHLAUP TORVELD í París eru menn þeirrar skoð- unar, að liðsafli uppreistarmanna sé nú orðinn svo mikill, að Frakk ar geti naumast komið neinum gagnáhlaupum við. BARDAGAR I DAG í dag var varpað niður sprengjum yfir stórskotalið upp- reistarmanna. í smávirkinu Isa- belle, sem er aðskilið frá Dien Bien Phu voru horfur alvarlegar mjög í dag, er uppreisnarmönn- um hafði tekizt að hreiðra um sig aðeins 50 metra burtu. —• Frökkúm tókst þó að hrekja þá frá í bili. Nefndin hefur ekki endanlega til- kynnt lið sitt, en lið blaðamanna er skipað þannig: Eyjólfur Þor- björnsson Á, Jón Erlendsson Á, Gunnar Bjarnason ÍR, Pétur Antonsson Val, Sigurhans Hjart- arson Val, Frímann Gunnlaugs- son KR, Orri Gunnarsson Fram, Magnús Georgsson KR, Þorgeir Þorgeirsson ÍR og Jón Elíasson Fram. er að smíða á Skaftafellsá í Öræf- Fjórir bílar eru á Núpstað í nótt og ætla að fara yfir sandinn á morgun. — Fleiri munu vænt- anlega fylgja á eftir. Er það mik- ill kostur að geta flutt allt efnið landleiðina, því að áður varð að flytja það með skipum og setja það á land við sandínn við Ing- ólfshöfða. Var það miklum eifið- leikum bundið og auk þess mikiu dýrara. Færð á Skeiðarársandi er nú talin góð. Eini farartáiminn á leið inni er í svonefndri Gýjukvísl. Þar eru ailmiklar sandbleytur. —Jónas. Skijssljórinn híaut áminningu fyrir... Islendingur hlýfur námsslyrk í ffalíu ITALSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita íslendingi styrk til náms á Ítalíu frá 1. nóvember 1954 til 30. júní 1955. Nemur styrkurinn 45, þúsund lírum á mánuði þann tíma, auk 10 þús- líra í ferðakostnað innan Ítalíu. Við veiting styrks þessa koma þeir til greina, er lokið hafa stúdentsprófi og vilja nema við háskóla á Italíu og listamenn, sem lokið hafa undirbúningsnámi og vilja stunda framhaldsnám í listgrein sinni. Umsóknir um styrkinn sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 1. júní n.k. Skal þar tekið fram, hverskonar nám umsækjandi hyggst stunda og við hvaða skóla. Prófskírteini fylgi. Ennfremur upplýsingar um störf síðan námi lauk og meðmæli, ef til eru. (Frá menntamálaráðuneytinu). SKÝRT var frá því hér í Mbl. íyrir skömmu, að dómstóll Félags yfirmanna á brezkum togurum væri látinn fjalla um mál þeirra brezku skipstjóra, sem gerast sekir um landhelgisbrot við Is- landsstrendur og hljóta dóma á Islandi. í máli eins þessara manna, skipstjórans á togaranum British, sem tekinn var hér við land, komst dómstóllinn að þeirri nið- urstöðu, að skipstjórinn hefði ekki gerzt brotlegur, þar eð Bret- ar viðurkenni ekki útvíkkun fisk veiðitakmarkanna. — Aftur á móti hlaut þessi skipstjóri áminn ingu fyrir réttinum, fyrir að hafa verið með botnvörpuna í sjónum innan friðunarlínunnar, fcm hafði í för með sér mikil útgjöld fyrir útgerðina vegna greiðslu sektar og upptöku veið- arfæra og afla. Blaðið Fishing News skýrir frá þessu fyrir skömmu og getur þess, að hver sá skipstjóri sem gerist sekur um veiðar í land- j helgi, sem viðurkennd sé að al- þjóðarrétti, sé sviptur skipstjórn- arréttindum í hálft ár, með dómi þessa sérstaka „dómstóls“. Milljónamæringar fullsaddir. NEW York — Milljónamæring- arnir í Texas, sem hafa stutt McCarthy, kváðu vera orðnir þreyttir á kauða. Halda þeir nú orðið, að hann vinni maira tjón en gagn. Frá sýniitgu þfóðdansa- félagsins á Seifnssi ANNAR FLOKKUR Þetta sama kvöld fer fram leikur milli úrvalsliða í 2. fl. karla. Mætir úrvalslið Reykvík- inga liði Hafnfirðinga, en Hafn- firðingar sigruðu mjög glæsilega í þessum flokki á nýafstöðnu ís- landsmóti. Þá verður efnt til skyndihapp- drættis á staðnum. Vinningar eru margir en miðinn kostar aðeins 2 kr. Eru menn hvattir til að kaupa sér miða og freista að auðga sjálfan sig um leið og þeir stuðla að komu sænsku meistar- Læknað með áfengi. JAPANSKUR prófessor, Michio Yamamoto, hefur nýlega skýrt svo frá, að tekizt hafi að lækna þrjár manneskjur, sem urðu illa úti af atomsprengjuáhrifum 1945, með því að láta þær neyta geysi- lega mikils áfengis. Áfengið hefur þau áhrif. á atomáhrifin eð þau hvéría. Þjóðdansafélag Reykjavíkur efndi s. 1. laugardag til danssýningar á Selfossi við mikið margmenni og prýðilegar undirtektir. Við- fangsefni dansfólksins voru að mestu leyti þau sömu og á sýn- ingu Þjóðdansafélagsins í Austurbæjarbíó fyrir skömmu. Þetta er í fyrsta skipti, sem félagið hefir sýningar utan Reykjavíkur en á morgun mun það sýna í Keflavík. Myndin að oían var tekia á Sélfoss:sýnihguitiÍi' á iáugairdágihíi. ✓ i /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.