Morgunblaðið - 22.05.1954, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. maí 1954
MORGUNBLAÐIÐ
Q
Sjálfstæðisflokkiirinn viH haldn
friði um varnarmálin við aðra
lýðræðisflokka
Konúnistar reyna ú spiSla
scnwinmi ábyrgra aðilja w þau
Eskimóarnir drepa æSarfugl-
inn til malar og skfólklæða
En níi á að kenna þeim að nytja dúninn
Samtal við tvo Kanadamenn er kynna sér
æðartekju á íslandi
KOMMÚNISTAR hafa undan-
farna daga gert mikið úr þeim
ágreiningi, sem þeir segja, að sé
kominn upp milli Sjáifstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
jns, í sambandi vig varnarmálin,
og reyna að færa sér í nyt blaða-
skrif, sem orðið hafa um þessi
mál milli Flugvallarbiaðsins og
Tímans. Er greinilegt, að komm-
únistar vonast til þess, að þeir
geti með sínu alþekkta ábyrgðar-
íeysi og rógi spillt samvinnu þess-
ara flokka í þessum viðkvæmu
málum, en þá væri þeirra tilgangi
náð.
SAMEIGINLEG STEFNA
Sjálfstæðismenn hafa álitið, að
stefna sú, sem fylgt hefur verið
5 utanríkismálum þjóðarinnar,
allt frá því að íslendingar tóku
þessi mál í sinar hendur, hafi
ekki verið stefna neins einstaks
stjórnmálaflokks, heldur sameig-
inieg íslenzk stefna lýðræðisafl-
anna. Málgögn flokksins hafa því
forðast, að hefja flokkspólitískar
deilur um þessi þýðingarmiklu
mál, en aftur á móti stefnt að
því, að sameina öll þjóðholl öfl
til farsælla átaka til styrktar
málstað Islands, bæði inn á við
og út á við.
Því er aftur á móti ekki að
léyna, að stundum hefur þessarar
stefnu ekki gætt sem skyldi í
sumum blöðum lýðræðísflokk-
anna. Og eru mönnum enn í
fersku minni árásir Tímans á
fyrrverandi utanríkisráðherra,
Bjarna Benediktsson, er hann
fór með þessi mál og stýrði þeim
af sinni alkunnu viðsýni og dugn-
aði. Reyndi Tíminn þá að gera
ýmsar framkvæmdir í varnar-
málunum tortryggiiegar og gaf
þá oft andstæðingum lýðræðis-
flokkanna vopn í hendur til
beinna árása á utanríkisstefnu
þjóðarinnar.
FRAMSÓKN TEKUR VIÐ
VARNARMÁLUNUM
Er núverandi stjórn var mynd-
uð, féll það í hlut Framsóknar-
flokksins að stýra þessum málum
og óskuðu þeir eftir því að fá sem
víðtækust völd á sviði varnar-
málanna, sem þeir og fengu.
Sjálfstæðismenn töldu eftir ástæð
um rétt, að Framsókn fengi
stjórn þessara mála og hét þeim
fullum stuðningi í frarokvæmd
þeirrar utánríkisstefnu, sem
mörkuð hafði verið. af öllum ]ýð-
xæðisflokkunum. Enda hafa blöð
flokksins síðan stutt þá stefnu og
á engan hátt reyna að gera verk
utanríkisráðherra tortryggileg í
augum alþjóðar gagnstætt því
sem blöð Framsóknar höfðu gert
í tíð fyrrverandi utanríkisráð-
herra.
ÁRÁS TÍMANS
En nú fyrir skömmu tek-
nr Tíminn upp nokkuð nýja
.stefnu í þessum málum. í Tíman-
um 13. maí s.l. er grein um Flug-
vallablaðið, en það blað er gefið
út af nokkrum starfsmönnum á
Keflavíkurflugvelli og fyrst og
fremst helgað málefnum þeirra. í
þessari Tímagrein er ráðist með
persónulegum svívirðíngum að
ákveðnum starfsmönnum á Kefla
‘ víkurflugvelli og þeir sakaðir um
njósnir í þágu varnarliðsins og
jafnframt eru orð látin liggja að
því, að þessi verk þeirra séu
Unnin með vilja og vitorði Sjálf-
stæðisflokksins. Slíkar ásakanir
eru vissulega mjög alvarlegar og
ekki sízt þar sem þær koma fram
5 málgagni utanríkisráðherra og
eru með öllu tilhæfulausar. Er
vissulega leitt til þess að vita,
að Framsóknarflokkurijm skuli
fara út á þá hálu braut að koma
með órökstuddar sakir á starfs-i
menn flugvallarins í svo alvar-
legu máli sem þessu, og brígsla
samstarfsflokkj sinum um þátt-
töku í þeim. Slíka framkomu get-
ur ekki ábyrgur stjórnmálaflokk-
ur leyft gér, beri hann einhverja
viiðingu fyrir sjálfum sér og
finni eitthvað til þeirrar ábyrgð-
ar sem hann hefur tekið á sig
með því að fara rneð þessi mál.
GAGNRÝNI EN EKKI
PERSÓNULEGAR ÁDEILUR
Tíminn kvartar yfir því, að
Flugvallarblaðið haldi uppi stöð-
ugum árásum á hendur utanríkis
ráðherra. Þessi ummæli blaðsins
eru mjög orðum aukin. I Flug-
vallarblaðinu er eins og eðlilegt
verður að teljast fyrst og fremst
skrifað um málefni þau er snerta
Keflavíkurflugvöll og aðstöðu
starfsmanna þar. Það er því ekk-
ert óeðlilegt þó að í blaðinu komi
fram gagnrýni á ýmislegt, sem
framkvæmt er af valdhöfunum í
sambandi við þau mál. En Tím-
inn virðist telja alla slíka gagn-
rýni persónulegar árásir á hend-
ur utanríkisráðherra þó að slíkt
sé að sjálfsögðu fjarri sanni.
Einnig hefur Timinn tæpt á því,
að Flugvallablaðið væn gefið út
á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins,
þrátt fyrir það, þó Flugvallar-
blaðið hafi marg lýst því yfir að
svo væri ekki, þó að það styðji
þá utanríkisstefnu, sem mörkuð
var er Sjálfstæðismenn fóru með
þau mál.
HLAUP Á MILLI FLOKKA
Það er heldur ekki úr vegi að
minnast þess, að á tímabili gáfu
nákomnir menn Framsóknar-
flokknum út annað blað á Kefla-
víkurflugvelli er kallað var
„Stapafell". Það blað hélt uppi
látlausum árásum á fyrrverandi
utanríkisráðherra og var þá ekk-
ert að heyra á Framsóknarmönn-
um að þeim þætti það miður.
Það hefur komið í ljós, að
Varnarmáladeildin hefur ráðið
menn til trúnaðarstarfa á Kefla-
víkurflugvöll, sem telja verður
að hafi vafasama fortíð til þeirra
starfa, .sem þeir hafa verið settir
til að gegna. Það er reyndar vit-
að, að fjölmargir menn hafa
leikið þann leik að ganga á milli
Framsóknarflokksins og komm-
únista og látið þá á stundum
hagnaðarvonina ráða gerðum
sínum, og er þó allsendis óvíst
hvorum flokknum þessir menn
raunverulega fylgja. Þetta vita
forustumenn Framsóknarflokks-
ins manna bezt enda hefur þetta
orðið þeim oft til mikilla von-
brigða og leiðinda og ættu þeir
þvi að þekkja þessa menn og
forðast að setja þá til sérstakra
trúnaðárstarfa og það ekki sízt í
sambandi við varnir landsins.
MBL STYÐUR UTANRÍKIS-
RÁÐHERRA
í leiðara í Timanum í fyrradag
var því beint til Morgunblaðsins,
að það gæfi skýr svör varðandi
afstöðu Sjálfstæðisflokksins til
deilu þeirrar, sem upp er komin
milli Tímans og Flugvallarblaðs-
ins. Morgunblaðið telur, að það
sitji sízt á Tímanum að vera með
dólgslegt yfirlæti í bessum mál-
um, eða hótanir um atvinnuof-
sóknir. Mbl. mun þó ekki láta
það verða til þess, að það hefji
illdeilur um þessi mál, því að
Sjálfstæðisflokkurinn vill halda
friði um varnarmálin við aðra
lýðræðisflokka á þeim grundvelli
sem markaður hefur verið og til
þjóðarheiiia horíir. Mbl. mun hér
eftir sem hingað til ekki halla á
núverandi utanríkisráðherra
gagnstætt því sem Tíminn gerði
oit í tíð fyrrverandi utanríkis-
ráóherra Bjarna Benediktssonar.
En Sjálfstæðismenn munu aftur
á móti ekki þola að ráðist sé að
sínum fylgismönnum og flokkn-
um í heild með ásökunum, sem
eru uppspum írá rótum og til
þess eins gerðar að vekja tor-
tryggni og spilla fyrir málstað
þjóðarinnar i öryggismálum.
ÁBYRG SAMVINNA
LYÐRÆÐISAFLANNA
Það er ábyggilega bezt fyrir ís-
lenzku þjóðina að allir ábyrgir
menn, sem unna frelsi og vilja
samstart '=lands við hinar írjálsu
þjóðir ns sameinist um að
hindra iiokkspólitískar árásir í
sambandi við utanríkis- og ör-
yggismálin og standi fast saman
um það að bæta úr því sem aflaga
kann að fara í þeim efnum. Per-
sónulegar svívirðingar og tilefn-
islausar árásir og ofsóknir mega
ekki eiga sér stað. Er vonandi að
allir ábyrgir aðilar skilji nauð-
syn þessa og breyti eftir því.
Leiðrélling um
áburðarvagn
í TÍMANUM 15. maí i954 birtist
stutt grein um „Áhald, sem kem-
ur áburðinum undir grasrótina“.
I grein þessari er ótrúlega mikið
af ónákvæmni og staðleysum. Sú
er stærst, er snýr að uppfyndingu
áhaldsins.
Verkfæri þetta er talið fundið
upp og smíðað af Magnúsi Árna-
syni á Akureyri. Það síðarnefnda
er að vísu rétt, en uppfyndinguna
á Guðmundur Jóhannesson ráðs-
maður á Hvanneyri Smíðaði
hann fyrsta áhaldið af þessari
gerð á Hvanneyri árið 1945 og
hafði þá gert tilraunir með það
undanfarin 1 eða 2 ár. Vorið 1946
mun Magnús Árnason hafa séð
verkfæri þetta hér á Hvanneyri
og var þá sýnt það af skólapilt-
um.
Það hefði verið skemmtilegra
fyrir Magnús Árnason að láta
þess getið strax, hvaðan hug-
mynd hans að undirburðar-áhald
inu er komin, heldur en að eigna
sér hluti, sem aðrir hafa gert.
Hvanneyri, 17. maí 1954,
Guðm. Jónsson.
H & H
Mbl. birti í fyrradag frétt frá
Akureyri um áburðarvagn þenn-
an, og er þetta því einnig leið-
rétting við þá fregn, hvað snertir
uppruna áhaldsins.
Eifrun ekki dánar-
orsökin
FYRIR skömmu lézt hér í Reykja
vík barn á þriðja ári, sem veikzt
hafði snögglega um það bil sóÞ
arhring áður. Sú saga komst á
kreik í sambandi við lát barnsiná
að gizkað var á að um eitruri
hefði verið að ræða. Við krufn-
ingu í Rannsóknarstofu Háskól-
ans kom í ljós að ekki var urrí
neina eitrun að ræða, heldur
bráðan sjúkdóm.
VÍÐAST hvar með ströndum
fram í heimskautslöndum Kan-
ada, bæði á heimskautseyjunum
miklu og á ströndum Hudson-
flóa og Hudson-sunds búa heldur
frumstæðir eskimóar, er hafa
jafnan lifað á veiðum. I.eitað
hefur verið ýmissa ráða til að
skapa þessum eskimóaþjóðum ör-
uggari atvinnuvegi, sem bæti af-
komu þeirra og kjör.
KENNSLA í ÆDARTEKJU
Nú síðast hefur Kanadastjórn
ákveðið að gera tilraunir til að
kenna eskimóunum æðartekju,
hvernig á að hlúa að æðarfugl-
inum, hræla dúninn o. s. frv.
Er svo mikið talið liggja við,
að nú ekki alls fyrir löngu komu
hingað til lands tveir fulltrúar
Kanadastjórnar, sem ætla að
kynna sér æðartekju á íslandi og
kenna eskimóunum síðan aðferðir
íslendinga.
Menn þessir, sem heita David
Munro fuglafræðingur og Willi-
am Larmour, sem er fulltrúi í
heímskautalandaskrifstofu Kan-
ada. Þeir skýrðu Morgunblaðinu
svo frá að áhuginn fyrir því, að
kenna eskimóum æðartekju hefði
helzt vaknað, er Finnur Guð-
mnudsson fuglafræðingur var á
ferð í Kanada s.l. ár. Hafði hann
rætt við ýmsa málsmetandi menn
og m. a. gefið þeim upplýsingar
um æðartekju á íslandi.
ÆÐARKONGUR OG
ÆÐARFUGL
— Er mikið um æðarfugl í
heimskautalöndum Kanada?
— Já, það eru tvær tegundir,
æðarkóngurinn, sem er meira
vestan til, þegar nálgast Alaska.
Æðarkóngarnir verpa ekki í hóp,
heldur hver í sínu lagi og er æð-
artekju af þeim því óframkvæm-
anleg. Æðarfuglinn sá sami og
er hér á íslandi, er hinsvegar í
mjög stórum hópum á Baffins-
eyju og öðrum heimskautaeyjum
í Hudsonflóa og víðar.
KOLLAN SKOTIN
— Nytja eskimóarnir hann
ekkert?
— Jú, aðallega skjóta þeir hann
og éta, en t. d. á Balchereyjum
í Hudsonflóa gera þeir sér skjól-
flíkur úr haminum. Eru skjól-
flíkur þessar tvöfaldar og snýr
fiður bæði inn og út, svo það
má ímynda sér, að fyrirferða-
miklir eru þær, en hlýjar um
leið. Einnig taka þeir eggin.
HVÍTREFURINN AÐAL-
TEKJULTND ESKIMÓA
— Er æðarfuglinn ekki frið-
aður í heimskautalöndum Kan
ada?
— Hvítir menn mega hvorki
skjóta landdýr né fugla í öllu
Norður Kanada. Eskimóarnir,
sem sjálfir búa þarna og hafa
lífsviðurværi sitt, mega hins-
vegar veiða. Þó er nokkuð far-
ið að takmarka veiðina á
seinni árum. Nú er svo komið,
að af landrefum mega eski-
móarnir aðeins veiða hvítref-
inn, en hann er þeirra aðal-
tekjulind. Þeir selja refaskinn-
in til hvítra manna og fá ýms-
an nauðsynjavarning í stað-
inn. Fuglar ýmsir eru einnig
friðaðir.
ÞÝÐINGARALAUST AÐ
REFSA
— Er eskimóum refsað, ef
þeir brjóta friðunarreglur?
— Nei, það væri þýðingar-
laust. Þeim, sem refsinguna
hlýtur stæði alveg á sama þóít
hann sæti nokkra daga í fang-
elsi. Þar fengi hann meira aíf
segja betra viðurværi en hanA
á að venjast heima hjá sér.
Rcfsingin kæmi því aðallega
yfir fjölskyldu hans, sem oft
er bjargarlaus á meðan. Sekt-
ir koma heldur varla til
greina. Um allar heimsskauts-
eyjarnar er fjöldi kanadískra
lögreglumanna, en í stað þess
að refsa, beita þeir fortölum
og reyna að fá eskimóana með
góðu til að hlíta reglunum.
MED BOGA OG ÖRVUM
— Hvernig stunda eskimóar
veiðar?
— Þeir hafa byssur, en oft er
það, þegar skotfæri þrýtur, að
þeir taka fram sín gömlu veið-
arfæri, boga og örvar. Sumir
eru leiknir að beita þeim, en þó
er skothæfni með boga farið að
hraka frá því áður var og sögur
herma.
ÁRVISSARI ATVINNUGREIN
— Teljið þér, að það gæti orðicl
til að bæta kjör eskimóanna acf
mun, ef þeir kæmust upp á æð-
artekju?
— Já, eins og ég sagði áðan,
er aðalatvinnugrein þeirra að
skjóta hvítrefi.En sjúkdómar hrjá
refi þessa, svo að fjölgun þeirra
gengur í bylgjum. Er mikið af
þeim með fimm ára millibili, en
þess á milli ber skorturinn á dyr
hjá eskimóunum. Æðartekjan er
miklu öruggri og árvissari at-
vinnugrein.
TIL BREIÐAFJARÐAR OG
VESTFJARDA
— Hvert farið þér hér á
landi til að, kynna ykkur æð-
artekju?
— Við förum til Stykkis-
hólms og þaðan í æðarvörp á
Breiðafirði. Síðan á Þingeyri
við Dýrafjörð og til ísafjarð-
ardjúps. Einnig munum við
fara austur að Mývatni til að
skoða fuglalífið þar, sem mikl-
ar sagnir fara af.
— Svo viljum við að lokum,
segja tvímenningarnir biðja um
að skila kæru þakklæti til allra
er hafa aðstoðað okkur og þá
einkum til Árna G. Eylands
stjórnarráðsfulltrúa og Finns
Guðmundssonar fuglafræðings, er
bezt hafa undirbúið ferð okkar.
Þ. Th.
Leikheimsókn til
Slykkishóltns
STYKKISHÓLMI, 16. maí: —
Stúkan Borg í Borgarnesi, kom
með leikflokk undir stjórn
Marinós Sigurðssonar, bakara-
meistara þar, til Stykkishólms,
s.l. laugardag og sýndi leikritið
„Karólína snýr sér að leiklist-
inni“ eftir Harald Á. Sigurðsson.
Er leikurinn mjög vel æfður og
vel með farinn af leikendum,
enda var leikendum vel tekið hér
og klappað óspart lof í lófa. Hús-
fyllir var. Eiga Borgnesingar skil
ið þökk fyrir kornuna. Eru Stykk
ishólmsbúum kærkomnar slíkar
heimsóknir sem.þessar, því und-
anfarin ár hefir ekkert verið um
leikstarfserni hér í Hólminum, og
sakna þess margir, sem minnast
frá fyrri árum margra góðra leik
krafta hér og prýðilegra sýninga.
— Á. H.