Morgunblaðið - 03.07.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.1954, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 SKA LANDBÚNABARINS JÚNÍ er mesti „mótamánuður" Noregs. í*að yrði löng runa ef telja aetti upp öll mótin, sem haldin eru í Osló í þeim mánuði —* bæði innlend, samnorræn og aiþjóðleg, hvort heldur eru stétta mót, stjórnmálafundir eða list- ræn mót, svo sem söngvaramót. Enda eru vikur hins lengsta dags háifgerð plága þeim, sem þurfa að koma í höfuðstaðinn á þeim tíma, því að gistihúsin eru al- skipuð útlendu skemmtiferða- fólki, sem vitanlega verður að sitja íyrir dýrustu verustöðunum til að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd. Og þegar gistihúsin eru fullskipuð er leitað á náðir ein- staklinga, sem hafa herbergi föl handa gestum yfir sumartimann. En margt þeirra herbergja full- jnægir ekki venjulegum kröfum að neinu leyti nema að verðinu. f>að er venjulega „fyrsta flokks“. Það er eins og dropi í hafinu þó að Hotel Viking, með sínum 600 rúmum bættist við fyrir tveimur árum, eða að herbergjunum í stúdentagörðunum á Sogni, fyrir utan borgina, fjölgi um hundruð á hverju ári. Því að alltaf aukast ferðalögin og alltaf fjölgar út- lendingunum sem vilja skoða Noreg. I fyrra urðu útlendu gest- irnir yfir 700.000 og það er talið vist að þeim fjölgi um að minnsta kosti 10% á þessu árL MÓTUM FJÖLGAR UTAN HÖFUÐBORGARINNAR Þessvegna færist það æ meira í vöxt, að ýmsar stéttir og sam- bönd haldi mót sín einhversstaðar úti á landi og flýi örtroðina í Osló. Hinir stærri bæir, Þránd- heimur, Bergen og Stavanger hafa lengi verið miklir mótastað- ir, sömuleiðis Lillehammer og Hamar. Á þessum stöðum þykir 'gott að vera, því að gestrisnin þykir öllu meiri þar en í Osló, á sama hátt og hún þykir meiri á Akureyri en í Reykjavík. Þessir bæir vilja hafa gestagang, sum- part vegna þess að „maður er manns gaman“ og sumpart til að græða á því eða auglýsa bæinn sinn. Þá eru gestir dregnir að með mótum eða sýningum. f sumar hefur Drammen vörusýningu eft- ir 24 ára hvíld, Haugasund og Kongsvinger halda upp á aldar- afmæli sitt og Álasund hefur fisk- veiðasýningu, sem kvað vera sú merkilegasta sem haldin hefur verið í Noregi. Og í Molde — bæ rósanna, sem kallaður er — hefur undanfarið staðið yfir ársfundur og stefna bændasambandsins norska — Norsk Bondelag. Þessi samkoma hófst 17. júní með ársfundi sam- bandsins, en síðar voru „sælu- Og skemmtidagar“ 19.—20. júní að viðstöddu miklu fjölmenni úr öllum fylkjum Noregs og mý- mörgum gestum úr nágrenninu á Mæri nyðra og syðra og úr Raumsdal. F orseti sambandsins er Ole Romer Sandberg og var hann endurkosinn á fundinum. í setn- ingarræðu sinni lýsti hann hag bænda og horfum og var alls ekki bjartsýnn. Hann taldi að landbúnaðurinn væri hornreka stjórnarvaldanna. LANDBÚNAÐURINN OLNBOGABARNIÐ Römer Sandberg sýndi fram á, að þrátt fyrir minni mannafla en áður hefðu afköst landbúnað- arins aukist. Þau væru 40% meiri irú en árið 1939, en þrátt fyrir allar fjárfestingar til iðnaðar- fyrirtækja þá gæti hann þó ekki stært sig af svo góðum árangri. Fyrstu árin eftir stríðið hefðu verið sæmilega góð ár fyrir bónd- onn og gert honum kleift að leggja i ýmiskonar kostnað til að frvggja sér ódýrari og meiri fram leiðslu. En nú væri ekki þessu að fagna lengur. Römer Sandberg fullyrti að fjárfestingarnar heíðu lent á skökkum stað og að hollara hefði Aukin vélunetkun öruggustu hjúlpurhellun Ríoregsbréf frá Skúla Skúlasyni verið að leggja meira fé fram til nýræktar og kaupa á stórvirkum vélum, úr því að iðnaðurinn gæfi ekki betri raun en þetta, þrátt fyrir að hann bætti í sífellu við sig fólki úr sveitunum. „Við höf- um heyrt margt um nýskipan þá og eflingu, sem orðið hafi i iðn- málunum“, sagði Sandberg, „og maður skyldi ætla að þetta hefði orðið til þess að iðnvörur hefði lækkað í verði. Þetta hefur ekki orðið. Iðngreinar svo sem t. d. vefnaðarvöruframleiðslu lifir í skjóli tollmúra, sem veita meiri stuðning en allur sá stuðningur sem norski landbúnaðurinn fær í dag. Þrátt fyrir þær ráðstafanir sem gerðar hafa ver>ð bændun- um til hagsbóta hefir hagsvon þeirra rénað, í samanburði við hagsvon iðnaðarins.“ „Hvernig á að lagfæra þetta? Bóndinn getur sjálfur gert ýmis- legt til að gera reksturin arð- vænlegri. Og stofnanir okkar verða jafnan að tryggja okkur hæsta verð sem hægt er að fá fyrir framleiðsluna Samtökin verða að eflast, svo að bændur standi á tryggari grundvelli, er þeir þurfa að semja. Þjóðfélagið hefur gerst af- skiptasamara um þróunina en áð- ur. En bóndinn ætti að mega leggja orð í belg, og þessvegna verður að treysta samtökin og skipulagninguna." Römer Sandberg minntist á flóttann frá landbúnaðinum en benti í því sambandi á annað, sem eigi væri síður alvarlegt. Það væri tiltölulega mikið af gömlu fólki í sveitunum, og því minni sem jörðin væri því eldra væri heimilisfólkið. Mundi nokkur vilja taka við þessum jörðum þegar gamla fólkið félli frá? NÝ VERÐLAGSSKRÁ Annan dag ársfundarins var endurskoðun verðlags á landbún- aðarafurðum samþykkt, að und- angengnum samningum milli ríkisstjórnarinnar, Bændasam- bandsins og Smábændasambands ins. Þar voru helztu nýmælin, að verð á nýmjólk hækkar um 7 aura á lítra, upp í 50 aura, verð á þeytirjóma um 50 aura og fitu- minni rjóma um 20—30 aura. Til- svarandi hækkun verður á sméri og osti. Til uppbótar á ull má greiða af ríkisfé 2 kr. á kíló, ef söluverðið lækkar niður fyrir 9 krónur, og má verja 12 milljón- um til þessarar uppbótar. Nið- urgreiðsla á tilbúnum áburði hækkar um 50% þegar smábýli og fjallabýli eiga í hlut. — í haust skal samið um verð á korn- uppskeru næsta árs. Samningur- inn gildir til eins árs, frá 1. júlí í ár til 30. júní 1955. Það var fyrirfram vitað, að mjólkurverðið mundi hækka. Verð á öðrum landbúnaðarafurð- um en mjólkur er óbundið og hlýtir frjálsu markaðslögmáli, en ríkið greiðir enn niður mjólk og smér og ost, og vill þessvegna róða söluverðinu. En bændur í flestum byggðum landist hafa komizt að raun um að það borgi sig ekki að framleiða mjólk, og hafa því fargað nautpeningnum og tekið upp kornrækt í staðinn. Þetta er ein eftirtektarverðasta breytingin, sem orðið hefur sið- ustu árin. En það er mjög vafa- samt hvort þessi verðhækkun, sem nú hefur verið samþykkt, getur orðið til þess að auka mjólk urframleiðsluna. VÍÐTÆKARI ATÉLRÆKT Síðan verðlag á sláturafurðum var gefið frjálst fyrir tveimur árum hefur það að vísú hækkað mjög verulega, en jafnframt hef- ur markaðurinn dregizt saman, vegna þess að fólki þykir of dýrt að borða ket. Hefur því orðið ofíramleiðsla af því á sumum tímum árs, og á næstunni er búizt við miklu meira af svínaketi á markaðinn en fólk getur torgað eða hefur efni ó að kaupa. Verð- hækkun á afurðunum getur ver- ið góð í svipinn en verður oft ekki nema stundargróði, þegar verðið er svo hátt að útlendur markaður fæst ekki fyrir það, sem umfram er neyzlu þjóðar- innar. Meðal bænda er sú skoðun óð- um að ryðja sér rúms, að eigi sé einhlýtt að berjast fyrir hækk- uðu verði. Framtíðinni sé því aðeins borgið að hægt verði að framleiða landbúnaðarafurðir ó- dýrar en áður, en eina ráðið til þess sé að auka vélræktina taka upp vinnusparar aðferðir við öfl^ un heyja, korns og jarðarávaxtar. En til þess að koma þessu fram, svo um muni, þarf aðstoð ríkis- ins. Það þarf að beina fjárfest- ingunni til landbúnaðarins, veita styrk til vélakaupa og verðlaun fyrir nýrækt í stærra mæli en hingað til. Norðmenn eiga að vísu lítið af landi sem auðvelt er að rækta, í samanburði við Islend- inga, en þó er mikið af mýrum, sem hægt er að þurrka og rækta. Og með aukinni þekkingu er tal- ið að hægt sé að auka stórlega af- köst þess lands, sem nú telst vera ræktað land. STÓRÞINGIÐ LÝKUR STÖRFUM Stórþingið er þessa dagana að ljúka störfum sínum fyrir sumar- leyfið, og á Jónsmessudag af- greiddi það endanlega fjárlögin, sem koma til framkvæmda 1. júlí Þau eru með 291 milljón króna tekjuhalla og útgjöldin nema 4 milljard 438 milljón krónum. Það gerðist nú sem sjaldan skeður, að fjárlögin voru ekki afgreidd með samhljóða atkvæð- um. Hægriflokkurinn, 23 þing- menn, greiddu atkvæði á móti og Hambro þingforingi flokksins lét þess getið að flokkurinn vildi ekki taka neina ábyrgð á fjár- málastefnu stjórnarinnar. Hægri- menn höfðu gert breytingartil- lögur um hækkanir sem námu samtals 76.7 milljónum, þar af 30 milljónir aukin fjárveiting til ellitrygginga, 12 milljónir til vega 15 milljóna aukning á fjárveit- ingu til jórnbrauta og tvær milljónir hækkun á framlagi til skóggræðslu. Hinsvegar vildi flokkurinn skera tíu útgjaldaliði niður um samtals 222 milljónir, og er stærsti liðurinn 185 millj. lækkun á niðurgreiðslum og 30 milljónir, sem ætlaðar eru til af- skriftar af járnbræðslunni í Mo í Rana. Þcssar tillögur voru allar felldar. Hinir andstöðuflokkarnir höfðu líka gert sínar breytinga- tillögur, og samkvæmt tillögum vinstrimanna átti tekjuhallinn a5 verða 24 milljón minni, en hann verður samkvæmt lögunum, samkvæmt tillögum Kristilega flokksins 12 milljónum lægri, samkvæmt tillögum Bændaflokhs ins 1 milljón meiri en samkvæmt tillögum kommúnista 58 millj. meiri. Fulltrúar þessara flokka greiddu þó allir atkvæði með fjár lögunum í þeirri mynd sem þau eru nú. IIAMBRO LÆTUR AF FORMENNSKU Hægriflokkurinn norski hélt ársfund sinn í Osló í byrjun mánaðarins að viðstöddum 360 kjörnum fulltrúum hægrimanna- félaganna um land allt. Það marfc verðasta sem þar gerðist var atk C. J. Hambro, sem verið hefur formaður flokksins í 17 ár allt. baðst undan endurkosningu. En hann situr áfram í miðstjóm flokksins og á þingi mun hann. sitja meðan honum endist líf og heilsa. Hann er viðurkenndur mesti mælskumaður Stórþingsins, var lengi forseti þingsins og síðai- óðalþingsins. Hefur hann tvi- mælalaust borið höfuð og herðai yfir flesta stjórnmálamenn Nor- egs á síðustu óratugum, þó eigi hafi hann gegnt ráðherrastörfum, Síðustu árin hefur borið mest á Sjur Lindebrække bankastjóra mcðal hinna yngri manna flokks- ins, og var almennt búist við aíf hann mundi verða eftirmaður Hambros. En hann baðst undan því og hafði gildar ástæður frana að færa, sem sé þær að hann. hefði engan tíma til þess. Hinn. nýi formaður flokksins er Alv Kjös, ofursti og stórbóndi á Heið- mörk. Hann er fæddur 2. júní 1894 og hefur setið á þingi fyrir Heiðmerkurfylki siðan 1937 og" notið almennra vinsælda and- stæðinga sinna eigi síður en. flokksmanna fyrir sanngirni og samvinnulipurð. En þingskörung- ur er hann ekki í samanburði viS Hambro, enda hlédrægur að eðliii fari. Það eru einkum hermálin og: landbúnaður, sem hann hefur lát- ið sig skipta á þingi. — Bernt Ingvaldsen verkfræðingur, þing- maður frá Buskerud og frú. Claudia Olsen frá Vestfold voru. kosin varaformenn flokksins. Fiiip hoi.T.sækir hersföðvar lega kom Filip hertogi, maður Bretadrottningar, í einkaflugvél, er hann. stýrði sjálfur, í heimsókn tðalstöðvar hersveita Vesturveldanna í París. llér á myndinni sést hertoginn (í miðju) ásamt mtgomery marskálki (t. d.) og Griinther yfirhershöfðingja (t. h.) AIIYGGJUR NORSKRA OLÍUSKIPAEIGENDA Norskir olíuskipaeigendur horfa með ugg og ótta á framtíð- ina um þessar mundir. Tilefniðf er það, að stjórn Saudi-Arabíu hefur gert samning við skipa- jöfurinn Onassis (skírnarnafn hans eru ekki slorleg, því að hann heitir Aristoteles Sókrates) um flutninga á allri olíu frá. Saudi-Arabíu. Er Norðmönnum. þar með bægt frá olíuflutningum sem þeim hafa verið mikilsverðir undanfarin ár. Formaður skipa- eigendafélagsins norska, Usterud- Svendsen telur samninginn brot á alþjóðavenju og að hann kippi fótum undan þeirri frjálsu sam- keppni, sem verið hefur í olíu- flutningum til þessa. Onassis hef- ur fengið sérleyfi á flutningi mesta hlutans frá Árabíu gegn því að hann láti verulegan hluta skipastóls síns sigla undir fána Saudi-Arabíu og stofni sjómanna skóla þar. En búast má við að- önnur stór olíuflutningafélög taki upp sömu aðferð og Onassis, aðí tryggja sér sérréttindi hjá stjórn- um olíuútflutningslandanna. Og slík samkeppni gæti gersamlega raskað grundvelli þeim, seixt tankskipaútgerð Norðmanna I byggist á. 1 Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.