Morgunblaðið - 10.07.1954, Side 8

Morgunblaðið - 10.07.1954, Side 8
8 MORGVH VLAÐIB Laugardagur 10. júlí 1954 i i JttaQgittttMiiMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. Uppreisnaríoringi á forsetastól BARDÖGUM er nú lokið í Guatemala. Uppreisnarherinn hefur borið algeran sigur úr být- um. Forsetinn er flúinn úr landi og foringi upreisnarliðsins hefur verið kjörinh forseti lýðveldisins í hans stað. Var það fámenn bráðabirgðastjórn, sem kaus hinn nýja forseta. Þessi saga hefur ósjaldan gerzt í ríkjum Mið- og Suður- Ameríku. Þar eru vopnin oft látin skipta í ágreiningi milli manna og flokka. Engum lýðræðissinna getur komið til hugar að það stjórn- arfar, sem nú ríkir í Guate- mala eigi hig minnsta skylt við lýðræði eða þingræði. Það, sem gerzt hefur með uppreisn- inni er ekkert annað en það að ofbeldi hefur leyst ofbeldi af hólmi. Einræðisstjórn hefur tekið við völdum af einræðis- stjórn. Það er vitað að fyrrverandi for- seti landsins, sem nú hefur verið velt frá völdum með blóðugri byltingu hafði rutt einum keppi- nauta sinna úr vegi með mann- drápum. Ofbeldi hans hefur nú getið af sér nýja uppreisn og of- beldisverk. Þannig felur einræði og ofbeidi ævinlega í sér vísir til nýrra hryðjuverka og uppreisna. Ólíklegt er, að varanlegur frýiður sé á kominn í Guatemala með þessum málalokum. Hin nýja stjórn hefur að vísu lýst því yfir, að hún ætli sér að koma á lýðræðislegu stjórnarfari í land- inu. Væri vel farið ef það tækist. En miklar líkur virðast ekki vera tiF þess. Þegar einræðisstjórn hefur einu sinni hrifsað til sín völdin er hún vanalega ófús á að afsala sér þeim í hendur lýð- ræðislega kjörinnar stjórnar. Ein ræðisherrann finnur að jafnaði einhverja afsökun, sem réttlætir áframhaldandi völd hans. Því miður stendur lýðræðið höllum fæti í mörgum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku. í Argentínu, Bolivíu og Venezuela verður varla sagt að um lýðræð- isstjórn sé að ræða. En það er víðar en í þessum heimshluta sem einræðið ræður nú ríkjum. Tvö stórveldi, Rúss- land og Kína lúta einræðisstjórn, sem er miklum mun svartari en stjórn fyrrnefndra Ameríkuríkja. Kommúnisminn liggur eins og mara á þessum fjölmennu þjóð- um. I Rússlandi notuðu kommún- istar hatur fólksins á kúgun zar- stjórnarinnar til þess að hrifsa þar völdin. Þeir lofuðu rússnesku þjóðinni frelsi og lýðræði. En þeir sviku öll sín loforð. í stað lýðræðislega kjörins löggjafar- þings fengu Rússar flokkssam- kundu kommúnista. Við þetta „austræna lýðræði" hefur rússneska þjóðin búið síð- an. „Kosningar“ í landi hennar eru í því fólgnar, að kommún- istaflokkurinn setur upp einn frambjóðandalista í hverju kjör- dæmi. Fólkið á kost á því að „kjósa“ hann. Það hefur ekkert kjörfrelsi. Aðeins einn flokkur býður fram. Þetta segja kommúnistar að sé fullkomnasta „lýðræði" í heimi. Og þeir vilja koma því á í öðr- um löndum, einnig hér á íslandi. Brynjólfur, Einar, Kristinn og „gegnherílandi" telja bezt fara á því, að þeir séu einir í kjöri. Þá gera þeir sér helzt von um sigurH í Kína situr einræðisstjórn kommúnista nú einnig að völd- um. Vinnur hún nú ötullega að því að breiða kommúnismann út um Asíu. Við það starf hikar hún j ekki við að beita hervaldi. / I Því miður eru miklar likur J til þess að varanlegur friður geti ekki skapast meðan komm únistum og öðrum einræðis- og ofbeldisseggjum tekst að halda miklum hluta mann- kynnsins í fjötrum. Lýðræði og jafnrétti er leiðin til friðar og uppbyggingar í heiminum. Einræðið felur í sér hrun og kyrrstöðu. Fiskúiflufmngurinn fi! Bandaríkjanna ÞEGAR þau tíðindi bárust hing- að til lands fyrir nokkrum vik- um að meirihluti tollamálanefnd- ar Bandaríkjaþings hefði lagt til að hækkaður yrði verulega toll- ur á innfluttum fiski til Banda- ríkjanna vöktu þau hér töluverð- an ugg. Bandaríkin hafa undan- farin ár keypt verulegt magn af íslenzkum freðfiski. Hækkun inn flutningstolla á þeirri vöru gat því auðveldlega haft mjög óhag- stæðar afleiðingar fyrir íslenzkan sjávarútveg, | En hinn 3. júlí s.l. neitaði Eisenhower forseti að fallast á þessa tillögu tollamálanefndar- innar. í bréfi, sem hann ritaði fjárhagsnefnd Öldungadeildar- innar um þessi mál minnist hann m. a. á hagsmuni ýmsra landa, ' þar á meðal íslands, af fiskinn- I flutningi til Bandaríkjanpa. Telur forsetinn öruggt að fiskneyzla muni aukast verulega í landinu ’ á næstu árum. Lýsir hann jafn- ' framt yfir þeirri skoðun sinni, að óheppilegt sé að setja hömlur við fiskinnflutningi. . Islendingar fagna því mjög, að afstaða forsetans skyldi verða þessi. Markaður okkar fyrir hrað- frystan fisk í Bandaríkjunum I hefur farið batnandi undanfarin ár. Nýjar pökkunaraðferðir hafa rutt íslenzkum freðfiski til rúms á hinum bandaríska markaði En á honum eru miklir möguleikar forsetinn öruggt að fiskneyzla Bandaríkjamanna er ennþá til- tölulega mjög lítil. Líkur benda til þess að hún muni aukast veru- lega á næstu árum, eins og for- setinn bendir á í fyrrgreindu bréfi sínu. Það er því ákaflega þýðingarmikið fyrir íslenzkan sjávarútveg og fiskiðnað að hafa sem stöðugasta og bezta fótfestu á þessum markaði. En við verðum að gæta þess, að fullkomin vöruvöndun er frum skilyrði þess að við höldum hon- um og öðrum mörkuðum fyrir islenzkan freðfisk. Samkeppnin um fiskmarkaðina er mjög hörð. Sá, sem býður bezta og vandað- asta vöru hlýtur að hafa þar bezta aðstöðu. Það verður því aldrei of oft brýnt fyrir framleiðendum hér heima að Ieggja allt kapp á vandvirkni og nákvæmni við framleiðslustörf sín, hvort sem er út á fiskimiðum á bátum og I togurum, eða í hraðfrystihús- | unum, sem vinna úr hráefninu. Donskur Kfl/M staddur hér í drengfakór Reykjuvth Hefur hlotið mikið iof um öll Norðurlönd inn í Austurbæjarbíói á þriðiju- dagskvöldið n. k. kl. 7. Þá halda þeir kirkjukonsert í Dómkirkj- unni á fimmtudagskvöldið, og mun dr. Páll ísólfsson aðstoða þar. Þá munu þeir syngja í út- varpið einhvern daginn. — Á Selfossi verða þeir 22. júlí og syngja þar, og væntanlega halda þeir konsert á Akranesi einhvern tíma milli 17.—21. júlí, en þann tíma munu þeir dvelja í Vatna- skógi og er þá í ráði að skreppa á Akranes. * KFUM-drengjakórinn (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) IFYRRADAG kom hingað til landsins drengjakór KFUM í Kaup- mannahöfn, sem nefnir sig Parkdrengekoret .Mun kórinn dvelj- ast hér þar til 24. júlí og fara þá aftur til Danmerkur með Gull- fossi. Drengirnir eru 24 og með þeim er stjórnandinn Jörgen Brem- holm og undirleikari Anna Teglbjærg. Tilgangur komunnar hing- að, er að kynnast KFUM hér á landi og svo landi og þjóð og halda konserta. — FJORIR KONSERTAR AUES Drengirnir eru á aldrinum 10— 15 ára. Meðal þeirra er einsöngv- ari Ole Helms, 13 ára. Mun kór inn halda tvo konserta hér í Reykjavík, verður fyrsti konsert BOÐNIR í SMÁFERÐALÖG Eins og aðrir erlendir ferða- langar munu drengirnir ferðast um Suðurlandið og sjá það mark- verðasta hér. Eimskipafélag ís- lands hefur boðið þeim í skemmti ferð til Gullfoss og Geysis og Reykjavikurbær í ferð til Þing- valla. Þá mun K.F.U.M. annast ferð með þá um Mosfellssveit og eins eru þeir boðnir að Kaldár- seli við Hafnarfjörð, en þar á K. F. U. M. lítið sumarhús. Dreng- irnir búa á 20 heimilum hér f bænum o geru það flest heimili félaga í K.F U.M. og heimili ís- lenzku K.FU.M. drengjanna, sem fóru í ferðalag um Danmörk i fyrrasumar. Danski drengjakór- inn kostaði sjálfur för sína hing- að, en K.F.U.M. hér mun greiða kostnað heimfararinnar. Snjöll upfinning. EIN þarfasta, snjallasta og skemmtilegasta uppfinning síðustu tíma vildi ég segja, að væri málningarrúllan. Sjálfsagt eru þeir fjölda margir, sem ég þarf ekki að kynna hana fyrir sem þegar hafa reynt hennar ágæti, en hinum, sem ekki hafa áður vitað um né þekkt þetta tæki, vildi ég sterklega ráða til að leggja leig sína inn í ein- hverja málningarvörubúðina hér í bænum og athuga hvað hér er á seyði. Ég staðhæfi, að málning- arrúllan hefir þegar létt meira erf iði og tíma af samborgurum mín- um heldur en ég gæti mögulegt talig upp eða gert grein fyrir. Ljómandi árangur. EN það er nú óþarfi að hafa frekari umbúðir um þetta, En þeim, sem ekki þekktu tækið áður ætla ég í örstuttu máli að segja, hvað þessi málningarrúlla er. Það er rúlla, 15—20—30 sm. löng sem notuð er í stað máln- ingarpensla. Rúilan er með hand- fangi og leijíur auk þess á lið- ugum láréttum málmás. Máln- ingunni er helt í grunnan bakka, svipaðan á breidd og rúllan og svo er rúllað yfir veggi og loft í einum snarhvelli, það gengur ótrúlega fljótt fyrir sig og árang- urinn er ljómandi, einhver mun- ur frá gamla dúllinu með pensl- unum. Að vísu er ekki hægt að nota rúllurnar, nema um hina svonefndu gúmmímálningu sé að ræða, en hún ryður sér líka stöð- ugt til rúms. Ég hefi verið að velt því fyrir mér, hversvegna atvinnumálarar láta sér svo fátt um finnast um máiningarrúlluna. Það skyldi þó ekki vera af því, að hún er óþarf- lega afkastamikil? — Gvendur Dúllari." Stökkbretti í Sundhöllinni Stúlka nokkur, G. A. kvartar yfir því að ekki skuli vera stökkbretti í Sundhöllinni „Ef það er kostnaðarhliðin, sem stendur á — segir hún — mundi almenningur áreiðanlega ekki sjá eftir að leggja fram eitthvað úr sínum vasa til að þetta mætti komast í framkvæmd sem fyrst. „En svo er það annað, heldur G. A. áfram. Það er lítt mögulegt og langt í frá hættulaust að vera á ferli í miðbænum um miðnætti. Aliskonar dónaskríll veitist að fólki með sauryrðum og stundum árásum, og lögreglan er nú eins og hún er. Það er varla að maður virðingar sinnar vegna, fái sig til að svara slíkum ræflum. En mér hefir dottið í hug, að ef til vill bæri það einhvern árangur ef, kvenfóik, sem er eitt á gangi um miðbæinn um þetta leyti hefði góðan skammt af steyttum pipar í töskunni sinni til að skvetta framan í hvolpana, ef þeir sýndu sig í áreitni. Það ætti að duga. G. A.“ Skreiðarferðin. EINU sinni sendi séra Hálfdán prestur í Felli nokkra púka út til Grímseyjar til. að sækja fisk og lofaði þeim fögrum laun- um, ef þeir kæmust með allan fiskinn þurran á land. Aftur áttu þeir að verða af kaupinu, hvað lítið sem út af brygði. Púkarnir héldu nú af stað, en þegar prest- ur vissi, að þeir voru komnir langt á leið til lands, sendi hann aðra púka á móti þeim og lofaði þeim ærnu kaupi, ef þeir gætu bleytt allan fiskinn. Annars áttu þeir að verða af kaupinu. Þessir púkar fóru nú af stað og fóru að ausa ágjöf á hjá hinum, en þeir vörðust vel alla leið, þar til kom- ið var í lendingu, þá gátu seinni púkarnir bleytt það aftasta á öll um sporðblöðkunum. Með þessu móti urðu hvorirtveggja púkarn- ir af kaupinu, en síðan er mönn- um illa við sporðblöðkuna á hverjum fiski sem er. HVÖTTU ÞÁ TII ÍSLANÐSFERHAR í fyrra sumar þegar íslenzku K.F.U M drengirnir voru á ferða lagi um Danmörk, hittu þeir þennan danska drengjakór og heyrðu til hans. Hvöttu forráða- menn þeirrar farar dönsku drengina eindregið til íslands- ferðar, en þeir hafa fengið sér- staklega góða dóma bæði í Dan- mörk og Noregi og Svíþjóð. Og nú eru litlu söngvararnir hingað komnir, og bjóða íslendingum upp á fagrar drengjaraddir sínar og þær eru sannarlega þess virði að á þær sé hlítt. STOFNENDUR ÍÞRÓTTAIÐKENDUR Kórinn var stofnaður 1943 með drengjum úr þeirri deild K.F.U. M. í Kaupmannahöfn, sem starf- rækir íþróttaiðkanir í Emdrup Park og voru stofnendur með- limir íþróttafélaganna þar. Til- gangurinn var upprunalega sá einn að'eignast nýjan þátt í fé- lagsstarfinu, en brátt kom ð því, að verksvið hans færðist út fyrir takmörk félagsins. Þrátt fyrir það eru tengslin við K.F.U.M. þau sömu og áður eins og nafn hans bendir til^ SUNGIÐ VÍÐA Á NORÐUR- LÖNDUM Vorið 1946 söng kórinn í fyrsta skipti opinberlega og það sumar var farin söngför til nokkurra danskra bæja. RHkar ferðir hafa verið farnar síðan á hverju sumri og má nú heita að kórinn hafi sungið I nær öl'.um bæjum í Dan- mörku.Haustið 1948varfarin sön söngferg til Svíþjóðar, og ferðast þar um. Vakti kórinn hvarvetna mikla athygli þar og fékk mjög góða blaðadóma. Næsta ár var farið til Noregs og Norður- Þýzkalands. Síðan kórinn var stofnaður hefur hann sungið á yfir 500 mannamótum. Jafnhliða því, sem starfsemi kórsins hefur aukizt, hafa krofurnar um efnis- val breytzt frá léttum sönglög- um til söngverka, er meiri hæfni krefjast í dag er því að finna á efnisskrá kórsins verk allt frá Palestj-ina og Bach til Jóhanns Strauss. , ( Í FLYTTJR EINNIG LJÓÐSÖNGLEIKI Auk kórlaga flytur kórinn og oft stutta þætti óperettur eða Ijóð Framh. á bls. 12 |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.