Morgunblaðið - 10.07.1954, Qupperneq 11
Laugardagur 10. júlí 1954
MORGVNBLAÐI9
11
Ávarp til kvenna
SAMNORRÆNA sundkeppnin stendur nú yfir. Hófst hún 15.
maí og lýkur 15. sept. — Þetta er önnur samnorræna sund-
keppnin, sem við tökum þátt í og sigruðum við í þeirri fyrri og
hlutum þá viðurkenningu að vera talin mesta sundþjóð Norður-
landa. .
Sigur okkar var þá svo glæsilegur, sem raun bar vitni, vegna
þátttcku kvenna, og þvi heitum við nú á allar konur, syndar sem
ósyndar að gera sitt bezta, æfa og læra sund, draga ekki að taka
200 metrana og auka með því á möguleika okkar til sigurs. í þetta
sinn verður sigur ekki eins auðfenginn vegna hinnar miklu þátt-
töku i síðustu keppni, en bót er' þó í máli, að þátttakendur mega
synda 200 metrana með hvaða sundaðferð, sem þeir vilja og skipta
um sundaðferð á leiðinni sér til hvíldar.
Við skorum því á alla kveniþróttakennara, kvenfélög og einstak-
ar konur hvar sem er á landinu að hefja sameiginlegt átak til að
tryggja sigur okkar í þessari sundkeppni.
lÁsdís Erlingsdóttir, sundkennari
Kristjana Jónsdóttir, sundk.
Þuríður Árnadóttir, sundkennari
Sigurlaug Zóphoníasdóttir, íþrk.
[Ástbjörg Gunnarsdóttir, íþróttak.
Erla ísleifsdóttir, íþróttak.
Guðrún Nielsen, íþróttakennari
JÞorgerður Gísladóttir, íþróttak.
Erla Erlingsdóttir, íþróttak.
Fríða Eyfjörð, íþróttak.
Sigríður Valgeirsdóttir, íþróttak.
Hrefna Ingimarsdóttir, íþróttak.
Unnur Jónsdóttir, íþróttak.
íþróttafélag kvenna:
Fríður Guðmundsóttir, form.
Sundfélag kvenna:
Svava Pétursdóttir, form.
Kvenstúdentafélag Reykjavíkur:
Rannveig Þorsteinsdóttir, form.
Kvennadeild Slysavarnafél. ísl.:
Guðrún Jónasson, form.
Félag ísl. hjúkrunarkvenna:
f. h. stjórnarinnar
María Pétursdóttir.
Kvenfél. Alþýðufl. í Reykjavík:
Soffía Ingvarsdóttir, form.
Kvenfélag sósíalista, Reykjavík:
Helga Rafnsdóttir, form.
Verkakvennafélagið Framsókn:
Jóhanna Egilsdóttir, form.
Kvenfél. Alþýðufl., Hafnarfirði:
Guðrún Nikulásdóttir, form.
Starfsstúlknafélagið Sókn:
f. h.' stjórnarinnar
Steinunn Þórarinsdóttir
Kvenfélag Hallgrímskirkju:
Guðrún Ryden, form.
Sjálfstæðiskvennafél. Vorboðinn,
Hafnarfirði:
Jakobína Mathiesen, form.
Kvennadeild Sósíalista, Hafnarf.:
Sigríður Sæland, form.
Mæðrafélag Reykjavíkur,
f. h. stjórnar: Ragnh. Möller.
Þvottakvennafélagið Freyja:
Þuríður Friðriksdóttir, form.
Kvenfél. Óháða Fríkirkjusafn.:
Álfheiður Guðmundsd., form.
Stéttarfélagið Fóstra, Reykjavík:
Lára Gunnarsdóttir, form.
A.S.B. Fél. afgreiðslustúlkna í
brauða- og mjólkurhúðum:
Guðrún Finnsdóttir, form.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur:
Jónína Guðmundsdóttir, form.
Kvenfélag Fríkirkjunnar:
Bryndís Þórarinsdóttir, form.
Kvenfélagið Keðjan, Reykjavík:
Þorbjörg Jónsdóttir, form.
Kvenskátafélag Reykjavíkur:
f. h. stjórnarinnar
Sigríður Lárusdóttir
Félag Framsóknarkvenna, Rvík:
Rannveig Þorsteinsd., form.
Húsmæðrakennarafélag íslands:
Halldóra Eggerts, form.
Kvennadeild Slysavarnafél. Hafn
arfjarðar, „Hraunprýði“:
Rannveig Vigfúsdóttir, form.
Kvenfélag Bústaðasóknar:
Auður Matthíasdóttir, form.
Kvenfélag Neskirkju:
Ingibjörg Thorarensen, form.
(Frá framkvæmdanefnd
samnorrænu sundkeppninnar).
Bygyingafélag verkamanno iauk
vií 5 hús með 20 íbúðnm s.l. ár
AÐALFUNDUR Byggingarfélags
verkamanna í Reykjavík var
haldinn í Sjálfstæðishúsinu 5.
júlí s.l. á fimmtánda afmælisdegi
félagsins.
Á fundinum var Guðmundur í.
Guðmundsson, sýsiumaður —
sem var formaður félagsins fyrstu
10 árin, kjörin heiðursfélagi fé-
lagsins, og 6r hann fyrsti heið-
ursfélagi þess. — Þá lagði félags-
stjórnin blómsveig á leiði Guð-
jóns Samúelssonar, húsameistara
ríkisins, að morgni afmælisdags-
ins, en Guðjón var mikill og góð-
ur stuðningsmaður félagsins og
gerði teikningarnar að húsum
þess.
Á fundinum voru bornar fram
margar árnaðaróskir til félagsins
í tilefni 15 ára afmælisins, og
heillaóskaskeyti barst m. a. frá
borgarstjóranum í Reykjavík,
Gunnari Thoroddsen, og Magnúsi
Þorlákssyni, einum af sofnfélög-
unum.
Fundurinn var fjölsóttur og
ríkti mikill áhugi á starfsemi
félagsins og ánægja með það sem
unnizt hefur. Það kom þó greini-
lega fram, að félagsmenn óska
eindregið eftir því, að félagið
eigi þess kost að halda áfram á
þeirri braut að byggja íbúðirnar
í lausri byggð, en að 'ekki verði
farið út í það að byggja stórar
sambyggingar.
Formaður félagsins flutti
skýrslu stjórnarinnar og rakti
nokkuð framkvæmdir félagsins á
liðnum fimmtán árum, en eink-
um ræddi hann þó um fram-
kvæmdirnar á síðasta ári. Sagði
hann að á árinu sem leið hefði ver
ið lokið við byggingu 5 húsa með
samtals 20 íbúðum, verið væri að
ljúka byggingu 4 húsa til við-
bótar með 24 íbúðum og loks
væri byrjaðar framkvæmdir við
þrjú ný hús með samtals 13 íbúð-
um. Þegar þessi hús verða full-
búin hefur félagið byggt samtals
62 íbúðarhús með 262 íbúðum
og auk þess skrifstofu- og verzl-
unarhús, og eru lóðir þess nú
þrotnar í Rauðarárholtinu, en
stjórnin vinnur að því um þess-
ar mundir að fá lóðir fyrir bygg-
ingar félagsins í framtíðinni.
Að lokum las gjaldkeri félags-
ins, Grimur Bjarnason, reikninga
félagsins og skýrði þá, og gat
þess m. a. að eignir félagsins
væru nú 18.4 milljónir króna. ■—
Stjórn félagsins var öll endur-
kjörin.
í fundarlok bauð félagsstjórnin
öllum fundarmönnum til kaffi-
drykkju og útbýtt var afmælis-
riti því, sem gefið var út í tilefni
15 ára afmælis félagsins.
Stjórn félagsins skipa: Tómas
Vigfússon formaður, og er hann
stjórnskipaður, Magnús Þortseins
son varaformaður, Alfreð Guð-
mundsson ritri, Grímur Bjarna-
son gjaldkeri og Bjarni Stefáns-
son meðstjórnandi.
A HIZT AÐ AVGLfSA A
T / MOfíGinSBLAÐlISU T
Það var
sigraði
— F»AÐ var sterkara liðið,
r sem sigraði í lands-
Ieiknum á sunnudaginn, sagði
Alf Berg, fararstjóri norsku
knattspyrnumannanna, er
fréttamaður Morgunblaðsins
ræddi við hann í gær. „ís-
lenzka landsliðið var betra en
það norska, það sýndi meiri
hraða og meiri getu.“
Alf Berg er einkar alúðlegur
og viðfelldinn maður. Þann viku-
tíma sem hann hefur verið hér
hefur hann gert sér far um að
kynna sér land og þjóð. Það finn-
ur maður þegar í viðræðum við
hann. Og hann ber okkur vel sög-
una, knattspyrnumönnum sem
öðrum, og kann vel við sig hér
- eða með hans eigin orðum:
. . Norska og íslenzka þjóðin eru
eins og ein þjóð að okkar dómi.
Við tjáum okkur á sama hátt og
lífsmátinn er hinn sami. Þegar
er við komum hingað á flugvöll-
inn, fannst okkur sem við stæðum
á norskri grund.“
VAL NORSKA LANDS-
LIÐSINS
Talið barst síðan að knatt-
spyrnu og fréttamaðurinn tók að
spyrja. — Hvaða aðferð hafði
norska knattspyrnusambandið
við val norska liðsins, sem svo
margir vilja kalla B-lið?
— 36 knattspyrnumenn voru
valdir til utanfarar. Tvær ferðir
bar upp á sama tíma — til Rúss-
iands og til Islands. Liðið sem til
Islands fór skipa hinir yngri leik-
menn, sem sumir hverjir hafa
margoft komið fram í B-landslið-
um eða verið varamenn. Hitt lið-
ið skipa reyndari menn. Við vild-
um ekki blanda liðunum, því þá
hefðum við getað eyðilagt bæði.
En munurinn á liðunum er ekki
mikill, þó fullyrða megi að hitt
sé sterkara.
— Hvernig eru landsliðin æfð?
— Er knattspyrnumennirnir
eru valdir, er þeim tilkynnt með
3—4 vikna fyrirvara um utan-
förina. Þeir eru beðnir að gæta
þjálfunar sinnar sjálfir. Síðustu
vikuna koma þeir svo saman í
Osló og þar höfðu liðin bæði
sameiginlegar æfingar og endan
lega valdir þeir menn er lands-
leikina áttu að leika.
„LYKILL" LIÐSINS
— Norska sambandið hefur ef
til vill vanmetið íslenzka knatt-
spyrnumenn?
— Nei. Við vissum að mótstað-
an yrði hörð. En við bjggumst ef
til vill við meiru af okkar mönn-
um. Við höfðum frétt að Ríkharð
ur væri einskonar „lykill“ liðsins,
en þekkfum hann ekki nógu vel.
Við settum einn af okkar beztu
framvörðum til að gæta hans. En
honum tókst það ekki eins og
bezt varð á kosið í landsleiknum.
í leiknum við Akranes þekkti
hann Ríkharð og leikaðferð hans
betur að okkar dómi. •
FRAMFARIRNAR
GREINILEGAR
— Hafið þér séð landsleiki ís-
lands í Noregi?
— Nei. En ég sá leik er ísl.
liðið lék eftir landsleik og fór sá
leikur fram í Gjörvik. Þá sýndi
liðið allt annan og mun verri
leik en nú í landsleiknum. Ég sá
einnig leik Akranesliðsins í
Hamar. Og léikur liðsins þar var
allt annar og langtum verri en
nú. Það hafa því að mínum dómi
orðið miklar framfarir meðal ís-
betra liðið, sem
í landsleikniiiii
- segir Alf Berg, fararsfjóri,
norska lamfsliðsins.
Alf Berg
Ienzkra knattspyrnumanna.
— Hafa einhverjir einstakir
leikmenn ,íslenzUir, sýnt lofs-
verðan leik að yðar dómi?
— Já. Fyrstan vil ég telja'
Ríkharð Jónsson. Hann er mjög
góður leikmaður og stórhættu-
legur, sérstaklega fyrir hinn
mikla hraða. Hann býr. og yfir
mikilli tækni. En hjá honum sjást-
og gallar. Einkum það að hann
vill ýta mótherjanum frá sér all-
harkalega með olnbogum og
skrokk. Á það myndi stranglega
dæmt á meginlandinu.
Þá finnst mér Guðjón Finnboga
son hafa sýnt frábæran leik.
Hann er harður í horn að taka
og mjög góður og leikur knatt-
spyrnu eins og á að leika hana —•
gefur ekkert eftir og sýnir mikla
kunnáttu.
Halldór Sigurbjörnsson er mcr
einnig minnisstæður úr lands-
leiknum, sérstaklega úr síðari
hálfleik. Þá undirbjó hann margt
stórhættulegt. — í heild fannst
mér ísl. liðið gott og skipað mönn
um sem búa yfir flýti og eru
hættulegir með knöttinn.
AÐSTÆÐURNAR
— Völlurinn?
— Sem malarvöllur er hann
mjög góður — sá bezti sem cg
hefi séð. En þó að ég segi að
norsku leikmennirnir séu óvanir
slíkum völlum, þá er ég ekki að
afsaka úrslit landsleiksins. Gras-
vellir krefjast meiri æfingar og
á þeim eru leikirnir allt öðru
vísi. Þar nýtur knattmeðferð.in
sín fyrst. Völlurinn ykkar í Laug
ardalnum verður til fyrirmynd
Framh. á bls. 13 *
Strandamenn siffruðu
n
frjálsíþróttakeppninni
URSLIT frá íþróttadegi F.R.Í. sem fram fór um aðra helgi júní-
mánaðar s.l. eru nú kunn. Alls tóku 9 héraðssambönd þátt í
keppninni með samtals 560 þátttakendur. Að þessu sinni var keppfc
í fjórum íþróttagreinum, 100 m hlaupi, 1500 m hl„ kúluvarpi og
j hástökki. Mest var þátttakan í kúluvarpinu eða 527 keppenduiv
því næst í hástökki 479. 100 m hlupu 319 og 1500 m hlupu 74.
STIGIN
Keppni þessi var stigakeppni
milli héraðssambandanna og
skyldi það hérað hljóta sigur er
flest stig hlyti í hlutfalli við
meðlimatölu, þó með þeirri und-
antekningu, að kaupstöðunum
var heimilað að deila með 2 í
meðlimatölu sína og stigatala
þeirra reiknuð út frá því.
Úrslit keppninnar urðu þessi:
bandinu Skarphéðni. Hið þróít-
mikla ungmennasamband á Suð-
urlapdsundirlendinu átti um Vr>
allra þátttakenda og hlaut fleiri
stig en Reykjavík.
DAGURINN gaf
GÓÐA RAUN
Þetta var í fyrsta skipti sem
slíkur íþróttadagur er haldinn á
1. Héraðssamb. Strandam. hlaut 190 stig, meðlimat. 273 eða 69,6%
2. Hafnarfjörður — 265 — — 420 — 63,1%
3. Vestmannaeyjar — 254 — — 416 — 61,1%
4. U. M. S. Kjalarnesþings — 252 — — 465 — 54,2%
5 Akureyri — 338 — — 656 — 51,5%
6. Héraðss. Skarphéðinn. — 560 — — 1.660 — 33,7%
7 ísafjörður — 141 — — 429 — 32,9%
8. Reykjavík — 523 — — 4.489 — 11 7%
9. Ungm. og íþr.s. Austurl. — 150 — — 1.780 — 8,4%
ÞAU BERA AF íslandi. Hafa Frjálsíþróttasam-
Héraðssamband Strandamanna bandinu borizt nokkur ’ bréf fi á
hefur á undanförnum árum vak- ýmsum stöðum á landinu þar sem
ið á sér athygli fyrir það, að
þaðan hafa komið góðir frjáls-
íþróttamenn og má þar til nefna
Sigurkarl Magnússon, sem er nú-
verandi íslandsmeistari í fimmt-
arþraut. Með sigri sínum í þess-
ari keppni afa þeir sýnt að hjá
ræddir eru kostir og gallar á því
fyrirkomulagi og þeirri fram-
kvæmd, sem nú var á höfð. Ej u
bréfritarar á einu máli um að
halda ■ beri íþróttadag á hverju
ári og að slíkt almenningsmófc
geti orðið frjálsum íþróttum tU.
þeim er áhugi almennur fyrir j mikils gagns. Vonandi verður sú
frjálsum íþróttum og er það reynsla sem fékkst af íþrótta-
vissulega aðalatriðið.
Sérstaka eftirtekt vekur hin
deginum að þessu sinni, til þesa
að næsti íþróttadagur verði e nn
mikla þátttaka frá Héraðssam- [ betur heppnaður en þessi.