Morgunblaðið - 10.07.1954, Síða 16
Veðurúflii í dag:
NA kaldi, léttir til.
Churchill
í klípu. Sjá bls. 9.
154. tbl. — Laugardagur 10. júlí 1954
Aíteins tímaspursmál, hvenær
stórhlaup hefst í Skeiðará
Áin er nú í örum vexfi.
■%jAÐ FER ekki milli mála, að stórhlaup virðist vera í aðsígi úr
Grímsvötnum. í gærdag fóru þeir flugleiðis til Fagurhólsmýr-
tír Jón Eyþórsson, veðurfræðingur og dr. Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur. Flogið var inn yfir Vatnajökul, en skyggni var
mjÖg takmarkað. .
— Er við flugum yfir upptök
jskeiðarár, virtist okkur hún vera
aiokkru vatnsmeiri en t. h. þegar
liún er í stórvexti, sagði dr.
-Sigurður.
Er flugvélin flaug yfir Skeið-
-ará, lagði megna brennisteins-
lykt upp af henni og á málma
iéll. Flogið var inn yfir Gríms-
vötn. Þar var svo lágskýjað, að
ekki sá þar niður í jökulinn, en
ekkert benti þó til að nein elds-
nmbrot ættu sér stað.
AOEINS TÍMASPURSMÁL,
HVENÆR STÓRHLAUP HEFST
Það virðist nú aðeins tíma-
spursmál, hvenær stórhlaupið
Jiefst í Skeiðará. — En dr. Sig-
nrður kvaðst álíta, að í lok næstu
vikú myndi hlaupið hafa náð
Jiámarki. En gos í Grímsvötnum
hefur jafnan fylgt í spor hlaups-
ins. Hvort svo verður einnig nú
skal ekkert fullyrt um.
VAXIÐ MIKIÐ SÍÐAN í
FVRRAMORGUN
Fréttaritari Mbl. á Kirkjubæj-
arklaustri, sem nú er staddur á
jfagurhólsmýri, átti tal við Ragn-
«ir Stefánsson, bónda í Skaftafelli,
urn vöxtinn í Skeiðará í gær.
Sagðist honum svo frá, að
■Skeiðará hefði vaxið mikið síð-
an í gærmorgun og er vatnið nú
orðið helmingi meira en venju-
Jegt sumarvatn. Áin skiftist strax
við jökulröndina. Annar állinn
íeliur í hinum venjulega farveg,
<en hinn rennur um einn km.
vestur með jökulröndinni. Er
hann mjög niðurskorinn og djúp-
ur og þess vegna bar ekki mikið
á honum úr lofti ,þegar frétta-
ritarinn flaug þar yfir í gær.
TVENNT FRÁBRUGÐIÐ
Ragnari bónda sýndist tvennt
vera frábrugðið fyrri Skeiðarár-
hlaupum, sem hann man efcir.
Annað er það, að brennisteins-
fýlan er nú meiri en áður og
hitt, að málmar hafa nú strax
fengið brennisteinssvip, en það
hefir ekki fyrr orðið, nema þegar
hlaupin hafa verið að ná há-
marki.
Gott veður á mið-
unum í gærkvöldi
SIGLUFIRÐI 9. júlí. — í kvöld
mun síldarverksmiðjan SR-46
hefja bræðslu um 13000 mála af
síld, sem hingað hafa borizt.
í kvöld var komið gott veður
á síldarmiðunum og var vitað að
tvö skip höfðu fengið ajlgóða
veiði, Hannes Hafstein 300 tunnur
og Smári, Hnífsdal 300. — Geta
má þess, að Helga mun hafa verið
búin að fá eitthvað af síld. — Á
austanverðu miðsvæðinu sá síldar
leitarflugvélin síld vaða í kvöld,
en þegar þetta er símað, hafa ekki
borizt nánari fregnir. — guðjón.
m ^ ^
Erlendu fulltrúarnir á norræna búnaðarþinginu ásamt konum sínum: — Aftari röð, frá vinstri: Johan
Lycke, Noregi, Helge Uverud, Noregi, Otto Lier, Noregi, ívar Dokken, Danmörk, J. Lag, Noregi,
Lars Kaarvald, Noregi, H. Schacht, Danmörk, Birger Nyström, Svíþjóð, Lars Spildo, Noregi, Arne
Thorsrud, Noregi, T. P. Ketonen, Finnlandi, Frú Spildo, Noregi, I. Törnqvist, Svíþjóð, S. Berge,
Noregi, Frú Iversen, Danmörk, K. Iversen, Daumörk, P. Kaitera, Finnland, O. Klokk, Noregi, JC
Vethe, Noregi, Frú Jensen, Danmörk, H. Jensen, Danmörk. i
Miðröð frá v.: E. Langkaas, Noregi, Frú Langkaas, Noregi, E. Weydal, Noregi, Frú Lier, Noregí,
I. Dokken, Danmörk, Theodora Sigurðardóttir, Reykjavík, M. Eylands, Reykjavík, Frú Nymalm,
Finnland, Frú Klokk, Noregi, Frú Ketonen, Finnland, O. Todnem, Noregi, F. Niison, Svíþjóð.
Fremsta röð: R. Skærpe, Noregi, Árni G. Eylands, Reykjavík, T. Nymalm, Finnland, J. Teig-
iand, Noregi.
Tveggja m þykkf
aurlag á tímm
Unnið að því að
gera bráðahirgða-
brú
FYRIR norðan er unnið af fullum
krafti við að lagfæra þær
Jcemmdir allar er orðið hafa
þar vegna skriðufalla og vatns-
ýlóða. Munu vonir standa til að
þjóðvegurinn verði að nokkru
kominn í lag á sunnudaginn. Á
veginum verður, sem og við
brúna, um bráðabirgðaviðgerð að
Iæ<3a.
Þrír fullfrúar á þing
norrænna
málarameisiara
HINN 15. júlí n.k. verður háð í
Stokkhólmi þing norrænna mál-
arameistara, sem Málarameistara
félag Reykjavíkur er aðili að.
Þing þessi eru haldin til skiptis
á hverju Norðurlandanna á
tveggja ára fresti, síðast í Reykja
vík 1952. Málarameistarafélag
Reykjavíkur mun nú senda þrjá
fulltrúa á þing þetta, þá Jón E.
Agústsson form. félagsins, Jón
Björnsson málaram. og Ágúst
Hákanson málaram.
Einnig munu þeir málaram.
Sæmundur Sigurðsson og Jökull
Pétursson, sækja þingið.
Sennilegf þykir að bóndinn
aS Fremri Kolum bregði búi
Nær alll túnið undir skriðu
SAUOARKROKI, 9. júlí: —
Við nánari fregnir, sem borizt
hafa af skriðuhlaupinu á tún
og bæinn að Fremri Kotum, á
dögunum, er Ijóst að svo mikii
landspjöll ha pa orðið á þessari
litlu jörð, að vonlaust virðist
að reka þar búskap framar.
Túnin að Fremri Kotum voru
2Yz—3 hektarar lands. Skriðu-
hlaupin þar á þriðjudaginn
færðu túnið alveg í kaf og er
malar og aurlagið mjög þykkt
yfir túninu öllu. Annað slægju
land frá bænum er mjög lítið.
Tjón Gunnars Valdimars-
sonar bónda að Fremri Kotum
er óbætanlegt, hvað viðvíkur
framtíðarbúskap á þessari
jör,. Ekki er annað sýnna, en
hann verði að bregða búi þar
og stofna nýtt bú, mcð öllum
þeim tilkostnaði, sem það hef-
ur í för mcð séi. Gunnar bóndi
og kona hans, Sigurlaug Sigur-
laugsdóttir, eiga fimm börn,
sem öll eru mjög ung.
— guðjón.
SAUÐÁRKRÓKI, 9. júlí: —
Skriðuföllin hér í Skagafirðin-
um á þriðjudaginn ollu gífurlegu
tjóni á einum bæ vestan
Héraðsvatna, Fjalli í Sæmundar-
hlíð. Skriða féll skammt frá íbúð
arhúsi bóndans, Halldórs Bene-
diktssonar og gróf undir 1—2 m
þykku lagi af urð og grjóti meiri
hluta túnsins um 3 hektara. Var
þetta nýrækt og hið bezta tún.
Geta má þess, og að heimreiðin
að Úlfsstöðum í Blönduhlíð stór-
skemmdist. Bæjarlækurinn, sem
undir venjulegum kringumstæð-
um er aðeins lítil lækjarspræna,
gróf sundur heimreiðina, er hann
flæddi yfir bakka sína og flóð-
ið fjaraði út, skildi lækurinn eftir
tveggja mannhæða djúpan skurð
í veginum. —Guðjón.
Verða að ganga
yiir ófærurnar
NORÐURLEIÐIR H.F. sem ann-
ast farþegaflutninga milli Reykja
víkur og Akureyrar, hafa nú tek-
ið upp ferðir aftur til Akureyrar.
Vagnarnir aka allt norður að
Valagilsá, sem lögð hefur verið
göngubrú yfir. — Þaðan og nokk
urn spöl, eða allt að hálftíma
gang yfir skriður, en þar tekur
annar vagn við og ekur til Akur-
eyrar.
Með þessu'fyrirkomulagi mun
ferðum verða haldið uppi milli
Reykjavikur og Akureyrar unz
nauðsynlegum bráðabirgðavið-
gerðum á veginum verður lókið.
Hundur bítur mann.
LUNDÚNUM — Kjöltarakki
drottningar beit vörð Við Buck-
inghamhöll illilega í fótinn ný-
lega. Liggur kauði og grær sára
sinna.
í DAG leggja Heimdellingar upp
í ferð sína vestur í Ðali. Farið
verður af stað stundvíslega kl. 2
frá skrifstofu félagsins í VR-hús-
inu. Nokkrir farmiðar verða seld-
ir í skrifstofunni kl. 1 í dag.
Þjónar á Hótel Borg, sem undanfarið hafa. dúkað vínlaus veizlu-
borð, munu héðan í frá einnig bera vín í glösum.
Hótel Borg hefur almenn-
íj
ar vínveitingar í das
b
b
KLUKKAN 7 í gærkvöldi öðlaðist Hótel Borg heimild til þess aS
hefja almennar vínveitingar með svipuðum hætti og hótelið
hafði fram til 1. janúar 1953. Gistihúsið hóf þó ekki vínveitingar
þegar í gærkveldi en mun gera það um hádegi í dag að því er
frú Hekla Jósefsson tjáði blaðinu í gær.
KLASSISK HLJÓMLIST
Á KVÖLDIN
Vínveitingum Hótel Borgar
mun verða hagað með svipuðum
hætti og áður var. Mun vín verða
veitt frá kl. 12 á hádegi til kl.
2.30 og frá kl. 7 síðd. til kl. 11.30.
Landsmót liesta-
maima hefst í dag
f- DAG hefst á Þveráreyrum í
Eyjafirði hið veglega landsmót
Landssambands' hestamanna, en
þár verða hestasýningar og kapp-
reiðar, sem um 150 hestar taka
þátt í. Utansveitarmenn eru fjöl-
mennir á mótinu. Þangað komu
Kjalveg hestamenn af Suður-
landi.
Landsmótið verður sett með
ræðu formanns Landssambands-
ins, Steinþórs Gestssonar á Hæli.
— Meðal gesta á mótinu verður
landbúnaðarráðherra, Steingrím-
ur Steinþórsson, og mun hann
flytja raéðu. í dág fara hestasýn-
ingar fram og í kvöld verður
keppt í undanrásum kappreiða-
hesta.
Gistihúsið gerir ráð fyrir því að
hafa ekki :dans á kvöldin eins og
áður tíðkaðist. í staðinn fyrir það
mun verða leikin klassisk hljóm-
. list frá kL 7.30 til kl. 10 síðd.
;Tjáði frá Hekla Jósefsson blað-
inu í gær að þetta væri gert til
reynslu til að byrja með. Það
væri ósk gistihússins, að sem
mestur menningarbragur væri á
allri ‘ starfsemi þess.
Óráðið mun ennþá hvenær
Sjálfstæiðshúsið og Þjóðleikhús-
kjallarinn fá slíkt almennt vín-
veitingaleyfi, en sennilega verð-
ur það á næstunni. Ennfremur
er gert ráð fyrir að veitingahúsið
Röðull muni að fullnægðum viss-
um skilyrðum fá slíkt leyfi.
MorSmenn bursfuðn
Reykjavík
í GÆRKVÖLDI léku Norðmenn
síðasta leik sinn hér, þá gegn
Reykjavíkurúrvali og sigruðu
með 5:1. Fyrri hálfleik lauk 4:0.
Fyrri hálfleik og framan af þeim
síðari höfðu Norðmenn yfirburði,
en seinnipart þess síðari, var
leikurinn jafnari og skoraði þá
Þorbjörn Friðriksson