Morgunblaðið - 27.08.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.08.1954, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 27. ágúst 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vlgur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í láusasölu 1 krónu eintakið. ÞýzlkaKaíidsför Akraness: Þýzkalandsmeistaramir stvrkia J & h Samstarf framleiðanda til sjá var og sveita ALLT frá því að Framsóknar- flokkurinn var stofnaður hef- ur hann lagt megináherzlu á, að ala á ríg og óvild milli sveita og sjávarsíðu. Einn þátturinn í þeirri viðleitni hans hafa verið skrif Tímans, þar sem stöðugt hefur verið á því alið að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem jafnan hefur átt miklu fylgi að fagna við sjávarsíðuna, væri fyrst og fremst flokkur örfárra braskara, sem lifðu á því að okra og merg- sjúga landslýðinn. — Höfuðmál- gagn Framsóknarflokksins hefur sífellt hamrað á því að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi verið og sé versti óvinur sveitafólksins. Hann hafi jafnan barizt gegn öllum hagsmunamálum þess. En með hverju árinu sem leið, hefur jarðvegurinn fyrir þennan áróð- ur orðið ófrjórri í sveitum lands- ins. Sveitafólkið hefur fengið tækifæri til þess að staðreyna að þess meiri, sem áhrif Sjálfstæðis- flokksins voru í stjórn landsins, þess raunhæfar var á málum þeirra tekið. Bændum hefur einnig skilizt að rigurinn milli sveita og sjáv- arsíðu var síður en svo líklegur til þess að skapa þeim bætta að- stöðu. Sjálfstæðisflokkurinn er langsamlega stærsti flokkur þjóðarinnar. Innan vébanda hans eru þúsundir bænda, verka- manna, iðnaðarmanna, sjómanna, verzlunarmanna og mikill fjöldi menntamanna. Þessi flokkur er langsamlega sterkasta aflið í hinu íslenzka þjóðfélagi. Þar starfa framleiðendur til sjávar og sveita og launafólk kaupstaða og sjáv- arþorpa hlið við hlið. Öllum greindari bændum er fyrir löngu orðið það Ijóst að með því að njóta aðstoðar Sjálfstæðisflokksins, tryggja þeir hagsmunamálum sínum bezt framgang. Á árunum 1927—1939 voru Sjálfstæðismenn lengstum í stjórnarandstöðu. Framsókn og Alþýðuflokkurinn mótuðu þá stjórnarstefnuna í samræmi við kjörorð sitt: „Allt er betra en íhaldið". En á þessu tímabili þrengdist hagur vinnandi fólks í landinu sífellt. Bændur flýðu sveitirnar, eignir sínar og óðöl, svo þúsundum skipti, en atvinnu- leysi magnaðist við sjávarasíð- una. Loks var svo komið að hinir „frjálslyndu umbótaflokkar“ gátu ekki stjórnað án aðstoð- ar Sjálfstæðisflokksins. Þá var flaggið með hinu gatslitna kjörorði dregið niður. Það hefur aldrei verið dregið upp síðan. Ástæða þess er einfald- lega sú að þjóðin hefur sjálf séð það og fundið að það sem bezt og gagnlegast hefur verið fyrir hana unnið eru verk Sjálfstæðisflokksins. í dag hafa framleiðendur í sveitum og við sjávarsíðu sam- vinnu um ríkisstjórn. Yfirgnæf- andi meirihluti bænda telur þetta samstarf sjálfsagt og eðli- legt eins og styrkleikahlutföllum er háttað á Alþingi. í kaupstöð- um og sjávarþorpum teija fram- leiðendur og meirihluti laun- þegastéttanna það einnig eðlilegt og nauðsynlegt. Sósíalisminn er á undanhaldi í landinu. Kjnrn- únistar hafa tapað við hverjar kosningar s.l. 6 ár. Alþýðuflokk- Urinn hefur fengið „snert af bráð- kveddu“ hvað eftir annað og hinna sósíalísku flokka hefur ekki verið bent á nein jákvæð úrræði til lausnar vandamálum og viðfangsefnum líðandi stund- ar. Sjálfstæðismönnum er vel ljóst að enda þótt þetta samstarf Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins sé nauðsynlegt, þá hafa þó slíkar samsteypustjórnir ýmsa ókosti. í kjölfar þeirra renna stundum pólitísk hrossa- kaup og ýmis konar óheilbrigði. Almenningur í landinu á þess þá einnig síður kost að vita glögg skil á því, hver ber raunveru- lega ábyrgð á einstökum stjórn- arathöfnum, en ef meirihluta- stjórn fer með völd í landinu. Eins og flokkaskiptingu er nú háttað á íslandi, er Sjálfstæðis- flokkurinn nú eini flokkurinn, sem hefur möguleika til þess að fá hreinan þingmeirihluta. Með því að veita honum slíkt þing- fylgi mundi þjóðin skapa sér möguleika á betra og heilbrigð- ara stjórnarfari. Hún gæti þá dregið Sjálfstæðisflokkinn einan til ábyrgðar fyrir þá stjórnar- stefnu, sem hann framkvæmdi, vottað honum áframhaldandi traust eða svift hann þingmeiri- hluta. Margt bendir til þess að næstu kosningar færi þjóðina nær því marki að fá ábyrga meirihluta- stjórn. Væri það vel farið. En meðan samsteypustjórnir eru nauðsynlegar verða flokkar þeirra að starfa saman af heil- indum og manndómi. Þeim er að sjálfsögðu frjálst að gagnrýna hver aðra eftir sem áður. En sú gagnrýni verður þó að byggjast á fuilum drengskap og velsæmi. En á það vill mjög bresta að því er snertir Framsóknarflokkinn. Um það mætti nefna mörg dæmi, nú síðast hið lítilmótlega nart Tímans í Ingólf Jónsson, við- skiptamálaráðherra, sem barizf hefur fyrir frjálsum bifreiðainn- flutningi gegn haftastefnu Fram- sóknarmanna. j Tíminn er orðinn hræddur við vaxandi skilning almenn- ings í landinu á nauðsyn ná-, ins samstarfs milli sveita og sjávarsiðu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur barizt fyrir þeirri stefnu. Og hún hefur sigrað. Þess vegna nýtur hann vax- andi trausts innar. meðal þjóðar- Eyrópuherl Á MORGUN verða umræður í franska þinginu um Evrópu- herinn. Þar tekur franska þjóð- þingið ákvörðun í þýðingarmesta máii Evrópu, sem snertir ekkij aðeins Frakka, heldur allar þjóð-, ir Vestur-Evrópu. Hér er um það , að ræða, hvort skilyrði eiga að , skapast til þess að Evrópa geti j byggt upp sterkar sameiginlegar, hervarnir. Tillagan um Evrópu-! her er komin frá Frökkum sjálf-, um til þess að gera Þjóðverjum, kleift að taka þátt í þessu sam- starfi. Menn hafa séð nauðsyn þess að Þjóðverjar leggi nokkuð af mörkum til að vernda hið unga lýðræðisþjóðfélag og þeir hafa reist úr rústum stríðsins. Hvernig fyrirkomulagið á því samstarfi skyldi vera hefur hins- vegar verið deilt um, en flestir telja að öruggast sé hið nána samstarf sem tillögurnar um Jiggur nú við klofningi. Af hálfu Evrópuher gera ráð fyrir. f SUMAR kom hingað úrvalslið knattspyrnumanna frá Hamborg S í boði Akurnesinga eins og kunn- ugt er, — og nú eru íslandsmeist- ararnir að fara til Þýzkalands í boði Knattspyrnusambands Ham- borgar. N.k. sunnudag keppa þeir í Hamborg gegn úrvalsliði. 1. sept. keppa þeir i Hannover við Þýzkalandsmeistarana, Hannov- er 96, sem styrkja lið sitt með mönnum úr fél. Arminía. Þriðji leikurinn er í BrunSchweig gegn úrvalsliði frá Neðra-Saxlandi og sá fjórði og síðasti í Vestur- Berlín 8. sept. gegp úrvalsliði Vestur-Berlínar. ★ STERKIR KEPPINAUTAR í Þýzkalandsför Akraness verða 23 menn, 19 knattspyrnu- menn, allir frá Akranesi nema Magnús Jónsson, Fram (mark- vörður). 4 eru í fararstjórn. Skýrði fararstjórinn blaðamönn- um frá förinni í gærdag. — Þá komst Gísli Sigurbjörnsson m.a. svo að orði: Ég veit, að þau lið,. sem keppt verður við eru sterk — sérstaklega þó í Hannover — en ég er fullviss um, að Ak- urnesingarnir munu standa sig vel, þeir verða sjálfum sér og þjóð okkar áreiðanlega til sóma. ★ 2. FLOKKUR VALS TIL ÞÝZKALANDS Þá skýrði Gísli og frá því, að 2. flokkur Vals færi 11. september með flugvél Loft- leiða til Hamborgar í boði Þjóðverja. Fara í þá för 19 leikmenn og 4 manna farar- stjórn. Er þetta í fyrsta skipti sem 2. flokkur fer slíka för. Næsta sumar senda Þjóðverj- ar hingað úrvalslið annars aldursflokks, og sér Valur að öllu leyti um þær móttökur. Valur keppir í Blankenese 12. sept., í Celle 15. sept., 19. sept. keppa þeir væntanlega í Kiel eða Neumúnster og 21. september í Hambórg. Þeir koma heim með GuIIfossi 31. september. V ★ GAGNKVÆMAR HEIMSÓKNIR Báðar þessar heimsóknir eru gagnkvæmar — Þjóðverjar greiða för íslendinganna og við greiðum þeirra för hingað, sagði Gísli. Þjóðverjar hafa tekið höfð- inglega á móti okkur, við farið víða, séð margt og lært á þessum ferðum. Þessar gagnkvæmu heim sóknir eru ekki aðeins til þess að okkar piltar læri betur knatt- spyrnu. Þær verða líka til þess að víkka sjóndeildarhring þéirra og þær eru stundum eina tæki- færið, sem þeir fá sumir hverjir til þess að koma til Þýzkalands. Má fullyrða, að þessar gagn- kvæmu heimsóknir Þjóðverja og íslendinga hafa eflt mjög vin- áttuböndin, sem tengja þessar þjóðir frá fornu fari. ★ FIMM SINNUM Að lokum sagði Gísli Sigur- björnsson, sem af íslands hálfu hefur manna bezt og mest unnið að þessum samskiptum við Þjóð- verja: Það eru nærri 20 ár síðan við hófum þessa samvinnu á sviði knattspyrnumála við Þjóðverja. Fimm sinnum hafa þeir komið hingað og við förum nú einnig í fimmta skiptið til Þýzkalands. Á annað hundrað þýzkra æskU- manna hafa á þennan hátt 'fengið tækifæri til að koma til íslands — kynnast að nokkru landi og þjóð, — á sama hátt og jafn- margir ungir íslendingar, sem farið hafa til Þýzkalands í þess- um ferðum. — Er mér bæði Ijúft og skilt að þakka forseta þýzka knattspyrnu i Framh. á bls. 12. Þýzkalandsfarar Akraness. Á myndinni eru í efri röð f. v.: Dag- bjartur Hannesson, Guðjón Finnbogason, Gísli Sigurbjörnsson far- arstjóri, Kristján Sigurjónsson, Helgi Björgvinsson, Lárus Árna- son, fararstjóri., Guðmundur Magnússon, Kristinn Gunnlaugsson, Magnús Kristjánsson, ÓIi Örn Ólafsson fararstjóri, Sveinn Bene ■ diktsson, Sigurður Ólafsson, Guðmundur Sveinbjörnsson fararstjóri, Helgi Júlíusson fararstjóri. í fremri röð frá vinstri: Benedikt Vest- mann, Guðm. Jónsson, Sveinn Teitsson, Ríkarður Jónsson, Pétur Georgsson, Ólafur Vilhjálmsson, Þórður Þórðarson og Halldór Sigurbjörnsson. VeU andi óíripar: Norsk listsýning. REYKVÍKINGAR bíða með eft- irvæntingu opnunar listsýn- ingarinnar norsku, sem nú er hvað óðast verið að setja upp í Listasafni ríkisins. Fimm norskir listamenn eru hingað komnir til að máli, þeim fylgir eins og Islend- ingnum; finnst okkur, einhver hressandi blær, eitthvað sem slær á viðkvæma strengi hið innra með þeim, sem dveljast í fram- andi landi meðal framandi fólks. E’ ganga frá sýningunni og á sunnu- daginn kemur verður hún opnuð almenningi til sýnis. Er ekki að efa að margir verða til að leggja þangað leið sína, ekki sízt þar sem við höfum átt þess alltof lít- inn kost að kynnast hér heima listum frændþjóða okkar á Norð- urlöndum. Hér hafa verið þýzkar og franskar listsýningar á undan- förnum árum er harla lítið hefir verið um kynningu á Norðurl- andalist. Er þess að vænta, að sú kynning megi fara vaxandi jafn- framt því sem hinni norrænu samvinnu vex fiskur um hrygg. Greinar af sama stofni. VIÐ teljum okkur vini og frændur Norðurlandaþjóð- anna í heild og við vitum að sú vinátta er gagnkvæm, það finn- um við greinilega hvar sem við erum staddir á Norðurlöndunum. En samt er það nú svo, að af öll- um Norðurlandaþjóðunum finnst okkur Norðmenn standa okkur næstir — og það er fulllcomlega eðlilegt. Skyldleiki Norðmanna og íslendinga er nánari en hinna Norðurlandaþjóðanna. Þessar tvær þjóðir eru greinar af sama stofni — það er bróðurskyldleiki, sem tengir þær saman. Allir íslendingar, sem dvalizt hafa erlendis hafa reynt hve þeim hlýnar um hjartaræturnar, er þeir óvænt hitta fyrir landa á förnum vegi. — Sé það Norðmað- ur, gegnir það rétt að segja sama Aðvörun. YVINDUR“ skrifar Velvak- anda svohljóðandi: „Það er farið að tíðkast upp á síðkastið að bjóða hingað til lands erlendum mönnum, einum eða fleirum, til þess, eins og það er látið heita, að kynna þeim land og þjóð, eða að gefa þeim kost á því að kynnast ýmsum sérstökum greinum þjóðmenningar íslend- inga. Fyrir þessu standa svo viss- ir hópar eða félög hér í landi, er telja sig hafa áhuga á þeim efn- um. Þetta getur heppnast sæmi- lega á stundum, en ef það mis- heppnast og úr verður ýmiskonar misskilningur á báða bóga og jafn vel vitleysa, getur verið verr farið en heima setið, en slíkt leitt til ófrægingar á fleiri vegu, þegar hinir útlendu fara að skýra frá ferðum sínum og „kynnum“ heima hjá sjálfum sér. — Fyrr á dögum þótti oft ærið kenna þess háttar fréttaburðar, í svo nefnd- um „ferðabókum“, og var land- anum illt undir að búa, þegar til kom, þótt met þætti í slíkum heimsóknum hér í upphafi, enda varð þá einatt fátt til varnar eða leiðréttingar eftir á. Ilollara að stilla heimboðum í hóf. INÝLEGU heimboði slíku, þar sem víst allt átti að vera ör- uggt til þess, að enginn misskiln- ingur eða fávíslegar upplýsingar ættu sér stað, hefir þó skeikað stórlega, eftir því sem ráða má af ferðalýsingu í erlendu blaði, eftir heimkomu gestsins til síns lands, og virðist þar hljóta að vera um að kenna flaustursleg- um eða ónógum og óglöggum skýringum þeirra, er um það veltu við ókunnugan manninn, er hvorki skildi tungumálið né vissi skil á þeirri fræðslu, er honum var látin í té. Því skyldu menn varast að láta þvílíkt henda, svo að eigi þurfi að verða úr leiðindi á allar hliðar. Og væri þá heldur hollara að stilla heimboðum í höf en að eiga nokkuð slíkt á hættu. — Eyvindur.“ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.