Morgunblaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.09.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 198. tbl. — Miðvikudagur 1. september 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsins. i kurteisbbeinsékn Ólafur Thors Eisráðherra Franska freigátan Ailette kom til Reykjavíkur fyrir nokkrum dög- um. Skip þetta er starfrækt sem eftirlitsskip með fiskiflota Frakka. IVIun það vcrða nú um sinn á miðunum umhverfis ísland, þegar flest frönsk fiskiskip eru hér. Er það til skiptis á miðunum í Hvíta hafinu, við fsland, við humraveiðar hjá írlandi og síðar í haust mun það sigla til Skoílandsmiða. Sltipið er 600 smálestir á stærð og skipstjóri þess er M. Bertholet. í dag fer skipshöfnin í skemmti- ferð til hingvalla í boði Aliiance Francaise. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) fgiin ÓLAFUR THORS forsætisráð- herra kom heim í gærkvöldi. — Hann hefur eins og kunnugt er dvalið erlendis síðan 7. ágúst, er hann fór á fund Norðurlanda- ráðsins. Þaðan fór hann til Lond- on og Parísar. wmg Friðarsókn Rússa í framkvæmd LONDON, 27. ágúst. — Reuter. RÚSSAR ERU nú að koma sér upp öflugasta herskipaflota heims- ins. *— ínnan skamms mun floti þeirra verða stærri en sam- einaður floti aðilja Atlantshafssáttmálans — og hver fleyta er eftir nýjustu gerð og áhafnir skipaðar. NÝJASTA GERÐ VOPNA Þessi öflugi floti hefur auk þessa nýjustu leynivopnum á að skipa, svo sem fjarstýrðum atómskeytum, sjálfstýrandi tund- urskeytum og tundurduflum. — Ekkert NATO herskip hefur yfir þessum vopnum að ráða. TRYLLT VÍGBÚNAÐAR- KAPPHLAUP Þessi uggvænlegu tíðindi, stað- fest af leyniþjónustunni brezku, voru gerð opinberlega kunn af brezka flotamálaráðuneytinu á miðvikudaginn var. Þau sýna hversu gífurlegum fjárupphæð- um Sovétsíjómin ver nú í tryllt kapphlaup um að verða mesta flotaveldi heimsins. STÆRRI EN NATO OG BRETLAND En skelfilegustu tíðindin eru þó þau, að Rússar geta nú hrað- að skipasmíðum sínum svo, að þeir geta hleypt kafbát af stokk- unum vikulega, og beitiskipi á tveggja mánaða fresti. Flota- málaráðuneytið hefur áætlað að 1957 muni Rússar eiga herskipa- stól, sem ræður yfir 500 kafbát- um, 30 beitiskipum, 150 tundur- spillum, 500 hraðbátum, 1000 tundurduflaleggjurum, 300 minni skipum og 4000 sjóflugvélum. ENGIN ORUSTU- NÉ FLU G VÉL AMÓÐ URSKIP ENNÞÁ Rauði flotinn mun engin or- ustuskip né flugvélamóðurskip hafa ennþá. Bretar eiga 5 slík og Bandaríkin jafnmörg. Að öðru leyti munu Rússar verða sterkari en bæði NATO og Bret- land til samans og hafa lang- samlega stærsta kafbátaflota og flugher þessarra þriggja aðila. NELSON LÆRÐI AF RÚSSA! Kommúnistastjórnin hefir nú öll spjót úíi til að sannfæra þjóðina um nauðsyn þessa mikla herbákns. Nú sem stendur er verið að sýna kvikmynd í Rúss- landi af aðmírál nokkrum, Usha- kov að nafni, sem uppi var á 18. öldinni. Er honum lýst í myndinni sem flotaforingjanum, sem kenndi Nelson allt sem hann þurfti að vita!! Sá maður, sem stendur bak við risaáform Rauða flotans er aðmíráll Kuznetsov, sem nú er lýst sem jafnoka Nelsons og ann- ara mestu sjóhetja heimsins, enda þótt hann hafi aldrei af púðurreyk þefað. aiðrc LONDON, 31. ágúst. — Brezka sendinefndin til Kína frá Verka- mannaflokknum gaf út opinbcra tilkynningu sama kvöldið, sem hún yfirgaf Peking, höfuðborg Kína, og var tilkynningunni út- varpað frá Peking í morgun. S í tilkynningu þessari segir, að sendinefndin hafi samúð mikla með tilraunum kínversku þjóð- arinnar til þess að koma á nú- tíma skipulagi á hið kínverska ríki og binda endi á kyrrstöðu og hnignun. 13 Ennfremur er því Iýst yfir, að sendinefndin sé þess fullviss, að leiðtogar kínversku þjóðarinn- ar vilji af einlægum huga binda endi á einangrun hennar, og að nauðsynlegt sé fyrir friðinn í heiminum að samskifti hefjist milli Kína og vestrænna þjóða. 13 Sendinefndin lýkur orðsend- ingu sinni með því, að segja að enda þótt þeim sé það ljóst, að djúpsettur ágreiningur sé milli Kína og vestrænna þjóða í marg- víslegum efnum, ætti það ekki að koma í veg fyrir samvinnu milli þessara aðila, þar sem hags- munir þeirra liggja saman. — Reuter-NTB. Fundi utanríkisráðherra í Reykjavík lokið: ilorðyrBönd sammála um a3 imtar í SÞ sé æskileg ' FUNDI utanríkisráðherra Norðurlandanna, sem haldinn var i Reykjavík, lauk í gær. Helzta viðfangsefni fundarins var varð- andi samstöðu Norðurlandanna í stofnun S. Þ. Sérstaka athygli mun vekja út um allan heim, að Norðurlöndin lýstu yfir samstöðu um að stuðla að því að kommúnistastjórnin kínverska í Peking tæki sæti Kina hjá S. Þ. Hér fer á eftii fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu um ráðstefnuna. Utanríkisráðherrar Danmerk- ur, íslands og Noregs og fulltrúi Svíþjóðar, A. Lundberg, forstjóri sænska utanríkisráðuneytisins, komu saman í Reykjavík dagana 30. og 31. ágúst 1954 til reglu- legs utanríkisráðherrafundar Norðurlanda. SAMSTARF NORÐURLANDA í S. Þ. Rædd voru sameiginleg áhuga- mál, einkum málefni þau, sem verða tekin fyrir á 9. allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna. Var rætt um ýmsar kosningar, er þar eiga að fara fram. Ráðherrarnir voru ásáttir um, ( að styðja viðleitni í þá átt að ,auka tölu þátttökuríkja í Sam- einuðu þjóðunum. VILJA SETU KÍNA í S. Þ. Einnig voru þeir sammála um, að æskilegt væri að Peking- stjórnin tæki áður en langt um j liði sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðnum. Að því er snertir umræður þær, er fram eiga að fara innan Sameinuðu þjóðanna um stofn- skrána, varð samkomulag um, að ; sérstökum nefndum í hverju i landi um sig yrði falið að skýra j hinar ýmsu hliðar málsins og j undirbúa sameiginlega norræna afstöðu. NÆSTI FUNDUR í ÓSLÓ Að boði norsku ríkisstjórnar- innar verður næsti reglulegi ut- anríkisráðherrafundur Norður- landa haldinn í Osló vorið 1955. Ofvlðri geisaði á U.S.A. í gær WASHINGTON, 31. ágúst. — Ofviðri geisaði á austurströnd Bandaríkjanna í dag. Komst veð- urhæðin upp í 160 km hraða á klukkustund, þegar verst lét. —- Vitað er þegar um níu manns, sem látið hafa lífið í ofviðrinu. Hefur fárviðri þetta víða teppt samgöngur og slitið síma- og raf- magnslínur. Reuter NTB m LÖG U'M NOTKUIV KJARNORKU WASHINGTON, 30. ágúst. — Reuter-NTB EISENHOWER, forseti Bandaríltjanna, hefur undirskrifað ný lög um meðferð kjarnorku, sem munu e/tir því, sem hann sagði við það tækifæri, í ræðu í Washington í dag, hraða því að hægt verði að hagnýta kjarnorku til friðsamlegra starfa. RYMKUN KJARNORKU- LAGA FRÁ 1946 Samkvæmt lögum þessum munu Bandaríkin geta látið bandamönnum sínum í té ýmis- konar upplýsingar um kjarn- orkuvopn og hagnýtingu kjarn- orku, en þetta hefur verið bann- að síðan kjarnorkulögin voru sett 1946. Lög þessi heimila einn- ið einstaklingum að hagnýta sér uppfindingar kjarnorkulegs eðl- is til iðnaðar og annara friðsam- legra nota. Fram til þessa hefur Banda- ríkjastjórn haft einkarétt á þessu sviði. RÚSSAR VELKOMNIR EF .... Eisenhover sagði við þetta tækifæri, að Bandaríkin stefndu nú að því að koma á fót al- þjóðastofnun til hagnýtingu kjarnorku. Ef Rússar vildu vera með stæðu þeim dyrnar opnar, Afstoða fransko þingsins veldur ngg í Vestur-Evrópu Hiutieysi Mendes France sætir gagnrýni. PARÍS — LONDON, 31. ágúst. — Reuter-NTB AFDRIF Evrópuhersins í franska þinginu hafa valdið stjórnmála- mönnum á Vesturlöndum allmiklum áhyggjum og kvíða. — Franska þingið kom saman í morgun til þess að ræða viðhorfið eftir úrslit atkvæðagreiðslunnar á mánudaginn. Gætti allmikils taugaóstyrks meðal þingheims og voru uppi háværar raddir um að Mendes-FVance bæri að segja af sér vegna þess að hann hefði setið hjá við atkvæðagreiðsluna á mánudagskvöldið. ef ekki þá án þeirra. Forsetinn sagði ennfremur við þetta tækifæri, að Bandaríkin væru jafnan reiðubúin að taka upp friðsamlega samvinnu við Ráðstjórnarríkin. Bandaríkin hefðu engan veginn gefið upp alla von um að slíkt mætti tak- ast. AUKIN SAMVINNA Forsetinn sagði einnig n ð Bandaríkin og bandamenn þeirra yrðu að halda áfram að vinna fyrir frelsinu í heiminum. Ef slíkt mistækist byði það hætt- unni heim. Bandaríkin myndu nú stíga það spor í áttina til auk- innar samvin.nu að miðla þeim af kjarnorkuþekkingu sinni. Þau myndu að vísu ekki láta af hendi nákvæmar upplýsingar á minni atriðum, enda ekki krefjast þess af öðrum. UPPNAM A ÞINGFUNDI Þingið kom saman í morgun samkvæmt kröfu 50 þingmanra um að taka til umræðu þegar í stað utanríkisstefnu stjórnarinn- ar. Var erfitt að koma á ró í þingsalnum vegna hrópa og kalla úr röðum kommúnista og þjóð- veldismanna, en þeir síðarnefndu eru ákafir stuðningsmenn Ev- rópuhersins. Forseti þingsins spurði Mend- es-France hvenær hann vildi að þingið hæfi umræður um utan- ríkisstefnu stjórnar hans og stakk þá Mendes-France upp á 3. nóvember er þingið kæmi sam- an eftir sumarfríið. Við þessa uppástungu urðu stjórnarand- stæðingar óðir og uppvægir og dundu hróp um salinn, að ráð-' herrann skyldi biðjast lausnar. UTANRÍKISSTEFNA M-F ....? Reynaud, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sagði að hann vildi vita nú þegar hvaða stefnu stjórnin ætlaði að taka í utanríkismálum. Það væri ekki nóg að segjast vera fylgjandi Evrópuhernum og Nato. Þingmenn vildu fá að vita hvaða afstöðu hann tæki til Vestur-Þýzkalands og endurvíg- búnaðay þess. Engin leið væri til að vita hvaða afstöðu endurher- vætt Þýzkaland tæki, er hinir gömlu nazistar væru komnir til valda á ný. EDEN FRESTAR FÖR SINNI TIL MANILA Winston Churchill hefur boð- að til ráðuneytisfundar á morg- un tii að ræða hið nýja viðhorf Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.