Morgunblaðið - 01.09.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 01.09.1954, Síða 2
k 4 i .'/i )f\\y \ ;A/y% MORGUNBLAÐIÐ nhi Miðvikudagur 1. sept. 195Í ~\ Aðalfundur Prestafél. Suðurlands Það er murgt, sem tengir ísfiand ;iíi Haukadal og Skálholti Prestarnir vilja að Skálholf verði biskupsseíur að nýju AÐALFUNDUR Prestafélags Suðurlands var haldinn að Hauka- dal og Skálholti um síðustu helgi. Sóttu 20 sunnlenzkir prest- ar fundinn, ásamt herra biskupinum. Auk þess voru þau gestir íundarins séra Magnús Gðmundsson frá Ólafsvík, Esra Pétursson læknir og frú Millet, starfsmaður ensku kirkjunnar, er ávarp- aði fundinn. ERINDI UM GEÐVERND GG SÁLGÆZLU SJÚKRA Er prestarnir höfðu flutt guðs- ■þjónustur tveiV og tveir saman á nærliggjandi kirkjum, söfnuð- ust þeir saman í gistihúsinu í Haukadal. Þar fluttu þeir erindi á sunnudagskvöldið séra Magnús Guðmundsson og Esra Péturs- son læknir, á vegum „Félags lækna og presta“. Fjölluðu er- indi þeirra um geðvernd og sál- gæzlu sjúkra. ÆNDURREISN SKÁLHOLTS Næsta dag var að afliðnu há- degi haldið til Skálholts og þar rætt aðalmál fundarins, endur- reisn Skálholts. Frummælendur voru prófessor Sigurbjörn Ein- arsson og séra Björn Jónsson. Var eftirfarandi tillaga frum- mælenda í því máli samþykkt: „Aðalfundur Prestafélags Suð- urlands, haldinn í Haukadal og Skálholti 29. og 30. ágúst 1954, lýsir yfir þeirri skoðun sinni að leggja beri áherzlu á að hin nýja kirkja sem áformað er að reisa í Skálholti fái í megindráttum svipmót, þeirrar dómkirkju sem áður var á staðnum. — Bendir fundurinn á þá staðreynd, að greinilegt samhengi er í stíl Skálholtsdórnkirkna um hálfrar sjöundu aldar skeið og telur að söguhelgi staðarins krefjist þess að tekið sé tiliit til og miðað við þessa stílhefð þegar ný kirkja er reist á grunni hennar“. SKÁLHOLT VERÐI BISKUPS- SETUR AÐ NÝJU Önnur ályktun um Skálholt Franska liingið Framh. af bls. 1 aem hefur skapazt við afstöðu Frakka. Eden utanríkisráðherra hefur frestað /ör sinni til Filips- eyja, en þangað ætlaði hann til að sitja Manilaráðstefnuna, vegna eíoustu atburða. Brezki sendi- herrann í París mun koma til London á morgun og gefa skýrslu um málið. EVRÓPUHERINN HUGSJÓN Einnig hefur Adenauer, ríkis- kanslari Vestur-Þýzkalands, á- kveðið að kalla saman ráðuneyt- isfund til að taka afstöðu til hinna nýju vandamála. Vara- kanslarinn Blúcher hefur sagt að með því að koma hugmyndinni um Evrópuher á kné, hafi Frakk- ar grafið eina mestu hugsjón 20. aidarinnar. Hlutleysi Mendes- France og samráðherra hans við atkvæðagreiðsluna á mánudag- inn hefur sætt harðri gagnrýni stjórnmálamanna bæði innan Frakklands og utan. M-F FÉKK MEIRIHLUTA Samkvæmt síðustu fregnum í gærkvöldi fékk Mendes-France þrátt fyrir harðar umræður sam- þykki þingsins með öruggum meirihluta á að fresta umræðum nm utanríkisstefnuna til 3. nóv. næstk. Álitið er að forsætisráðherrann muni fara til London einhvern næstu daga til viðræðna við hrezku stjórnina. Engin opinber stað/esting hefur þó fengizt fyrir lregn þessari. var einnig gerð á fundinum á þessa leið: „Aðalfundur Prestafélags Suð- urlands o. s. frv., æskir þess að Skálholt verði biskupssetur að nýju og kýs þriggja manna nefnd til þess að athuga í samráði við biskup hvernig því megi bezt verða fyrir komið“. í þá nefnd voru kjörnir, séra Sveinbjörn Högnason, Sigurbjörn Einarsson prófessor og séra Sig- urður Pálsson. VORU VIÐSTADDIR OPNUN STEINKISTU PÁI/S BISKUPS Prestarnir róma mjög allan beina og fyrirgreiðslu gistihúss- ins í Haukadal og eins móttök- urnar í Skálholti. — Sérstakar þakkir flytja þeir Kristjáni Eld- 'járn, þjóðminjaverði, fyrir að stilla svo til að sunnlenzkir prest- ar fengu að vera nærstaddir á þeirri ógleymanlegu stund, er opnuð var steinkistan forna er geymdi hin öldnu bein hins merka Skálholtsbiskups. Stjórn félagsins skipa nú, séra Sigurður Pálsson formaður, sr. Sveinn Ögmundsson ritari og sr. Garðar Svavarsson gjaldkeri. Magnús Jónsson há!f níræður MAGNÚS JÓNSSON, Sundstræti 35 A, ísafirði, er hálf níræður á morgun. Fæddur að Svarfhóli í Álftafirði 2. sept. 1869. Foreldrar hjónin Jón Björnsson læknir og yfirsetumaður og Margrét Jóns- dóttir. Magnús hefir frá unga aldri stundað jöfnum höndum sjómennsku og sveitastörf. Var léngi á þilskipum og vélbátum héðan frá ísafirði og nágrenninu. Magnús var ágætur sjómaður og bezti verkmaður til hvers sem þurfti. Trúr í verki og ákafamað- ur. Magnús hefir hvorki smakkað vín né tóbak á sinni löngu æfi. Mun slíkt næsta fátítt vera. Magnús er sérstakt prúðmenni, enda vinsæll og vinfastur. Hann er enn vel ern, og gengur að léttum störfum öðru hvoru. Arngr. Frú Þuríður Guðnadétfir, íjómóðir, fimmtug Heill sé þér! á heiðurs degi, hálfrar aldar skeið. Liggur þér að baki, ber nú birtu fram á leið. Ljóssins móðir lýsti mörgu lífi í þennan heim. Með bros á vörum börnin ungu bar á höndum tveim. Heilla óskir ótal mæðra að þér stefna í dag, vonast tíl þú viljir áfram vernda þeirra hag. Heil, á njóttu handa þinna hver sem leitar þín. Þeir sem líknarverkin vinna vaxta pundin sín. Jóna. ÞEGAR Hans Hedtoft myndaði aðra ríkisstjórn slná*í Dan- mörku 1. október 1953 tók nýr maður við stjórn danskra utan- ríkismála. Var það einn af yngri þingmönnum danskra jafnaðar- manna, H. C. Hansen. Hann var 1 fyrst kosinn á þing árið 1936, en 1 varð fjármálaráðherra þegar ný samsteypustjórn var mynduð að heimsstyrjöldinni lokinni. Síðar varð hann einnig fjármálaráð- herra, og um skeið verzlunarmála ráðherra, í minnihlutastjórn jafn- aðarmanna á árunum 1947 til 1950. EINN FREMSTI LEIÐTOGI DANSKRAJAFNAÐARMANNA ( H. C. Hansen var 30 ára að aldri er hann var fyrst kosinn á þing árið 1936. Nú er hann því tæplega 48 ára gamall. Hann er maður fríður sýnum, aðlaðandi í allri framkomu og mun ekki of mælt að hann sé einn fremsti leiðtogi danskra jafnaðarmanna. , Mbl. hitti H. C. Hansen utan- I ríkisráðherra snöggvast að máli í gær, en hann hefur, eins og kunnugt er dvalið hér undan- farna daga og tekið þátt í utan- ríkisráðherrafundi Norðurlanda, sem hér hefur staðið yfir. j — Hvað viljið þér segja um stjórnmálaástandið í Danmörku um þessar mundir? — Síðan heimsstyrjöidinni lauk hafa minnihlutastjórnir lengst- um farið með völd í landinu. Hafa til skiptis verið þar hrein- ar flokksstjórnir Vinstri flokks- ins og Jafnaðarmanna eða sam- steypustjórnir Vinstri flokksins og íhaldsmanna. Síðan kosning- ar fóru fram á s.l. ári hefur stjórn Jafnaðarmanna setið að völdum. Bvggðist stjórnarmyndun þeirra á því að þingmenn jafnaðar- manna voru fleiri en samanlagt þingfylgi Vinstri flokksins og íhaldsflokksins, sem áður höfðu unnið saman í ríkisstjórn. Slíkar minnihlutastjórnir hljóta að sjálf sögðu að hafa víðtækt samstarf um lausn málanna á hverjum tíma við þá flokka, sem eru í stjórnarandstöðu. — Hver eru helztu vandamál dönsku þjóðarinnar í dag? — Við höfum um skeið átt við nokkra gjaldeyriserfiðleika að etja. Geri ég ráð fyrir að þegar þingið kemur saman í haust verði nauðsynlegt að gera ýmsar ráð- stafanir af því tilefni. En fyrir- fram er ekkert hægt að fullyrða um, hvernig tiltekst um sam- komulag í þeim málum. 21 ÞÚS. ÍBÚÐIR Á ÁRI — Hefur ekki verið töluverður húsnæðisskortur í Danmörku undanfarin ár? — Jú, að honum hafa verið töluverð brögð, en mjög mikið hefur verið byggt í landinu síð- ustu árin. Árið 1953 voru t. d. byggðar 21 þús. íbúðir. Ríkið og bæjar- og sveitarfélög hafa hald- ið uppi öflugri lánastarfsemi og bæði einstaklingar og félagasam- tök hafa fengið lán til bygginga- framkvæmda. Samtals getur láns upphæð og ábyrgð numið allt að 95% frá ríki og bæjar- og sveitar- félögum. Til þess að bæta úr hús- næðisskortinum er talið að byggja þurfi a. m. k. 3—4 þús. íbúðum fleira á ári, en gert var árið 1953. LÍFSKJÖRIN STÓRUM BETRI EN FYRIR STRÍÐ — Teljið þér að lífskjör dansks almennings séu betri nú en fyrir heimsstyrjöldina? — Já, á því leikur enginn vafi. Framleiðsla þjóðarinnar hefur aukizt geysilega og atvinnu- ástandið í landinu er nú betra en nokkru sinni fyrr. SAMBÚÐ ÍSLENDINGA OG DANA Þegar talið barst að samhúð fslendinga og Dana komst utan- Sfull sanital við H. L Hasisen ufanrikisráðherra Bana H. C. Hansen, utanríkisráðherra Dana. ríkisráðherrann m. a. að orði á þessa leið: ■— Við Danir höfum mikinn áhuga á sem beztu sambandi við ísland og íslenzku þjóðina, bæði á sviði menningarmála og við- skiptamála. Það er von mín að aukið jafnvægi skapist í framtíð- inni í verzlunarviðskiptum þjóð- anna. VINÁTTUBÖNDIN HALDI ÁFRAM AÐ STYRKJAST Persónulega vil ég svo segja það að ég hefi frá æsku alið með mér ást til Islands. Það var þess vegna mikill viðburður fyrir mig þegar ég kom hingað í fyrsta skipti árið 1949, og fé’:k tæki- færi til þess að kynnast landinp og íslenzku fólki. Það or margt sem tengir ísland og Danrnörku og mörg rök, sem hníg : til þess að náin vinátta sé rr eð þeim þjóðum, sem byggja þ. ssi lönd. Það er einlæg ósk mm að hið íslenzka lýðveldi megi þrcskast og dafna og að vináttubondin haldi áfram að styrkj ast milli þjóðar minnar og íslenzku þjóð- arinnar, sem tveggja sjálfstæðra menningarþ j óða. H. C. Hansen utanríkbráðherra flýgur til Kaupmannahafnar S dag. Fylgja. honum héðan óskir um fararheill og góða heimkomu. Tónleikar Sverris o< Janet Runólfssonar SVERRIR Runólfsson (tenór) og kona hans, Janet Runólfsson (píanóleikari), efndu til tónleika í Gamla Bíói þ. 26. f.m. Sverrir, sem er einnig kaup- sýslumaður, búsettur í Ameríku, hefur stundað söngnám þar und- anfarin ár. Var þetta fyrsta söng- skemmtun hans hér á landi. Efnisskráin var allfjölbreytt og söng Sverrir lög eftir þessa höf- unda: Hándel, Giordani, Leon- cavallo, Puccini, Sjöberg, Svein- björn Sveinbjörnsson, Sigurð Þórðarson, Pál ísólfsson, svo og nokkur aukalög. Frú Janet lék lög eftir Bach, Chopin og Liszt. Rödd Sverris er blæfögur og allmikil. En hún er nokkuð ójöfn og blend á köflum. Víða gætti góðra tilþrifa í söng hans, en bezt tókust smærri lögin, og virðist lyriskur söngur njóta sín betur í meðíerð Sverris en dramatísk- ur söngur. Reyndar er enn erfitt að dæma um hvað verða muni, því söngvarinn á enn eftir margt ólært, og má vel vera að hann nái sér betur á strik eftir nokk- urn tíma; bendir margt til að svo muni verða. Frú Janet lék mjög fallega sálmforleik Bachs (íslenzku lag- boðin: Hjarta, frambar, hugur, sinni —) í útsetningu Myra Iless.1 Sherzóið í b-moll eftir Chopin sýndi miklar ta^knigáfur, eins ungverska fantasían eftir Liszt. Gætti víða góðra tilþrifa í leik frúarinnar og er auðheyrt, að hún hefur notið góðrar kennslu og býr yfir góðum tónlistargáfum. Fritz Weisshappel lék hljómsveit- arhlutverkið á annan flygil 3 þessu verki). Allmargt áheyrenda sóttu tón- leika þessa og var þeim Sverri og frú Janet prýðilega tekið og urðu bæði að gefa aukalög, en b!óm bárust í stríðum straumum. p. í. j

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.