Morgunblaðið - 01.09.1954, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 01.09.1954, Qupperneq 9
Miðvikudagur 1. sept. 1954 MORGVWBLAÐIÐ 9 A NORSKA LISTSÝIMINGIIM í REYKJAVÍKl '&' Fyrsta grein: MÆLfEEE ÞAU menningarverðmæti, sem þjóðirnar skapa og síðan berast þeirra á milli, hafa jafnan stuðl- að að auknum skilningi og betri viðkynningu einstaklinganna. — Listmenning hvers lands er and- legur spegill þjóðarhugsjónar- ánnar í heild, og eftir henni eru þjóðirnar iðulega metnar og vegnar. Það er því gleðiefni fyrir okk- ur íslendinga, að frændur okkar, Norðmenn, eru hingað komnir í boði íslenzka ríkisins með list- sýningu, sem er það umfangs- mikil, að glögglega má gera sér Ijóst, hvar norsk myndlist er á vegi stödd. Norska listsýningin er merkur viðburður í listalífi hérlendis og gefin- okkur ein- stakt tækifæri til að kynnast norskri list. Mjög hefur verið til sýningarinnar vandað, og er ekki að efa, að margir íslending- ar hafa fullan hug á að kynnast verkum norskra myndlistar- manna. Ánægjulegt er það einnig, að sú þjóð, sem okkur er skildust og við erum tengd svo sterkum böndum frændsemi og sögu, skuli vera sú fyrsta, sem sækir okkur heim með listsýningu eftir endurreisn lýðveldis á fslandi. Að síðustu heimsstyrjöld lok- ínni, voru það frændur okkar, Norðmenn, sem fyrstir manna buðu íslendingum heim með myndlist sína. Norðmenn sýndu okkur hinn mesta sóma með heimboði þessu, og viðtökur þeirra á íslenzku listsýningunni í Osló 1951 voru þannig, að eng- inn sá myndlistarmaður, sem þar átti í hlut, mun nokkru sinni gleyma þeim vinarhug og skiln- ingi, sem sú sýning mætti. ís- lenzka þjóðin hefur nú tækifæri til að endurgjalda gestrisni Norð- manna á þann hátt, að f jölmenna á norsku sýninguna. Margt mætti um norska mynd- list fyrri tíma skrifa, en það yrði of langt mál hér, verða því nokkur orð látin nægja til skýr- ingar fyrir almenning. Engin af Norðurlandaþjóðun- um hefur lagt heimslistinni eins stóran skerf og Norðmenn, þar sem málarinn Edvard Munch er. Hann er sá maður á Norðurlönd- um, sem náð hefur heimsfrægð fyrir stórbrotna og merkilega myndlist sína. Hann er látinn fyrir nokkrum árum, og þar sem norska sýningin hefur aðeins að geyma verk núlifandi manna, eru engin verk þessa meistara á sýn- ingunni, og verður að harma það. Sama máli gegnir um nokkra aðra eldri málara Norðmanna, t.d. Christian Krogh, Torvald Eriksen og Karsten, en allir þess- ir menn hafa haft nokkur áhrif á íslenzka list. Meðal myndlistar- manna hérlendis eru allir þessir menn dáðir og virtir, og liggur nærri að kalla þau ár, er þeirra Eftir Valtý Pétursson naut við, blómaskeið norskrar myncflistar. Norska sýningin, er nú stend- ur yfir í húsakynnum Listasafns ríkisins, er byggð upp á nokkuð breiðum grundvelli og sýnir flestar hliðar norskrar myndlist- ar, þ.e.a.s. —málverk, vatnslita- myndir, höggmyndir og svartlist. Norðmenn standa mjög framar- lega í svartlist og virðast leggja á hana mikið kapp, og er sú deild sýningarinnar einna eftirtektar- verðust. Kemur þar vel fram sá tæknilegi árangur á því sviði, sem náð hefur verið í Noregi á síðustu árum. Málverkin ná yfir langt tímabil, og má geta þess, að Henrik Sörensen, elzti málarinn, sem þátt tekur í sýningunni, er 72 ára að aldri, en sá yngsti, sem þarna á myndir, mun vera 27 ára gamall. Höggmyndadeild sýning- arinnar hefur færri verkum á að skipa en aðrar deildir hennar, og er þar fyrst og fremst um að kenna ónógu húsrúmi, en val höggmynda á sýninguna hefur tekizt það vel, að þessi fáu verk gefi nokkuð gott yfirlit yfir þessa grein norskrar myndlistar. Það vill oft fara svo, að heild- arsvip verði nokkuð ábótavant, er sýna á þverskurð af list einn- ar þjóðar, en Norðmönnum hef- ur tekizt að ná góðum heildar- svip á þessa sýningu, og ber*hún sérstök einkenni norskrar nú- tímalistar. Einnig er sýningunni sérlega vel komið fyrir, og allur er frágangur hennar með hinum mesta myndarbrag. ★—•—★ Per Krohg er einn af þekktustu málurum Norðmanna. Hann á hér þrjár myndir, sem sýna vel þá tækni, sem hann hefur yfir að ráða. Myndir hans eru fastar í byggingu, sannfærandi í lit og formi. Axel Kevold er einnig mjög heill á þessari sýningu, yfirlætis- laus og heilbrigður í litasam- setningum. Af þeim listamönn- um, sem hér sýna myndir sínar, er hann sá, sem mest áhrif hefur haft á íslenzka myndlist. Hann hefur t. d. verið kennari þeirra Jóns Engilberts, Snorra Arin- bjarnar og Þorvalds Skúlasonar, og má finna viss áhrif frá þessum málara í eldri myndum allra þessara manna. Jean Heiberg er einn af elztu og virðulegustu málurum Norð- manna. Hann á þrjú málverk á sýningunni, og ber þar af mynd- in „Barnið í garðinum“. Heiberg hefur pefsónulega litameðferð, sem ekki er aðlaðandi við fyrstu sýn, en vinnur á við kynningu. Ilenrik Sörensen er elztur þeirra málara, sem myndir eiga á sýningunni, og einna þekktast- ur af núlifandi málurum Norð- manna. Mynd hans, „Hin syrgj- andi eik“, er bezt þeirra verka, sem hann sýnir hér, og gefur hug mynd um, að hann ráði yfir víð- tækum litastiga. Kai Fjell tekst að vefa saman gamalli norskri bændalist og nú- tímahugmyndum. Hann er gædd I ur miklum hæfileikum sem mál- ari. Liturinn í myndum hans nær stundum verulegu flugi, en stundum virðist listamaðurinn um of rómantískur. Hjá Thor- bjþrn Lie-J0rgensen er að finna mikla tilfinningu fyrir lit. Verk hans eru látlaus og eðlileg. Hann er sérstæður málari, sem virðist vinna af alvöru og staðfestu. Aage Storstein sýnir þrjár frummyndir að veggslcreytingu í ráðhúsið í Osló. Þær gefa ekki fyllilega hugmynd um sjálfa skreytinguna, sem er samræmd- ari í litum og myndbyggingu. „Vor á Eikabergi“ eftir Bjarne Engebret er aðlaðandi mynd. Erling Enger á verk, sem heitir „Skógarland“ og er málað í ljóð- rænum, þungum tónum, og „Landslagsmynd“ hans er fín- lega gerð og mótivið persónulega séð. Myndir Karen Holts- mark eru nokkuð lausar og verka ekki sannfærandi, sama er að segja^um Else Christie Kielland, ! en hún hefur litagleði, sem hljóm ar stundum á hvellan hátt. Vetr- armynd Sþren Steen-Johnsen hefur létta litartóna. Af yngri kynslóðinni má nefna Egil Veiglin. Hann virðist vera á góðum vegi með að ná föstum Lie-Jörgensen: Úr Vesey. Kai Fjell: Móðir og barn. Jean Heiberg: Barnið í garðinum. tökum bæði á litnum og mynd- byggingunni. Myndir hans eru persónulegar og bera vott um mikla hæfileika. Kare Martinsen notar sterka liti og heldur þeim vel saman. Myndir hans eru nokkuð frábrugðnar öðru, sem á þessari sýningu er, bæði efnis- meðferð og litaval. Bjarne Rise er látlaus málari, sem hefur næma litatilfinningu. Kare M. Jonsborg á eftirtektarverðar frummyndir að vefmyndum í ráðhúsið í Osló. Eyolf Naggell Erichsen á fjögur málverk, og sýnir mynd hans frá Róm hæfi- leika hans sem málara. Hér verður staðar numið að sinni, en vegna umfangs norsku sýningarinnar, verður skrifað sérstaklega um hverja listgrein fyrir sig. Málstaður íslendinga túlkaður í mikilvirt- asta blaði Breta Mr. Huniley Woodceck ræðfr löndunarbannið í Tlmes London 25. ágúst. — Einkaskeyti frá Balslev Jörgensen. ARIÐ 1953 ijókst afli brezkra togara um 79 þúsund smálestir fyrir verndunaraðgerðir íslendinga. Þrátt fyrir þetta beita brezku togaramennirnir íslendinga enn ofbeldi til þess að fá afnumdar þessar aðgerðir, sem hafa orðið þeim sjálfum í hag. Með þessu móti túlkar Mr. F. Huntley Woodcock fiskveiðiráðunautur íslenzka sendi- ráðsins í London málstað íslendinga í Times, hinu víðkunna enska stórblaði. í MIKILVIRTASTA BLAÐI BRETA Grein Mr. Woodcocks birtist í sérstöku efnahagsmála-hefti af Times, sem er lesið af öllum fjár- málamönnum og verzlunarmönn- um Bretaveldis. Hann segir m. a.: — Eina út- flutningsvara íslendinga er fisk- ur. Allir íslendingar, af hvaða stjórnmálaflokki, sem þeir eru, styðja íslenzku ríkisstjórnina i þessu máli og telja að verndun fiskimiðanna sé lífsskilyrði fyrir þjóðina. HEFUR KOMIÐ BRETUM AÐ GAGNI Friðunaraðgerðir íslendinga hafa auðgað brezka togaraeigend- ur um 79 þúsundir smálesta fisks árið 1953 og samt halda þeir áfram hefndaraðgerðum gegn ís- lendingum. FREKJA TOGARAEIGENDA Mr. Woodcock heldur áfram með því að benda á það, að þeir sem þekkja til stjórnarfars í lýð- ræðisríkjum ættu að vita það að engri ríkisstjórn gæti haldizt uppi að semja við erlenda að- iljá gegn þjóðarviljanum. Furðar hann á því að brezkir togaraeig- endur skuli geta ætlazt til þess að íslenzka stjórnin semji af sér stækkun landhelginnar, fyrir ut- an það að hér sé um ákveðna stefnu og aðgerðir íslenzku stjórn arinnar að ræða, sem sé öllum aðilum til hagsbóta. SÝNIR ÞEIRRA RÉTTA ANDLIT Þá minnist hann á það að Mr. Vincent, formaður togaraeigenda- félagsins hafi stundum talað fag- urlega um nauðsyn á friðunum fiskimiða. Nú þarf ekki lengur vitnanna við, hvaða afstöðu brezkir togaramenn hafa í raun- inni til friðunaraðgerða, þegar þeir snúast svo fjandsamlega gegn þýðingarmestu og gagnleg- ustu aðgerðum í þá átt. Woodcock lýkur greininni með því að lýsa því yfir að brezkur almenningur muni aldrei verða á sveif með of- bcldismönnunum. Knaffspymufélag Akureyrar fil Húsavíkur HÚSAVÍK, 30. ágúst: — Knatt- spyrnufélag Akureyrar kom til Húsavíkur síðastliðinn laugardag í heimsókn til íþróttafélagsins Völsungar hér. Félögin háðu tvo knattspyrnukappleiki. Var fyrri kappleikurinn háður á sunnudag- inn, sem lauk með sigri Völsunga 5:2 mörk. Síðari kappleikurinn var háður í gær og sigraði þá Knattspyrnufélag Akureyrar með 3:2 mörkum. — Fréttaritari,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.