Morgunblaðið - 01.09.1954, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.1954, Qupperneq 14
' 14 MORGVNBLAÐID Miðvikudagur 1. sept. 1954 Framh’aldssagan 30 Nicole leit til skiptis á Richard og Andrew og síðan til Judy og Arthur Kendall. Þau sátu við jskákborðið og tefldu. Hún sá Judy leika. Kendall reykti pípu fkína í rólegheitum og hugsaði leik sinn. Nicole féll vel við hann og sama var að segja um allt Fentons-fólkið. Hann var íhugull maður og hugsaði gjörla athafn- -ir sínar — eða eins og Judy sagði „traustur og áreiðanlegur“. And- lit hans var smágert og hann var kinnfiskasoginn, en yfir andliti hans og kviku augnaráði hans ,.var þó greindarblær, sem allir fhlutu að veita eftirtekt. .. Stóllinn sem Alan venjulega sat í var auður. Hann hafði farið til Joan Brewster og borðað þar. Joan kom oft til Fentons-fjöl- skyldunnar. Nicole féll vel við hana, því það var skemmtilegt að ræða við hana. En hún var ekki að vanda mjög til klæðn- aðar síns. Nicole hafði oft tekið eftir ýmsum göllum hjá henni á því sviði — en Joan Brewster var lagleg og indæl stúlka. Hún stóð upp og gekk að arn- inum. Ross lá þar endilangur á gólfinu og fyrir framan hann var hálfsamsett pússluspil. Stykkin, sem hann átti eftir að koma á rétt an stað, lágu allt í kringum hann .Lloyd sat á gólfinu hjá honum og leit upp er Nicole kom til þeirra. „Ætlarðu að hjálpa okkur?“ Hún leit afsakandi á hvítan kvöldkjólinn, sem hún var í. „Þú hefur gaman af því að setjast hérna hjá okkur og hjálpa okkur. Þú hefur aldrei kunnað að hvíla þig — og njóta hvíld- arinnar“. „Ég er ekki fljót að raða sam- an svona myndastykkjum“, sagði hún. „Þú reynir heldur ekkert til þess“, sagði Lloyd. Ross leit upp til hennar. „Þetta er afar auðvelt. Við erum að leita að stykki með mynd af Napo- leonshatti. Ef við myndum finna það væri auðvelt það sem eftir er“. Nicole leit' á stykkin nokkra , stund. Síðan hreyfði hún fótinn i hægt og benti með tánni á : ákveðið stykki. „Hérna er það“. Lloyd leit letilega upp. „Svo þú ert ekki fljót að raða saman i svona myndastykkjum“, muldr- aði hann. Hún svaraði honum engu, en gekk aftur að píanóinu. „Þú ert einmana hér“, sagði hún við Ric- hard. „Ég var að vona að þú myndir vorkenna mér og koma hingað ! til að tala við mig“. „Hvað eigum við að tala um?“ „Hvað sem er“. „Jæja, ég ætla þá að tala um píanóið. Það er of mikið inni í horninu. Þú ættir að færa það nær gólfmiðjunni“. „Ég hef oft verið að hugsa um þetta“, sagði hann. „Ég ætlaði að færa það, þegar ég kom heim um jólin, og síðan um páskana, en einhvern veginn varð aldrei af því“. Hún brosti og hristi höfuðið. „Hvað gerðirðu í morgun?" spurði hún síðan eftir nokkra þögn. „Ekkert spennandi. Ég hreins- aði byssurnar mínar og eina byssuna hans Alans. En hvers vegna spyrðu?“ „Ja, mig langaði bara að vita það. Það var leiðinlegt að þú skyldir þurfa að vera einn“. „Það er allt í lagi. Ég hefði ekki viljað að þú yrðir af reið- túrnum og ég gat alls ekki farið með ykkur. Ég reyndi að ganga svolítið í gær, en hnéð stífnaði fljótt“. Það var þögn en síðan sagði hann: „Var gaman?“ „Já, mjög“. Hann kveikti sér í vindlingi. „Lloyd situr hestinn vel, finnst þér það ekki?“ „Það gerir Alan, Ross og Judy líka“. Hann svaraði ekki. Hann byrj- aði aftur að leika iög eftir Chop- in. I þetta sinni vals. „Lloyd segir að þú sért bezti hestamaðurinn af systkinunum“, sagði hún. Augnaráð þeirra mættust. „Ég hefði haft gaman af að fara með ykkur í morgun“, sagði hann hægt. Síðan beindi hann athyglinni að píanóinu — og virtist gleyma henni. Hann varð alvarlegur á svip og hnyklaði brýrnar. Henni fannst hann laglegur — lagleg- astur af Fentons-fólkinu og skap- mestur var hann líka. Hún horfði á hendur hans er hann lék á píanóið. „Hvers vegna tókstu ekki tón- listarnámið alvarlegum tökum?“ spurði hún. „Var það það, sem mamma var að tala um við þig?“ Hún svaraði engu. „Hún heldur því fram, að ég hefði getað náð langt í tónlist- inni. Ætlaðir þú að segja það líka?“ „Ég held að þú misnotir hæfi- leika þína“. „Sá ætti ekki að kasta steini, sem í glerhúsi býr“, muldraði hann. „Ef ég misnota hæfileika mína, þá hefur þú látið þína fara algjörlega forgörðum. Judy sagði mér, að í franska skólanum hefði mikið verið reynt til þess að fá þig til að leggja stund á tónlistar- nám. Hvers vegna gerðir þú það ekki?“ „Ég vildi ekki helga líf mitt tónlistinni", svaraði hún þurr- lega. „Ég vil lifa lífinu og njóta þess“. „Gastu ekki gert það eigi að síður?“ „Það held ég ekki. Ég hefði orðið að velja þar á milli“. „Þú hefur rétt fyrir þér“, sagði hann. „Þú hefðir orðið að velja á milli. Ég er svo óstöðug- lyndur að ég get ekki einbeitt mér að neinu einu svo lengi, að ég fái nokkuð út úr því, svo að ég hugsa aldrei um það einu sinni, að gera tónlistina að lífs- starfi. Allir segja að ég sé eirðar- laus. Fólk hefur líklega rétt fyrir sér. Jafnvel nú, þegar ég er heima er ég eins og á nálum vegna þess að ég verð að fara rólega vegna hnésins“. Hann tal- aði hratt og horfðist í augu við hana. „Ég veit ekki hvort þú hef- ur tekið eftir því, en ég er að verða vitlaus vegna þess að þú ert hérna, en ég get ekkert farið með þér. Mig langar að fara í reiðtúr með þér, dansa og leika golf, en ég er ómögulegur maður vegna þess, að ég get ekkert af þessu veitt mér. Skilurðu hvað ég er að reyna að segja þér?“ „Það held ég“. „Ég efast um að þú gerir það“. „Richard“, sagði hún íág. „Ég fer heim á sunnudaginn. En það þýðir þó ekki, að ég sjái þig aldrei aftur. Heldurðu að það geti ekki skeð að þú komir til London?“ „Ég hélt að þú þekktir mig nógu vel til þess að vita, að ég hugsa aldrei um morgundaginn. Það er líðandi stund, sem ég brýt heilann um — ekkert annað skipt ir máli fyrir mig“. í sömu andránni byrjaði hann að leika eitthvað annað lag — eitthvað, sem snerti hjarta henn- ar, svo að hún kipptist til eins og þegar köld hönd er lögð á viðkvæmt hold. NÝJA R DÆGURLAGANÓTUR _/ _ • • kii r^i w 1 IIfi. PANTH) SAMKVÆMT EFTIRFABANDI LISTA. — MERKIÐ VIÐ ÞAU LÖG, SEM I*ÉB VILJIÐ FÁ. Secret Love. Chiqui, Chiqui. Istanbul. ... Blue bells of Broadway. ... Isie of Capri. .... Tiil then. ... Wo-Man. Cross over the bridge. ... Idle gossip. ... Little shoemaker. Lovelight. ... Young at heart. Foppa piecolino. .... There’il be no teardrops. The Jones boy. ... Down by the riverside. Lazy river. ... Cleo and Meo. ... No other Iove. / ... The bandit. Anna. .... I should care. Etemally. .... Wanted. Limelight (piano solo). .... Such a night. Sleeping beauty. ... Ding dong boogie. Bimbo. .... The happy wanderer. Here. ... Song: from Moulin Rouge. Cara Mia. .... The creep. ... Big Mamou. A girl, a girl. ... Ricochet. Changing partners. ... Eh, Cumpari. .... Wish you were here. .... Chicka boom. .... High noon. Ebb tide. ... I see the moon. .... Ruby. ... ThreeO’clockinthemorning Julie. ... I’d rather die young — EINNIG FJÖLBREYTT ÚRVAL AF DÆGURLAGA- OG JAZZHEFTUM. Frankie Lain song book ... Fats Waller musicai rhythm. Johnny Ray song book. ... Album of jazz selections. Guy Mitchell song book .... Songs from Gl. Miller story. Irv. Berlin piano selection ... A1 Jolson album of songs. Showboat piano selection ... Oklahoma song album. Showboat song selection .... Gipsy melodies. Jolson story vocal selection ... Songs of Hawaii. MÚSIKBÚÐIN HAFNARSTRÆTI 8 - REYKJAVÍK Sendum í póstkröfu um land allt. NATO HKTMTT.T Jóhann handfasti ENSK SAGA 14 Þetta var árið 1189, og aldur minn var fjórtán ár og þrír mánuðir. — Áður en við lögðum upp í ferð okkar, safnaði herra de Columbieres okkur í kringum sig og gaf okkur eftirfarandi ráð. ! í „Jóhann, Adam, Alberik, Thibaut, Perron og Húgólínó, sá tími er nú kominn, að ykkur ber að leggja niður barnslega háttu og taka upp hyggingalega breytni, vera orðvarir og ( gætnari í 'náttum, eins og fullorðnum mönnum sæmir. — Spyrjið góða menn ráða, en treystið ekki ókunnugum.: Sækið guðsþjónustu einu sinni á dag í hinni heilögu kirkju, og gefið fátækum með fúsu geði. j | Hafið ekki í frammi hávaða eða glettni í kirkju. Þegar! þið gangið inn í hús, þá hóstið hátt til þess að koma ekki á óvart þeim, sem inni eru. Rífist hvorki né hrækið yfir ( borðum. Veljið ekki beztu bitana handa ykkur sjálfum við máltíðir. Hreinsið undan nöglum ykkar (en ekki með gaffli) I áður en þið borðið af sama diski og hefðarkona. | Að lokum þetta. Skiptið ykkur ekki af neinu, sem þið ' skiljið ekki, og varizt að þykjast vera leiknir í verkum eða ' öðru, sem þið hafið aldrei lært.“ Þessara ágætu ráða minnist ég mjög greinilega núna. En! þá. þegar þau voru okkur gefin, lét ég þau fara inn um' annað eyrað og út um hitt. Frú de Columbieres gaf sérhverjum okkar belti, sem hún hafði útsaumað með eigin höndum sínum, og ég gaf Blanch-! fluis hvítu uppáhalds rottuna mína, sem minjagrip. Hún gaf mér í staðinn lokk úr ljósa hárinu sínu, sem ég er hræddur um að ég hafi verið búinn að týna áður en vika var liðin. Og hún lét mig lofa sér því að gleyma sér ekki. * . a liNR: Námskeið fyrir eigendur ELNA-saumavéla fer fram næstu daga. Kennt verðui\bæði á eldri og nýrri gerðir ELNA. Þeir sem óska eftir kennslu tilkynni okkur sem fyrst. Heildverzlun Árna Jónssonar H.F. Símar 5524 og 5805. Seinni dagur útsölunnar er á daff Meyjaskemman Laugavegi 12. ■on ■ OJCAJÍ ■ og skfalatöskur nýkomnar. Davíð S. Jónsson & Co. heildverzlun — Þingholtsstræti 18. 1«

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.