Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 7
| Þriðjudagur 21. sept. 1954 MORGVNBLAÐIB 7 Hér gefst mönnum kostur á að kynna sér sýnishorn af RITHÆTTI og EFNISVALI tímaritsins SATT. — Neðantaldar frásagnir birtust allar í septenberhefti ritsins. íslandsráðherra í tugthúsið Það var uppi fótur og fit á Tollbúðinni í Kaupmannahöfn hinn 8. dag septembermánað- ar 1908. Tvær drottningar, Dagmar keisaraekkja af Rúss- landi og Alexandra Englands- drottning, voru að stíga á land. Slíkt þykir jafnan við- burður i landi svo konung- hollu og Danmörku, enda voru allir ráðherrar viðstaddir, klæddir embættisskrúða með þrístrenda hatta á höfði. Réttri klukukstund áður en hinar tignu drottningar stigu á flosdreglana og gengu á land á Tollbúðinni, sást mað- ur einn, tröll að vexti, herði- breiður og bolmikill, en höfuð lítill, ganga sem leið liggur eftir Lavendelstræti og Slutt- erigötu inn á Nýjatorg. Hann hafði nefklemmur og gekk við digran staf, keikur og hnar- reistur á velli, og vegfarendur sneru sér ósjálfrátt við þegar þeir mættu honum, margir tóku ofan, því að þetta var Alberti, fyrrum dómsmálaráð- herra Dana, nú leyndarríkis- ráð, nafntogaðasti stjórnmála- maður ríkisins. Öðru megin Nýjatorgs er hús eitt mikið með gildum súlum í grískum stíl. Yfir and- dyrinu standa þessi orð: Með lögum skal land byggja. Þetta er Dómhús Kaupmannahafn- ar. Alberti gekk upp granít- þrepin og inn í varðstofu rannsókarlögreglunnar. Lög- regluþjónarnir stóðu. upp og heilsuðu fyrrv. dómsmála- ráðherra Dana með mikilii virðingu. Alberti spurði, hvort hann gæti fengið að tala við Hendrik Madsen, lögreglu- stjóra. Þegar honum var sagt, að lögreglustjórinn væri ekki viðstaddur, bað hann um á- heyrn hjá Jacobsen, undir- manni hans. Jacobsen var hinn stima- mýksti og bauð leyndarríkis- ráðinu að setjast. — Alberti horfði kuldalega á hann gegn- um nefklemmurnar og sagði síðan stuttaralega: Ég er til þess kominn að tilkynna yð- ur, að ég játa mig sekan um fjársvik og skjalafals! Lögregluforinginn hvítnaði upp og trúði ekki sínum eigin eyrum. En Alberti endurtók þá orð sín með sömu ummæl-- um og fyrr og virtist í engu brugðið. Þá var Madsen, lög- reglustjóri, kvaddur til að hlusta á játningu Albertis og var hún þegar bókuð, en dóms málaráðherrann fyrrverandi settur í varðhald. Og nú var hulunni svipt ofan af stórkost- legasta fjárglæframáli í sögu Danmerkur, Albertihneyksl- inu. Hinn 13. sept. skrifar blaðið Ingólfur þessi orð um fyrrver- andi íslandsráðherra: „Nú er hann oltinn úr sessinum, olt- inn úr öndvegi viðhafnar og virðingar og niður í koldimm- an fangelsisklefann, mann- gjörfingur dönsku réttvísinn- ar, frelsisfalsarinn og íslands- fjandinn, illvirkinn Alberti“. Afbrotamaður, sem______ Svo langt getur ástin leitt Það var á köldum og fögr- um janúarmorgni, að William Bernays, mikilsvirtur og vel- megandi málfærslumaður í Antwerpen, kyssti ungan son sinn skilnaðarkossi, varpaði iauslegri kveðju á konu sína — því þau voru hætt að hafa meira við — og tók sér far með lestinni til Brússel. Hvorki kona hans né sonur sáu hann framar. William Bernays hafði ráð- gert að koma aftur sama kvöld, en engin orðsending barst frá honum, er gæfi til kynna, hvað orðið hefði hon- um til tafar. Liðu svo tveir dagar, og þótti þá konu hans ekki mega lengur dragast að tilkynna lögreglunni hvarfið. Hið dularfulla hvarf Berna- ys gerðist nú helzta umræðu- og undrunarefni almennings í Antwerpen. Sumir höfðu það á orði, að þessi gáfaði og glæsilegi maður hefði ekki allur verið þar sem hann var séður í siðferðislegum efnum, en auðvitað fóru slíkar orð- ræður fram í fullum trúnaði — vegna eiginkonu hans, sem bæði naut virðingar og aðdáunar. Öllum kom nefni- lega saman um það, að frú Bernays væri hreinasti engill, en ef til vill hefur fólki láðst að gera sér þess grein, að frá sjónarmiði syndugs manns getur sambúðin við slíkan „engil“ haft sína vankanta. — Margur maðurinn hefur freistast til að bæta sér þá upp, og orðið hált á því. Hvað var líklegra en að Bernays hefði brugðið sér í stutt ferðalag til að njóta „ó- leyfilegra hveitibrauðsdaga?“ Sjálfur hafði Bernays eitt sinn sagt um konu sína, að hún ætti sér allan yndisþokka kaldrar marmarastyttu. Það voru.... Skelfingarnótt Gibbons, bandarískur blaða- maður og útvarpsfyrirlesari, er löngu heimsfrægur fyrir þúsundir af sönnum sögum, er hann hefur safnað, og telur Hemingway, hinn frægi fit- höfundur, Skelfingarnótt vera þeirra áhrifamesta. Hugvit og hetju- dáðir 617. flugdeild, sem upphaf- lega var stofnuð til að inna af hendi aðeins eitt, en óhemju mikilvægt og hættulegt hlut- verk, er talin hafa afrekað mest og lagt fram drýgstan skerf hlutfallslega, af öllum herafla Breta, til sigurs Banda manna í styrjöldinni. Saga þessi greinir frá viðfangsefni — og afreki þessarar fágætu flugsveitar, sem öðlaðist heimsfrægð á saniri stundu. Næturheimsókn á þefaraöldinni Lengi hefur það viðgengizt, að þjóðir heimsins skiptu sögu sinni í tímabil, eða aldir, eins og það lika hefur verið orðað. Þannig veit hvert mannsbarn á íslandi við hvað er átt, þeg- ar rætt er um söguöld, sturl- ungaöld o. s. frv. Hins vegar gegnir allt öðru máli um tímabil það, er á sínum tima var nefnt þefaraöld. — Mun yngri kynslóðinni harla þekk- ingar vant á því hugtaki, þó að það hafi verið feðrum hennar næsta munntamt. Ekki verður nú með fullum heimildum sagt, hvað hin sagnfræga þefaraöld stóð lengi, en telja má að blóma- skeið hennar hafi staðið í kringum 1930 og næstu árin þar á eftir. Var þá á mörgum sviðum hart í ári hér á ís- landi, en þó tók út yfir, hversu illa var séð fyrir þörf- um þeirra manna, sem töldu sér, heilsunnar vegna, nauð- synlegt að neyta sterkari drykkja en þeirra, er þá voru opinberlega á boðstólum. — Var jafnvel mjög í óefni komið um almennan drykkju- skap, og horfðu margir kvíð- andi fram í tímann. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, segir gamall málsháttur, og svo reyndist einnig að þessu sinni. Ýmsir góðviljað- ir og framtakssamir áhuga- menn, víðs vegar á landinu, tóku sig þá til og hófu, af litl- um efnurri og misjafnri þekk- ingu, áfengisframleiðslu á heimilum sínum og seldu nauð líðandi mönnum gegn vægu gjaldi. Eins og að líkum lætur var áfengi þetta, sem bruggað var við hin erfiðustu skilyrði, í útihúsum, fjósum og hraun- grjótum, mjög mismunandi að styrkleika og gæðum, en ein- stöku „vörumerki" þessarar landaframleiðslu fengu þó snemma gott orð á sig og urðu mjög eftirspurð. Var hinn nafntogaði „Höskuldur“ þeirra frægast, og kemur hann hér síðar við sögu. Nú skyldu menn halda, að opinber stjórnarvöld hefðu tekið þessari nýju iðnþróun tveim höndum, en svo var þó ekki. Eins og margir aðrir hugsjónamenn, sem eru á undan sínum tíma, voru þess- ir framleiðendur hundeltir af allskonar máttarvöldum, beitt ir fésektum og fangelsi og sviptir atvinnutækjum sínum. Svo langt gengu ofsóknirnar, að ríkisvaldið efldi sérstakan flokk atvinnumanna gegn þessum smáiðjuhöldum. Voru hinir nýju embættismenn einkum valdir eftir lyktnæmi og nefstærð, og kölluðust þef- arar. En hinn .... Með Leibowitz í réttarsalnum Undir þessari fyrirsögn hef- ur SATT birt frásagnir af málum, sem Samuel Leibo- witz, hinn frægi lögfræðingur, hefur tekið að sér að verja og vakið hafa heimsathygli. — Kynnist lesandinn hinum dul- arfuliu mælskutöfrum Leibo- wizt, persónulegu áhrifavaldi hans, rökvísi, hugvitssemi og — djúpstæðri mannúð. SAIT kosfar aðeins kr. 9,50 Útgefandi: Sigurðnr Arnalds , Afgr. Túngötu 5 — Sími 4950 Vestmannaeyinga; eg ÍB-ing- nr keppa í frjálsíþróttnm heimsóttu ÍR-ingar Vest- j mannaeyjar og kepptu þar í ’ frjálsíþróttum við heima- menn. Róma ÍR-ingar mjög móttökur í Eyjum. Var keppt í 8 greinum. Illaupabrautin var erfið og slæm en keppnin var annars skemmtileg og tvísýn. Helztu úrslit urðu: 100 m — Þórður Magnússon, Vestm., 12,0; Agnar Angantýs- son, Vestm., 12,1; Karl Hólm, ÍR, 12,1; Trausti Ríkharðsson, ÍR, 12,2. — 800 m — Heiðar Georgsson, ÍR, 2:15,3; Jóhannes Sölvason, ÍR, 2:22,8. Kúluvarp — Skúli Thoraren- sen, ÍR, 14,99; Jóhannés Sölvason, IR, 11,90; Guðmundur Magnús- son, Vestm., 11,86. Kringlukast — Skúli Thorar- ensen, ÍR, 38,97; Jóhannes Sölva- son, ÍR, 37,85; Guðm. Magnússon, Vestm., 36,80; Haukur Clausen, ÍR, 36,25. Spjótkast — Jóel Sigurðsson, ÍR, 59,48; Adolf Óskarsson, Vest- m.eyjum, 57,05; Björgvin Hólm, ÍR, 49,50; Heiðar Georgsson, ÍR, 43,69. — Stangarstökk — Heiðar Georgs son, ÍR, 3,41; Þórður Magnússon, Vestm., 3,10. Langstökk — Kristleifur Magrr ússon, Vestm., 6,43; Þórður Magn. ússon, Vestm., 6,27; Skúli Thor- arensen, ÍR, 6,16; Adolf Óskars- son, Vestm., 5,90. Þrístökk — Kristleifur Magn- ússon, Vestm., 13,35; Unnar Jóns- son, ÍR, 12,79. Leikmanni vísað úr !eik fyrir sama afbrotið? Vissulega virðist réttara að láta knöttinn. falla til jarðar eins og dómarinrL ALLIR þeir, sem ég hef talað gerði. Væri ekki réttara, að S. H. við og þekkja Sigurð Halldórs- ásakaði félagsbróður sinn fyrir son, þjálfara KR, urðu mjög ' óhlýðnina heldur en að ráðast á undrandi, þegar þeir lásu fyrri dómarann fyrir að gera skyldu grein hans um úrslitaleik íslands sína? mótsins í knattspyrnu. En við ' í fyrri grein minni sagði ég, að lestur síðari greinar hans urðu búið hefði verið að taka þrjár þeir hinir sömu fyrir vonbrigð- aukaspyrnur og eina vítaspyrnu um. Almennt var búizt við, að á Helga Helgason, en nú endur- þegar búið var að sýna Sigurði tekur S. H. að „allan leikinn fram á, að hann hefði farið með voru aðeins teknar ein víta- staðlausa stafi í fyrri grein sinni, spyrna og ein aukaspyrna". myndi hann sýna þann mann- Strangt tekið þýðir þetta, að ekki dóm að biðja dómara leiksins, úafi verið telcnar aðrar auka- Hannes Sigurðsson, afsökunar á spyrnur í leiknum og verður þá framkomu sinni, en sú varð ekki lítið pláss fyrir þær sjö auka- raunin. Að vísu rifar hann seglin spyrnur, sem S. H. segir að tekn- verulega í síðari grein sinni, en ar hafi verið á einn leikmann þá er þess að gæta, að skúta, sem Akurnesinga. En jafnvel þótt strönduð er á þurru landi, þarf Sert sé ráð fyrir, að S. H. meini ekki mörg segl. í fyrri grein sinni heldur Sig- urður því fram, að dómarinn hafi ekki látið taka aukaspyrnu fyrir brot Helga Helgasonar og segir hann um þetta orðrétt: „.... hann dæmir ekki auka- spyrnu á KR, eins og honum ber skylda til, ef um háskalegan leik hefði verið að ræða“. Er þetta atriði uppistaðan í árásarvef Sigurðar á dómarann. í síðari grein sinni reynir hann ekki að halda þessari fullyrðingu sinni til streytu, viðurkennir hinsvegar, að rétt sé með farið með þetta atriði í grein minni. Nú vendir hann kvæði sínu i kross og kem- ur með þá nýstárlegu kenningu, að aukaspyrnan hafi verið „ómark“, likt og þgear krakkar eru í feluleik. Nú ber hann ekki á móti því, að hún hafi verið tekin, en heldur því fram, að ekki sé hægt að reikna hana með, af því að leikmaður sá, sem brotlegur gerðist, hafi ekki verið kominn út af leikvangin- um. Eins og ég lýsti í fyrri grein minni, skeði brotið mjög nærri hliðaitlínu stúkumegin og var hinum brotlega leikmanni vísað þar út af. Hann gekk og lítillega í þá átt, en rétt um það bil, sem hann var að komast út af vellinum snéri hann við og gekk inn á vallarmiðjuna aftur, eftir að dómarinn hafði snúið við hon- um bakinu. Nú er mér spurn: Hvað á dómari að gera, eftir að leikur hefúr verið hafinn og aukaspyrnan tekin, þegar hann verður þess var, að leikmaður- inn hefur þverskallast við fyrir- mæli hans og snúið inn á leik- vanginn aftur? Hann stöðvar að sjálfsögðu leikinn, en á hann að láta taka aftur aukaspyrnu og tvlhfegna bannig leikmanninum að þessi aukaspyrnufjöldi hafi verið tekinn á Helga einan, sem raunar hlýtur að vaka fyrir Sigurði, gleymir hann samt síð- ustu aukaspyrnunni á Helga, þeirri sem hann telur „ómark". Við það minnkar bilið á milli fullyrðinga okkar um eina auka- spyrnu. Hér stendur fullyrðing’ gegn fullyyrðingu, en hætt er við því, að sumum, sem séð hafa fyrri fullyrðir.gar Sigurðar af- sannaðar, reynist erfitt að trúa talnafræði hans hvað þessum leik viðkemur Þegar Akurnes- ingur á í hlut, er reiknivélin undir eins komin upp í sjö auka- spyrnur, en þegar „KR piltur" á í hlut, stendur hún á sér, þeg- ar komið er yfir tvö. Sigurður roynir að láta líta svo út, að Guðjón Einarsson hafi orðið píslarvætti vegna greinar minnar, en ég vísa aðeins til þess sem ég sagði um hann, það var þetta orðrétt: „Við höfum um langt árabil aðeins átt einn reglu- lega góðan knattspyrnudómara, Guðjón Einarsson. Hjá honum eru nú farin að sjást þreytumerki og dæmir hann nú aðeins stærstu leikina. Það er álit margra, að Hannes Sigurðsson sé sá, sem komi til með að taka sess Guðjóns (á komandi árum“. Get ég ekki séð, að Guðjóni sé gerður stór , óleikur með þessum orðum. En í þessu sambandi minnist ég ! þess, að í nkkrum dagblöðum höfuðstaðarins, sem hafa „kunn- ' áttumenn til að rita um knatt- [ spyrnu“, svo notuð séu orð Sig- ' urðar sjálfs, var þess getið í vor, að vítaspyrnudómur Guðjóns Akurnesihga i fyrri leik þeirn við Hamborgara hafi verið nokk- uð strangur, töldu blöðin líklegt, að um óviijandi „hendi“ hefði Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.