Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 21. sept. 1354 MORGUTiBL'ÁD IÐ Hér á landi eru talsverbir mögu- leikar á gerð fræðslumynda Myndirnar orbnar áhrifamiklar i sam- skiptum þjóða, segir Einar Pálsson leikstjóri NÝKOMINN er úr náms- og i kynnisför frá Danmörku Einar Pálsson, leikstjóri, er kynnt hefur sér kvikmyndagerð, eink- um þó gerð fræðslukvikmynda. Á því sviði eru Danir meðal fremstu þjóða Evrópu og verja árlega miklu fé til töku fræðslu- snynda. Starfaði Einar sumar-, langt hjá Dansk Kulturfilm og hjá fyrirtækinu Teknisk film Company. — Lagði stund á gerð Ikvikmyndahandrita og stjórn á upptöku kvikmynda. — Allt frá því að íslenzki text- inn var settur inn á Hamlet- myndina, hef ég haft mikinn hug á að kynna mér kvikmyndagerð, sagði Einar, — og fór ég utan í júnímánuði og forráðamenn Dansk Kulturfilm og eins Tekn- isk Film Company greiddu götu snína á allan hátt. TALSVERÐIR MÖGULEIKAR För mín út var einkum í sam- bandi við gerð fræðslukvik- mynda. Hér á landi eru talsverð- ir möguleikar á því að gera slík- ar myndir. Ekki hafa þeir verið notaðir og gagnslaust að byrja á slíkri kvikmyndagerð nema þá alveg frá grunnL Það má ekkert slys eða tilviljun ráða hvort nokkuð verði gert hér á landi í þessum málum. Hið opinbera hef- ur ekki haft hönd í bagga með gerð slíkra kvikmynda, svo sem tíðkast víða, t.d. í Danmörku Er þó ríkið þar aðeins leiðbeinandi og til þess að örva gerð fræðslu- kvikmynda, en einkafyrirtækin hafa með höndum töku mynd- anna, en afhenda þær fullgerðar ríkinu. FYRSTU VERKEFNIN HÉR — Hvað viltu gera hér? — Fyrir það fyrsta þarf að taka saman á skrá allt það kvikmyndaefni, sem markað- ur er fyrir og íslendingum er hagur í að iáta kvikmynda. Mér dettur í hug eitt af fjöl- mörgum verkefnum, en það er fræðslukvikmynd um friðun fiskimiðanna hér við land. í öðru lagi þarf að koma á fót sérstakri stofnun, sem hef- ur það eitt með höndum að vinna að gerð íslenzkra fræðslumynda. — Að þessari stofnun stæðu nokkrir aðilar, sem hlut eiga að máli við gerð slíkra mynda, Ld. ferða- skrifstofur, bankar, búnaðar- félög, félög útflytjenda og landssambönd o. fl. o. fl. Fræðslukvikmyndum er venju lega skipt í fjóra flokka: kennslu myndir, áróðurs- og landkynn- ingamyndir og í fjórða lagi myndir, sem ekki byggja á ein- hliða áróðri • fyrir vörum eða stefnum, en hafa það að mark- miði að vekja áhorfandann til umhugsunar um þjóðfélagið og lífið yfirleitt, sagði Einar. ÁHRIFAMIKLAR í SAMSKIPTUM ÞJÓÐA Fræðslukvikmyndir eru orðn- ar einhver áhrifamesti liðurinn í menningarsamskiptum þjóða. — Urðu Þjóðverjar fyrstir til að notfæra sér möguleika kennslu- kvikmyndanna. Bandaríkjamenn tóku þetta upp hjá sér á eftir þeim. Telja Bandaríkjamenn sjálfir að notkun kennslukvikmynda hafi stytt nám við tæknileg efni um 25—75%. — Geta má þess að flotastjórn Bandarikjanna lét gera fleiri fræðslukvikmyndir meðan á styrjöldinni stóð, en 8—10 togarar veiða karia á Jónsmiðum AKRANESI, 20. sept. — Akranes tógarinn Ðjarni Ólafsson kom hingað aðfaranótt sunnudags>rheð fullfermi af karfa, sem togar- inn hafði aflað á Jónsmiðum við Grænland. Veiðiförin tók 10 daga. Ekki hægt ú taka upp kartöfl- ur í Þingeyjarsýslu vegna óveðurs Húsavík, 20. sepfc. URHELLISRIGNING er hér hvern einasta dag, eða að minnsta kosti part úr hverjum degi. Síðustu viku stytti aldrei upp, miðum, segja skipverjar á Bjarna nema seinnihluta laugardagsins. Fóru þá allir sem vettlingi gátu Ólafssyni. Þar var allmikið um valdið í kartöfluupptekt, en það eru mest kvenfólk og börn, þar borgarísjaka á floti. Einar Pálsson. tvö stærstu kvikmyndafélög á sínu mesta blómaskeiði. Danir verja nú í ár um 2 millj. króna í gerð fréÞðslukvikmynda. Þeim hefur tekizt að koma á hjá sér skiptiverzlun með fræðslu- kvikmyndir. Frá Þýzkalandi fá þeir fjórar myndir fyrir eina danska fræðslumynd og frá Bretlandi þrjár á móti einni. — Leikstjórinn, sem ég vann með úti í Danmörku, Carl Otto Peter- sen, vann í sumar að gerð sjö mynda samtímis. 16 MM MYNDIR HENTUGASTAR Einar Pálsson telur, að við gerð fraeðslukvikmynda beri okkur að gera 16 mm filmur. — Allar þjóðir einbeita sér nú að 16 mm filmunni við gerð kvik- mynda. Auðvelt er að stækka hana upp í 35 mm til sýninga í kvikmyndahúsum, en þetta var mjög erfitt hér fyrr á árum. Þá má benda á, að ein aðaluppi- staðan í sjónvarpssýningum eru 16 mm filmur. Þetta eykur stór- lega möguleikana fyrir íslenzkar fræðslukvikmyndir er sýningar á þeim fara að hefjast út um heim. • Annars verður ekki í stuttu blaðasamtali gerð fyllileg grein fyrir því margháttaða starfi, sem er í kringum gerð fræðslukvikmynda, sagði Einar Pálsson. Ég hef talið rétt að gera menntamálaráðherra og fræðslu- málastjóra nokkra grein fyrir máli þessu og hef ég sent þeim skýrslu, í þeirri von að gerð fræðslukvikmynda komizt í fast- ar skorður. í þessum efnum höf- um við ekki ráð á því, frekar en aðrar þjóðir, að taka ekki upp þennan stórmerka þátt í menn- ingarlífi tuttugustu aldarinnar, sagði Einar Pálsson að lokum. Sv. Þ. 450 tr. fyrir 10 rétta ÚRSLIT í 28. leikviku á laugar dag: Aston Villa 1 — Charlton 2 Burnley 0 — WBA 2 Cardiff 3 — Manch. City 0 Chelsea 0 — Everton 2 Leicester 3 — Newcastle 2 Manch. Utd 1 — Huddersfield 1 x Preston 3 — Arsenal 1 1 Sheff. Utd 1 — Sheff. Wedn 0 1 Sunderland 2 — Blackpool 0 1 Tottenham 1 — Portsmouth 1 x Wolves 1 — Bolton 2 2 Liverpool 4 ■— Fulham 1 1 Mörg úrslitanna voru mjög óvænt og komu því ekki fleiri en 10 réttir fyrir. Var það aðeins á 2 seðlum, báðum með einföldum röðum. Var annar frá Borgarnesi og koma 450 kr. fyrir aðeins 1 röð, eða fyrir 75 aura. Á hinum, sem er frá Akranesi, eru 3 ein- faldar raðir, og koma einnig 450 kr. fyrir hann. Aðeins 5 seðlar reyndust með 9 réttum og var þriðji hæsti vinningur 270 kr. fyrir seðil frá Akureyri. Vinningar skiptust þannig: 1. vinningur: 450 kr. fyrir 10 rétta (2). 2. vinningur: 180 kr. fyrir 9 rétta (5). 3. vinningur: 15 kr. fyrir 8 rétta (60). sem karlmenn ílestir eru á fjalli við leitir. Var þennan dag unnið af kappi miklu fram í myrkur og var veður sæmilegt en kalt. Nýft SfS-skip I reymluferð 2 2 1 HELGAFELL, hið nýja skip 2 Sambands íslenzkra samvinnu- 1 félaga, fer reynsluferð sína í Óskarshöfn í Svíþjóð á morgun. 21. september. Að ferðinni lok- inni verður skipið afhent eigend- um og íslenzki fáninn dreginn að hún. Hjörtur Hjartar, fram- kvæmdastjóri skipadeildar S.Í.S. mun taka við skipinu. Skipstjóri á Helgafelli er Berg- ur Pálsson, fyrsti stýrimaður Hektor Sigurðsson, annar stýri- maður Ingi B. Halldórsson og fyrsti vélstjóri Ásgeir Árnason. Samtals eru á skipinu 23 menn Heimahöfn Helgafells verður í Reykjavík og er skipið væntan- legt þangað um mánaðamótin. ^SYRTIR í LOFTI Á sunnudaginn leit sæmilega út með veður, og var þá kart- öfluupptektinni haldið-áfram. En. um nónleytið syrti í Iofti á nýj- an leik, og eftir drykklanga stund var komið óþverra slag- viðri sem versnaði stöðugt eftir því sem á daginn leið. Stóð fóllc þó holdvott við vinnu lengi dags, en varð að lokum frá að hverfa. Tito ræðir við USA-ráðherra BELGRAD — Tito, marskálkur, ræddi í dag lengi við Murphy, varautanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Það er álitið að um- ræðuefnið hafi verið einkum Tri- este-málin. — NTB-Reuter. ÓHAGSTÆTT 1 GANGNAVEÐUR Það sem frétzt hefur af gangna mönnunum er það, að þeir1 hrepptu snjó og mesta slagviðri. Var gangnaveðrið hið erfiðasta. Er þó til mikils hagræðis, að hægt er að fara meginpart leið- arinnar á jeppum eða alla leið inn undir Herðubreið. Áður fyrr er menn fóru þessa leið á hest- um, tók það 6—7 daga, en nú síðan jepparnir komu til sögunn- ar, aðeins 2—3 dqga, með því að aka inn á öræfi og reka féð siðan, niður, venjulega gangnaleið. — Fréttaritari. Alíka raar^t fé í haiist 0« <D tw' árið fyrir niðurskiirðinn Fréttabréf úr Gnúpverjahreppi Óhagstælt gangna- veður í Húnavatnss. SAUÐÁRKRÓKI, 20. sept. — Talsverður snjór er í fjöllum hér og síðastliðna laugardagsnótt var næturfrost. Gangnamenn kvarta undan mjög óhagstæðu leitar- veðri, en snjórinn hefur þó gert það að verkum, að féð er farið að leita niður úr óbyggðunum í stórum hópum og léttir það tals- vert fyrir smalamennskunni. Unnið er við kartöfluupptekt hér þegar veður leyfir, en upp- skeran er í meðallagi, þó nokkuð minni en síðastliðið haust. — Guðjón. Hæli í Gnúpverjahreppi. HÉR í Gnúpverjahreppi er nú lokið miklu heyskaparsumri. Óvenjumikill heyfengur er á hverjum bæ og sjá má víða, þeg- ar ekið er eftir vegunum, upp- hlaðin hey heim við bæi, hey sem ekki hafa komizt í hlöðurnar. Nú er verið að ljúka kartöflu- uppskerunni, sem er nokkuð misjöfn. Næturfrost hafa verið, en ekki til tjóns. JAFNMARGT FÉ OG FYRIR NIÐURSKURÐ Fjallleitir standa yfir. Munu bændur almennt fá af fjalli allt að því jafnmargt fé og var hér í sveitinni síðasta árið fyrir niður- skurðinn, 1951. — Hér hefur ætíð verið mikil sauðfjárræktarsveit og munu bændur stefna að því að koma stofninum upp sem fyrst. Munu þeir setja á svo sem hægt er, en heybirgðir bænda eru miklar og hinn þingeyski fjárstofn líkar vel. FJALLKÓNGUR í 26 ÁR Um 30 menn eru á fjallj með fjallkóngi sínum, Jóhanni Kol- beinssyni á Hamarsheiði, en hann hefur verið fjallkóngur Gnúp- verja frá því á árinu 1928. — Gangnamenn eru væntanlegir á miðvikudagskvöld með safnið. — Koma þeir þá niður með Þjórsá og yfir Gaukshöfða, en lands- menn allir kannast við myndina af fjárrekstrinum á þeim slóðum á 100 krónu seðlunum. • GAMLA RÉTTIN ENDURHLAÐIN Réttað verður í hinum æva- gömlu Skaftholtsréttum. — Hef- ur verið unnið að því í sumar að hlaða þær upp. — Munu þær því halda sinni upprunal*gu mynd að mestu. Ekki eru tök á að ljúka þessu verki nú í haust, þar eð erfiðlega hefur gengið að fá menn til hleðslustarfanna. Sauðfjárslátrun mun hefjast fljót lega upp úr réttum. Verður féð rekið niður að Selfossi, í slátur- hús Sláturfélags Suðurlands. BÆTA HÚSAKOSTINN Bændur hér í Gnúpverja- hreppnum hafa í sumar bætt húsakost býla sinna og eru pen- ingshús víða í smíðum. — A tveim bæjum er verið að byggja ný íbúðarhús. í sumar hefur all- mikið land verið brotið með dráttarvél ræktunarsambands sveitarinnar. Verður haldið áfram svo lengi sem tíð leyfir og þannig eykst töðufengur bænd anna hér jafnt og þétt ár frá ári. — St. G. Aðalfundur Ung- mennasambands V.-Skaftafellssýslti KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 20. sept. — Aðalfundur Ungmenna- sambands V.-Skaftafellssýslu var haldinn að Efri-Ey í Meðallandi s.l. sunnudag. Voru þar rædd á- hugamál ungmennafélaganna á sambandssvæðinu svo sem bóka- söfn, íþróttamál o. fl. í samband • inu eru 5 ungmennafélög í 4 hreppum í V.-Skaftafellssýslu austan Mýrdalssands. Siggeir Björnsson í Holti á Síðu bar fram svohljóðandi til- lögu sem samþykkt var í einu hljóði: „Fundurinn skorar á Alþingi að hlutast til um að rekstur rad- arstöðvar þeirrar, sem er í bygg- ingu á vegum Atlantshafsbanda- lagsins, verði í höndum íslend inga. Bendir fundurinn á þá hættu ,sem í því felst fyrir þjóð- erni og menningu að fjölmennt erlent setulið verði viðsvegar um landið“. Stjórn Ungmennasambandsins skipa nú Jón Helgason, Seglbúð- um, formaður; Marteinn Jóhann- esson, Bakkakoti og Sveinn, Gunnarsson, Flögu. — G. Br. Góð afkoma í Hornafidði IHORNAFIRÐI er heyskap lokið. Er heyfengur yfirléitt mikill og vel fenginn. Kartöfluuppskera er mun minni en í fyrra og sums staðar hnfa garðar gereyðilagzt í norðan veðri sem gerði snemma í ágúst. VÆNIR DILKAR Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga síðastliðinn laugardag. Vænta menn að dilkar muni verða með vænna móti. SÆMILEGUR AFLI Þrír bátar hafa stundað þorsk- veiðar síðan þeir komu heim af hinni misheppnuðu síldarvertíð. Hefur afli verið allsæmilegur og er aflahæsti báturinn búinn að fiska á þriðja hundrað skippund á einum mánuði. MIKLAR BY GGING AFRAMKV ÆMDIR Atvinna er mikil í kauptúninu bæði við framleiðslu og húsbygg- ingar. Sjö íbúðarhús eru í smið- um og auk þeirra stórbygging hjá Kaupfélaginu, meðal annars geysistór kartöflugeymsla, sem er 30 m löng og 15 m breið, ásamt viðbótarbyggingu sem verðui" 10 X 1212 metri að stærð. Kart- öflugeymsla þessi verður tveggja hæða hús og er ætlunin að neðri hæðin verði tilbúin til notkunar í haust. — Gunnar. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.