Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.1954, Blaðsíða 10
(10 MORGVfiBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. sept. 1954 Kristinn Sveinssoa er komið aftur. Blöndukaffi er ávallt ný- brennt og malað. Blöndukaffi fáið þér afgreitt beint frá kvörninni, nýtt og freskt. Einnig seljum við kaffi- baunir óbrenndar. Verzl. Blanda Bergstaðostrœti 15 Simi 4931 BER6ST.STR.15 Sem nýr BOWRETLING GUITAR (klassiskur konsertguitar) til sölu og sýnis í MÚSIKBÚÐIHNI Hafnarstræti 8 Skrifsfofustúlka m m ‘ ^vel fær í ensku og vélritun óskast nú þegar eða seinna. ^ón oCoj^tóóon li.p. Hringbraut 121 — Sími 80600 ■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■•• ^•■■■■■■■■■■■■■■■■■■a ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Lipnr stúlka óskast til að taka að sér aðgöngumiðasölu fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Upplýsingar um kaup og kjör í síma 3191 kl. 5—7 í dag. — Skriflegar umsóknir sendist formanni félagsins, pósthólf 893, fyrir föstudagskvöld. Stjórn Leikfélags Reykjavíkur. AZOGRAPH Ný gerð fjölritara. — Ekkert blek, púði eða spíritus. Chemisc aðferð, algert hreinlæti. Einnig eldri gerðir fjölritara fyrirliggjandi. ÞORSTEINN BERGMANN Sími 7771. — Laufásveg 14. Reglusöm og dugleg STÚLKJS getur fengið atvinnu í verzlun í miðbænum nú þegar. Tilboð, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, 5 sendist Morgunbl. fyrir 24. þ. m., merkt: „Ráðvönd11 —601 r>. e PBEMTESIM m ýantar strax að prentsmiðju í Reykjavík. — Aðeins vel !■ C hæfur maður kemur til greina, enda trygg framtíðarstaða. |j 1 Umsókn merkt: „Prentari —593“, leggist inn á afgr. ■ Morgunblaðsins. ' \, KRTSTINN "Svrnnssbn hofur stundað stangarveiði lengur en flestir ef ekki allir íslendingar, eða um 50 ár; hann var stofnandi stangaveiðifélags Reykjavíkur, og formaður þess í mörg ár. — Félag þetta var aðallega stofnað með laxveiði í Elliðaánum fyrir augum. Þó Kristinn og aðrir félagsmenn veiddu líka í öðrum ám. Kristinn mun enn þann dag í dag eiga veiðimetið í Elliðaán- um. Þann 8. júlí 1918 veiddi hann og Ásgeir Gunnlaugsson kaupm. 63 laxa á eina stöng í Elliðaán- um á svo nefndum Efri parti, all- ir veiddust þessir laxar á flugu. Enda voru þeir Kristinn og Ás- geir ágætir flugu-menn, á veiði- mannamáli. Kristinn hefur stundað veiði í mörgum ám hér á suðvesturlandi, skemmtilegastar telur hann Elliðaárnar áður en þær voru ■ virkjaðar, Þverá í Borgarfirði og Hvítá við Síðu í Biskupstungum. Þyngstan lax mun Kristinn hafa veitt á stöng á landi hér. Hann viktaði 42% enskt pund. Hann veiddist við Síðu árið 1946. Þegar hann var spurður um hvað hann hafi misst þyngstan lax, brosir hann í kampinn og segir: — Maður missir ætíð þá stærstu og þyngstu. En eins og allir laxveiðimenn vita, er al- gengt að bregða á hann vigtinni um leið og hann dettur af, og er þá ekki skorið við nögl sér punda-fjöldinn, en ekki fæst Kristinn til að nefna tölur í því sambandi. Kristinn segir að undanfarin 18—20 ár hafi hann næstum ein- vörðungu fiskað á flugu, og tel- ur hann að menn ættu að gera meira af því enn gert er að æfa sig í þeirri íþrótt, því þá fyrst er laxveiðin orðin sport, segir hann. Kristinn telur að margt mætti gera til að örfa eða glæða stangarveiði í landinu. Höfuð- skilyrði telur hann hið náttúrlega klak og að laxinn fái að vera í algjörum friði um hrygningar- tímann, sem sterkur grunur er um að misbrestur sé á því, að minnsta kosti sumstaðar. Sömuleiðis telur Kristinn að klak frá klakhúsum sé til stórra bóta. Kristinn sem er ágætur og stórheiðarlegur veiðimaður, hef- ur marga hildi háð við laxinn um sína daga, og eins og að líkum lætur, hefur oltið á sigr- um og ósigrum, við hinn fagra konung ánna og vatnanna. Um leið og ég þakka Kristni , Sveinssyni góða viðkynningu um langt árabil, óska ég honum til hamingju með afmælið, honum og fjölskyldu hans gæfu og geng- is í framtíðinni. — Að endingu vildi ég mælast til þess við vatna- guðinn að hér eftir láti hann Kristinn veiða stóru laxana enn missa þá minni. Bergur Sturlaugsson. ■ Söng Smárakvarletts T ins ágæliega fagnað AKUREYRI, 20. sept. — Smára- kvartettinn söng í Nýja bíói i gærkvöldi. Á söngskrá vcru 15 iög eftir erlenda og innlenda höf- unda. Var söng kvartettsins ágæt lega fagnað af áheyrendum, er fyllt höfðu húsið. Voru flest lög- in endurtekin og farið með auka- iög. Bárust söngmönnum blóm- vendir. — Undirleikari var Jakob Tryggvason. — H. Vald. Árás froskmamía TAIPHE, 18. sept. — Hópur froskmanna úr hersveitum kínverskra kommúnista gerði tilraun til að læðast á land á eyvirki Þjóðernissinna á Quemoy. Mun ætlun þeirra hafa verið að njósna um varn- arvirki Þjóðemissinna. En þeir voru allir gripnir út ai norðurhöfða eyjunnar, er varð ,menn tóku. eftir þ°im. n Með innbyggðum vatns- dreyfara, sem er hvort tveggja í senn dreyfari og hreyfanlegur krani. — Dreyfarinn er sérstaklega hentugur til uppþvotta á búsáhöldum, auk þess er gormslangan, sem fellur niður í gegnum eldhús- borðið, það löng, að auð- velt er að fylla fötur og önnur stærri ílát, sem standa á gólfi fyrir fram- an vaskinn. Gjörið svo vel og kynnið yðuf kosti þessa blöndun- artækis í verzlun vorri. J. Þorláksson & IMmann h.f. BANKASTRÆTI 11. SÍMI 1280. BARIVASETT 2 diskar og bolli. Hin vinsælu amerísku barnasett úr prólon-efni, eru komin aftur í ýms- um litum Gefið börnunum þessi matarsett. Fást aðeins hjá okkur. BER6ST.STR 15 Heildsali óskar eftir 2-4 HERBEBGJA ÍBÚÐ 1. október, eða nú þegar. Þrennt í heimili. — Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Morgunblaðsins sem fyrst merkt: ABC—13, —584, og greini þau frá stærð íbúðar og leiguupphæð. ASTRAL kæliskáparnir ódýru og sparneytnu komnir. — Nokkur stykki óseld. Verð kr. 2.950.00. Kynnist kostum ASTRAL Einkaumboð' ÞORSTEINN BERGMANN Sími 7771. Laúfasveg 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.