Morgunblaðið - 30.09.1954, Page 8
8
MORGtnSBLAtílÐ
Fimmtudagur 30. sept. 1954
orgxm&IaMlN,
^ mii
Utg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Síðasta hálmstráið
FRÁFARANDI formaður Al-
þýðuflokksins eygir nú aðeins
eitt hálmstrá sér til trausts og
halds, samvinnu við kommúnista
um stjórn Alþýðusambands ís-
lands. Þegar allt ér tapað innan
hans eigin flokks, allt traust fok-
ið út í veður og vind snýr hann
sér til Brynjólfs Bjarnasonar og
býður honum samvinnu.
Á yfirborðinu á svo að heita
að þessu nýstofhaða bræðralagi
sé beint gegn þeim mörinum, sem
„eigi samstöðu rrieð atvinnurek-
endum“. En hvað þýðir það?
Kommúnistar eru atvinnurek-
endur á Norðfirði og Alþýðu-
flokksmenn á ísafirði. Að sjálf-
sögðu á eitthvert fólk í verka-
lýðsfélögunum á þessum stöðum
„samstöðu“ méð atvinnurekend-
um. En má það fólk þá ekki hafa
áhrif á kosningar til Alþýðusam-
bandsþings? Eða er bræðralagi
Brynjólfs og Hannibals aðeins
beint gegn öðru fólki í verkalýðs-
samtökunum, sem kann að eiga
„samstöðu“ með atvinnurekend-
um?!!
Um það þarf ekki að fara í
neinar grafgötur, hvað hér er
í raun og veru á ferðinni. Hinn
nýfallni formaður Alþýðu-
ílokksins hefur beinlínis tekið
upp baráttu fyrir því, að engir
aðrir verði kosnir á þing Ai-
þýðusambandsins en þeir, sem
vilja samvinnu við kommún-
ista. Sjálfur hefur hann samið
við þá um stuðning til þess að
verða forseti samtakanna. Tii
þess að ná því takmarki verð-
ur að hindra að lýðræðissinn-
að fólk, sem er andvígt þess-
um ráðagerðum, fái fulltrúa á
Alþýðusambandsþingi.
Yfirgnæfandi meirihluti lýð-
ræðissinna í verkalýðssamtökun-
um er mótfallinn samstarfi við
kommúnista um stjórn hagsmuna
samtaka sinna. En Hannibal
Valdemarsson hikar ekki við að
freista þess, að nota örfáa fylgis-
menn sína í einstökum verka-
lýðsfélögum til þess að hjálpa
kommúnistum til valda í Alþýðu-
sambandinu. Hann berst eins og
Ijón fyrir því að gera þúsundir
lýðfæðissinnaðra verkamanna,
sjómanna og iðnaðarfólks at-
kvæðis- og fulltrúalaust á þingi
sambandsins.
Fyrir hvern er maðurinn að
heyja þessa baráttu? Ekki fyr-
ir þann lýðræðissinnaða verka
lýð, sem fyrirlítur kommún-
ista og veit að öll samvinna
við þá er beint tiiræði við
hagsmuni hinnar íslenzku
þjóðar, ekki sízt hinna vinn-
andi stétta.
Það getur heldur ekki verið
að hann sé að heyja hana fyr-
ir Alþýðuflokkinn. Sú efling
kommúnistaflokksins, sem ó-
hjákvæmilega leiðir af völd-
um hans í Alþýðusambandinu
hlýtur að vera flokki jafnað-
armanna stórhættuleg.
En fyrir hvern er maðurinn
þá að berjast?
Fyrir sjálfan sig og Brynjólf
Bjarnason.
Það er engin furða þótt blað
kommúnista snúist nú nær ein-
göngu um þessa nýju samvinnu
milii flokks þess og fráfarandi
Fyrst „Frænkan“, en siðan nýtt leik-
rit, „Erfinginn“ eftir Henry James
Vetrarstarfsemi Leiktélags Reykjavíkur að hefjast
formanns Alþýðuflokksins. i
Kommúnistaflokkurinn á íslandi
hefur verið að visna upp undan-
farin ár. Fylgi hans í verkalýðs- j
félögunum hefur þorrið og hann
var algerlega vonlaus um nokkur
áhrif á ' þingi Alþýðusambands- |
ins ef lýðræðissinnar hefðu stað-
ið þar saman við þessar kosning-
ar eins og undanfarin ár. En
vegna þess að Hannibal Valde- |
marsson hefur oltið út úr trún-
aðarstöðum í flokki sínum og vill
þá komast til áhrifa í Alþýðu- I
sambandinu á að endurreisa þar
völd kommúnista og gera tilraun
til þess að blása nýjum lífsanda
í flokk þeirra.
Þetta atferli er svo lánlaust
og heimskulegt, að til þess var
engum trúandi nema einmitt
manninum, sem skoraði á Al-
þýðuflokksfólk í Kópavogi að
kjósa framboðslista kommún-
ista á s.l. sumri.
En lýðræðissinnað fólk í
verkalýðssamtökunum verður
að hrinda sókn kommúnista
og leiguþýja þeirra. Alþýðu-
samband íslands á að vera
skjólgarður um hagsmuni
verkalýðsins en ekki áróðurs- j
hreiður fyrir kommúnista.
Leikfélag reykjavíkur
er nú að hefja starfsemi sína.
Af því tilefni átti blaðið tal við
hinn nýkjörna formann félags-
ins, Lárus Sigurbjörnsson, og
sagðist honum frá á þessa leið:
Að undanförnu hefur Leikfélag
Reykjavíkur verið í óða önn að
búa sig undir vetrarstarfið. Voru
hafnar æfingar á nýju leikriti
síðustu dagana í ágústmánuði og
er æfingum svo langt komið, að
gera má ráð fyrir frumsýningu
fyrir miðjan næsta mánuð. Nýja
leikritið heitir „Erfinginn“ og er
samið eftir sögunni „Washington
Square“ eftir hinn heimsfræga
rithöfund Henry James. Leikritið
hefur verið sýnt við mikla at-
hygli víða um heim og hvarvetna
hlotið þann dóm, að það sé fram-
arlega í flokki beztu leikrita sam-
tíðarinnar.
Leikfélagið hefur að undan-
förnu átt við að stríða erfið skil-
yrði, hvað snertir geymslu eigna
sinna, búninga, leiktjalda og
húsgagna. Hefur verið unnið að
því að sameina á einn stað alla
muni félagsins og von um að
betur rætist úr húsnæðismálun-
um, þegar líður á veturinn, m. a.
fyrir æfingar og vinnustofur fyr-
ir leiktjöld og búninga. Þá hafa
nokkrar smábreytingar verið
gerðar á leiksviðinu í Iðnó til
hagræðis við tjaldskiptingar og
hússtjórnin hefur góðfúslega
leyft félaginu afnot af herbergi
fyrir skrifstofu, þar sem félags-
stjórnin verður daglega til við-
tals á tímanum kl. 5—7.
Við aðgöngumiðasölu félagsins
Arni Tryggvason
í hlutverki „frænkunnar"
uu andi óhrifar:
Þar unir æskan.
í SAMTALI við oddvita Hruna-
mannahrepps, Sigmund Sigurðs-
son bónda í Syðra-Langholti, sem
birtist hér í blaðinu í dag, skýrir
hann m. a. frá því, að æska sveit-
arinnar hefji yfirleitt búskap þar
heima og vilji búa áfram í heima
högum sinum.
Um þetta kemst oddvitinn m. a.
að orði á þessa leið:
„Bændurnir skipta jörðunum
milli barna sinna, og það er farið
að byggja, síðan er bænum gefið
nafn og innan skamms hafa nýir
húsbændur setzt á nýja jörð og
byggja gott til framtíðarinnar“.
Þetta er vissulega ánægjuleg
mynd af því, sem er að gerast í
þessari fögru og þróttmiklu
byggð. Og hún bendi áleiðis til
þess er koma skal í hverju héraði
á íslandi. Áhugasöm og starfs-
glöð æska tekur við óðulum
feðra sinna, nýbýli rísa, jarðirnar
stækka og fólkið í sveitunum
unir glatt við sitt. Lífskjörin
jafnast og trúin á framtíðina
glæðist.
Þetta er það, sem verður að
gerast í þessu landi. íslendingar
eru að uppruna bændaþjóð. Land
búnaður er enn þann dag í dag
einn aðalatvinnuvegur þeirra.
Það væri fráleitt ef þessi atvinnu
grein, sem matvælaframleiðsla
þjóðarinnar byggist að verulegu
leyti á, ætti að dragast saman
vegna vantrúar æskunnar á fram
tíð hennar.
í íslenzkum sveitum bíða
mikil og glæsileg verkefni. Sií
æska, sem leggur þar hönd á
plóginn á bjarta framtíð fyrir
höndum. Það hefur unga fólk-
ið í Hrunamannahreppi skilið.
Þessvegna unir það í sveitinni
sinni og brýtur þar nýtt land.
Eitt af mörgum
vandamálum.
EITT af þeim mýmörgu vanda-
málum, sem heimurinn streit
ist stöðugt við að finna lausn á
— án mikils árangurs, eru hin
mörgu og ólíku tungumál, sem
hinar ýmsu þjóðir og þjóðflokkar
jarðarinnar tala. Hvílíkur hægð-
arleikur það væri að komast á-
franr í heiminum, ef allir skildu
alla hvar sem væri á jörðinni, í
staðinn fyrir að kosta of fjár og
ofstopatíma til að læra að tala
framandi tungur, sem svo er
alveg undir hælinn lagt, að komi
manni nokkurn tíma að verulegu
gagni. Heldur treglega gengur
með Esperanto-ið, sem ýmsir
hafa gert sér vonir um, að geti
orðið alheimsmál með tímanum,
aðrir hrista höfuðið: — sussu-nei,
kemur ekki til mála. Það eru
helzt smáþjóðir, eins og við, sem
tölum tungumál, sem engir aðrir
leggja sig niður við að læra, er
helzt að sjá í hillingum alheims-
tungumál, sem gera mundi okkur
„gjaldgenga“ hvar sem er.
Nýtt tungumál —
„interlingua“.
EN nú er nýtt tungumál komið
til sögunnar — „interlingua“
er það kallað, sem virðist eiga
nokkra framtíð fyrir sér. Það er
greinilegt samblöndunartungu-
mál, byggt upp úr hinum helztu
vestrænu málum, aðallega ensku,
spænsku, frönsku, ítölsku og
portúgölsku. Á þingi sérfræðinga
í hjartasjúkdómum, sem haldið
var í s.l. viku í höfuðborg Banda-
ríkjanna, Washington, var þetta
nýja mál notað og kom langflest-
um hinna 49 þjóða doktora, sem
þingið sátu að góðu gagni. Eng-
inn þeirra hafði lært málið áður
en gátu engu að síður lesið og
skilið það sér til gagns.
Mál framtíðarinnar?
OLÍKT því, sem er með Esper-
anto og önnur alþjóðamál, þá
hefir interlingua engar nýjar til-
búnar orðmyndanir og orðhluta,
málið er eínfaldlega hin vest-
rænu mál eins og þau koma fyrir
hæfilega samblönduð. Er ekki ó-
líklegt, að það muni eiga fram-
tíð fyrir sér. Væri fróðlegt að fá
að vita eitthvað meira um þetta
nýja mál frá þeim, sem til
þekkja.
Skýring á Krók
og Lykkju.
MAÐUR nokkur, sem er kunn-
ugur á Kjalarnesinu, hefir
stungið að mér skýringu á bæjar-
nöfnunum, Krókur og Lykkja,
sem og minntist lítillega á hér í
dálkunum fyrir nokkru. Maður-
inn sagðist reyndar hafa þetta
meira á tilfinningunni, heldur en
að hann hefði nokkra óræka
sönnun fyrir því, hvernig þessi
nöfn eru til komin.
„Mín hyggja er sú“, sagði hann,
„að þessar tvær smájarðir hafi
byggzt frá höfuðbólinu Hofi,
hvor þeirra fyrr veit ég ekki.
Hugsum okkur, að Krókur hafi
byggzt fyrr, þá hefir hann senni-
lega fengið nafn sitt af því, að
jörðin hefir myndað krók inn í
Hofstúnið og um leið hefir mynd-
ast lykkja. Hafi Lykkja byggzt
fyrst hefir þessi sama lykkja
myndazt á undan króknum og er
þá miðað við sjálf landamerkin.
K
Póstkort í Þjóðminja-
safninu.
ÆRI Velvakandi!
Ég kom á Þjóðminjasafnið
á sunnudaginn var og sá, að þar
eru nú til sölu póstkort með
myndum af nokkrum góðum
gripum safnsins. Það gladdi mig
að sjá þessi kort, því að þau eru
mjög vel heppnuð og sómi að
senda þau hvert í heim sem er,
en það er meira en sagt verður
um öll íslenzk kort, sem á boð-
stólum eru höfð. Ekki hefi ég séð,
að þessi kort hafi verið auglýst
utan safnsins og því tek ég mér
bessaleyfi til að vekja á þeim
athygli með þessu bréfi. — Virð-
ingarfyllst, G.S.D.“
hefir nú tekið Jóna Jónasdóttir,
en frú Kristín Thorberg hefir
látið af þeim störfum eftir 25 ára
þjónustu. Um stöðu þessa bárust
félaginu 48 umsóknir.
„FRÆNKA CHARLEYS“ ENN
Um fyrirætlanir félagsins f
vetur er að svo stöddu full-
snemmt að ræða. Eins og fyrr
segir verður fyrsta frumsýning
; vetrarins í byrjun næsta mánað^
I ar, en fyrsta sýning félagsins
verður á morgun og þá sýndur
gamanleikurinn „Frænka Char-
leys“, sem vinsælastur varð allra
viðfangsefna félagsins í fyrra,
með 34 sýningar þó að komið
væri langt fram á vor áður en
sýningum lyki. Vafalaust eru þeir
fjölmargir, sem vilja sjá þennan
skemmtilega gamanleik, áður en
hann verður lagður á hilluna
næstu árin. Árni Tryggvason, sem
nú er orðinn einn vinsælasti
gamanleikari bæjarins, fer með
aðalhlutverkið sem fyrr. Meðal
annarra leikenda má nefna Brynj
ólf Jóhannesson, Þorstein Ö.
Stephensen, Gerði Hjörleifsdótt-
ur, og Einar Þ. Einarsson, auk
unga fólksins í leiknum: Helgu
Valtýsdóttur, Kristjönu Breið-
fjörð, Önnu Stínu Þórarinsdótt-
ur, Einar Inga Sigurðsson og
Steindór Hjörleifsson. Leikstjóri
er Einar Pálsson.
„ERFINGINN“
í nýja leikritinu hefur Gunnar
R. Hansen leikstjórn á hendi, en
aðalhlutverkið, erfingjann, leik-
ur Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
Elskhugahlutverkið leikur Bene-
dikt Árnason, sem stundað hefur
leiknám í London undanfarin ár,
og er þetta fyrsta hlutverk hans
hér á leiksviði. Þorsteinn Ö.
Stephensen og Hólmfríður Páls-
dóttir leika systkini, auðugan
lækni og systur hans, aðra systur
leikur Gerður Hjörleifsdóttir, en
önnur hlutverk eru leikin af
Margrétu Ólafsdóttur, Helgu
Valtýsdóttur, Nínu Sveinsdóttur,
og Jóhanni Pálssyni.
GIMBILL
Mjög margar fyrirspurnir hafa
borizt um áframhaldandi sýning-
ar á sjónleiknum „Gimbli“, sem
hætt var sýningum á í vor, en um
það, hvort unnt verði að sýna
leikinn aftur, er enn ekki vitað.
Félagsstjórnin hefur enn ekki 1
höndum fullnægjandi gögn frá
höfundi, til þess áð svo geti orðið.
Ólafur Siprðsson
efslur eftir 6 umf.
SEX umferðum er nú lokið 1
Septemberskákmótinu í Hafnar-
firði. Úrslit í fimmtu umferð urðu
þessi: Baldur vann Sigurð T., Ól-
afur vann Sigurgeir, Arinbjörn
vann Trausta, og Jón Pálsson
vann Jón Jóhannsson, en biðskák
var hjá Gilfer og Jóni Kristjáns-
syni.
Úrslit í sjöttu umferð urðu
þessi: Sigurgeir vann Jón Kr.,
Ólafur vann Arinbjörn, Baldur
vann Jón Pálsson, og jafntefli
varð hjá þeim Trausta og Jóni
Jóhannssyni, en biðskák hjá Sig-
urði T. og Gilfer.
Biðskákir voru svo tefldar s.L
þriðjudag og varð röð keppenda,
eftir að þær höfðu verið tefldar,
þessi: 1. Ólafur með 4% vinn., 2.
Baldur með 3V2 vinn. og biðskák,
3.—5. Arinbjörn, Jón P. og Sigur-
geir með 3!4 vinn. hver, 6. Jón
Kr. 3 vinn. og biðskák., 7. Sigurð
ur T. 3 vinn., 8. Gilfer IV2 vinn.
og tvær biðskákir, 9. Trausti IVz
vinn., 10. Jón Jóhannsson V2 vinn.