Morgunblaðið - 08.10.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 08.10.1954, Síða 1
41. árgangm. 230. tbl. — Föstudagur 8. okt. 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Áreksturinn á Markarfijótsbrú Minjasdn Reykjnvikur stofnnð Þýzkir kallaðir BONN, 4 okt. •— Fyrstu þýzku liðsforingjarnir er kallaðir verða í þýzka herinn er hann kemst undir yfirráð stjórnar Brussel- bandalagsins, geta vænzt innköll- unar sinnar nokkrum vikum eft- ir að þýzka þingið hefur stað- fest níuveldasáttmálann, var til- kynnt í Bonn í dag. — í fyrstu munu þeir verða til þjálfunar hjá sVeitum Breta og Bandaríkja- manna á meginlandinu og kynn- ast þar hinni nýju tækni eftir- stríðsáranna á sviði hernaðar. Lárus Sigurbjörnsson veiti því forstöðu Samþykkt bœjarstjórnar í gœr BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að leggja til við bæjarstjórnina að stofna minjasafn Reykjavíkur og skipa Lárus Sigurbjörnsson skjala- og minjavörð bæjarins til að veita safninu forstöðu. Er honum falið að hefja þegar undirbúning að stofnun safnsins, og gera tillögur um staðar- val og tilhögun og hafa jafnan vakandi auga á því að varð- veita sögulegar minjar bæjarins. Starfsemi safnsins sé hagað á þá lund, að það geti notið hlunninda laga nr. 8/1947, um viðhald fornra mannvirkja og tun byggðasöfn. Tillagan var samþykkt í bæjarráði og var tekin til með- ferðar á fundi bæjarstjórnar í gær. Frá því var skýrt í Mbl. að litlu hefði munað að stórslys yrði á miðri Markarfljótsbrú fyrir skömmu. Brotnaði hásingin á bílnum og fóru afturhjólin, föst á öxlinum, undan bifreiðinni, sem lá skökk á veginum vegna þess að bolti í fjaðrahengsli hafði farið úr. — Myndirnar hér að ofan voru teknar s.l. sunnudagog sýnir sú efri hjólin þar sem þeim hafði verið ýtt út af brúnni að vestanverðu. Neðri myndin er af áætlunarbifreiðinni, þar sem hún stendur fyrir utan veginn. Ekki mun svara kostnaði að gera við bifreiðina. Það mun vera að þakka sérstöku snarræði hjá bifreiðarstjóranum að hann skyldi geta haldið biíreiðinni á brúnni. (Ljósm. Har. Teitss.) (\lendes France sam- þykkur aðiid Þýzkalands i Atlantshafsbandalaginu i Paris, 7. oktober. Frá Reuter-NTB MENDES FRANCE, forsætis- ' ráðherra Frakklands, heldur merka ræðu í franska þing- inu eftir heimkomu sína frá I.undúnum og ræddi hann þar um takmarkanir þær og hindr anir, sem settar voru þar við endurhervæðingu ÞýzkalandsJ Hann sagði, að Frakkland hefði þar öðlast neitunarvald varðandi það, að Þýzkaland fengi leyfi til að auka herstyrk! sinn á meginlandinu, frekar en ákveðið hefði verið í Lund- únasáttmálanum. v ★ ★ Mendes France sagði, að allur þýzki heraflinn yrði und- ir sameiginlegri stjórn Atlants hafsbandalagsins. Hann bætti og við, að I.undúnafundurinn hefði aukið vald Atlantshafs- bandalagsins yfir herafla þeim sem það hetur hingað til haft til umráða, og væri það enn ein trygging fyrir Frakkland. Að fenginni þessari tryggingu ' væru engin mótmæli frekari af Frakklands hálfu gegn því, að Þýzkaland fengi aðitd að, ‘ Atlantshafsbandalaginu. En jafnframt bætti Mendes France því við að, áður en Frakkland samþykkti Lund- únasáttmálann yrði að nást samkomulag við Þýzkaland um Saarmálið. Mendes France lauk ræðu sinni á þeim orðum, að eftir Lundúnafundinn væri meiri von en fyrr um það, að Frakkland næði þeim mark- miðum í varnarmálum Evrópu, sem það hefði alla tíð barizt fyrir og kvað það fyrst og fremst yamvinnuviðleitni Breta að þakka. Parísarblöðin fara Iofsorð- um um frammistöðu Mendes- ar á Lundúnaíundinum. Þriðji maðuriim PARÍS, 7. október. Nýr þáttur hefur bætzt við hið nafntogaða franska njósnamál. Fréttastofa Frakklands hefur tilkynnt, að nýr maður sé kominn í spilið. Er hann nefndur „Monsieur Charles“ og nefna frönsk blöð hann þriðja manninn í málinu. Síðastliðið ár heimsótti hann Bandaríkin og ferðaðist þá á fölsku vegabréfi. — Reuter-NTB. Ársþing brezka íhalds- flokksins hafið Eden fluffi sfefnuskrárræðuna Lundúnum, 7. okt. Frá Reuter-NTB. ★ í DAG hófst þing brezka íhaldsflokksins í Blackpool. Hélt Anthony Eden utanríkis- ráðherra, þá ítarlega stefnu- skrárræðu á fyrsta fundi þings ins. Hann sagði, að það væri skoðun sín, að ekkert þeirra níu ríkja, sem átt hefðu full- trúa á Lundúnafundinum, myndi fella sáttmálann, sem þar var undirritaður, þegar til þess væri litið, hverjar af- leiðingar þess væru. ★ Eden sagði, að ef sátt- málinn lilyti ekki samþykki þjóðanna, þá gæti hann ekki komið auga á neina betri leið til þess að eiga samstarf í hernaðarefnum með Vestur- Þýzkalandi. Á Ef okkur mistekst í w* þessu áformi okkar, sagði Ed- en, er öryggi allrar Evrópu í mikilli hættu, varnir hins frjálsa heims í hættu staddar og hinir bandarísku samherj- ar okkar verða að líta annað til samvinnu en til okkar. — Eden tók það og fram, að Rússar hefðu ávallt verið þvi andstæðir, að Þýzkaland yrði sameinað í eitt ríki. Hann sagði, að ef Vesturveldin hefðu í hyggju að neita Þýzka landi um sjálfstæði og jafn- rétti í náinni framtíð myndu þau einangra alla þá menn, er Þýzkaland gæti vænt sér einhvers af í framtíðinni. ir Landið ætti skilið sjálf- stæði eftir níu ára hernám, og það væri skylda Vestur- veldanna að sjá svo um, að það tæki brátt sæti í tölu frjálsra þjóða. Verkfallið í Lundúna- höín stóralvarlegt 17.000 manns í verkfalli Lundúnum, 7. október. Frá Reuter-NTB. VERKFALL hafnarverka- manna í Lundúnum breiðist nú óðum út. 4000 manns hafa bætzt í hóp verkfallsmanna síðan í gær. Er nú samanlagður fjöldi verk- fallsmanna orðinn 17.000 verka- manna. Eru þá aðeins 9.000 hafn- arverkamenn enn að störfum í Lundúnahöfn. -4r Eina höfnin, sem enn er unnið í, er Tilbury. Hafnaryfir- völdin í Lundúnum hafa tilkynnl, að skipafélag eitt, sem skarst i leikinn og notaði indverska sjó- menn við uppskipun, myndi láta þá draga sig í hlé í kvöld. Að nokkru er það íhlutun hinna ind- versku sjómanna að kenna, hve verkfallið hefur breitt um sig. Brezku járnbrautirnar hafa mjög takmarkað þann flutning, sem þær taka til hafnanna í Lundún- um sökum verkfallsins, og sama .er að segja um önnur flutninga- félög. Er þetta gert til þess að forðast vandræði í höfnunum, en í dag var fjórði dagur verkfalls- ins. i ic 130 skip liggja nú í höfn- inni og bíða afgreiðslu. Verkfall- ið byrjaði með því að 7000 menn í Hafnarverkamannafélaginu neituðu að vinna, sökum þess, að þeir töldu sig rangindum beitta varðandi eftirvinnu. Mörg þús- und flutningaverkamanna gerðu þá og samúðarverkfall ásamt hafnarverkamönnunum. í Cardiff kom það fyrir í dag, að verka- menn neituðu að afhlaða skip, sem hafði snúið frá höfninni í Lundúnum. if Skipaviðgerðarmenn í Ant- werpenhöfn hafa ákveðið að styðja .verkamennina í Lundún- um og neita að gera við skip, sem þaðan koma. í Panamaskurðinum LONDON — Siglingar í gegnum Panamaskurðinn settu nýtt met á síðasta fjárhagsári, er lauk 30. júní í ár, með 9006 vöruflutn- ingaskipum, samanborið við 8704 s.l. fjárhagsár. Tekjurnar námu rúmlega 33 milljónum dollara í ár, en 31 milljón s.l. ár. Gunnar Thoroddsen, borgar- stjóri, fylgdi málinu úr hlaði og fara hér á eftir aðaldrættirnir úr ræðu hans: Reykjavík á sér langan aldur þó ekki yrði hún kaupstaður fyrr en 1786. Þó var Reykjavík raun- ar orðin höfuðstaður nokkru áð- ur eða með stofnun Innréttinga Skúla fógeta um miðja 18. öld. Reykjavík er líka elzta byggt ból á landi hér, eða frá 877 þegar talið er að Ingólfur landnáms- maður hafi tekið þar bólfestu. Fáar byggingaminjar eru til í bænum. Þar eru engar hallir frá eldri tíð, eins og gerist með -*« ^ ■» r Lárus Sigurbjörnsson stærri þjóðum, en því veldur líka skortur á varanlegu bygg- ingarefni. Því meiri nauðsyn er að varðveita það, sem til er. — Bygging Reykjavíkur er hröð og þarf að gá að því að gömul hús og bæir fari ekki forgörðum í hraða nýbygginganna. BRÉF ÁRNA ÁRNASONAR Oft hefur verið minnzt á að halda til haga gömlum minjum Reykjavíkur en þó á sú hugsun ekki mjög langan aldur. — Það fyrsta, sem finnst um þetta mál, er að Árni Árnason, þá starfs- maður Gasstöðvarinnar, skrifar bæjarráði bréf dags. 20. okt. 1942. Vekur hann þar eftirtekt á því livort ekki mundi rétt að stofna til safns, sem sýndi sögu Reykja- víkur og þróun bæjarins og bæj- arlífsins. Ræðir Árni þar nokkuð fyrirkomulag slíks safns. — Með bréfinu fylgdi að gjöf til bæjar- ins klukka, sem næturverðir not- uðu og átti að gefa merki um að þeir væru að gæzlu. Er klukka sú í eigu bæjarins. Bæjarráð þakkaði bréfið, og var borgar- stjóra falið að athuga málið. — Ritaði hann Reykjavíkurfélaginu bréf í desember 1942 og beidd- ist tillagna þess. Skömmu eftir Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.