Morgunblaðið - 08.10.1954, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.10.1954, Qupperneq 9
[ Föstudagur 8. okt. 1954 MORGUNBLAÐIÐ 9 Roto-film hefur efni í áhrsfa- miklar kvikmyndir af íslandi Fiétf ar lýsingu á íslenzkum þ jóðliátt- nm inn í skemmtilegar fræðslnmyndir KVIKMYNDATOKUFERÐ Roto-film til íslands í sumar : cr nú lokið. Hafa starísmenn félagsins unnið að kvikmynda tökum hér á landi í sumar og munu aldrei fyrr hafa verið teknar svo miklar kvikmyndir af íslandi bæði af Iandi og þjóðháttum. Og það sem meira er, hér er um að ræða kvik- myndatökufélag, sem alþekkt er á meginlandi Evrópu fyrir vandaða framleiðslu. fræðslu- mynda og kvikmyndir þessar verða sýndar í öllu Þýzkaladi og víðar í álfunni. FARA Á LAUGARDAG Þátttakendur í förínni buðu íréttamönnum í gærdag um borð S seglskipið Meteor í Reykjavík- urhöfn, en á þessu skipi hafa þeir ferðast frá meginlandinu til Færeyja og íslands og kringum Istrendur landsins. Höfðu þeir einskonar kveðjuhóf, ætluðu að 'leggj ? í haf þá þegar urn kvöld- ið, en veðurútlitið var ekki gott. í dag munu þeir enn doka við, jþó veðrið batni vegna þess að það er hjátrú sjómanna að segl- Bkip megi aldrei leggja upp í ferð a föstudegi. ELLEFU ÞÁTTTAKENDUR Þátttakendur í ferðinni voru 11. Fyrst er að nefna skipshöfn- jina, sem er skipstjórinn Goretski, l. stýrimaður Eulenburg greifi pg Helmrich vélamaður. Farar- Btjóri var Bodo Ulrich, en kvik- myndatökumenn Kúhns, sem tók litmyndir og Krug; sem tók svart hvítar myndir. Þá voru með þeim einn ljósmyndari, kokkur og 3 léttadrengir. Framkvæmdastjóri félagsins Wilhelm Siem kom hingað skamman tíma í sumar. Ef frá er talið leiðinlegt bíl- Blys, sem varpaði nokkrum skugga á ferðina, hefur förin til Islands orðið sannkallað ævin- týri, svo mörg ný og óvenjuleg atriði hafa kvikmyndatökumenn- irnir fundið og taka undir þa« orð að fsland, sé mjög óvenju- legt iand. öðruvísi en öll önnur lönd Evrópu. VEL SKIPULÖGÐ FÖR Kvikmyndatökumennirnir telja 'Big hafa náð góðum árangri í þessari för og er það ekkí sízt að þakka því að hún hafði verið vandlega skipulögð fyrirfram og svo því að íslendingar sýndu frá- bæra greiðvikni, hvar og hvenær, sem mest þurfti við. Er spurt er um hvaða myndir fáist nú úr förinni verður Bodo Uirich fararstjóri fyrir svörum og lýsir nokkuð efni þeirra mynda, sem gerðar hafa verið. Er eftir að vinna úr filmunum, en von- andi verður hægt að sýna ein- hverjar af þeim hér á landi fyr- ir áramótin. Fjórar svarthvítar kvikmyndir voru teknar. Eru þær allar stutt- ar fræðslumyndir, taka um 20 Jtnínútur og eru ætlaðar til sýn- inga sem aukamyndir í kvik- xnyndahúsum. SAGA AF DRENGJUM f SVEIT Sú fyrsta heitir Víkivaki. Hún hefur söguþráð en ætlunin er fyrst og fremst að sýna sveita- líf á íslandi. Segir hún frá þrem- ur strákum, 8, 10 og 12 ára, sem hafa verið í skóla yfir veturinn. En þegar vorar fá þeir sumar- frí og fjallar myndin um sveita- dvöl þeirra, ferðum á hestbaki og saman við það er fléttað myndrænni frásögn af búskapar háttum á íslandi. Þarna er sýnt m. a. fuglalíf við Mývatn, æðar- tekja, réttadagurinn, ferð til Surtshellis og einnig komið inn á íslenzkar þjóðsögur, frásögn um Kvíarstein á Túsafelli. Að lokum eru sýndir íslenzkir dans- ar og er dansaður vikivaki. KtáES‘ö,nmim "'""'BSí’ö’CDS æsliráttur sektur igiiri Oeiediktsson fyrir iistmunanppboð Skv. tilskipun frá 1693 má aðcins ! fógeti halda uppboð HIN skemmtilegu iistmunauppboð, er Sigurður Benedikttssoa hefur haldíð í Listamannaskálanum, hafa nú með dómi Hæsta- réttar verið úrskurðuð ólögleg. Skv. núgildandi lögum má enginn halda uppboð nema fógeti. Mun það senniiega tákna það, að Sig- urðu Benediktsson getur ekki haldið fleiri slík listmunauppboð. Virðist það miður farið, því að listmunauppboð hans hafa orðið vinsæl og einn bezti listaverkamarkaður í okkar litla þjóðfélagi. Nokkrir þátttakendanna í Roto-film leiðangrinum til íslands. ELDFJÖLL OG HVERIR Önnur myndin segir frá jarð- hita og eidfjöllum á íslandi. Hún hefst á smá leikþætti, þar sem Snorri Stúrluson situr við Snorra iaug, síðan eru sýnd þau not.sem íslendingar hafa haft af hver- unum, hvernig brauð hafa verið seydd í þeim, en síðan hvernig Islendingar nútimans taka þá til notkunar með hitaveitu, sund- laugum og gróðurhúsum. í þessari mynd er geysimikið efni. Lýst er íslenzkum eldfjöllum og sýnd hraun, jarðmyndun Þingvalla, loftmyndir eru af Öskju og sagt frá gufuhvernum í Krísuvík að ógleymdum Geysi í Haukadal. E. t. v. mun þessi kvikmynd vekja hvað mesta athygli því að hin mikla orka jarðhitans vekur furðu manna á meginlandinu. Á STÆRSTA JÖKLI EVRÓPU Þriðja myndin nefnist Vatna- jökull — króna íslands. Efnis- þráðurinn er að tveir vísinda- menn fara til rannsókna á suð- urhluta Vatnajökuls. Þeir fara fyrst fljúgandi austur á Fagur- hólsmýri. Einmitt um sama leyti og þeir eru að lenda þar, eru aðrar flugvélar að hefja sig til flugs í sauðfjárflutningum og sézt hve flugið er mikilvægt fyr- ir þessa sveit cem er einöngruð af jökulvötnum á þáðar hliðar. Vísindamennirnir fara með bíl til Svínafells og lokaspölinn að jöklinum á hestum. Það er kom- ið við á Skaftaíelli og svo birtist allt í einu Bæjarstaðaskógur rétt undir jöklinum. Svo skilja vís- indamennirnir við bóndann. — Hann tekur hestana til baka en þeir ganga áleiðis inn á jökulinn. Ætlunin er að sýna veldi jökuls- ins, hinn æðandi kraft jökulfljót- anna. í bakaleiðinni er komið við í torfkikrjunni á Hofi og gamli bærinn á Selja1andi sýndur. Hið undarlega samsafn af vörðum hjá Vörðuhólum er lokaatriðið. ÁST SKAGFIRÐINGA Á HESTUM Fjórða myndin heitir Snorri og stóðhestar hans Aðaluppistaðan í henni verður að sýna aldrað- an bónda í Skagafirði, sem heitir Snorri og er ieikarinn" Júlíus á Flugumýri og sonarsonur hans, ungur piltur. í þessari mynd er sýnd barátta milli þess gamla og nýja. Myndin er +ekin i Skagafirði og það er því ?kki nema eðlilegt að hún sýni þá ást sem Skagfirð- ingar binda við gæðinga túna. Það mun t. d. vera áhrifamikið atriði í myndinni þegar hestar eru reknir af fjalli um haust. Var það atriði tekið 25. sept. s. L og voru þá hvorki meira né minna en 3000 hestar í hestaréttinni. Þarna kveða leitarmenn rímur, sýnt er lífið í gömlum íslenzkum torfbæ, sem er Glaumbær, en svo fljúga flugvélar yfir og gamli bóndinn ihugar hve tímarnir eru breyttir, áður var hann marga daga á leiðinni til kaupstaðar, en nú fara þessi málmhylki sömu ieið á klukkutíma. Og tekur hann þrátt fyrir blessaða hestana fram yfir tækninýjungarnar. En svo leggst hann veikur og þegar Björn Pálsson kemur heim að bænum hans og flytur hann á sjúkrahús þá sættir hann sig við tæknina. ÁHRIFAMIKLAR KVIKMYNDIR Eins og sjá má af þessum lýs- ingum má vænta þess að kvik- myndirnar séu bæði fagrar og áhrifamiklar. Auk þessara verð- ur svo búin til úr litfilmum ein lengri mynd, sem lýsir kvik- myndatökuferðmni til íslands. Þar eru kvikmyndatökumennirn- ir sjálfir persónur leiksins, en kvikmyndin er pó fyrst og fremst fléttuð úr íslenzkum þjóðlífs- myndum og landslagslýsingu. Þessi kvikmynd verður að lengd eins og venjulegar sýningarmynd ir, 1 klst. 40 mín. FRÆÐSLUMYNDIR í SKÓLA Samtals hafa kvikmyndatöku- mennirnir tekið 8000 metra af filmum, en til að gera umræddar kvikmyndir þurfa þeir aðeins 4000 metra. En ætlunin er að safn fræðslukvikmynda í Múnch- en fái allt efnið til afnota til að gera fjölda stuttra fræðslumynda um margskonar efni, er ísland snerta. Þeim myndum verður dreift í hundruðum eintaka til þýzkra skóla og má af því sjá stórfelld landkynning verður af þessari kvikmyndatökufor Roto- film. VILDI STOFNA UPPBOÐSFIRMA Snemma árs 1949 fór Sigurður Benediktsson þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að það hlutaðist til um að hann fengi skrásett hér í hæ uppboðsfirma, er hann hafði í hyggju að setja hér á stofn. Þessari málaleitun var synjað, þar sem ráðuneytið leit svo á að starfræksla slíks uppboðsfirma væri andstæð lög- um. HEFUR HALDIÐ MÖRG UPPBOÐ Hinn 2. maí 1953 hélt Sigurður uppboð á ýmsum listmunum í Listamannaskálanum. — Uppboð þetta fór fram án atbeina opin- berra aðilja. Þar voru seld m. a. málverk eftir Gunnlaug Blöndal, Jóhann Briem, Ásgrím Jónsson og svo eftir fjölda erlendra mál- ara, m. a. Constable. Var fyrir- skipuð réttarrannsókn vegna þessa athæfis Sigurðar. Eftir að réttarrannsókn hófst í þessu máli fiélt Sigurður annað uppboð 13. júní 1953 og einnig hélt hann uppboð nú fyrir nokkrum dögum, sem var mjög fjölbreytt, með málverkum eftir marga kunn- ustu málara landsins. FÉKK 2000 KR. SEKT Á uppboðum þessum seldust langflestir sölumuna. Fékk Sig- urður í umboðslaun 18% af mun- um, er seldust undir 1000 kr. og 14% af hlutum, er seldust fyrir meir en 1000 kr. Sakadómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu, að þessi uppboð Sigurðar væru ólögmæt og sektaði hann um 2000 krónur. Var þessum dómi áfrýjað til Hæstaréttar. TILSKIPUN FRÁ 1693 HELGUÐ VENJU I dómi hans segir m. a. a<F reglur þær, sem fylgt hafi verið hér á landi um uppboil séu í tilskipun um uppboðs- þing frá 19. desember 1693. Þessi tilskipun mun aldreí hafa verið birt hér á landi og því ekki öðlazt hér gildi sem sett lög. En tekið var að fylgja. ákvæðum tilskipunar þessarar fyrir aldamótin 1800 og hafa ákvæði úr henni þannig verið framkvæmd hér á landi í meira en hálfa aðra öld. Þess vegna hafa þessi ákvæði helg- azt af venju og yngri lögum og orðið gildandi íslenzkar ' lagareglur. í tilskipun þessari segir m. a. að það séu eingöngu hinir opin- beru uppboðshaldarar á hverjum stað, sem mega halda uppboð. Skv. þessu gamla ákvæði fra 1693 eru uppboð Sigurðar Bene- diktssonar dæmd óheimil og stað- festi Hæstiréttur sektarákvæði sakadóms. Níu kórar í Landssam- bandi blandaðra kóra Góðar gjafir fil Þingeyrarkirkju ÞINGEYRI, 29. sept. — Frú Svanhiidur Hjartar, frá Þing- eyri, nú búsett í Reykjavíh, gaf Þingeyrarkirkju 5. júní s. 1. nýj- an altarisdúk, er hún sjálf hafði saumað. 21. sept. gaf kvenfélagið „Von“, Þingeyri, Þingeyrarkirkju nýtt altarisklæði, er saumað hefur Unnur Ólafsdóttir, Reykiavík. Báðar eru gjafir þessar for- kunnar-fallegar og vel gerðar. Gefendur afhentu gjafir r.ínar í kirkjunni að viðstaddri rókn- arnefnd og sóknarpresti, séra Stefáni Eggertssyni. Form. sóknarnefndar, Matthías Guðmundsson, þakkaði gjafirn- ar. —M. 14. ARSÞING L.B.K. var háð í Reykjavík dagana 17. og 18. sept. 1954. Til þings komu 11 fulltrúar frá 5 sambandsfélögum. Auk fulltrú- anna sátu þingið 4 söngstjórar, — 1 þeirra jafnframt fulltrúi, — og 2 félaga-formenn, svo og sam- bandsstjórnin. Þannig sátu þing- ið alls 19 manns með þingsetu- rétti. Þingforseti var kjörinn Gunn- laugur Jónsson, fulltrúi Sunnu- kórsins á ísafirði, en ritarar: Stefán Halldórsson og Björn Guð mundsson, fulltrúar Söngfélags verkalýðssamtakanna í Reykja- vík og Samkórs Reykjavíkur. Samkvæmt skýrslu sambands- stjórnar eru sambandskórarnir talöir 9. Af þeim hafa 2 ekki get- að starfað síðastliðið starfsár vegna söngstjóraleysis, — og svo var einn enn að missa söngstjóra sinn rétt fyrir þingið. Talið var að vöntun söngstjóra, manna, sem af áhuga vildu offra söngnum starfi sínu, svo og vandræðin með að fá viðunandi og viðráðanlegt húsnæði til æf- inga, mundi standa söngkóra- starfi mest fyrir þrifum. 1 Inntökubeiðni hafði komið frá 1 söngfélagi í Reykjavík, en plögg þau, er leggja þarf frarn jafnframt, til þess að beiðnin væri tekin fyrir á þinginu, voru enn ókomin, en upplýst að bæði söngstjóri kórsins og formaður voru fjarverandi, svo ekki varð úr bætt að þessu sinni. Stuðlað var að utanför Sam- kórs Reykjavíkur og hún styrkt. En nokkrir aðrir sambandskórar höfðu sungið inn á plötur hjá Ríkisútvarpinu. Til stóð, samkvæmt ákvörðun síðasta ársþings, að halda lands- söngmót í Reykjavík á þessu líð- andi sumri, í sambandi við 10 ára afmælishátíð lýðveldisins, en« úr því gat ekki orðið því að kór ■ arnir utan af landi gátu ekki komið, nema einn, og stærsti kór- inn í Reykjavík varð að vera. fjarverandi. Vegna þessa varð- ekki heidur af því að kynnt væm ljóð þau og lög, sem fengin höfðu verið, alveg ný, til að syngja á þessu fyrirhugaða móti. Var frá því sagt í skýrslu stjórnarinnag og lög og ljóð til sýnis á þinginu. Aftur á móti komu 3 blandaðif* kórar fram og sungu í Reykjavík við hátíðahöldin 17. júní í fyrsta Frsmh, á bls. II ,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.