Morgunblaðið - 31.10.1954, Síða 14
MORGUNBLAÐIB
Sunnudagur 31. okt. 1954
u
N I C O L E
Skaldsaga oftii Katheriae Gasin
4
Framhaldssagan 81
Þau námu staðar og hann
glotti. „Það lýtur út fyrir að ball-
ið sé að byrja. Warsaw .... Hvar
munu þeir kasta sprengjunum
næst? París? London?"
Er þau komu aftur til Mayfair
og biðu eftir Richard í fordyri
hótelsins, hlustuðu þau á tal
fólksins, sem gekk framhjá.
„Pólverjarnir ætla að berjast;
þeir eru ákveðnir í því“.
„Já, — en Þjóðverjar eru það
líka....“
„Það verður ekkert úr þessu".
„Nei, það held ég ekki. Það er ]
mikið veður gert út af svona
litlu“.
„Þetta þýðir önnur heims-
styrjöld“.
.„Heldurðu það, Harry? Ég
hélt að þetta mundi byrja og
enda í Póllandi“.
„Mér þykir leiðinlegt að valda j
þér vonbrigðum, en þetta. ... “
Lloyd leit á Nicole. ,,Ég veit
ekki, hvað allt þetta fólk er að
tala um“, sagði hann þurrlega
Hún brosti. „Það er vist að
skella á önnur styiyöld, elskan.
Vissir þú ekkert um það?“
Hann varð skyndilega alvarleg-
ur. Hann leit á Nicole, og síðan
á Judith, sem sat við hlið henn- |
ar. „Tom sagði að heimskulegt
væri af mér að láta ykkur koma
með mér til Englands. Kannski
hefur hann haft rétt fyrir sér. Ég
hefði kannski átt að láta ykkur ,
vera eftir. Ef England lýsir stríði
á hendur Þjóðverjum, þá munu
loftárásirnar byrja hér alveg eins
og í Póllandi. Nieky, það er enn- i
þá tími til stefnu. Ef þú vilt fara
aftur til Ameríku.... “ '
Hún hugsaði sig um. „En við
Judith förum aftur — förum við
þá einar?“ l
„Ja .... ég býst við því“.
„Þá fer ég ekki. En hafðu ekki
áhyggjur. Það fer vel um okkur (
að Fenton-Woods. Þeir beina
sprengjunum að borgunum; þeir
hafa engan hug á sveitunum". I
„Ég vona að þú hafir rétt fyrir
þér“, sagði hann. „Ég hef verið
dálítið órólegur út af þessu síðan
við komum". Hann leit á úr sitt.
„Rick ætti að vera kominn. Hann
sagði klukkan eitt Hún er fimm
mínútur yfir núna“. |
„Það verður skrítið að sjá hann
aftur“, sagði hún hugsandi.
„Skyldi hann hafa breytzt mjög?“
„Já, það er líklega rétt. Menn
eru dálítið eldri, ef það er ekki
annað“, sagði hún og brosti. |
„Rick er að verða þrjátíu og
eins árs“.
„En hvað hann er ólíkur Alan.
Ég hef aldrei þekkt tvíbura sem
eru jafn ólíkir að eðlisfari. Alan
er kvæntur — orðinn staðfastur
og á sína fjölskyldu; Richard er
enn svo laus í rásinni — ennþá
að leita að einhverju, sem hann
aldrei finnur“.
„Ég hélt að hann hefði fundið
það í tónlistinni“. sagði Lloyd
:ágt. A -
„Það hélt ég líka“, svaraði
hún. „En flugherinn veitir hon-
um ekki margar frístundir tií
tónlistariðkunar .... Ég er
lirædd um að Richard festis ekki
við neitt. Það er leiðinlegt ....
Hann hefði getað náð býsna
langt“.
„Þarna kemur hann“, kallaði
Lloyd allt í einu. •
Nicole sneri sér við. Richard
hafði séð þau og gekk til þeirra
brosandi. Tilfinning hennar var
undarleg. Það var eins og þessi
ár, sem liðin voru síðan þau fóru
til Ameríku væru óliðin. Hún
minntist þess að einu sinni áður '
hafði hún setið í þessu sama sæti
\ og beðið eftir Richard — þá hafði
hann gengið yfir hótelfordyrið
nákvæmlega á sama hátt; stórum
hröðum skrefum og brosandi út
undir eyru. En hún áttaði sig
fljótt á breytingunni, sem á var
orðin síðan þá, því að í stað bláu
fatanna, sem hann hafði þá verið
í, var hann nú í grábláa einkenn-
isbúningnum.
Lloyd stóð á fætur og rétti
fram hendina.
„Þetta er eins og í gamla
daga?“ sagði Richard.
„Það er gaman að sjá þig aft-
ur, Rick“, sagði Lloyd. „Þú lítur
vel út“.
Richard sneri sér að Nicole.
Hann brosti og tók í hönd henn-
ar. „Ég ætla ekki að lýsa því
fyrir þér, hve yndislegt það er
að þú skulir vera komin aftur“.
Hann virti hana vel fyrir sér.
„Þú hefur ekki breytzt, alls ekk-
ert. Ég bjóst við að sjá þig út-
slitna og farna eftir að hafa búið
með Lloyd í fimm ár. Hvað skeði
— hafðirðu taumhald á honum?"
Hún brosti. „Hann barði mig
reglulega á hverju laugardags-
kvöldi fyrstu fjögur árin. Eftir
það varð ég vön þeim meðför-
um“.
Judith tók í jakkaermi Lloyds.
Hann beygði sig niður og tók
hana upp. „Rick“, sagði hann,
„má ég kynna þig fyrir dóttur
minni. Judith Rosemary Fenton“.
Richard hneigði sig og var
alvarlegur á svip. „Það gleður
mig að kynnast yðar, ungfrú
Fenton“.
Judith brosti feimnislega.
Richard sneri sér aftur að
Nicole. „Ég lét taka frá borð
handa okkur, svo að við gætum
fengið okkur hádegisverð. Er
ekki betra að við förum inn —
við getum talað saman í meira
næði þar“.
Sú stund sem þau höfðu til að
borða var of stutt til þess að
hægt væri að komast yfir allt
það, sem þurfti að segja frá og
skýra út. Frásaga af lífi þriggja
síðustu fimm árin var ekki vel
fallin sem samræða yfir matar-
borði.
„Það var í ýmsu að snúast, áð-
ur en við fórum frá New York“,
sagði Lloyd. „Ég varð að finna
mann til þess að taka við læknis- I
starfi mínu. Það reyndist ekki'
eins erfitt og að finna leigjanda
að húsinu. Við yfirgáfum það
með húsgögnum og öllu, og að
sjálfsögðu urðum við að vanda
til valsins á leigjanda“.
„Til hve langs tíma leigðuð þið
það?“ spurði Richard.
„Tólf mánaða“, svaraði Lloyd.
Richard blístraði lágt. „Haldið
þið að þið verðið komin heim
aftur eftir eitt ár?“
„Það vona ég“, sagði Lloyd.
„Heldurðu ekki að þetta verði
allt búið þá?“
„Það held ég ekki“, svaraði
Richard kuldalega. „Síðasta stríð
stóð í fjögur ár. Manstu það
ekki?“
„Það er óttalegt til þess að
hugsa“, sagði Nicole. „Fjögur ár!
Þýzkaland er svo vel undir búið,
en England svo illa á vegi statt.
Richard, England sefur ennþá;
það er ekki enn vaknað til raun-
veruleikans“.
Richard hallaði sér fram á
borðið. „Það getur verið að Eng-
land fari hægt, Nicole“, sagði
hann alvarlegur á svip, „en við
sofum ekki. Að tjaldabaki er
unnið myrkranna á milli. Það er
ennþá margt ógert þar til landið
verður tilbúið til mikilla átaka,
en nú er tímanum ekki lengur
sóað“. Hann leit á Lloyd. „Þú
skilur hvað ég á við um leið og
þú mætir til skráningar. — Þá
muntu sjá dálítið af því sem að
tjaldabaki fer fram“.
Lloyd kinkaði kolli. „Ég fór
og heimsótti dr. Forrest í morg-
un. Ég .vann undir hans stjórn,
þegar ég var hér á árunum“.
Richard varð undrandi. „Til
hvers fórstu að hitta hann?“
Samkvæmiskjólaefni
Glæsilegt úrval
Lamé, svart og gyllt
brocade, margir litir
cloque, blátt, grænt og lillað
rifsefni, einlit og munstruð.
taft, margir litir.
KjóUinn
Þingholtsstræti 3.
Ensk fataefni
í miklu úrvali. — Lítið í gluggana um helgina.
Klæðaverzlun BRAGA BRYNJÓLFSSONAR
Laugavegi 46
Vöndu’5 ensk
karlmannafataefni
nýkomin. — Ýmsar gerðir. — Einlit, röndótt og
kambgarn.
ÞORGILS ÞORGILSSON, klæðskeri
Hafnarstræti 21, II. hæð.
Sími 82276.
Kvennadeild slysavarnafélagsins
i Reykjavik
heldur fund mánud. 1. nóv. kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu.
Á fundinum skemmta frúrnar þrjár og Fúsi. — Dansað.
Fjölmennið!
STJÓRNIN
býður yður fjölbreyttara
úrval SENDIFERÐA- og
STATION bíla, en nokkur
önnur bílasmiðja veraldar.
Y F I R 6 0 gerðir slíkra bíla falla undir
ákvæði Innflutningsskrifstofunnar um inn-
flutning sendiferðabíla.
FORD er fallegur — FORD er þœgilegur
FORD er öruggur — FORD er ódýr
KR. KRISTJAIMSSOM h.f.
Laugavegi 168—170 — Sími 82295
*mrnm
- Bezt að auglýsa í Morgunblaðiðinu —
HATTAR
teknir fram á morgun
MARKAÐURINN
Laugaveg 100