Morgunblaðið - 18.11.1954, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.11.1954, Blaðsíða 10
26 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 18. nóv. 1954 or? o frá Reykhólum sextiiff ÞAÐ er síðsumarkvöld. Ilmandi norðangola gárar fjörðinn og bærir stórvaxinn puntinn við göt- una heim að hliðinu í Múla í Kollafirði. Löng röð af hestum með hey- sátur vaggar heim göturnar fram an úr dalnum. Ung kona gengur hratt frá íbúðarhúsinu út á túnið og tekur á móti hestunum. Hún tekur sterklega til höndunum og hleypir sátunum en segir drengn- um, sem fer á milli að skreppa heim og fá sér einhvern glaðning meðan hún annist um kaplana. Ég geng til hennar og heilsa. Hún tekur kveðju minni glað- lega. Hún er sólbrennd og rjóð, með glóð í augum og bros á vör- um. Dugur og kraftur brimar af hverri hreyfingu. Hún segir mér hvernig heyskapurinn gangi. — Hún talar í stuttum setningum, meitluðum kjarnmiklum orðum, líkt og rithöfundur frá fyrri öld- um. Rödd hennar hljómar svo undarlega millt og hvellt í senn, líkt og hún sé mótuð af bergmáli hamranna við klifið eða klett- anna í dalnum og ljóði lindanna við árbakkann. En áður en varir, beygir tal hennar að fegurð hins komandi kvölds, sveigir inn á stíga hins ljóðræna og skáldlega, með heim- spekilegum athugasemdufn fjærri hversdagsleika, en þó mitt í önn dagsins. Og konan er búin að breiða kaplana. Drengurinn kominn af stað með hrossin. Mér boðið til stofu. Allt svo hratt og hljótt og sjálfsagt, eins og straumur árinn- ar niður eyrarnar. Þetta er Ingibjörg í Múla. Mér finnst raunar ómögulegt, að hún sé búin að lifa sex ára tugi, og standi nú á tindi þess þroska, sem háður er árum og öldum þessarar jarðar. Og þótt hún sé nú löngu orðin húsfreyja við nýja götu hér i höfuðborg inni, þá finnst mér alltaf að Eyjólfur og hún séu ung hjón í nágrenni mínu í draumalandi minninganna vestur við Breiða- fjörð. Þar var Ingibjörg bæði hús- freyja og kennari í senn, bæði vösk og vitur og sameinaði við það, eitt hið helzta, sem mér fannst einkenna Reykhólasyst- kinin, en einkum þau tvö, sem ég þekkti bezt, Ingibjörgu og Jón. En þetta tvennt var dugur og starfsgleði hversdagslífsins og draumkennd íhygl skáldsæisins sem vakti athygli á öllu fögru og vakti þrá þess, sem hlýddi á tal þeirra, til alls sem er fallegt og sælt og gott, hinna eilífu verð- mæta tilverunnar. Marta og María báðar í einni persónu, sem ekki er auðvelt að gleyma. Ég ætla ekki að rekja ævisögu Ingibjargar, en það er staðreynd að hún er fædd 14. nóv. 1894 að Borg í Reykhólasveit og ein þeirra mörgu barna Hákonar og Arndísar Reykhólahjóna, sem vörpuðu birtu yfir stórbýlið í LJ vitund okkar kotakrakkanna í sveitunum í kring. Ég óska henni og ástvinum hennar innilega til hamingju með | marga og bjarta daga, við störf ofin draumsætu hins ósýnilega og eilífa, hins liðna og ókomna. Við glóð minninga og stjarnaglit vona er svo inndælt að orna sér, þegar líður á daginn. Rvík, 12. nóv. 1954. Árel. AðaHundur Mngeyingafélagsins FÉLAG Þingeyinga í Reykjavík hélt aðalfund sinn þriðjudaginn 9. nóv. s.l. í Breiðfirðingabúð, uppi. Fráfarandi formaður fé- lagsins, Barði Friðriksson, hér- aðsdómslögmaður, gaf skýrslu um störfin á liðnu ári. Starfandi eru innan félagsins margar nefnd ir er hafa með framkvæmdum hin ýmsu störf. Verið er að vinna að undir- búningi að því að reisa minnis- varða yfir Skúla landfógeta að fæðingarstað hans í Keldunesi. Þá er og í athugun um kvik- myndum héraðsins og er nefnd starfandi í því máli, en nokkuð hefur verið gert af einstökum mönnum af smáþáttum, ósam- stæðum. Unnið hefur verið að örnefnasöfnun. Á s.l. sumri var fyrir forgöngu örnefnanefndar safnað örnefnum í 3 hreppum eða á um 70 býlum, gerði það Skúli Skúlason. Formaður örnefna- nefndar Kristján Friðriksson, for stjóri, styrkti starfið með 4 þús. króna framlagi. Landnámsnefnd hefur unnið að skógrækt í Heið- mörk og voru gróðursettar þar s.l. vor 3500 plöntur af félags- mönnum. Er vaxandi áhugi fyrir skógræktinni og rætt um að reisa skála í landi félagsins þar efra. Formaður landnámsnefndar er Kristján Jakobsson, póstmað- ur, en í nefndinni eru 19 manns, einn úr hverju hreppsfélagi. Út er að koma á vegum sögu- nefndar félagsins, Byggða- og sveitalýsing Suður-Þingeyjar- sýslu eftir Jón Sigurðsson í Yzta- felli, stór bók og fróðleg með mörgum myndum. Þá er og verið að rita byggðalýsingar úr Norð- ur-Þingeyjarsýslu og hefur Gísli Guðmundsson, alþingism., tekið að sér forgöngu þess verks. Stjórn félagsins til næsta árs, skipa, formaður Tómas Tryggva- son jarðfræðingur, ritari Indriði Indriðason rith., gjaldkeri Valdi- mar Helgason leikari, með- stjórnendur, Jónína Guðmunds- dóttir kaupk. og Andrés Krist- jánsson blaðamaður. — Félags- menn eru rúmlega 300 að tölu. Ný IJóðabók effir Þórodd Guðmunds- son á Sandi NÝLEGA er útkomin ný ljóðabók eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi. Er það þriðja Ijóðabók hans, en hann hefur einnig látið frá sér fara þrjár bækur aðrar. Þær eru Skýjadans (sögur), Guð- mundur Friðjónsson (ævísaga) og Úr vesturvegi (ferðasaga). — Þessi nýja ljóðabók heitir Sefa- fjöll og er 112 bls. útgefin af höf- undi sjálfum. í bókinni eru 40 ljóð frumsamin og þýdd. Haiiie Seiassie Kaupmannahöfn, 15. nóv. HAILIE SELASSIE, keisari af Eþíópíu, kom til Kaupmanna- hafnar í kvöld á leið sinni frá Þýzkalandi til Stokkhólms, en þangað ætlaði hann I opinbera heimsókn. Keisarinn átti klst. viðdvöl í Kaupmannahöfn. Hins vegar mun hann koma aftur til Hafnar n.k. sunnudag og þá í opinbera heimsókn eftir að hafa heimsótt Ósló. — NTB. Ingjaldur Jónsson sextugur HANN er fæddur að Melshúsum í Leiru. Sonur hjónanna, sem þar bjuggu þá, Jóns Bjarnasonar og Margrétar Ingjaldsdóttur. Næst elztur 13 systkina. Jón, faðir Ingjalds, var atorku- maður og svo mikill jarðabóta- maður, að af bar. Margrét Ingjaldsdóttir var ekki úr sér vaxin, en kom til leiðar dags- verki, sem mörg konan hefði lát- ið ógert eða aðeins komið áleiðis. Að Melbæ fluttu þau eftir eins árs búskap. Þar var stórt heimili og mannmargt. Öll systkinin heima til fullorðins ára. Auk þess 1—2 skipshafnir á vetrarvertíð- um. Á slíkum heimilum voru mikil umsvif og um margt að hugsa. Á þeim tíma voru heimilin ein- dreginn vinnuskóli strax og börn- in fóru nokkuð að geta unnið. Þau Melbæjarhjón áttu því láni að fagna, að börn þeirra voru vinnugefið fólk, sem litu á hag heimilisins sem sinn hag. Þeir Melbæjarbræður voru svo dug- miklir og framsæknir, að aðeins fáum verður til jafnað, þegar alls er gætt. Sólmundur, hinn elzti, varð formaður á vetrarvertíð tvítugur að aldri. Góður afla- maður og skipasmiður. Orðlagður stjórnari í vondum veðrum á sjó. Þriðji var Bjarni. Hann var góður sjómaður. Bjarni andaðist á Víf- ilsstaðahæli fyrir mörgum árum. Hann var heyskaparmaður á sumrum. Meðan hann hélt heilsu mun það hafa komið fyrir eftir Gullbrúðkaup Margrét Finnsdóttir og Árni Árnason Hlaupabóla í brezka þinginu LONDON, 15. nóv. ★ EINN þingmanna íhalds- flokksins, Lawrence Turner, lagðist s. 1. föstudag í rúmið með hlaupabólu. Það hefir valdið leið- togum flokksins talsverðum á- hyggjum, að einmitt þennan dag átti Turner viðræður við forsætis ráðherrann, Winston Churchill, innanríkisráðherrann og heil- brigðismálaráðherrann, en sjúk- dómur þessi er einkum smitandi daginn áður en bólurnar koma út á sjúklingnum. Smitunin kem- ur venjulega ekki í Ijós fyrr en eftir 18 daga svo að bíða verður í óvissu þangað til daginn eftir, að drottningin hefir sett þingið á áttræðisafmæli Winston Chur- chill þann 30. nóv. ^ BEZT AÐ AVGLfSA A W t MORGUNBLAÐINU W SUNNUDAGINN '14. nóvember áttu gullbrúðkaup hjónin Margrét Finnsdóttir og Árni Árnason trésmíðameistari á Akranesi. Þau hjónin eru bæði Borgfirðingar að ætt og upp- runa, Margrét er fædd að Sýru- parti á Akranesi hinn 3. nóvem- ber 1881, en Árni er fæddur að Ósi í Skilamannahreppi hinn 15. maí 1875. Uppalinn er Árni að Efra-Skarði í sömu sveit, en Mar- grét ólst upp á Akranesi. Árið 1905 hófu þau búskap sinn á Akranesi og hafa ætíð síðan verið þar búsett, enda til- heyra þau bæði því fólki, sem með elju sinni og atorku hafa byggt þann bæ, og sem sér nú á gamals aldri ávöxt verka sinna, þar sem hið framsækna byggðar- lag er. Bæði hafa þau hjónin verið með afbrigðum dugmiklar og starfsamar manneskjur, enda liggur mikið og gott dagsverk að baki þeirra. Árni hefur lengst af lagt stund á smíðar. Lærði hann þá iðn ungur að árum og enn í dag á áttugasta aldursári gengur hann, hvern dag að vinnu sinni sem ungur væri. Er starfsþrek hans næsta einsdæmi, enda mundu fæstir trúa, að þar færi áttræður öldungur, þar sem hann er, svo létt er lundin og starfsviljinn ákafur. Sama er og um atorku Margrétar að segja, því dyggilega hefur hún staðið við hlið manns síns í allri hans lífsbaráttu, og rækt með miklum sóma húsmóðurstarfið. Er heim- ili þeirra rómað fyrir gestrisni og hjálpsemi alla, enda eru þau hjónin rík bæði af frændum og vinum. Um störf þessara mætu hjóna, þá hálfu öld, er þau hafa búið á Akranesi mætti margt segja og skrifa. En sú frásögn yrði ekki fyrst og fremst saga stórra at- burða eða ævintýralegra stór- ! virkja, heldur saga íslenzkra I hjóna úr alþýðustétt, sem háð ; hafa lífsbaráttu sína af þraut- seigju og dugnaði. En með því að athuga lífsbaráttu þessara hjóna og þeirra annarra, sem á . Akranesi hafa búið í svo langan tíma, þá erum við um leið að fræðast um sögu byggðarlagsins, því saga hvers byggðarlags, hvers lands og hverrar þjóðar er fyrst og fremst saga þess fólks, sem staðina byggja hverju sinni. | Lífi sínu hafa þau hjónin Árni og Margrét lifað í friði og sátt við alla menn, enda hefur skap- lyndi þeirra beggja mótazt af vináttu og hjálpsemi í garð ná- ungans. Má sem dæmi um hjálp- ’ semi þeirra nefna, að áður fyrr meðan Margrét naut fullrar heilsu, þá lagði hún oft á sig mikinn saumaskap fyrir þær konur, sem mörg börn áttu til að létta þeim störfin. Aldrei vildi hún neina borgun fyrir taka, en kaus frekar vináttu og innilegt þakklæti þeirra að launum. 1 bindindishreyfingunni hefur Mar grét einnig verið starfandi um langan tíma og eru nú næstum 60 ár síðan hún gekk í þann félagsskap. Hefur Stúkan jafnan átt hug hennar allan, og málefni hennar öll verið hjartans mál Margrétar. Fjóra syni hafa þau hjónin átt og eru þeir allir uppkomnir og búsettir á Akranesi. Eru þeir eins og foreldrarnir allir dugmiklir ágsetismenn. Systurdóttur Mar- grétar hafa þau einnig alið upp og dvelst hún enn á heimili þeirra. Þeir urðu margir, er færðu hin um öldnu merkishjónum heilla og hamingjuóskir í tilefni gull- brúðkaupsins um leið og þeim var þakkað mikið og gæfuríkt ævistarf. Guð blessi hin öldnu hjón og hinn langa starfsdag þeirra. G. Kjarnorka [ NEW YORK, 15. nóv. j ic Stjórnmálanefnd SÞ hélt í dag áfram viðræðum um stofn- setningu alþjóða kjarnorkumið- stöðvar til friðsamlegrar hagnýt- I ingar kjarnorkunnar. Andrei Vishinsky, aðalfulltrúi Rússa í SÞ, skýrði frá því, að Ráðstjórn- arríkin hefðu lagt fram nokkrar breytingartillögur á áætlun þeirri, er vestrænar þjóðir hefðu þegar gert til slíkrar stofnunar. Kvað hann breytingartillögur þessar hafa verið fengnar í hend- ur fulltrúum Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Kan- ada. ★ Menn gera sér nokkrar vonir um að áætlun þessi komízt í framkvæmd með tímanum, a. m. k. meðal vestrænna þjóða. Bent hefir verið á erfiðleika smærri þjóða á sviði kjarnorkufram- leiðslu en með samstarfi við aðr- ar þjóðir og með einbeitingu að takmörkuðum sviðum slíkrar framleiðslu, ættu þær að geta bætt sér slíkt upp. Höröur Ólafsson Málflutningsskrifðtofa. Laugavegi 10. - Símar 80332, 7673. að fjölskyldan fluttist að Stóra- Hólmi, að hann sló samsumars Melbæjar- og Stórahólmstúnin einn. Allt slegið með orfi og ljá. Annar var Ingjaldur, sem er sex- tugur á morgun. Hann var fljótt ósérhlífinn, sem bræður hans og verkmaður svo mikill, að fáum verður til jafnað. Eftir að hann hafði verið í hörðum skóla á opn- um skipum, varð hann vélstjóri á mótorbáti 17 ára gamall. For- maður á árabáti á Austfjörðum varð hann 18 ára. Góður formað- ur og aflasæll. Eftirsóttur í fé- lagsskap vegna frábærs dugnaðar og glaðlyndis. Togararnir drógu þá að sér hugi ungra manna. Ingjaldur var á þeim mörg ár. Stýrimannaskólinn hafði þá þann góða sið, sem allir skólar ættu að hafa, að hleypa nemendum út í vertíðarbyrjun, — þeim, sem ekki tóku lokapróf. Það mundi eyða námsleiða og verða til þjóðþrifa. Ingjaldur Jónsson var í fremstu röð í Stýrimannaskólanum, Það var gaman að lesa með honum, þ.e.a.s. hafa stuðning af honum fyrir þann, sem skemmra var kominn. Það getur sá borið um, sem þessar línur ritar. Hann var boðinn og búinn til þess að segja öðrum til og gerði það rétt og vel, því að hann var sjálfur ágætis námsmaður. Á togurum var Ingjaldur eftirsóttur maður og í miklu áliti. Mér er sagt, að í ársbyrjun 1925 hafi atvik ráðið því, að hann fór ekki 1. stýrimað- ur á togara, sem fórst með allri áhöfn. Á næstu árum varð Ingjaldur smiður. Allt lék í höndum hans. Húsasmiður og síðar húsasmíða- meistari hefur hann verið á 3. áratug. Ingjaldur Jónsson kvæntist 1919 Kristjönu Kristjánsdóttur. Þeim varð 4 barna auðið. Hann missti konu sína vorið 1940. Seinni kona Ingjalds er Soffía Ólafsdóttir, er hann kvæntist 1944. Þau eiga 2 sonu. Búa á Silf- urteig 6 hér í Reykjavík. Ingjaldur hefur nú nær hálfa öld unnið hörðum höndum. — Lengst af þeim tíma hefur hann unnið öðrum í einhverri mynd. Á meðan Ingjaldur var á léttasta skeiði, vann hann tveggja manna verk. Hvort hann vann sjálfum sér eða öðrum breytti þar engu um. í sjávarplássinu, þar sem hann var borinn og barnfæddur, lærði hann þá verkmenningu, sem hefur dugað honum til þessa dags vel, og öllum þeim, sem hafa notið verka hans. T. Ó. BEZT AÐ AVGUtSA I MORGVNBLA9INU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.