Morgunblaðið - 18.12.1954, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.12.1954, Qupperneq 2
18 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. des. 1954 Oflugur landbúnaður, sem iœr werði um að fullnœgja matvœlaþörf þjóðarinnar SVO SEM áður hefir verið sagt frá, efndu Sjálfstæðis- félögin í Árnessýslu til héraðs- fundar á Selfossi dagana 26. og 27. nóv. s. 1. Var fundurinn fjöl- sóttur og voru þar rædd öll helztu hagsmunamál héraðsins og ítarlegar ályktanir gerðar. Fara hér á eftir helztu ályktanir fundarins. HÚSNÆÐISMÁL Fundur fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélaganna í Árnessýslu haldinn á Selfossi 27. nóv. 1954 heinir eindregið þeirri áskorun til þings og stjórnar, að fundin sé hið fyrsta fær leið til þess að bæta úr lánsfjárskorti til byggingu íbúðarhúsa í kaupstöð- um og kauptúnum landsins. LANDBÚNAÐARMÁL , Fundur Sjálfstæðismanna hald- irin á Selfossi 27. nóv. 1954, lítur i svo á að höfuðskilyrði fyrir irienningu, heilbrigði og efna- hagslegu sjálfstæði þjóðarinnar, sé að í landinu þróist öflugur landbúnaður, sem fær verði um að veita verulegum hluta lands- manna lífsmöguleika, til jafns við aðrar stéttir og fær verði um að fullnægja matvælaþörf þjóðarinnar. Auk þess sem hann verði veigamikill þáttur í út- flutningsverzluninni. í stórum dráttum leggum fund- urinn aðaláherzlu á þessi fram- tíðarmál: 1. Að landbúnaðurinn hafi að- ganga að meira fjármagni en ver- ið hefur, og lán til varanlegra framkvæmda verði veitt til lengri tíma en nú er gert. 2. Að tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins verði stóraukin, og fræðsla í hagnýtri búnaðar- þekkingu. elfd. 3. Að verðlagning landbúnað- arafurða verði algjörlega í hönd- um bænda. 4. Að rafvæðingu sveitanna verði hraðað sem mest, og verð á rafmagni frá rafveitum ríkis- ins verði sama um land allt. 5. Að ákveðið og markvisst verði unnið að rannsóknum og útrýmingu búfjársjúkdóma. — "Varnarlínur verði efldar og skor- ar fundurinn á bændur og trún- aðarmenn þeirra að standa vel á verði á því sviði. 6. Að skógrækt verði stór auk- in, með tilliti til nytjaskóga og skjólbelta meðfram gróðurlönd- um. 7. Að jarðræktarlögin verði rækilega endurskoðuð og sér- staklega athugað hvort ekki beri að flokka jarðrækt eftir kostn- aðarverði og gæðum, frekar en uú er gert, og lán og styrkir mismunandi eftir því. Engir styrkir verði veittir á illa gerðar og óvaranlegar framkvæmdir. . 8. Að bændur verði kvattir til þess að gera jarðir sínar að óðalseign. HEILBRIGÐISMÁI. Fundur Sjálfstæðismanna í Árnessýslu haldinn að Selfossi 26. og 27. nóvember 1954 skorar hér með á háttvirt Alþingi og rík- isstjórn að veita nú þegar á þessu þingi fjárveitingu til bygg- ingar sjúkrahúss á Selfossi. Fundurinn skorar ennfremur á sýsluyfirvöld Árness- og Rangár- vallasýslu og jafnframt alla sýslubúa beggja sýslna, að hrinda þessu máli í framkvæmd tafar- faust á árinu 1955. SJÁVARÚTVEGSMÁL Fundur sambands Sjálfstæðis- félaganna í Árnessýsíu 26. og 27. nóv. 1954, lýsir ánægju sinni yfir framkomnu frumvarpi á Alþingi um eflingu Fiskveiðasjóðs ís- lands og beinir þeirri áskorun til þingmanna kjördæmisins að fylgja því fast eftir, að verstöðv- arnar hér austan fjalls verði ekki afskiptar um aukinn stuðning í útgerðarmálum, í sambandi við hið aukna fjármagn sjóðsins, og Og verS'i í úifl ess v eicpamikill bpv erzlanSnni ennfremur að vinna áð því, að meira framlag fáist úr ríkissjóði, en nú er, til áframh ildándi hafri- argerða í Þorláksiiöfh. Eiririíg telur fundurinn nauðsynlégt að ríkisstyrkur til lendingárbóta á Stokkseyri og Eyrarbakka vérðí aukinn að mun, til samrærríis við þá miklu hækkun er orðið hefUr á kostnaði við slík verk. VERZLUNARMÁL Fundurinn telur að frjáls verzl- un sé eitt aðalundirstöðuatriði fyrir góðri afkomu þjóðarinnar. Má sjá af sögu íslands, að þá fyrst fór þjóðin að rétta við, er verzlunin var gefin frjáls og því betur sem lengur leið og hún varð að öllu leyti í höndúm íslendinga sjálfra. Fundurinn er samþykkur ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins 1953 i verzl- unarmálum og leggur áherzlu á þessi atriði: 1. Að öll verzlun verði frjáls og haftalaus. 2. Að eðlilegt sé að einkaverzl- un og samvinnuverzlun starfi hlið við hlið í frjálsri sam- keppni. Leggur fundurinn því áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkurinn stefni ótrauður að því, sem fyr, að öll viðskiptamál þjóðarinnar verði að öllu leyti frjáls og hafta- laus. IÐNAÐARMÁL Fundur Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu telur að iðnaður sé svo snar þáttur í afkomu þjóð- arinnar, að hann e'igi að njóta eigi lakari fyrirgreiðslu ríkis- valdsins en aðrir atvinnuvégir þjóðarinnar. Fundurinn telur nauðsynlegt að upp sé tekinn fyrirgreiðsla og aðstoð með skipulagsbundnum hætti iðnaðinum til handa. Má þar til nefna aðstoð til iðnaðar- málaskrifstofu fyrir allan iðnað og iðju í landinu. Fundurinn leggur áherzlu á eftirfarandi: 1. Bankar og aðrar lánsfjár- stofnanir reyni eftir fremsta megni að leysa úr lánsfjárþörf iðnaðarins. Álítur fundurinn sér- staklega þýðingarmikið, að Iðn- aðarbanka íslands h.f. verði séð fyrir nægu rekstrarfé og að iðn- aður njóti eigi lakari vaxtakjara en aðrir atvinnuvegir'þjóðarinn- ar, t. d. landbúnaður og sjávar- útvegur. 2. NéyzluþÖrf landsmanna verði fullnægt, sem mest með frafnleiðslu innanlands til sparn- aðar á gjaldeyri og aukinnar fjölbreytni í atvinnulífi lands- manna. 3. Jarðhiti, vatnsorka og aðrar auðlindir landsins verði nýttar eftir því, sem unnt er, m. a. til j framleiðslu iðnvara til útflutn-, ings. Þá vill fundurinn lýsa á-' nægju sinni yfir þeim fram- kvæmdum, sem hafnar eru fyrir forgöngu Sjálfstæðisflokksins í raforkumálunum, og telur þaf spör í rétta átt til aukinnar stór- j iðju í landinu. 4. Ekki séu send úr landi þau verkefni, sem íslenzkir iðnaðar- mer.n eru færir um að leysa. | í því sambandi vill fundurinn benda á að teknir verði til at- hugunar möguleikar á fram- leiðslu landbúnaðarvéla. GRÓÐURHÚSAMÁL Fundur Sjálfstæðismanna í Árnessýslu á Selfossi, 27. nóv. 1954, beinir þeim tilmælum til þings og stjórnar, A. Að hafin verði nú þegar til- rauna og leiðbeiningastarfsemi í garðyrkju, og tekinn verði nokk- ur hluti garðýrkjústöðvarinnar að'Reykjum í Öífusi (Ga'rðyrkju- skóla ríkisins) til tilraunastarf- serrií og ráðinn verði sérstakur tiífaúriástjófi og ætti þessi ráð- stöfuri að'gera skólann enn full- komriari, kennslustofnun. B. Að skíþuð verði nú þegar skólariefnd við Garðyrkjuskóla ríkisiris skv. lögum nr. 91, 23i júni 1936. C. Fundurinn álítur að garð- yrkjari sé orðín það stór og þýð- ingamikil atvinnugrein, að tíma- bært sé að ráðlnri sé sésrtakur réðunautur fyrir garðyrkjubænd- ur, líkt og bændúr nú eru að- njótandi. D Að fulltrúi garðyi’kj ubænda- félaganna verði framvegis með í ráðum um rnál er varðar stétt- ina. E. Að lögum um nýbýli verði breytt á þann veg, að garðyrkju- bændur njóti sömu réttinda og bændur, án tillits til landsstærð- ar garðyrkjustöðvanna. VÚRKALÝÐSMÁI, ,1. Sjálfstæðismenn í Árnes- sýslu eru á hverjum tíma fúsir til að vinna verkalýðsfélögunum allt það gagn er þeir rriega. 2. Fundurinn leggur sérstaka áhérzlu á, að sérhver vinnufær maður geti haft atvinnu við arð- bæran atvirinurekstur. M. a. tei- ur fundurinn æskilegt, til aukn- ingaf og jöfnunar atvinnu allt árið, að iðnaður í héraðinu verði stóraukirin. f því sambandi vill fundurinn benda á að nú fer mikið af óunnu hráefni úr hér- sði, t. d. ull, húðír og skinn. Tel- ur fundurinn nauðsyn bera til, að þessar vörur o. fl. verði unn- ar í héraðínu. 3. Þaf sem ríkissjóður veitir fé til margskonar framkvæmda i héraðinu, svo sem rafvirkjana, brúargerða, vegagérða o. fl., tel- ur fundurinn að utanhéraðsmenn ættu alls ekki að vinna að slíku meðan verkfærir menn í hérað- inú eru atvinnulgusir. Ennfrem- ur telur fundurinn nauðsyn til bera, að uriguin héraðsmönnum verði veitt svo rúm aðstaða til iðnnáms, að ekki þurfi að sækja iðrilærða verkamenn úr öðrum héruðum framvegis. 4. Fundurinn telur kröfuna um sömu laun karla og kvenna við sömu vinnu, fullkomið réttlætis- mál. MENNTAMÁI, Funduririn lýsir sig samþykk- an stefnu menntamálaráðherra í skólamálum og vítir harðlega þær ómaklegu árásir, sem hann hefír orðið fyrir. Jafnframt bend- ir fundurinn á að nauðsyrilegt sé að búa skólana betur að kennslu- tækjum og bókum og beinir þvi til fræðslumálastjórnarinnar, að gera úrbætur í þessum efnum. 2. Fundurinn telur, að með stofnun Menntaskólans að Laug- arvatni hafi aðstaða ungs fólks til framhaldsnáms batnað að mun, ekki aðeins í héraðinu, heldur einnig um land allt, og væntir þess, að starfsskilyrði skólans verði bætt svo fljótt, sem unnt er, til þess að skólinn geti sem bezt gegnt menningarhlut- verki sínu. 3. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, sem gert hefir verið í Skálholti og er í meginatriðum samþykkur því, sem þar er á- formað að gera. Jafnframt legg- ur fundurinn ríka áherzlu á, að hann telur stofnun reglulegs biskupsstóls í Skálholti nauð- synlegasta og sjálfsagðasta þátt í endurreisn staðarins. 4. Fundurinn telur að afskipti hins opinbera og stjórn á Þing- völlum hafi ekki borið þann árarigur, sem vænta hefði mátt. Þar sé auðnarlegt að koma, skóg- ur í órækt, þinghelgin óvirt og ekki sé aðhafst staðnum til sæmdar og vegs. Hyggur fund- urinn því, að endurskoða beri skipan þessarra mála allra og færa í horf, sem hæfir þjóð, sem ann sögu sinni og arfi feðranna. Bendir fundurinn og á, að hraða þarf lagningu rafmagnslínu frá Sogi til Þingvalla, því að án þess mun ógerlegt að hefja staðinn, sem verðugt er. 5. Fundurinn bendir á tvær menningarstofnanir í héraði, sýslubókasafn og byggðasafn. — Telur hann alla nauðsyn á stuðn- ingi almennings til þrifa og vaxt- ar stofnunum þessum og væntir þess, að opinberir ■ aðilar veiti þeim brautargengi. Fundurinn hvetur almenning til að hirða um gamla muni og láta þá byggðasafninu í té. SAMGÖNGUMÁL Fundur sjálfstæðismanna í Árnessýslu, haldinn á Selfossi 26. og 27. nóvember 1954 telur, að j hverju héraði sé það höfuðnauð-! syn, að samgöngur, bæði innan* héraðs og til markaðsstaða, séu [ í sém beztú lagi, svo að atvinnú- líf og menningarlíf megi dafna og þroskast. 1. Eins og háttað er, hér í Árnes sýslu, verða samgönguleiðirnar ekki taldar vera í sæmilegu lagi. Til dæmis má nefna að: a) Lögin um Austurveg hafa enn ekki verið látin koma til framkvæmda. b) Brúin á Hvítá hjá Iðu hefur enn ekki verið fullgerð og ekk- ert verið unnið að smíði hennar í heilt ár. c) Enn hefítr ekki verið lagður vegur frá Þingvöllum um Laug- arvatn og Geysi að Gullfossi og þaðan að Brúarhlöðum og Tungu- fljótsbrú hjá Vatnsleysu. Allar þessar framkvæmdir eru stórnauðsynlegar og skorar fund- urinn á Alþingi og ríkisstjórn að veita fé og nota lánsheimildir, I sbr. Austurvegur, til þess að hrinda þeim fram án frekari tafar. Ennfremur vill fundurinn benda á, að viðhald veganna í Árnessýslu hefur verið fádæma lélegt að undanförnu. Til þess að bæta um það, telur fundurinn nauðsynlegt að veita nokkru meira fé til þess, svo og að not- aðar verði stærri og að mun fleiri vinnuvélar (t. d. heflar) eu hingað til hafa verið hér í notk- un. Þá má minna á að æði oft hefur það ráðið mestu um val ofaníburðar hvort hann er nær- tækur eða ekki, þótt leggja berí fyrst og fremst. áherzlu á hversu haldgott slitlag hann gefur veg- inum. Væntir fundurinn þess að meiri gaumur verði gefinn að því framvegis en hingað til, svo mikilvægt er þetta að dómi hans. 2. Vegna legu Árnessýslu verð- ur ekki um miklar samgöngur á sjó að ræða við sýsluna (strand ferðir), en hins vegar telur fund- urinn að sýslunni sé mikill á- vinningur að því að fá út- og innflutningshöfn á Þorlákshöfn fyrir Suðurlandsundirlendið og vill því lýsa yfir eindregnum stuðningi við það verk, sem þar er hafið. 3. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, hvað áunnizt hefir í símamálum í sýslunni s. 1. 2 ár, en telur, að ekki megi staðar nema fyrr eri sími er kominn inn á hvert býli í sýslunni. Fundurinn telur það mjög að- kallandi, að neyðarþjónustu um nætur verði komið upp við lands- símann á Selfossi, bæði til að svara læknisvitjanabeiðnum og brunaliðskalli utan úr sveitinni. 4. Fundurinn telur nauðsynlegt að athugaðir verði í hverri sveit möguleikar á að gera flugbrautir fyrir litlar flugvélar, er nota mætti þegar slys eða bráða sjúk- dóma ber að höndum og vegir eru illfærir eða ófærir. 5. Fundurinn telur, að vegna vaxandi ferðamannastraums um Árnessýslu, beri brýna nauðsyn til að bæta úr gistihúsaskorti hér- aðsins og bæta um aðbúnað og þjónustu alla, svo sem verða má, svo að gistihúsin megi laða ferða- menn til að heimsækja fagra og sögufræga staði, svo sem Þing- völl, Geysi, Haukadal, Gullfoss og Skálholt. Væntir fundurinn þess, að rík- isvaldið beiti sér fyrir raunhæf- um úrbótum á þessum málum. / hátíðamatirm: Hangikjöt svínakótelettur svínasteik hamflettar rjúpur dilkasvið hamborgarhryggur rauðkál rauðrófur hvítkál Vinsamlega pantið tímanlega. ^JJjötue rzltAW ^JJjalta oCý&óóontit' Hofsvallagötu 16 (Verkamannabústöðunum). Sími: 2373.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.