Morgunblaðið - 18.12.1954, Qupperneq 6
22
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 18. des. 1954
„SlllCOr Mll CIAZE
iRITDOMUR UM BOKINA
nýi húsgagnagliáinn, sem
léttir heimilisstörfin —
inniheldur töfraefnið Sili-
cone. — „Silicote“ House-
hold Glaze, er tilvalið til
að hreinsa öll húsgögn,
steinflísar, salerni og bað-
ker, alla krómaða, glerj-
aða og silfraða muni og
ótal margt fleira.
HÚSMÆÐUR!
„Silicote“ Household Glaze
er ágætt til að hreinsa gólf-
lista, hurðarkarma og
fingraför og önnur óhrein-
indi af hurðum.
„Silicote“ Household Glaze
gefur undraverðan árang-
ur og varanlegan gljáa. —
Leiðarvísir á íslenzku fylg-
ir hverju glasi.
Aðalumboðsmenn:
ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H.F.
Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370
mimmmld
Fallegt úrval af rósóttum gluggatjalda-
efnum, nýkomið.
YEÍNMRVÖRUDEIID
SÍMI 2723
Anna Jórdan
Hin hugljúfa og hrífandi ástarsaga eftir bandarísku
skáldkonuna, Mary Brinker Post, fæst í bókaverzlunum.
Saga þessi hefur komið út 1 risaupplögum í Bandaríkj-
unum, enda fjallar hún sannsögulega um ýmislegt er
gerðist um aldamótin í borginni Seattle á vesturströnd-
inni. — Enginn, sem les ÖNNU JÓRDAN, mun gleyma
þessari einstæðu kvenhetju, sem ekkert gat bugað.
GefiÖ konunum Ónnu Jórdan
Nóveinberútgdfcm
SAXA - KRYDD - SAXA
if
Kanill Bl. krydd Muscat Engifer Karry Hvítur pipar
KRISTJÁN Ó SKAGFJÖRÐ H. F.
T KÚAItB KÖGfl M A N N -
KYNS, eft'r Sigurbjoin
Einarsson prófessor. — ísa-
foldarprentsmiðja 1954. —
364 bls.
Nýlega kom út fyrsta íslenzka
handbókin í almennri trúarbragða-
sögu. Ætlun mín með þessum lín-
um er að benda á það, sem mér
finnst athyglisvert við bókina.
Trúarbragðasagan setur sér
sömu lög og önnur sagnfræði, leit-
ar gildra heimilda og vinnur úr
þeim. En skriflegar heimildir eða
öruggar munnmælasagnir ná til-
tölulega skammt aftur í tímann,
þegar um trúarlífið er að ræða.
Englendingurinn E. B. Tylor var
einn af þeim fyrstu, sem benti á
heimildargildi frumstæðra þjóða
fyrir menningarsöguna. Áleit
hann, að hægt væri að fá skýringu
á uppruna trúarbragða með því
að athuga hugmyndir frumstæðra
þjóða. Tylor gerði ráð fyrir þró-
unarkerfi og rakti hugmyndirnar
eftir því. Margir aðrir fóru í
fótspor hans, menn komu með
skýringar á uppruna trúarbragða
og settu trúarbrögð í kerfi.
Þótt flestar þessar uppruna
rannsóknir og kenningar geymi
einhvern sannleika, virðast þær þó
í heild sinni ekki gera þeim veru-
leika full skil, sem þær fjalla um.
Rannsóknaraðferð höfundar og
afstaða til hinna ýmsu skóla virð-
ist heilbrigð. Á bls. 16 segir hann:
„Þrátt fyrir rækilegar athuganir
og samanburð á guðstrú s. n.
frummenningarþjóðá og enda þótt
athyglisvert samræmi verði þar ó-
neitanlega fyrir eru ekki tök á því
að álykta, að þar verði fyrir
bernskutrú mannkyns. Þessar
þjóðir eiga langan feril að baki,
sem aldrei verður rakinn. Mestu
skiptir og að athuga hugmyndir
þeirra sem annarra, eins og þær
koma fyrir, án þess að láta glepj-
ast af kennisetningum".
Trúarbragðasagan telur það
ekki verkefni sitt að dæma sann-
leiksgildi trúarbragðanna, en auð-
vitað kemst trúarbragðafræðing-
urinn ekki hjá því að leggja per-
sónulegt mat á rannsóknarefni
sitt. Trúin er veruleiki hjá ein-
staklingnum, og það er einungis
einstaklingurinn, sem getur skilið
það, sem gildi hefur í trúarbrögð-
unum. Kerfin létta vinnuna, en
það er hættulegt að styðjast of
mikið við þau. Sá, sem skrifar
handbók í trúarbragðasögu, verð-
ur því að leggja það fram, sem
hann álítur vera aðalatriði, en
láta lesandanum eftir að leggja
dóm á gildið. Að mínu áliti hefur
höfundi tekizt þetta vandasama
verk mjög vel. Það má teljast
sjaldgæft, að þannig handbók, sem
skrifuð er af einum manni, sýni
jafn mikið hlutleysi og þessi bók.
Lýsingin á trúaratriðunum í I.
kafla bókarinnar er vel gerð, hef-
ur höfundur komið furðu miklu
fyrir á þessum síðum, og hvetja
þær til frekari kynna.
Ekki er trúarsaga Israels rakin,
en auðvelt er að kynna sér hana
annars staðar. Hins vegar hefði
mér fundizt ástæða til að skýra
frá trú Kanverja í sambandi við
trúarbrögð nágrannaþjóðanna.
Kaflinn um menningarþjóðir forn-
aldar greinir fyrst frá þeim þjóð-
utn^ sem mest skipti höfðu við
Gyðinga. Styðst höfundur þar yf-
irleitt við nýjustu rannsóknir og
heldur vel á efni. Trúarbrögð
þessara þjóða skýra oft trúarhug-
myndir Gamla Testamentisins, en
sýna jafnframt greinilega sér-
stöðu þess. Áður vildu menn rekja
trúarhugmyndir Gyðinga til þess-
ara þjóða, t. d. héldu menn því
fram, að eingyðistrú Móse stæði
í sambandi við byltingu Amenho-
teps IV, sem getið er á bls. 49, en
Trúarbrögð marmkyns
Höfundur þessarar greinar,
Jón Sveinbjömsson, er ungur
efnismaður, sem undanfarin ár
hefur numið málfræði og al-
menn trúarbragðavísindi við
háskólann í Uppsölum.
nú er það talið afar ósennilegt.
Heimildir að trúarbrögðum Kal-
dea eru tiltölulega góðar. Til eru
nákvæmar lýsingar á trúarathöfn-
um, bænir, sálmar o. fl. Höfuð-
hátíð Kaldea er lýst á bls. 69, var
! það nýárshátíðin, sem haldin var
á vorin, er blótað var til árs. Á
fjórða degi hátíðarinnar fluttu
prestar drápuna Enúma elisj, þar
sem sagt er frá sköpun heimsins.
Höfundur leitast við að kynna
helgiritin sjálf, t. d. hefur hann
þýtt kafla úr Gilgamesj-kviðunni
og leggur yfirleitt áherzlu á að
gefa beinar lýsingar og láta helgi-
ritin tala sjálf. Eykur þetta bók-
inni vísindalegt gildi.
Scyðingarmaður fremur særingar
gegn hagléli.
Bent er á það persónulega í trú
og starfi Zaraþústra, hann er ekki
j trúarhöfundur’ í þeim skilningi að
I hann boði nýja trú, hann gefur
j gömlu trúarbrögðunum nýtt líf.
j Um sérstæðar hugmyndir Forn-
Irana má lesa á bls. 79. Kvarenah,
^ „veldisljóminn" er guðdómlegt meg
j inafl og lífsorka, Asja eða Arta
I er hin góða regla og skipan heims-
ins. Margar þessar hugmyndir eru
mjög heillandi. Þarna er um að
ræða sameiginlega menningu Indo-
Irana. Um þessar og líkar hug-
myndir má einnig lesa á bls. 180,
þar sem rætt er um hugmyndir
Veda-ritanna. Áhrif iranskra trú-
arhugmynda á síðgyðingdóminn
hafa verið nokkur, en ekki er hægt
að segja neitt með vissu um þau.
Út hafa komið á íslenzku bækur
um gríska og rómverska goða-
fræði og yfirleitt hefur ríkt áhugi
á fornöldinni. En goðafræðin er
mest sniðin eftir hugmyndum
skáldanna og greinir ekki frá
nema hluta af trúarlífinu. Til að
fá sannari mynd af trú fólksins
verður m. a. að leita í þjóðtrú og
siði. Er mikill fengur að fá hér
glöggt yfirlit yfir trúarsögu
Grikkja, byggt á góðum heimild-
um. Um trú heimspekinganna fyr-
ir daga Platons má lesa á bls. 125.
Skerfur þeirra til andlegrar menn-
ingar okkar er ekki síður trúar-
Jegur, bæði beint og óbeint. Kafl-
inn um trúar-hugmyndir Platóns
er ágætur, rekur höfundur þar í
1 fáum dráttum aðal kenningar
hans og afstöðu.
Rit Platóns hafa löngum haft
mikla þýðingu; alltaf hafa menn
haft þangað eitthvað að sækja.
Plotinos, höfundur n platónskunn-
ar, sem sagt er frá á bls. 165, og
kirkjufeðurnir lögðu áherzlu á allt
það, sem benti til trúarlegrar
reynzlu í ritum hans. Vísíndamenn
nútímans reka augun fyrst og
fremst í rökfræðinginn, stærðfræð-
inginn og þjóðfélagslega umbóta-
manninn, og álíta, að óbrúanlegt
djúp sé milli trúar og vísinda hjá
honum. Sumir halda því þó fram,
að allt bendi til, að Platón hafi
upplifað og séð „Hugmyndina“ og
að hún hafi þannig veruleikagildi
fyrir hann.
Menn verði að skilja vísindi
hans út frá þessu, þar eð þessi
sýn (þeóría) sé kjarninn, sem allt
snýst um.
Trúarbrögð Rómverja eru ólík
þeim grísku að því leyti, að þeir
gáfu guðum sínum yfirleitt ekki
nöfn dg engar sagnir fórU af
þeim. Það var ekki fyrr en Róm-
verjar höfðu tileinkað sér grískan
hugsunarhátt, að þeir fóru að
mynda sagnir um goð sín og heim-
færa grískar goðsagnir til þeirra.
Sérstaka athygli vekur hin fjöl-
menna pi-estastétt og allir helgi-
siðir þeirra. Höfundur dregur upp
mynd af þjóðfélagslegum bak-
grunni hellenismans. I kjölfar
sigra Alexanders mikla siglir stór-
felld menningarbylting, borgríkin
hverfa úr sögunni, og í stað þeirra
koma stórveldin. Aðstaða ein-
staklingsins breytist, viðskipalífið
fær annan svip. Hellenisminn er
ekki sízt umbrotatími í trúmálum,
stóuspekin veitti ekki fólkinu trú-
arlega saðningu og stóðst ekki
samkeppni austurlenzkra trúar-
bragða, sem flæddu yfir grísk-
rómverska heiminn. Tekst höfundi
,vel að skýra frá þessu marglita
tímabili, sem hefur svo mikia þýð-
ingu í menningarsögu Vestur-
landa. Nefnir höfundur, t. d. á
bls. 160 Mithra-trúna, sem var
mikil á þessum tímum, er talið að
hún berist til Ítalíu á 1. öld f. Kr.
Gnostikin var að mörgu leyti
merkileg, vilja menn rekja rætur
hennar til Kaldea eða til Egypta,
en yfirleitt er ekki hægt að segja
neitt um það með vissu. Skýrir
höfundur helztu kenningar gnósis-
manna á bls. 166. Kjarnaatriðið
er þráin að þekkja innsta grunn
tilverunnar og sannfæringin um,
að það sé unnt. Mörg gnóstísk rit
geyma mikla fegurð. Það sýnir
bezt kraft kirkjunnar á þessum
tíma, hvað henni tókst þó vel að
varðveita séreinkenni sín gegn
þessari stefnu.
Trúarbrögð Austurlanda fá
veglegan sess í bókinni. Trúar-
brögð Indverja eru mjög flókin og
því erfitt að skýra frá þeim í
stuttu máli. Hefur höfundi tekizt
það mjög vel. Fyrst er skýrt frá
fornleifafundunum í Mohenjodaro
og Harappa, þar sem fundust
menningarleifar þeirra, sem
bjuggu á Indlandi, þegar Aríar
komu þangað. Allt bendir til, að
þessi menning hafi verið í tengsl-
um við súmerísku fornmenning-
una. Höfundur gefur glöggt yfir-
lit yfir helgirit Indverja, skipt-
ingu þeirra, aldur o. s. frv., og
skýrir svo helztu trúaratriðin með
vel völdum þýðingum og lýsingum
úr helgiritunum sjálfum.
Vinnuaðferð höfundar kemur
hér bezt fram, finnst mér. Sam-
einar hann hér sérstaklega góða
uppbyggingu efnis, hlutlausa lýs-
Frh. á bls. 27.