Morgunblaðið - 23.12.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.12.1954, Blaðsíða 1
 % Fimmtudagur 23. des. 1954 Miklar byggingaframkvæmdir í Rauðasandshreppi Fréffabréf frá Rauðasandshreppi Fyrrihluta rióvember mánaðar var hér versta ótíð, hlóð þá nið- ur snjó svo allir akvegir teppt- ust, og fé fennti á nokkrum bæj- um, er það óvenjulegt hér. Mikið var leitað að fénu, en fannst ekki, en er rigna tók nokkrum dögum seinna, leysti ofan af fénu, og kom sumt sjálft til byggða. Eitt lamb :"órst á þann hátt, að það "enti í fönn með nokkrum fullorðnum kindum, er íönnin hlóðst að þeim, tróðu þær það niður meðan þær gátu, en 'lambið sem var kjarKminna hafði fljótlega lagst, fannst það dautt í harðsporanum er kindurnar höfðu myndað, þær sakaði ekki. Seinnihluta nóvember og það sem af er desember hefir verið bezta veður, snjólaust í byggð og akvegir færir. AFKOMA Afkoman eftir sumarið var góð, sauðfé var vænt til frálags, eftir hið hagstæða vor og sumar. Hey- fengur var bæði mikill og góður, uppskera garðávaxta með betra móti. Aflabrögð frá sjó voru rýr nema fyrst framan af vori, enda er nú sá atvinnuvegur orðirin lítið stundaður héðan úr sveitinni síðustu árin, nema þá helst frá Látrum. Þaðan ganga 3—4 bátar að vorinu. Með bættu vegasam- bandi og aukinni ræktun hafa búin smástækkað og menn snúa sér frekar að þeim atvinnuvegi. Vegasambandið hefir gjört mönn um fært að fá til sín stórvirk jarðvinnslutæki og á allan hátt létt undir lífsbaráttu þessarar • strjálbyggðu sveitar. BYGGINGAR A síðustu árum hefir allmikið verið byggt hér í sveitinni, þó mest af skepnuhúsum og hey- geymslum. Eru nú á mörgum býlum komin góð og varanleg skepnuhús, einnig hafa verið gerðar endurbætur á íbúðarhús- um, en fá byggð að nýju, 2—3 munu þó í ráði að byggja á næsta ári. Félagsheimili sveitarinnar er nú komið undir málningu, mun þá kostnaður við það vera orðinn sem næst 400 þús. kr. Vonir standa til, að hægt verði áð taka það í notkun á næsta ári. RAFORKUMÁL Tvær einkarafstöðvar (vatns- virkjanir) hafa verið teknar í notkun í haust, 10 kw. stöð í Hænuvík og er fyrir þrjú býli, og 32 kw. stöð í Vestur-Botnsá, mun það vera ein af stærstu einkarafstöðvum á landinu. Aður var þar raflýst með dieselstöð. Þá er hafin viðbótar virkjun í Kvígindisdal en þar er fyrir 3 kw. stöð, verða stöðvarnar báð- ar í sömu ánni, en vegna stað- hátta er ekki hægt að fá eina nægilega stóra stöð. RÆKTUN Skurðgrafa starfaði í hreppn- um síðastliðið sumar og gróf 44000 m3. Vann hún það á 12 býlum. Þá var einnig unnið með jarðýtu á nokkrum bæjum. VEGAMÁL Mikið hefir verið unnið hér að vegagerð á þessu ári. Vegur var lagður frá Hafnarmúla um Hnjót og Gil að Breiðavík. Þá var einnig vegur lagður um Rauða- sandinn. Ekki eru þetta þó full- gerðir vegir, en akfærir, þó sér- staklega vegurinn að Breiðavík. Ennfremur var bættur vegurinn að Kollsvík, og verið er að breita veginum í Bjarngötudal á Rauða- sandi, gamli vegurinn þar var tal inn snjóþungur og hættulegur. ÞRJÚ NÝRU í EINNI KIND Kind var slátrað hér fyrir skömmu, sem hafði 3 nýru. Eitt var af venjulegri stærð en hin nokkuð minni, eitt þó minnst, lá það mitt á milli hinna tveggja, eða undir miðjum hrygg. „Kýr- mör“ var um hvert nýra. Oll virtust nýrun virk. Kindin var 10 vetra gömul, hraust, harðgerð og óvenjulega stygg, sérstaklega í húsi. PRESTASKIPTI Prestaskipti urðu í Sauðlauks- dal í sumar. Séra Gísli Kolbeins fluttizt burt, að Melstað í Húna- vatnssýslu, en að Sauðlauksdal kom séra Grímur Grímsson. JÓLIN Jólin fara að nálgast, svo menn fara að hugsa um „Jólaferðina“, en svo er sú kaupstaðarferð köll- uð hér, sem farin er til að sækja jólavarninginn, og var og er enn ein af þessum nauðsynlegu ferð- um, sem verður að fara, hvernig sem viðrar og hvernig sem er að komast, því börnin og jólin bíða heima. •—Þórður. 132 flugvellir á vegum A-bandalags í Evrópu PARÍS, 20. des. * i TLANTSHAFSBANDALAGIÐ hefir nú skýrt frá áform- í\ um um að koma á laggirnar flugvöllum, samgönguleið- um og birgðaleiðslum fyrir kveikiefni á næsta ári. Mun banda- lagið verja því, sem nemur 3,6 milljörðum ísl. kr. til ýmsra liða í varnarkerfi vestrænná þjóða. Er þetta sjötta áætlunin í varnar- kerfi bandalagsins og var samþykkt í s. 1. viku. * NÝJAR FLOTASTÖÐVAR I 40% af upphæðinni verður notað til að reisa nýjar flotastöðvar og koma nýtízku sniði á þær eldri, 25% verður notað til skipulagn- ingar fleiri flotastöðva, 20% til aukningar á birgðaleiðslukerfi kveikiefna, 10% til aukningar samgöngukerfisins, 5% til rat- sjárstöðva og stækkunar á aðal- stöðvum A.-bandalagsins. VF 6000 KM LEIÐSLUR í lok þessa árs mun banda- lagið hafa yfir að ráða 132 flugvöllum í Evrópu, 12 hafa verið byggðir frá grunni og lokið hefir verið við 120. Fyrsti hluti hins áætlaða birgðaleiðslukerfis kveikiefna var byggður í ár. Leiðslukerfið verður alls 6000 km á lengd. — Um leiðslur þessar verða flutt kveikiefni frá höfnum við Súez- skurðinn og Miðjarðarhafið til stöðva bandalagsins í Austur- löndum. Schweitzer keypti bárujárn fyrir Nóbelsverðlaunin og reisti sjúkrahús fyrir holdsveika svertingja Khöfn í oóv. 1954. LBERT SCHWEITZER kom við í Kaupmannahöfn, þeg- ar hann fór til Osló til að halda fyrirlestur við háskólann þar og þakka fyrir íriðarverðlaun Nobels. Hann fékk þau, sem kunnugt er, í fyrra en hefur ekki haft tíma til þessarar ferðar fyrr en riú. Viðstaðan í Kaupmanna- höfn var stutt Schweitzer borð- aði kvöldverð með nokkrum vin- um í veitingasal Nimbs og ræddi svo stutta stund við blaðamenn. SPARSAMUR MAÐUR Þessi heimsfrægi og fjölhæfi maður, sem er bæði guðfræðing- ur, heimspekingur, læknir og framúrskarandi organleikari, er mjög yfirlætislaus og lítilþægur. Hann var vanur að ferðast á 3. farrými, en kcm þó í þetta sinn í 1. farrýmis vagni, af því að ríkisbrautirnar dönsku létu vísa honum þar til sætis. Hann bar sjálfur ferðatöskuna sína frá járnbrautarstöðinni til Nimb. Hún var svo fornfáleg, að hún gæti verið frá stúdentsárum hans. Og fötin, sem hann var í voru svo gamaldags, að þau virtust vera frá byrjun aldarinnar. Hann notar þau aldrei, þegar hann er heima hjá sér í svertingjaþorpinu Lambaréné í Afríku. Hann er sparsamur maður, ver öllu, sem honum áskotnast; til líknarstarfs- ins meðal svertingjanna. VARÐI VERÐLAUNUNUM TIL BÁRUJÁRNSKAUPA Schweitzer er áttræður að aldri, en er furðanlega ern. And- litið er þó orðið hrukkótt. Hörund ið er brúnt af hitabeltissólinni. Persónuleiki hans töfrar þá, sem við hann tala. — Ég er mjög þakklátur fyrir Nobelsverðlaunin. Það var mikill heiður fyrir mig að fá þau, og þau hafa komið mér að miklu gagni. Ég hef nefnilega keypt bárujárn fyrir þessa peninga, segir Schweitzer brosandi. Ég hef lengi unnið að því að byggja sjúkrahús handa 250 holdsveikum svertingjum í Lam- baréné en ekki haft efni á að ljúka við það fyrr en ég fékk Nobelsverðlaunin. Bárujárnið er hentugasta þakklæðningin þarna suður í hitabeltinu. Svertingjarn- ir hafa hjálpað mér til að byggja sjúkrahúsið. Það var ekki auð- velt að fá þá til þess. Hvers vegna eigum við að byggja hús handa öðrum? spurðu þeir. Mér tókst þó að fá þá til að hjálpa :mér. LANGUR VINNUDAGUR — Iðkið þér stöðugt organ- leik-? — Já. En frístundir mínar eru ekki margar. Við vinnum á sjúkrahúsinu frá sólaruppkomu til sólarlags, þ. e. a. s. allt árið frá kl. 6 til 18. En þsgar dimmt er orðið á kvöldin, þá fæst ég við ritstörf og leik á organ. Albert Schweitzer. — Hlustið þér ekki á útvarp? — Nei. Ég hef engin tæki til þess. En ég hlusta á söng íugl- anna. — Hafið þér aldrei iðrast þess, að þér settust að á þessum af- skekkta stað í frumskógi Afríku? — Nei, segir Schweitzer eftir stutta umhugsun. Ég held, að eng inn geti forlög flúið. Ef við reyn- um það, þá líður okkur ekki vel. Ég skildi ekki í upphafi, hvaða lífsstarf mér var ætlað. Ég hef fengizt við margt, lagt stund á guðfræði, heimspeki, tónlist og loks læknisfræði. En svo fann ég köllun hjá mér til að vera lækn- ir svertingjanna í Afríku. Og þeg- ar köllunin kom, þá fylgdi ég henni. Það er oft erfitt að' umgang- ast þessa frumstæðu svertingja. Starf mitt þarna hefur mörgum sinnum valdið mér miklum áhyggjum og sorgum, en gleðin, sem ég hef haft af því, er langt- um þyngri á metunum. — Hvernig atvikaðist það að þér fenguð þessa köllun? — Það var eiginlega tilviljun. Ég las í litlu frönsku blaði, að trúboðastöð í frönsku nýlendunni Gabon í Mið-Afríku þyrfti á nokkrum Evrópumönnum að halda. Svertingjarnir á þessum slóðum áttu þá við mikla sjúk- dóma og eymd að búa. Margir þeirra voru jafnvel þrælar. Ég skrifaði forstöðumanni trúboða- stöðvarinnar og bauð honum að- stoð mína, ekki sem trúboði held- ur sem læknir. Hann tók boðinu. Ég flýtti mér að ljúka prófi í læknisfræði, kvaddi Evrópu og settist að í Afríku skammt sunn- an við miðjarðarbauginn. VERÐUR ÞARNA TIL ÆVILOKA — Þér komið oft til Evrópu. Er það vegna heilsunnar? — Nei. Eg er heilsugóður þótt loftslagið þarna í hitabeltinu sé óheilnæmt. Ég fer við og við til Evrópu til að tala við fólk og kaupa ýmislegt handa okkur í Lambaréné. — Þér eruð nú orðnir áttræð- ir. Hafið þér ekki hugsað yður að hætta bráðlega starfi yðar ' í Afríku og setjast aftur að í Evrópu? — Nei. Ég hef unnið í Afríku í 41 ár og fer þangað aftur í byrj- un desember. Ég á þar mikið ó- gert og vinn þar á meðan líf og heilsa leyfir. Ef einhverjir vilja fylgja mér til moldar, þá verða þeir að koma til Lambaréné. Páll Júnsson. Sænsk-lsl. fél. í Gautsborg iiélf 1. des. hálíllegan Isienzk leikkona vekur afhygli ÁGÆTT SAMSTARFSFÓLK — Hafið þér marga Evrópu- menn yður til aðstoðar? — Ég hef 3 lækna og 10 hjúkr- unarkonur frá Evrópu, allt sam- an ágætt samverkafólk. Með nýj- um amerískum læknislyfjum tekst okkur að lækna holdsveikis sjúklinga á tveimur til þremur árum. Sjúkrahúsið stendur við íljót, sem er eina samgönguleiðin á þessum slóðum. Margir, sem leita til okkar, koma langt að. Sumir þeirra eiga heima í hundruð kílómetra fjarlægð. Þeir hafa heyrt um sjúkrahúsið og koma, þegar þeir þurfa á læknishjálp að halda. Þeim finnst að þeir séu komnir í aðra heimsálfu, þegar þeir koma til okkar. En hlutverk okkar er ekki aðeins að veita sjúkum hjálp. Við vinnum líka að því að koma svertingjunum á hærra menningarstig. Það verð- ur þó ekki gert á svipstundu. SÆNSK-ÍSLENZKA félagið í Gautaborg hélt 1. desember s.l. hátíðlegan þar í borg í húsakynnum „Kontoristföreningen“. I Hófust hátíðahöldin með því að samkomugestir voru viðstaddir kvikmyndasýninguna „Sölku Völku“ á Palladium. FÉLAGIÐ EINS ÁRS Sænsk-íslenzka félagið í Gauta borg var stofnað fyrir ári síðan, og var hátíð þessi einnig haldin í því skyni. í félaginu er nú um 100 manns, þar af rúmlega helm- ingur íslendingar. Hefur félagið starfað með miklum blóma þetta eina ár. ÍSLENZK LEIKKONA VEKUR ATHYGLI Sænsku blöðin Göteborgs- posten og Aftenposten, hafa mik- ið skrifað um félag þetta og farið j lofsamlegum orðum um það. Þá er svo frá skýrt í fvrr nefndum blöðum, að á 1. desember hátíð- inni sem þau segja að hafi verið haldin hátíðleg „á islenzka vísu“, hafi íslenzka leikkonan Ragnhild ur Steingrímsdóttir, lesið upp kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, þar á meðal „Ég bið að heilsa", sem leikkonan las upp bæði á sænsku og íslenzku og einnig kvæðið „Sálin hans Jóns míns“, eftir Davíð Stefánsson, einnig á báðum málunum. Virðist leikkon- an hafa vakið mikla eftirtekt og birta sænsku blöðin mvndir af henni og fara lofsamlegum orð- um um list hennar. í Gautaborg eru allmargir ís- lendingar bæði búsettir og við nám. Á hátíð þessari, segir Göte- borgs-posten, hafi mætt 26 „rik- tiga“ íslendingar og 43 sænskir íslandsvinir. Samkomunni, sem var hin ánægjulegasta í alla staði, lauk með kampavínsdrykkju; pylsuáti og dansi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.