Morgunblaðið - 05.06.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.06.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflit í dag: Hæg breytileg átt. Léttskýjað. Flugbjörgunarsveitin ætlar ú ryðja veg upp á Mýrdalsjökul UM HVÍTASUNNUNA hafði Flugbjörgunarsveitin mikla æfingu austur við Sólheimajökul, en í sambandi við æfinguna var stofnuð ný flugbjörgunarsveit þar eystra „Eyjafjailadeild". Flug- björgunarsveitin ætlar í sumar að ryðja veg úr byggð upp á Mýr- dalsjökul. EYJAFJALLADEILD Hvítasunnuæfingin var ekki aðeins fyrir Flugbjörgunarmenn úr Reykjavíkurdeildinni, heldur voru þar einnig fjölmennir flug- björgunarmenn úr Vík í Mýr- dal. Hefur verið lögð sérstök áherzla á að auka og efla þessa deild við suðurjöklana. Sem lið- ur í því var stofnun Eyjafjalla- deildarinnar, sem einnig verður mjög mikilvæg. Við suðurjökl- ana hafa flugslysin orðið tíðust, enda liggur flugumferðin frá Ev- rópu þar nærri. Áður en flugbjörgunarsveitar- menn héldu til æfinga á Sól- heimajökli, var námskeið haldið í hjálp í viðlögum, sýndar fræðslumyndir o. fl. að Skógum. Á hvítasunnudag var gengið á jökulinn. Veður var ekki sem hagstæðast, en þar voru menn æfðir í meðferð ýmissa tækja. Stofnendur Eyjafjalladeild- arinnar voru 15 og voru kjörnir í stjórn hennar Þórhallur Frið- riksson, Skógum, Jón Sigurðs- son, Eyvindarhólum og Sigurður Sveinsson, Þorvaldseyri. Á hinum sameiginlega fundi flugbjörgunarsveitanna var rætt um nauðsyn þess að ryðja veg upp á Mýrdalsjökul. NÝR VEGUR Ákveðið var á fundinum að hefjast handa í sumar um að ryðja þennan veg frá Sólheim- um og upp á Mýrdalsjökul og yrði vegurinn gerður fær a. m. k. beltis- og snjóbílum. Vegur- inn verður varðaður, svo hægt sé að rata örugga leið upp á jökulinn, þótt veður séu ekki sem hagstæðust. Áf Mýrdalsjökli má örugglega komast á Eyjafjallajökul á tækj- um þessum, a. m. k. ellefu mán- uði ársins, (ágústmán. er vafa- samastur). Liggur það í augum uppi, hvílíkt öryggi skapast með þessu, að koma til hjálpar ef flugslys bæri að höndum á þess- um slóðum. Verk þetta verður framkvæmt undir forustu félaga Flugbjörgunarsveitarinnar austur þar, og þá sérstaklega Brandar Stefánssonar, en hann er formað- ur deildarinnar í Vík í Mýrdal. Síld til Svíjíjóðar í Viðskiptasamningur j við Svía framlengdur IJINN 3. júní 1955 var undirrit- : uð í Svíþjóð bókun um framleng i 'ingu á samkomulagi nm við- ! skipti milli íslands og Svíþjóðar, j er féll úr gildi hinn 31. marz j 1955. Bókunin var nndirrituð af j Helga P. Briem sendiherra fyrir hönd ríkisstjóniar íslands og Östen Undén, utanríkisráðherra, f«rir hönd ríkisstjórnar Svíþjóð- ar. Samkomulagið er framlengt til 31. marz 1956. Sænsk stjórnar- völd munu levfa innflutning á saltsíld, kryddsíld og sykursalt- 1 aðri síld frá fslandi á samnings- •l'mabilinu og innflutningur á öðrum islenzkum afurðum verð- ur leyfður á sama hátt og áður hefur Uðkazh Innflutningur sænskra vara verður leyfður á íslandi með tilliti til þess hversu ntflutningur verðnr mi'-ill á ís- lenzVn.r, vörum til Sv:,'jóðar og með hliðsjón af venjulegum út- flutningshagsmimiim Svíhjóðar. (Frá utanríkisráðuneytinu) Allir nema skip- stjórinn komnir á land ALLIR af áhöfn danska varðbáts ins Ternen, sem strandaði á föstu dagsmorguninn við Máfabót í Landbroti, fóru í land í gærmorg un, nema skipherrann. Að því er bezt er vitað árdeg- is i gær var báturinn óbrotinn, en tekinn að hallast mikið. Nokk ur ókyrrð var á strandstaðnum, og ekki horfur á að hægt yrði í gær að reyna björgun. Var eitt varðskipanna í námunda við strandstaðinn. Á myndinni hér að ofan sést liluti af hinu nýja hverfi í Laugarnesi og sjást vel grunnar margra húsa. Sennilega munu standa þarna fullbyggðar næsta vor 600 íbúðir. í baksýn sést Dvalarheimill aldraðra sjómanna. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) LéSum ssndir rúmiega 600 ábúðir úihlutað í Laugarnesi 'Hverflð mun ssRnilega slanda fullbyggt næsla vor BÆRINN hefur úthlutað lóðum undir rúmlega 600 íbúðir I Laugarnesi á svæðinu milli Kleppsvegur og Sundlaugarveg- ar og eru byggingarframkvæmdir þegar hafnar þar og má búast við að þeim verði að mestu lokið á næsta vori. Bygging rðdarsfððv- ÍSAFIRÐI, 4. júní: — Fram- kvæmdir á vegum varnarliðsins eru nú að hefjast í Aðalvík. Sam- einaðir verktakar hafa tekið að sér byggingarframkvæmdirnar og verður mikill fjöldi manna við vinnu þar í sumar. Er ætlunin að byggingu radarstöðvarinnar verði lokið haustið 1956. Byggingar þær, sem ætlað er að reisa, standa all- ar yzt á Straumnesinu, en þar eru veður öll válynd, svo að ekki er hægt að gera ráð fyrir bygg- ingarvinnu þar nema um 3 mán- uði á sumri hveriu eða fram í miðjan september. Er því ljóst, að mikið vinnuafl þarf til að unnt verði að Ijúka byggingarfram- kvæmdunum á hálfu ári. Mikill fjöldi skólapilta verður við vinnu þarna í sumar. — J. EITT SKEMMTILEGASTA ÍBÚÐAHVERFID Lokið er skipulagningu og út- hlutun lóða fyrir rúmlega 600 íbúðir í Laugarnesi. Er þar um að ræða bæði fjölbýlishús, ein- býlis- og tveggja hæða hús. — Standa bæði einstaklingar og fé- lög að þessum byggingarfram- kvæmdum og vinna eigendur mik ið að þeim sjálfir. Hverfi þetta verður allstórt og ætti að geta orðið eitt allra skemmtilegasta íbúðahverfi í Reykjavík, því þar i imni prestar vígðir í dag sér inn Laugardalinn til suðura og til norðurs yfir höfnina, Esj- una og Skarðsheiðina. Einnig er gert ráð fyrir á skipulaginu að þama verið skóli og dagheim- ili. Rætt hefur verið um að einn- ig verði þar lyfjabúð, slysavarð- stofa, lögreglustöðvarútibú, sam- komuhús o. fl. þ. h., en ekki hef- ur enn verið gengið frá skipulagi þess. FULLBYGGT NÆSTA VOR Hverfi þetta verður eitt af að- al byggingarsvæðum Reykvík- inga í sumar og mun sennilega standa að mestu fullbyggt næsta vor. Munu þá verða þar mörg nýtízkuleg og glæsileg íbúðar- hús. Bólusetningunni gegn mænusótt frestnð hér Frá heilbrigðisstjórninni: FNDA ÞÓTT mænusóttarbóluefni það, sem keypt hafði verið hingað til lands, hafi að dómi brezka læknarannsóknaráðsins, sem nú loks hefur verið gerður kunnur, staðizt öll próf samkvæmt kröfum dr. Salks, hefur verið ákveðið að hefja ekki hina fyrir- huguðu almennu madnusóttarbólusetningu hér á landi á þessu vori. Ástæður eru þær, sem hér greinir: 1. Þó að mjög víðtæk og al- inenn bólusetning með bóluefni dr. Salks írá ýmsum framleið- endum hafi reynzt algerlega hættulaus bæði vestan hafs og í Danmörku, hafa komið fyrir einstök siys í Bandaríkjunum, er rekja mátú til bóluefnis frá einni verksmiðju. án þess að tekizt hafi að skýra nánari tildrög slys- anna. 2. Fyrir þessar sakir mun rnænusóttarbóiuefni það, sem eftirleiðis < erður framleitt, verða prófað ræKilegar en áður var ætlað fullnægjandi, og er þess að vænta, að bráðlega komi á markað mænusóttarbóluefni, sem enn öruggara verður talið en það, sem til þessa hefur verið notað. 3. Vegna dráttar, sem orðið hefur á lokaprófun mænusótt- arbóluefnis þess, sem hingað hafði verið fengið, þykir árstími orðinn óhagstæður til almennrar mænusóttarbólusetningar hér á landi. Umiið að lausíi vinnudeilsia KLUKKAN 8 í gærmorgun lauk næturlöngum fundi sáttasemjara ríkisins, Torfa Hjartarsyni, með samninganefndum atvinnurek enda og rafvirkja, sem nú eru í verkfalli. Er fundi lauk, en hann hófst kl. 8,30 á föstudagskvöldið, var talið að ekki horfði með öllu ólíklega um samkomulag í deil- unni, og boðaði sáttasemjari fund aftur kl. 1,30 í gær. í sjómanna- og kyndaradeilunni á kaupskipunum, hafa sérstakar undirnefndir starfað. í gæf var fullvíst talið að sáttasemjari rík- isins myndi kalla samninganefnd- irnar á fund á mánudaginn. Verk- fall hefur verið boðað á kaupskipa flotanum hinn 8. þ. m. Samningar hafa tekizt milli veit ingahúsaeigenda og starfsstúlkna veitingahúsanna, svo og milli kjöt- iðnaðarmanna og kjötkaupmanna bæjarins. í DAG vígir biskup landsins, dr. Ásmundur Guðmundsson, fimm guðfræðikandidata til prests. Fer prestvígslan fram í Dómkirkj- unni og hefst klukkan 10,30 árd. Prestsefnin eru allt ungir menn, sem fara til starfa úti í sveitir landsins að einum undan skildum. — Guðfræðingarnir eru: Sigurður Haukur Guðjóns- son, sem vígður verður til Háls- prestakalls í S-Þing. Guðmundur Óli Ólafsson, sem vígður verður tii Skálholtsprestakalls, Ólafur Skúlason, sem vígður verður til evangelislúterska kirkjufélagsins í byggðum íslendinga í Kanada. t^ögnvaldur Jónsson, vígður til öcrurbings N.-ís., og Þorleiúxr Kjartan Kristmundsson vígður til Kojfreyjustaðar. Ms c'nús Guðmundsson, prest- ur í Ólafsvík lýsir vígslu, en auk v.nns verða vígsluvpttar þeir Piörn Magnússon pvóf , Óskar J. Þorláksson og Sveinbjörn Högna son. Af hálfu nýiu nrestanna stíg vr í stólinn Guðmundur Óli Ólafsson. — Séra Óskar J. Þor- lálcsson þjónar fyrir altari. Leitað nýrra togaramiða ATVINNUMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefir samíð við Útgerðarfél. Ak- ureyringa, nm að togarinn Harð hntur, ^kipstjóri Sæmundur Friðrlksson, annist skipuleya leit nýrra fiskimið fyrir togaraflot- ’nn úti fvrir strönd Norðurlands ins og Ansturlandsins. Togarinn iagði urn í Iei*'irleið angur þennan s.l. miðvikudag og verður feitartrminin alls ?<* dag- °r. Verðor leitinni h?«-að í böfuð í samráái við fjóra ^sVhleiWarinnar, Jón Jóvssois " ’Vfeðing, en sem kv’vugt er hefur mikið orð rn-ið of skip- sbwinnra á Harðbaki. Sæmnndi F-íðrikssyni. sem to<mr->skip- stíóra. — fngvar Fallgr-'r’sson fiskifræðineur er með lí ’-ðbak í leiðangri bcssum oe hefur með höndum allar rannsóknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.