Tíminn - 12.05.1965, Síða 2
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 1965
Þriðjudagur, 11. maf
NTB-Osló — Helga Sivertsen,
menntamálaráðherra Noregs,
yar í dag spurður um álit hans
i handritamálinu, og sagði
tiann að hér væri um mjög
þýðingarmikið mál fyrir ís-
lendínga að ræða. Hann sagðist
telja fullvíst, að þegar mál
þetta væri endanlega afgreitt,
myndi öll norska þjóðin óska
íslendingum til hamingju.
NTB-Torino, — Tveir sex ára
gamlir síamskir tvíburar léku
sér með dúkku og stóra gula
plastönd í súrefnistjaldi á
sjúkrahúsi einu í Torino í dag,
glaðir og ánægðir eftir að hafa
verið skildir að með fimm
klukkustunda langri aðgerð.
14 læknar tóku þátt í aðgerð-
inni.
NTB-Moskvu. — Tunglflaugin
„Luna 5“ mun komast í ná-
lægð tunglsins á morgun, mið
víkudag en tunglflaugin á m.a.
að fara umhverfis tunglið og
taká myndir. Ekki hefur enn
verið tilkynnt i Moskvu hvort
Luna 5 á að lenda á tunglinu,
né heldur, ef svo væri. hvort
hún eigi að lenda „mjúkri lend-
ingu“ — þ.e. að lenda á tungl
inu án þess að eyðileggjast
NTB-Moskvu. —Bandarískum
sendiráðsstarfsmanni var vísað
úr iandi í Sovétrfkjunum. Var
hann ákærður fyrir að hafa
komið óvinsamlega fram við
afríkanska stúdenta þar. Sendi
rí*Cct '-maðurinn Norris D.
Gamett, sem er blökkumaður,
fer frá Moskvu í lok þessarar
viku. Bandaríkin hafa mótmælt
ásökunum þeim, sem á Norris
em bornar.
NTB-Haag. — Landbúnaðarráð
herra Hollands, Ba'hrend Bish-
auvel, sagði í ræðu í dag, að
Holland myndi bjóða Dan-
mörku velkomna i Efnahags-
bandalag Evrópu ef danskír
ráðamenn myndu gera ráðstaf
anir til þess að ganga í banda
lagið.
NTB-London. — Áreiðanlegar
heimildir segja, að Bandaríkin
Bretland og Frakkland hafi
náð samkomulagi um sameigin
Iega yfirlýsingu um sameiningu
Þýzkalands, og er talið, að yfir-
lýsingin verði birt á morgun
miðvikudag.
NTB-Sagion. — Fregnir í Sai
gon í kvöld herma að herlið
Suður-Víetnam væri á góðri
leið með að ná aftur yfirráðum
yfir bænum Song He og flug
vellinum fyrir utan bæinn, sem
er 100 km. norð-austur af Sai
gon, eftir heiftarlega bardaga
við Viet Gong- hermenn. 20
menn úr liði Suður-Víetnam
hafa fallið, þar af 5 Banda
ríkjamenn, en 50 særzt.
USA gegn Uruguay
í öryggisráði S.Þ.
NTB-New York, þriðjudag.
• Bandaríkin vísuðu í dag á bug fillögu frá Uruguay í sam-
bandi við Dominikanska lýðveldið á fundi Öryggisráðs Sam-
einuðu Þjóðanna. Var umræðum um málið frestað til fimmtu-
dags.
• í kvöld var enn óljóst, hvort Elias Wessin Y Wessin
hershöfðingi hafði sagt af sér sem einn þeirra fimm hers-
höfðingja, sem myndað hafa „ríkisstjórn" í lýðveldinu undir
stjórn Barrera hershöfðingja. Eru fréttir um þetta atriði
mjög ósamhljóða.
• Philip Noel-Baker, sem fengið hefur friðarverðlaun
Nóbels, hélt ræðu í neðri deild brezka þingsins í dag, og
sagði, að Bandaríkin virtust hafa brotið sáttmála Sameinuðu
þjóðanna með því að senda herlið til þess að aðstoða „fas-
istíska herforingjastjórn" í Santo Domingo, og væri þetta
mál áhyggjuefni þeirra, sem væru ákafastir í að elga góða
samvinnu við USA.
f tillögu Uruguay, sem Banda-
ríkin hafa fyrir sitt leyti vísað á
bug, er lagt til að Öryggisráðið
samþykki eftirfarandi atriði:
4. U Thant, framkvæmdastjóri
SÞ, verði beðinn um að fylgjast
nákvæmlega með þróuninni í lýð-
veldinu og gera nauðsynlegar ráð-
stafanir.
5. OAS, Samtök Ameríkuríkja,
verði beðin um að gefa Öryggisráð
inu allar nauðsynlegar upplýsingar
um starfsemi sína í Dóminikanska
lýðveldinu.
6. OAS verði boðið að hafa sam-
vinnu við U Thant í máli þessu.
Ætluðu sænskir
nazistar að steypa
NTB—Stokkhólmi, þriðjudag.
Sænska öryggislögreglan hafði
í dag hendur í hári leynilegrar
nazistahreyfingar, sem líklega
hafði það takmark að steypa
sænsku stjóminni frá völdum.
í aðalstöðvum hreyfingarinnar
fundust vopnabirgðir og ýmis
skjöl, m.a. listi yfir um 100
meðlimi hreyfingarinnar.
Leiðtogi hreyfingarinnar, hinn
þrítugi Björa Lundahl, var
handtekinn í dag, og fjórir aðr-
ir menn nokkru síðar .Era þeir
grunaðir um landráð.
Stórgjafir til kirkju
Óháða safnaiarins
Sinfónía á Litla
sviðinu í kvöld
GB—Reykjavík, þriðjudag
Aukatónleikar Sinfóníuhljóm-
syeitar íslands verða haldnir á
miðvikudágskvöld ög sú hýbreytni
vypp tekin, að tónleikarnír fara
fram á Litlá sviðiriú í Lindá’rb'æ,’
og verkefni valin fyrir litla hljóm
sveit eða hljóðfæraflokka. Stjórn
andi verður Igor Buketoff, en
einleikari Averil Williams í fyrsta ,
verkinu á skránni, svítu nr.l. í
h-moll eftir Bach, sem samin var
fyrir flautu og strengi. Þá verða
tvö nútímaverk kynnt hér, fimm
dansar eftir gríska tónskáldið
Nicos Skalkotas, og flytur strengja
sveit það verk, en hins vegar
flytur blásarasveit næsta verk,
sem eru lög úr óperunni „Góði
dátinn Svæk“ eftir tékknesk-
ameríska tónskáldið Robert
Kurka. Bæði þessi tónskáld létust
fyrir nokkrum árum á bezta aldri.
Tónleikunum lýkur með sinfóníu
nr. 29 í A-dúr K. 201 eftir
Mozart, er hann samdi í Salzburg
18 ára og er talin meðal yndis-
legustu verka hans.
1. Öryggisráðið láti í ljósi á-
hyggjur sínar vegna atburðanna í
Dominikanska lýðveldinu.
2. Dominikanska þjóðin hafi^
rétt til sjálfsákvörðunar án þrýst-j
ings frá öðrum ríkjum.
3. Deiluaðilar í Dominikanska j
lýðveldinu hætti átökunum þar og
leiti friðsamlegrar, lýðræðislegrar
lausnar deilunnar.
2 landsleikif-við
Daiii
IpBb 6
i ti6ll 8b ihyl
Mfirij’p f-el «ttí
ar
Aðils-Khöfn, þriðjudag.
Formaður Handknattleikssam
bands íslands hefur, að sögn
danska blaðsins Politiken, nýlokið
nokkurra daga heimsókn i Kaup
mannahöfn, og óskaði hann þar
eftir því, að fá danska landsliðið
hingað tíl lands tvívegis á næsta
ári. Hafa Danir fallizt á þetta.
Fyrst mun danska landsliðið
koma hingað til lands i sambandi
við vígslu íþróttahallarinnar í
Laugardal 4. janúar 1966, og síð
an aftur í nóvember sama ár.
Danir telja síðari keppnina
mjög heppilega, þar sem loka-
keppni heimsmeistarakeppninnar
verður í janúar árið eftir, 1967, i
Svíþjóð.
Nýverið afhenti prestur Óháða
safnaðarins í Reykjavík, séra
Emil Björnsson, safnaðarstjórn-
inni að gjöf .til kirkju safnaðarins
kr. 88.000 — (88. þúsund krón
ur) frá safnaðarkonu, sem ekkí
vill láta nafns síns getið. Minnt-
ist hann þess jafnframt að á liðn
um vetri hefði kirkjunni borizt
önnur stórgjöf, eða um 80 þús.
krónur, sem varið var til fram-
kvæmda við kírkjubygginguna. Sú
gjöf var einnig frá safnaðarkonu,
serri'-ebki vildi láta nafns síns get
ið- að svo stöddu. Presturinn kvað
nú rnega skýfa frá því að þá gjöf
hefði Guðrún Þorgeirsdóttir Grett
isgötu 60 gefið kirkjunni en Guð-
rún er nú nýlátin. Hún var gjald
keri í Kvenfélagi Óháða safnaðar
ins í mörg ár, en það félag hefir
jafnan unnið að óvenjulegum dugn
aði og fórnfýsi að fjáröflun til
að byggja kirkju safnaðarins og
búa hana sem veglegast á allan
hátt eíns og raun ber vitni. Geta
má þess í því sambandi að Kven
félag Óháða safnaðarins hefir baz
ar í safnaðarheimilinu Kirkjubæ
á sunnudaginn kemur, (16.maí)
til ágóða fyrir starfsemi sína fyrir
kirkjuna.
Yfirgáfu Arlis
i gærmorgun
MB—Reykjavík, þriðjudag.
Klukkan 7 í morgun fór síðasti
maður af Arlis II um borð i is-
30. sýning
Virginíu Woolf
f kvöld verður leikritið „Hver
er hræd~«r við Virginiu Woolf?
sýnt í 30. sinn í Þjóðleikhúsinu.
Aðsókn hefur verið mjög góð á i
þennan leik og hafa allir er tóku |
þátt í þessari sýningu hlotið mjög i
góða dóma fyrir frammistöðu sína.
Nú hefur verið ákveðið að;
senda þessa sýningu út á land í i
sumar og verður leikurinn sýndur
í öllum helztu samkomuhúsum
landsins Leikurinn verður aðeins
sýndur þrisvar sinnum enn í
Þjóðleikhúsinu.
brjótinn Edisto. Var það Johnston
leiðangursstjóri, einn þeirra, sem
stofnuðu þessa fljótandi rannsókn
arstöð 23. maí árið 1961.
Undanfarna daga hefur verið
unnið að því að flytja tæki og út-
búnað leiðangursmanna um borð
í ísbrjótinn Edisto. Leiðangurs-
menn hefðu getað verið lengur á
jakanum, en Edisto þarf að sinna
áríðandi verkefnum annars staðar
og því er ekki um annað að ræða
en flytja leiðangursmenn á brott
nú. Við flutningana um borð hafa
verið notaðir traktorar með sleð-
um aftan í, og svo þyrla frá ís-
brjótnum og hefur hún farið 20
ferðir í flutnirigurium Alls hafa
verið flutt tæplega 30 tonn um
borð í Edisto.
Þegar leiðangursmenn yfirgáfu
bækistöð sína var hún á 66 gráð-
um og 38 mínútum norðlægrar
Framhald á bls. 14
Æskuvlnurinn (Gestur Pálsson og „Sú gamla" (Regína Þórðardóttir.
Frumsýning L.R. á föstudag:
„Sú gamla kemur í heimsókif
GB—Reykjavík, þriðjudag.
Níunda og síðasta verkefni Leik
félags Reykjavíku) á þessu leikári
verður fyrsta leikritið. sem aftaflf
Friedrich Diirrenmatt heimsfrægð-
ar, „Sú gamla kemur í heimsókn“
og fer frumsýning hér fram í
Iðnó n. k. föstudagskvöld undir
stjórn Helga Skúlasonar, en Þýð-
ing er eftir Halldór Stefánsson.
sem og þýddi „Eðlisfræðingana“
er L.R sýndi fyrir nokkram miss
irum.
Aðalhlutverkið i þessu teikriti
eins og hinu fyrra leikur Regína
Þórðardóttir. sem sé „þá gömlu“
sem kemur í heimsókn til fæðing
arborgar sinnar. Æskuvin hennar
ar leikur Gestur Pálsson, Harald-
ur Björnsson borgarstjórann og
Guðmundur Pálsson kennarann.
En alls koma fram á sviðið yfir
þrjátíu leikendur. Æfingar hafa
staðið lengi yfir, nærri tíu vikur.
En L.R. hefur lengi haft í bígerð
að flytja þetta leikrit, sem fyrst
var sýnt fyrir nærri tíu árum og
síðan farið sigurför um fjölmörg
lönd Leikmyndir fyrir þessa sýn
ingu hefur gert Magnús Pálsson.
sem áður starfaði hjá L.R
L.R. hefur á prjónunum að fara
leikför út um land að loknu leik-
ári í iðnó. og getur svo farið. að
það flytji tvö leikrit úti á lands-
byggðinni í sumar.