Tíminn - 12.05.1965, Side 5
mDVIKUDAGUR 12. maí 1965
5
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson ttitstjórar: Þórarmn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og lr.driði
G. Þorsteinsson Fulltrói ritstjórr*r: Tómás Karlsson Aug
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofui tcddu
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti • Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasíml 19523 Aðrar skrifstofur.
síml 18300. Askriftargjald kr 90,00 á mán tnnanlands - í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Stjórnin í vörn
Fyrra kvöld eldhúsumræSnanna bar þess ljóst merki, að
ríkisstjómin er orðin þreytt og úrræðalítil stjórn, sem
h^ldur dauðahaldi í úreltar kreddur sem seinasta hálm-
s„rá sitt Umræðurnar síðara kvöldið báru sama merki.
Fyrra kvöld eldhúsumræðnanna töluðu þeir Bjarni
Benediktsson, Emil Jónsson, Gunnar Thoroddsen og Jón
Þorsteinsson af hálfu stjórnarflokkanna. Ræður þeirra
voru samfelldar varnarræður. Bjarni Benediktsson reyndi
að verja það ástand, sem skapazt hefur í launamálunum
og einkennist af því, að ísland er eina land Vestur-Evr-
ópu, þar sem kaupmáttur tímakaupsins hefur minnkað
seinustu árin, þrátt fyrir meiri vöxt þjóðarteknanna en
nokkru sinni fyrr. í þessum efnum reyndi Bjarni að beita
alls konar talnablekkingum, en komst þó eigi að síður
að þeirri niðurstöðu, að kaupgjald verkamanna væri óeðli-
lega lágt og vinnutími þeirra of langur og væri óhjá-
kvæmilegt að bæta úr þessu. Þannig varð forsætisráð-
herrann sjálfur að játa skipbrot stjórnarstefnunnar.
Gunnar Thoroddsen sagði, að tölur mætti nota allavega
og sannaði það síðan óspart, þegar hann fór að réttlæta
skattastefnu stjórnarinnar. Ræða hans var öll haldin til
að afsaka skatta- og eyðslustefnu stjórnarinnar og lauk
með þeírri tillögu, að skera eitt núll aftan af krónunni! ,;i
Þetta er ekki óeðlileg tillaga manns, s'em hefur á rúmum .
fimm árum fjórfaldað álögur þess opinbera. Emil Jóns-
son reyndi helzt að státa af hipni nýju húsnæðismálalög-
gjöf, en Bjarni Benediktsson var hins vegar búinn að
gera þann árangur að engu, þar sem hánn viðurkenndi
að rétt væri að athuga í sambandi við hina nýju júní-
samninga, hvort ekki væri hægt að gera betur. Þannig
játaði sjálfur forsætisráðherrann, að með hinni nýju lög-
gjöf, sem Emil var að státa af, væri of skammt gengið.
Jón Þorsteinsson hafði það umfram ráðherrann að vera
hressilegur í málflutningi, en allur bar málflutningur
hans blæ lögfræðings, sem veit sig verja lélegan málstað,
en reynir með stórum orðum og fullyrðingum að láta ekki
bera á því. Enda mun leitun á manni, sem innst inni hef-
ur minna álit á ríkisstjórninni og gerðum hennar en Jón.
Þannig einkenndist allur málflutningur ráðherranna
og fylgismanna stjórnarinnar af vörn og afsökun. Hann
sýndi bezt, að núv. ríkisstjórn er orðin þreytt stjórn og
ráðvillt, en vill þó endilega sitja í valdastólunum áfram.
Seinustu vonir sínar byggir hún á fastheldni á nokkrar úr-
eltar kennisetningar, eins og allir erfiðleikar stafi af of
mikilli kaupgetu almennings.
Raforkuveríð
Við lokaafgreiðslu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um
„Landsvirkjun“ voru allar breytingatillögur Framsókn-
armanna felldar. Tillögurnar miðuðu að því, að stefnt
skyldi að því, að stofnunin yrði í raun og sannleika
landsvirkjun, sem léti öllum byggðarlögum í té raforku,
— og þá með sömu kjörum. Það er mikið réttlætismál,
að allir landsmenn njóti sama raforkuverðs, þar sem
allir landsmenn, sem nú njóta rafmagnsins, hafa fengið
þau hlunnindi fyrir atbeina ríkisins, og enn er það ríkið,
sem á að útvega lánsfé til stórvirkjunar Þjórsár við
Búrfell. Tillagan um sama raforkuverð um land allt
átti áreiðanlega nokkurn hljómgrunn meðal þingmanna
stjórnarflokkanna, þótt flokksagi hafi komið í veg fyrir
að þeir greiddu henni atkvæði. Tillagan var felld að við-
höfðu nafnakalli með 17 atkvæðum gegn 16 og sátu þrír
þingmenn stjórnarliðsins hjá við atkvæðagreiðsluna.
................................................................................................... ..................................... i
ÁGÚST ÞORVALDSSON:
ENDURREISN SKALHOLTS
Við lifum á tímum efnis
hyggju, sem nærist á sigrum
rau'nvísindanna. — Boðskapur
hennar er sá, að takmark lífs-
ins sé að öðlast stöðugt meiri
efnahagslegar nægtir fyrir
stöðugt minna erfiði. En sigrar
raunvísindanna, svo aðdáunar
rerðir sem þeir eru, hafa ekki
megnað að veita dýrkendum
»f«iishyggjunnar fullnægingu
friðar og ham'ingju, þvert á
mót'i. — Hver sigur vísindanna
hefur vakið nýjar spumingar,
nýjar gátur, veitt sýn til nýrra
möguleika og því aukið áfergju
efnishyggjunnar, hleypt af stað
nýju kapphlaupi, vakið nýjar
áhyggjur og nýjan ófrið.
Sönn lífsgleði, sem felur í
sér andlega og líkamlega full-
nægju, vinnst ekki eftir leið-
um cfnishyggjunnar einnar. —
Reynslan hefur sýnt, að húu
ein megnar ekki að leysa lífs-
gátu mannsins og sannast þar
enn hið fornkveðna, að maður-
inn lifir ekki á brauði einu
saman.
Svo nauðsynlegt sem það er
að fullnægja líkamlegum þörf-
um, þá er hitt einn'ig staðreynd,
að menn hafa andlegar þarfir
og þeim þarf einnig að sinna
ef andleg heilbrigði á að hald
st í hendur v.ð hi a lí':amlegu
hvort sem þessar þarfir eru,.
trúarlegs cðlis eða annars, svo
sem þörf Jil að njóta eða túlka
listir og fræði.
Timi efnishyggjunnar hefur
gengið yfiir okkar þjóð eins og
flestar aðrar og hefur óneitan-
lega fært margt úr skorðum
og mjög reynt á hinar fornu
dyggðir: Drengskap, trú-
mennsku og þjóðhollustu. —
Trúarlegt öryggi sýnist um
skeið hafa átt minni rótfestu
i hugum manna en áður og,
þó í staðinn hafi komið stór-
aukið öryggi líkamlegrar vel-
ferðar og boðskapurinn am
velferðarríkið hafi orðið fagfi-
aðarerindi og forsjón flestra,
þá finna þó smátt og smátt
fleiri til þess ,að eitthvað vanti
í þennan boðskap, menn eru
að byrja að vakna af vimu hinn
ar óseðjandi efnishyggju og
byrja að leggja raunsærra mat
á verðmæti tSlverunnar.
Vitnisburður um þessa vakn-
ingu er sú alda áhuga sem ris-
in er hjá þjóðinni fyrir því
að eignast andlega heilsu
brunna til að bergja af, hreinsa
skam og hroða efnishyggjunn-
ar af hinum fornu og þjóð-
legu brunnum speki og fræða,
sögu og lista, og að grafa nýja
til linda innlendrar og erlendr-
ar menningar.
Þjóðin er einhuga um, að
endurheimta handritin, sem
geymd eru í Árnasafni í Kaup
mannahöfn. þessi fornu hand-
rít geyma menningarverk for-
feðra okkar. Á þessum fornu
kálfsskinnum hafa þeir skilið
Ágúst Þorvaldsson
eftir brot af sínum eigin anda
og þar birta þeir okkur mynd-
ir af lífi, hugsunarhætti og
starfi horfinna kynslóða. — Ef
þeir hefðu ekki gert þetta þá
hefðum við aðeins myrkur for-
tíðarinnar til að horfa inn í.
Síðan efnahagur þjóðarinnar
fór að batna hefur margs kon-
ar listalíf blómgazt í landinu
og fólkið á þess nú kost að
njóta mairgs konar lista hver
eftir sínum smekk sér til ynd-
is og hugsvölunar.
Trúarþörf manna segir eirin-
Igíi t^rsíh,' Kirífjúr; eru reis’tar
stóráir ög fagrar í borg og bæj-
um og gamlar sveitakirkjur
eru endurbyggðar og jafnvel
nýjar reistar á grunini kirkna,
sem voru lagðar af fyrir löngu.
Dýr hljóðfærí og fa-grir grip
ir eru fengnir til kirknanna,
og enginn má heyra nefnt, að
gamla kirkjan hans sé lögð nið
ur.
Og nú er vaknaður sterkur
áhugi fyrir því, að endurreisa
hina fornfrægu biskupsstóla i
Skálholti og á Hólum.
Lagður hefur verið grund-
völlur að endurreisn biskups-
stóls í Skálholti. Fögur og vel
búin kirkja e«p risin í Skálhtýti.
Hin forna gjöf Gissurar
ísleifssonar biskups hefur verið
aftur fengin kirkju landsins í
hendur til fullra umráða og
eignar. Áformað er, að þar
verði stofnaður kristilegur lýð-
háskóli og er undirbúningur
hafinn. Fest hefur verið að
ráði og undir forystu biskups
kaup á miklu bókasafni handa
væntanlegum biskupsstóli í
Skálholti. Landshireyfing hefur
verið mynduð að ráði biskups
til fjársöfnunar, Skálholtsstað
til eflingar, og er forystulið
þeirrar hreyfingar skipað þjóð
kunnum áhrifamönnum.
Þannig er hver steinninn á
fætur öðrum lagður í þanm
grunn undir biskupsstólinn
í Skálholti sem koma skal.
Sunnlendingar mega fagna
þessum athöfnum til eflingar
andlegri reisn á Suðurlandi. —
Biskupsstóll í Skálholti mun
hefja til vegscmdar á ný þann
stað er hinir fornu Mosfell-
ingar lögðu fram og afkom-
endur þeirra, Haukdælir, og
síðar með þeim Oddaverjar
efldu til forystu um kirkjsi-
legt starf og andlega menn-
ingu íslenzku þjóðarinnar, en
þar stóð biskupsstóll í meira
en 700 ár og menntasetur jafn-
lengi.
Þegar erlend áþján, eldgos
og óáran lögðust á eitt um að
þjarma að íslendingum i lok
18. aldar, þá var Alþingi lagt
niður. Biskupsstólarnir voru
eimnig Iagðir niður og einn
biskup settur yfir landið með
aðsetur í fyrstu á kotbýlinu
Lambastöðum.
Nú hefur þjóðin endurheimt
sjálfstæði sitt. Sjálfstraust og
þjóðerniskennd hefur eflzt. Það
er nú bæði tími til kominn
og fjárráð hefur þjóðin nægi-
leg til að endurreisa að nýju
fónna frægðarstaði.
Sunníendingar eru taldir dug
legir að bjarga sér og þeir eru
framsæknir athafnamenn, sem
hafa á þessari öld mjög styrkt
efnahagslegar framfarir með
víðtækum samtökum eins og
kunnugt er, Þeir munu því
kunna vel að meta þá lands-
hreyfinigu sem stofnuð hefur
verið til eflingar biskupssetri
í Skálholti og mun mega vænta
þess, að Stúdentafélagi Suður-
lands, sem tekið hefur að sér
að hafa forystu um fjársöfn-
unina á Suðurlandi, verði vel
ágengt í starfi sínu og það
mæti skilningi og velvilja Sunn
lendinga.
Sunnlendingar skilja það á-
reiðanlega vel, að maðurinn
Iifir ekki á brauði einu sam-
an. Sönn hamingja og lífs-
nautn fæst ekki nema saman
fari í lífi kynslóðanna mögu-
leikar til að ausa jöfnum hönd
um af nægtabrunnum and-
legra- og efnislegra upp-
sprettu, Sunnlendingum hlýtur
að vera það mjög mikið áhuga
mál að endurreist verði hið
forna höfuðból trúar og
mennta i Skálholti, og að þar
verði kristin siðfræði, Sagna-
list, málfegruin, þjóðeimis-
kennd og ættjarðarást samof-
in í kennslu og lífi og starfi
þeirra, sem á staðnum búa, og
að þossar lífsins lindir megi
þaðan eiga greiða leið um
byggðir Sunnlendinga og til
allrar þjóðarinnar.
Þess er nú að vænta að allir
leggist á eitt alþýða manna,
ftin andlega st\t og yfirvöld
landsins um að gera Skálholt
sem fyrst aftur að biskupssetri
og að staðurinn megi að nýju
hljóta þann sess í vitund og
lífi þjóðarintiar sem hann ber
samkvæmt stöðu sinni í sögu
landsins.
Þetta vinsæla tímarit, sem hef-
ur frá upphafi glatt og menntað
þjóðina, er rétt um þessar mundir
sjötíu ára. Fyrsta hefti 71. ár-
gangs er nýlega komið út, og er að
nokkru helgað þessum merku tíma
mótum í sögu ritsins. Og það verð
ur að segjast, að þetta hafi tekizt
vel. Fyrst er greinargóð og
skemmtileg ritgerð um stofnun
íimreiíin 70 ára
Eimreiðarinnar. Þar koma iram
merkilegar upplýsingar, sem áður
voru ókunnar. Margir hafa þar
lagt snara hönd að verki. En það
er mín skoðun, að fyrst og fremst
megum við þakka Vestmannaey-
ingum það, að ritið varð til. Þeir
kusu nefnilega Valtý á þing árið
áður. Hann hefði sennilega aldrei
lagt út í þetta-áhættusama fyrir-
tæki, ef hann hefði ekki verið
Framhald á bls. 15.