Tíminn - 12.05.1965, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 1965
TÍMINN
Dynurinn úti, sem líkist brim
nið í fjarska, virðist heldur
veikari en í gær, þegar brugð-
ið er blundi á sunnudags-
morgni í London. Þessi æða-
sláttur stórborgarinnar, um-
ferðarysinn hefur heldur hljóðn
að; það er sunnudagur.
Samt eru búðir víða opnar.
Þegar út er komið sjást hvar-
vetna konur á ferli bæði dökk-
ar og hvítar, sem eru að kaupa
egg og flesk, mjólk og kart-
öflur, en markaðssalan, sem
hafði gengið fjörlega fram í
rökkur á laugardagskvöldið
virðist nú með öllu horfin og
eftir standa auð skýlin, sem
höfðu þá verið yfirfull af
í KIRKJU
varningi allt frá káli og ávöxt
um til dýrmætra forngrípa úr
gulli, silfri og kristalli, sem
seldist á þúsundir króna. Fólk-
ið, allur aragrúinn,' sem var
að kaupa og selja er líka
horfið. Þarna er aðeins kyrr-
látt torg, þar sem kettir skjót-
ast upa.í sólskininu og nokkur
svertingjabörn. gitja eða hoppa
• og tína upp mola, sem dottið
hafa af borðum drottnanna í
gærkvöldi.
Nú skal gengið í kirkju.
Messan á að hefjast klukkan
tíu. Það eiga að vera þrjár
messur í St. Panoras kirkj-
unni við Euston-götu.
Þessi kirkja sameinar tvennt,
sem nauðsynlegt má teljast til
þess að virða fyrir sér í
einni sunnudagsmessu kirkjulíf
í Lundúnarborg. Hún hefur að
baki langa sögu, en er þó að
hornsteini lögðum i núverandi
mynd aðeins síðan um 1820,
og annað er, að hún er nú-
verandi sóknarkirkja, starf-
andi fyrir stóran söfnuð. Eín-
hver prestanna sagði, að nú
verandi fjöldi safnaðarfólks
væri milli 20 og 20 þúsundir,
en auk þess kæmi mikill fjöldi
til ýmíss konar þjónustu hvár-
i/etna úr borginni. Kirkjan er
sem sagt enginn forngripur
til sýnis.
St. Panoras kirkja er hið
virðulegasta hús, standandi á
súlum, sem mynda hlið í stað
venjulegra dyra til inngöngu.
Hún er í rómönskum stíl, en
þó prýdd turni, sem er býsna
gotneskur á svip við fyrstu sýn.
Allir gluggar eru fremur litlir
miðað við stærð hússíns. En
hver rúða er listaverk í litum
)g myndum. Ennfremur skreyta
kirkjuna líkneski helgra
manna, standandi á syllum ippi
í veggjunum að utan og eru
þessi líkneski að minnsta kosti
í tvöfáldri likamsstærð þeirra
stórmenna. sem þau eiga að
fákna.
Minnilegust er myndin,
gluggamálverk af St. Panorar
sjálfum, verndardýrlingi kirkj
mnar. Liklega þætti hið fín-
;rða, blíða andlit hins helga
nanns of kvenlegt, ef setja
etti slíka mynd upp úti á ís-
landi. En hér virðast listamenn
'nír sjálfir látnir ráða.
í þessu musteri skyldi guðs
þjónustu notið þennan sól-
bjarta maímorgun og var mess
an rétt að byrja, þegar við
komum inn úr dyrunum. En
þar stóð þjónn, sem hröðum
skrefum og enn hraðari hand-
tökum vísaði. til sætis og af-
hentí öllum bæði bænabók og
sálmabók, en Nýjatestamenti lá
í bekkjunum handa flestum
kirkjugestum.
Eins og mörgum er kunn-
ugt hefur enska kirkjan sér-
stöðu meðal kirkjudeilda heims
ins. Hún er sambland af kat-
ólskri kirkju og mótmælenda
kirkju í senn. Og þó er hún
öllu meira katólsk og hefur, að
því er ég bezt veit, ekki slit-
ið formlega sambandi við kat
ólsku kirkjuna, þótt hún viður
kenni ekki páfann á sama hátt.
Kirkjan og messan er því
gædd skrauti, viðhöfn og
mystik katólskunnar, en boðun
orðsins svípuð og í mótmæl-
endakirkjun, líklega helzt kalv
ínskum. Svo hér vantar ekkert
af því, sem oft er talað um
skort á hjá okkur íslendingum,
þegar sumir segjast ekki sækja
kirkju, vegna þess að þar vanti
allan dularblæ og telja þá betra
að fara í katólsku kirkjuna.
,Hér er dulræn' birta um li
sálmur. Allir rísa úr sætum til
að syngja. Enginn kirkjukór,
enginn forsöngvari, heldur að-
eins voldugt orgeí og fóMð
sjálft. Söngurínn er fallegur,
einraddað lag mjúkt, dálítið
hratt, verkar létt, ekki hátíð-
lega.
Að söngnum loknum krjúpa
allir til bæna, en milli sætanna
eru púðar undir hnén, flestir
drúpa höfði fram á bak næsta
sætis. Presturinn einn les
þessa bæn upphátt. En síð-
an hefst víxlbæn, ekki tónað
heldur lesíð. Þá kemur pistill
og guðspjall, sem prestur les,
og flestir fylgjast með lestri
hans í hljóði úr nýjatestament
um þeim sem í sætunum eru.
Þá lesa allir trúarjátningu,
sem er að ýmsu leyti mjög ólík
okkar játningu, og þegar sagt
er: „Getinn af heilögum anda,
fæddur af Maríu mey og gjörð
ist maður“, krjúpa allir, en
standa upp undir framhaldinu.
Þá hefst prédíkun sem er
mjög stutt, ekki meira en sjö
til tíu mínútur. Sá, sem flutti
hana var miðaldra prestur, há-
vaxinn og grannur. Hann gekk
frá altarinu með spenntar greip
ar, fingur vísandi fram og upp
senn í prédikunarstólinr;.
Líknesk: helgra manna skreyta kirkjuna.
Her er.ctmræn,:Dirta.um‘=iitaoat'>Jii^ifU''sjÍC)^f ^anr) fajagf urr)
rúður, réykelsiseW -í af guífspÍaHÍnu"
djup kyrrð og dalítið ávalt, líkt hiiin' góðá hirði::' Jyndug
og í djúpu gili uppi í íslenzku
fjalli.
Messan hefst með alllangri
bæn, sem allir lesa upp úr
bænabókinni, svo er sunginn
Turn St. Pancras-kirkjunnar.
góðá hírði: „Sýndug
ir sauðir hlýða ekki kalli hirð
isins fyrri en í síðustu lög
virðist aðalefni ræðunnar, sem
var flutt með miklum krafti
allt frá hvísli til hrópa, með
krepptum hnefum eða spennt
um greipum, lófinn upp eða
lófinn niður eftir atvikum. Sjálf
sagt hafa flestir skilið meira
og betur en ég, en samt geísp
aði sessunautur minn, ung
stúlka, sem fylgdist þó vel með
bæði við bænir og söng. Allt
í einu datt prédikunin niður
með stuttri bæn Og nú gengu
fram þrír menn, einn þeirra
haltur með litla poka á sköft
um. Allir kírkjugestir undan
tekningarlaust að sjá létu pen
inga í pokana, sem síðan und-
ir sálmasöng voru bornir á
altarið og blessaðir þar með
handayfirlagningu prestsins.
Hér skal þess getið að prest
ar við þessa guðsþjónustu voru
þrir að störfum og auk þess
tveir ungir píltar á að gizka 15
—18 ára að aldri. Allir voru
menn þessir í helgiklæðum,
svörtum og hvítum eða einung
is hvítum nema sá prestur.
sem mest gjörði hann var í
hökli. Og er það eitt hið eftir-
minnílegasta. hve finnur hann
var að færa sig úr honum
og í hann við altarið, og varð
þó að smokka honum yfir höf
uðið. Hefði mátt ætla að kór-
drengir hefðu lagt þar hönd að.
En svo var ekki. Þá hófst altar
isganga. Prestarnir þrír þjón-
uðu allir fyrir altarinu og
byrjuðu á því að helga altarís
sakramentið með bæn og inn
setningarorðum, en allir kirkju
gestir krupu á meðan.
Þá var kórdrengjunum út-
deilt fyrstum. Og nú gengu
kirkjugestirnir í tvær biðraðir
og inn að altarinu, en síðan
fram aftur til sæta án þess að
mætast. Þetta gekk svo fljótt
að vart hafa farið meira en
fimm mínútur í að útdeila 60
manns. Allt auðsjáanlega þaul
úe/t fbgimargþjájfa?, enda var..
hofð við hverja einustu guðs-
þjónustu eða svo að segja.
Þá söng söfnuðurinn allur
Gloria in Excelsis. En það
mátti telja hámark guðsþjón-
ustunnar og var mjög íallegt.
Síðan var kropið til bæna og
svo sunginn útgöngusálmur.
Hafði þá messan öll tekið
meira en tæpa klukkustund.
Hér er dvalið svo mjög við
það sem fram fór í kirkjunni
af, því að margir mundu telja
margt af því að læra fyrir ís-
lenzka messugjörð, t. d um
almenna þátttöku safnaðarins
í öllu frá upphafi til enda,
sakramentið, trúarjátningin,
virkur þáttur í hverri guðs-
þjónustu o. s. frv. En í þessari
stóru kirkju með sætum uppi
og niðri fyrir svona hér um
bil þúsund manns, öllu sínu
■ skrauti og líkneskjum voru
ekki fleiri þennan ljómandi
maímorgun en um 60 manns.
Og var mér sagt að oft væri
færra á venjulegum sunnudög-
um, en jafnvel á jólunum og
páskunum væri talið gott, ef
öll sæti væru skipuð
Samt mætti segja, að mess-
an væri andleg skrautsýning
eða helgisýning til almennrar
þátttöku um leið og hún er
guðsþjónusta. En hún nær ekki
til hjartans, er ekki boðskapur
til fólksins í dag. Tekur naum
ast þess vandamál til með-
ferðar, leitar vart úrræða um
það sem mestu varðar, er um
of stöðnuð form löngu andaðs
lífs og orða, sem gæða þarf
lífskrafti að nýju, svo að
jafnvel orðin. „We are the
sheep“, „við erum sauðirnir",
er ekki annað en stirðnaður
„frasi,“ sem ætti þó sannarlega
að ná til vegvilltrar kynslóðar,
sem æðir um strætin milljón-
um saman í leit að lífsham-
ingju, sem ekki er að finna,
ef rödd góða hirðisins gleymist
eða drukknar í brimníð stór
borgar.
Eg mun svo leitast við að
lýsa dvöl á tveim öðrum stöð
um þennan sama sunnudag í
Lundúnum. Þótt ótrúlegt sé
leitar fólk 20 aldar Guðs síns
og finnur hann að meira eða
minna leyti utan kirkjunnar.
Hann lætur sig ekki án vitnis
burðar í grænkandi trjágörð
um og hljómandi konserthöll-
um, en hvort tveggja hefur 20.
öldin gert að helgidómi í stór
borg. En mundi ekki kirkju
Krists hollt að tileinka sér bet
ur þær brautir, sem fólk nú-
tíðar vill ganga? Sízt af öllu
ætti að loka boðskap hans
inrii í musterum, sem af hönd
um eru gjörð, ef fólkið sæk
ir þau ekki. Og leiðin lá út
St. Pancras kirkjunni út und
ir blæ himins blíðan undir
trjánum eins og í. Eden forð-
um. Og þar gekk Guð um
milli blómanna og rödd hans
ómaði í þyt laufsins.
St. Pancras
(dýrlingur kirkjunnar).
Séra Árelíus Níelsson — Ferðaþættir frá Englandi
SWNUDAGUR I L0ND0N