Tíminn - 12.05.1965, Side 12
12
HIVHNN
Tillögur starfsmanna ríkisstofnana:
Skattalöggjöfín og fram-
kvæmd heanar er ðþelandi
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 1965
Þessar tillögur voru samþykkt-
ar á aðalfundi Starfsmannafélags
ríkisstofnana, en trúnaðarmanna-
ráð lagði þær fyrir fundinn.
1. Aðalfundur SFR 1965 skorar
á nefnd þá, sem skipuð var í vet-
ur til endurskoðunar laga um
kjarasamninga opinberra starfs
manna, að hraða störfum sínum.
Sérstaklega beinir fundurinn því
til nefndarinnar, að í væntanleg-
um lögum verði opinberum starfs-
mönnum tryggður óskoraður
samnings- og verkfallsréttur.
Þá beinir fundurinn því
til nefndarinnar, að ófélagsbundn-
um opinberum starfsmönnum sé
gert að greiða hæfilegt gjald til
EJ-Reykjavík, mánudag.
Hafnarverkamenn í Reykjavík
hafa gert bráðabirgðasamkomulag
við Eimskipafélag íslands um, að
tekið verði upp bónuskerfi við
I vinnu í frystilestum, og er þegar
j farið að vinna samkvæmt þessum
i samningi. Er hér um að ræða sam
1 komulag til skamms tíma og mun
sfarfsmaður norska hagræðingar-
fyrirtækisins Industrikonsulent,
Benedikt Gunnarsson, verkfræð-
ingur, annast framhaldsrannsókn-
ir, sem síðan verða notaðað við
nýja samningsgerð.
Grundvallaratriði í samningi
þessum er, að verkamennirnir fá
aldrei minna en tímakaupið sitt,
en viðbótargreiðslu, ef farið er
fram úr vissum afköstum,
Forsaga þessa máls er sú, að
hafnarverkamenn, sem unnið hafa
í frystilestum hjá Eimskipafélag-
samtakanna til að standa straum
af kostnaði við samninga vegna
þeirra.
2. Aðalfundur SFR 1965 gerir
þá lágmarkskröfu um launakjör,
að laun í lægstu launaflokkum
nægi til lífsframfæris án auka-
tekna, en fastur vinnutími verði
í engu tilviki lengri en 40 stundir
á viku.
í sambandi við það ákvæði
samningsréttarlaga, að laun opin-
berra starfsmanna skuli miða við
laun á frjálsum vinnumarkaði,
minnir fundurinn á, að saman-
burður við samningsbundið kaup
verður alrangur, ef ekki er tekið
tillit til yfirborgana og annarra
inu, voru mjög óánægðir með
kaup það, sem greitt var fyrir
vinnuna. Vinnuhraði í þessari
vinnu mun mikill, vegna meiri vél
tækni og hraðvirkari spila, og
leggja því enn meiri vinna á verka
mennina en oft áður. Varð þetta
til þess, að umræddir verkamenn
földu starfsmönnum Dagsb'rúnár
að gera uppkast að ákvæðisviiinu-
taxta fyrir þessa vinnu og kusu
þeir jafnframt 15 manna nefnd
úr sínum hófi og kröfðust þess,
að kaupið yrði hækkað eða hin-
urn miklu afköstum yrði mætt með
bónus eða einhvers konar ákvæð-
isvinnukerfi. Eimskipafélagið
kaus samninganefnd af sinni hálfu
og átti fulltrúi Vinnuveitendasam
bandsins fulltrúa í henni. Viðræð-
ur gengu nokkuð treglega í fyrstu,
en að lokum náðist samkomulag
til bráðabirgðar.
aukahlunninda, ákvæðisvinnu og
uppmælinga.
3. Aðalfundur SFR 1965 gerir
þá kröfu, að við stofnun nýrra
embætta hafi ríkisvaldið jafnan
samráð við BSRB um skipun í
launaflokka, svo sem samningsrétt
arlögin mæla fyrir um. Jafnframt
er skorað á stjórn BSRB að hún
hafi samráð við hlutaðeigandi
bandalagsfélög um slík mál.
4. Aðalfundur SFR 1965 ítrekar
fyrri áskoranir félagsins til ríkis-
stjórnarinnar, að gengið verði nú
þegar til samstarfa við BSRB um
framkvæmd fullbomnara og réttlát
ara starfsmats við gerð kjarasamn
inga, en gert hefur verið.
5. Aðalfundur SFR 1965 skorar
á ríkisstjórnina að endurskipu-
leggja meðferð þeirra mála, sem
snerta kaup og kjör opinberra
starfsmanna og ráða til þess sér-
menntaða starfsmenn. Er mikil
nauðsyn að binda endi á það j
ástand, að tilviljun og duttlungar
geti ráðið þvi, hvernig lög, reglu-
gerðir og önnur fyrirmæli eru
túlkuð af forráðamönnum stofn-
ana.
6. Aðalfundur SFR 1965 skorar
á stjóm Lífeyrissjóðs starfsmanna
ríkisins að breyta reglum sínum
um lán til íbúðabygginga í það
horf, að lánsupphæðin verði eigi
lægri en 50% af byggingakostn
aði samkvæmt byggingavísitölu
á hverjum tíma, og á«5 'tÍísVara'ádií
reglur verði settar vegna kaupa
á húsnæði, þegar lánsupphæð er
ákveðin samkv. mati.
7. Aðalfundur SFR 1965 lýsir
eindregnum stuðningi við ályktun
23. þings BSRB um að komið
verði á. fót hagstofnun er hefði
það hlutverk að vinna hagfræðileg
gögn fyrir launþegasamtökin í
landinu svo að launþegar
hafi jafnan, sem bezt yfirlit yfir
efnahagslíf þjóðarinnar, svo r^m
launaþróun, framleiðslu og fram-
Framhalo s 14 <)ðu
Við rákumst á þessa mynd í
blaðinu Abendzeitung í Miinchen
fyrir nokkru. Hún er af ungum
Reykvíkingi, Magnúsi Guðmunds-
syni, sem undanfarið hefur lært
iblómaskreytingar og blómarækt
'hjá ríkisskóla og tilraunastofnun
Bæjarlands á þessu sviði. í viðtali
við Die Abendzeitung segist Magn-
ús hafa e! að blóm frá því hann
muni eftir sér, og hann kveðst
FB-Reykjavík,
Handbók húsbyggjenda 1965 er
komin á markaðinn, og er þar að
finna ýmsar þær upplýsingar, sem
nauðsvnlegar eru þeim, sem
'stand^.'í Imsþyggingum. Úktgefandi
•Háftdbókar 1 húsbyggjendá eru
Handbækur hf, og ábyrgðarmað
ur er Einar Sveinsson.
Einar Sveinsson skýrði blaða-
mönnum frá útkomu bókarinnar í
dag. Sagði hann að tekið hefði
7—8 mánuði að safna efni í hana,
en samvinna hefði verið höfð við
alla þá aðila, sem hafa með þessi
mál að gera, og ýmsir menn hefðu
verið fengnir til þess að rita um
einstök efni.
Fyrsti kafli bókarinnar \nefnist
— Við byggjum hús, og eru þar
hafa stundað garðyrkjunám um
þriggja ára skeið í Danmörku.
Námið í Miinchen tók eitt ár
(tvö námsmisseri) og nemendur
voru 100 frá 8 þjóðum. Á mynd-
inni er Magnús að vinna við upp-
setningu á geysimikilli blómasýn-
ingu, sem haldin var í lok náms-
ins, og var haldin í lok síðasta
mánaðar.
kaflar úr nýrri byggingar-
samþykkt Reykjavíkur, sem tók
gildi 1. apríl s.l. Þá er kaflinn
Byggingarefnarannsóknir, sem
IHaraldur Ásgeirsson verkfræð-
ingur skrifar á vegum Atvinnu-
deildar Háskóla íslands, í kaflan-
um Ný íbúðarsvæði í Reykjavík og
nágrenni er að finna upplýsing-
ar sem fengnar eru hjá viðkom-
andi yfirvöldum skipulagsmála og
Arkitektaféiag fslands sá um sam-
antekningu kaflans Arkitektinn
og húsbyggjandinn.
Guðmundur Kr.* Kristinsson
arkitekt tók saman kafla um Bygg
ingarþjónustu A.í. og Ottó Schop
ka framkvæmdastjóri Lands-
sambands iðnaðarmanna skrif
aði kaflann Iðnaðarmenn og
húsbyggjandinn. Stefán Ólafsson
verkfræðingur tók saman grein
um sement, og var það gert á
vegum Sementsverksmiðju ríkis-
ins, en Gunnar Sigurðsson verk-
fræðingur skrifar þarna um stein
steypu. Þá skrifar Jón Brynjólfs-
son verkfræðingur um tengimót,
Sigurður Halldórsson verkfræð-
ingur um raflagnir, Sverrir Nor-
land verkfræðingur um loftnets-
lagnir, Guðmundur Halldórsson
verkfræðingur um varmaeinangr-
un, Rafn Jensson verkfræðingur
um hitun og loftræstingu, Aðal-
steinn Guðjohnsen verkfræð-
ingur um lýsingu, Gunnar Sigurðs
son varaslökkviliðsstjóri um eld-
varnir Gísli Þorkelsson verkfræð-
ingur um málningu, lökk og húsa-
málun, og að lokum er í handbók-
inni að finna upplýsingar um
hleðslu byggingarsteins, hugleið-
ingu um liti eftir listamanninn
Baltasar, Norrænan byggingardag
sem eru upplýsingar frá samtök-
unum Norrænn byggingardagur
og síðast en ekki sízt er í bók-
inni vöru- og þjónustuskrá iyrir
byggingariðnaðinn. Það er listi
yfir 300 vöru og þjónustuheiti og
skrá yfir þau fyrirtæki og einstakl
inga, sem selja viðkomandi vörur
eða þjónustu.
Handbók húsbyggjenda er rúm-
ar 200 bls. og mun kosta tæpar
200 kr. Bókin er Prentuð í Prent-
smiðjunni Eddu, en útlitsteikn
ingu og káputeikningu gerðu þei;
Dieter Ginsberg og Egil Norhein
hjá Auglýsingamiðstöðinni.
Afmælishljámíeikar ú Isafirði
FB-Reykjavík.
Fyrir skömmu hélt Lúðra-
sveit ísafjarðar tónleika í til-
efni af 25 ára afmæli sveitar
innar. Afmælishljómleikarnir
fóru fram í Alþýðuhúsinu á
ísafirði, við húsfylli og al-
menna ánægju viðstaddra. Vil-
berg Vilbergsson stjórnaði
Lúðrasveitinni. Forseti bæjar
stjórnar Bjarni Guðbjörnsson
ávarpaði hljómlistarmennina
og færði þeim þakkir bæjar-
búa, og tóku menn undir með
þreföldu húrrahrópi.
Lúðrasveit ísafjarðar var
stofnuð árið 1940, og voru að-
alhvatamenn að stofnun henn-
ar Guðmundur Sveinsson skrif
stofum. og Gunnar Hallgríms-
son rafvirki. Á stofnfundinum
hinn. 1 febrúar voru kosnir í
stjórn; formaður Guðmundur
Sveinsson, gjaldkeri, Óli Sig-
mundsson og ritari Daníel Sig
mundsson. Sveitin starfaði
mikið næstu ár, en varð að
hætta á miðju ári 1945 vegna
fámennis. f marz 1951 er sveit-
in endurvakin af þremur
stjórnarmeðlimum hennar frá
árinu 1945, Daníel Sigmunds-
syni, Hermanni Björnssyni og
Níelsi Guðmundssvni Starf
aði hún fram á sumar, en aftur
verður hlé til vorsins 1954, að
sveitina endurvekur Harry Her
lufsen. sem stjórnaði henni af
miklum dugnaði og áhuga allt
til ársins 1959, að hann flutt-
ist til Danmerkur.
Lúðrasveit ísafjarðar hefur
tekið þátt í þrem landsmótum
lúðrasveita, á Akureyri 1957,
Vestmannaeyjum árið 1960 og
síðasta móti, sem haldið var á
ísafirði 1963.
Stjórn Lúðrasveitarinnar
skipa nú Karl Einarsson for-
maður, Baldur Jónsson gjald-
keri og Vilberg Vilbergsson
ritari.
Bónuskerfi.við vinnu
í frystilestum skipa
Upplýsingar fyrir
húsbyggjendur