Tíminn - 12.05.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 12.05.1965, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 12. maí 1965 13 nmarii frtmerkja- safnara l öeftl. komifl öt FRÍMERKJA- MIÐSTÖÐUM rvsgnti' l Stmi 2117 INNLEN RÍ UTBOÐ Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nota heimild í lögum nr. 59 frá 20. nóvember 1964, sbr. lög nr. 23 frá 4. maí 1965, til þess að bjóða út 40 milljón króna innlent lán ríkissjóðs en helztu skilmálar þess eru sem hér segir: Hlutdeildarbréf lánsins eru nefnd spariskírteini, og eru þau öll gefin út til handhafa. Þau eru í tveimur stærðum, 1000 og 10.000 krónum. Skírteinin eru lengst til 12 ára, en frá 10. september 1968 er handhafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini innleyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við innlausn. Fyrstu 4 árin nema þeir 5% á ári, en meðaltalsvextir fyrir allan láns- tímann eru 6% á ári '4 Við innlausn skírteinis greiðir ríkis- sjóður verðbót á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísitölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skírteinis til gjalddaga þess. , Fastir gjalddagar skírteina eru 10. september ár hvert, í fyrsta sinn 10. september 1968. Skírteinin eru undanþegin framtals- skyldu og eru skattfrjáls á sama hátt og sparifé. Innlausn spariskírteina fer fram í Seðlabanka íslands. Frekari upplýsingar er að fá hjá sölu- aðilum. Hestamannafélag Garða og Bessastaðahrepps Félagsfundur verður haldinn að Garðaholti, miðvikudaginn 12. maí kl. 21,00. Dagskrá: 1. Nafn félagsins ákveðið. 2. Skýrt frá möguleikum til aðstöðu. 3. Tekin ákvörðun um inngöngu í Landssamband hestamanna. Einnig verður sýnd stutt kvikmynd um hesta. Kaffiveitingar á staðnum. Stjórnin. GÖLLUÐ BAÐKER Seljum nokkur gölluð baðker næstu daga. Byggingarvörusala S.I.S. við Grandaveg. ^"o'sa’/cí^úrl EFTIRTALDIR AÐILAR í REYKJA- VfK TAKA Á MÓTI ÁSKR|ljPTl/M ll3n OG ANblÁST SÖLU SPARI- SKÍRTEINANNA: Seðlabanki íslands, Landsbanki íslands, Útvegsbanki íslands, Búnaðarbanki fslands, Iðnaðarbanki fslands h.f., Verzlunarbanki fslands h.f., Samvinnubanki íslands h.f.. • BCjnBJÍ SU9'9V squBTi sng Enn fremur hjó Málflutningsskrifstofu Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar og Guðmundar Péturssonar, Kauphöllinni, Lögmönnum Eyjólfi Konráð Jónssyni, Jóni Magnússyni og Hirti Torfasyni og hæstaréttarlög- mönnum Ágústi Fjeldsted, Benedikt Sigurjónssyni og Lárusi Fjeldsted. EIMREIÐIN Framhald at 3. síðu. orðinn þingmaður. Þar komst hann að raun um hæfileika sína og bar- áttuvilja. Og þar komst hann í nán ara samband við landa sína, sem k var auðvitað fyrsta skilyrði þess, að tímaritið væri keypt og. gæfi þrifizt. En fljótt komst þjóðin að raun um, að Valtýr var alveg frá- bær ritstjóri, svo að ritið náði miklum vinsældum og að þeim vinsældum býr það enn. Þjóðin getur bókstaflega ekki hugsað sér, að Eimreiðin verði lélegt rit. Hún verður að halda reisn sinni. Söiustaðir utan Reykjavíkur verða útibú allra bankanna og stærri sparisjóðir. Hægt er að panta spariskírteini hjá flest- um öðrum sparisjóðum. SEÐLABANKI ÍSLANDS Matráðskona og vökukona óskast á barnaheimili hjá Rauðakrossinum. Upplýsingar á skrifstofunni Öldugötu 4, (ekki í síma). Reykjavíkurdeild Rauðakross íslands. TÍMANN vantar stúlku til starfa á afgreiðslunni Bankastræti 7 frá 15. júní n. k. Aðeins stúlkur 18 ára og eldri koma til greina. Upplýsingar gefur framkvæmdastjórinn. sími 18300. MEET THE BEATELS bók m/59 myndum af Beatles. Verð kr. 30.00 — Sendum burðargjaldsfrítt ef greiðsla fylgir. FRÍMERKJASALAN Lækjargötu 6 A. Trúlsfunar- hringar afgre?dd5r samdaeours. Sendurr urn alli land. H A L L DÓ R bkólavorftustig 2 í þessu fyrsta hefti þessa árg. er lítið eitt endurprentað úr 1. hefti 1. árg. en hefði mátt vera fieira, því að nú er þetta frábæra hefti í fárra höndum. En þetta er betra en ekkert. Annars er margt gott í þessu nýja hefti. En éin rit- ;gerð ber þó alveg af „eins og gúlf af eyri“. Það er ritgerðiní'/'.Fáéffi svipleiftur úr sögu Eimreiðarinn- ar“. Mér hefur ætíð verið Ijóst, að höfundurinn, Sveinn Sigurðs- son, er snjall rithöfundur. Samt stóð ég alveg höggdofa yfir þeirri fádæma snilld, sem þessi ritgerð hefur að geyma. Ég hygg, að ég hafi aldrei lesið bráðsnjallari rit- gerð. Fram að þessu hef ég talið meistarann, séra Sigurð Einars- son, mesta ritsnilling á íslandi. En hér eftir stendur Sveinn Sigurðs- son við hlið hans í huga mínum. En næstir koma þeir Þorbergur Þórðarson og Steinþór í Hala bróðir hans. Ættu góð og virðuleg tímarit að snúa sér til þess síðast nefnda og fá hjá honum efni. Um annað efni þessa umrædda heftis get ég verið fáorður. Það er, ef satt skal segja, svipað og að und- anförnu. Ljóðin nauða ómerkileg og hefði mátt missast, nema ljóð Kára. Þau eru rétt lagleg, því að höfundurinn er snarvitur og íætur ekkert bull frá sér fara, þótt hann sé vitanlega ekkert stórskáld. Enda gerir hann að sjálfsögðu ekki kröfu til þess að vera talinn það. Þarna eru tvær mjög laglegar ritgerðir. Önnur eftir Guðrúnu Jónsdóttur og nefnist Þjóðlífs- mynd um aldamót. Og hin er eft- ir Jochum M. Eggertsson og nefn- ist „Þú bjarta heiða júlínótt". Þá er þarna saga efti- Sigurjón Jóns- son, rithöfund (ekki frá þorgeirs- stöðum). Um hana get ég pItíh dæmt, því að ég hætti við lestur- inn í miðju kafi. Sagan er svo ljót og ógeðsleg. Ritdóma flytur ritið sem að undanförnu. Eru þeir að þessu sinni snilldarverk og hver öðrum betri. Sérstaklega vil ég vekja athygli á ritdómi Jóns Björnssonar, rithöfundar, um bók Sigurðar Ólasonar, sem kom út fyrir síðustu áramót: „Yfir alda- haf“. Sú bók er stór-athyglisverð, og þyrfti að komast í hendur hvers einasta „bókavinar“ á landinu. Ég skora hér með á Eimreiðina að birta fleiri ritdóma í framtíðinni Beniamin Sievaldason.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.