Morgunblaðið - 04.01.1956, Page 6
6
MORG&N BLAÐIO
Miðvikudagur 4. janúar 1956
Allt þetta raun ég gefa þér.
Eftir Jón Björnsson.
Norðri.
Jón Björnsson gerist nú mikil-
virkur og mun þetta vera stærsta
skáldsaga, er hann hefir skrif-
aS. Það skal strax tekið fram,
að hún er alveg frábærlega spenn
andi og full af dramatiskum
krafti. Ég hygg að flestum muni
reynast erfitt að leggja hana frá
sér fyrr en lokið er lestri síð-
ustu blaðsíðunnar, ef þeir á ann-
að boorð lesa þá fyrstu! Ég
heyrði einhvern segja í bókabúð
í gær, að þetta væri „virkilega
góð gamaldags saga“, — og það
verður naumast betur sagt. Enda
þótt ströng bókmenntakrítík
gæti hugsast að vilja fella eitt-
hvað fingur út í trúleika efnis-
meðferðar, þróun persóna, sál-
fræðilega könnun og þess háttar,
þá er alveg víst að hver venju-
legur lesandi tekur sögu þessari
fegins hendi og hlakkar til næstu
bókar höfundarins. Því Jón kann
nú orðið þá list að láta lesandann
ekki geispa yfir lestri bóka hans,
— og ætli hann læri ekki líka
þá smámuni sem enn vantar á
til þess að vandlátur lesandi geti
haft fulla ánægju af sögum hans?
Mér sýnist hann vera á góðum
vegi með það. Þótt mannlýsing-
ar bókarinnar séu ekki galla-
laausar, verða þær manni minn-
isstæðar, og mýmargar af atburða
lýsingunum eru afbragðsgóðar.
Málsmeðferð höfundar fer fram
með hverri bók og verður nú ekki
með sanngirni rnargt að henni
fundið. — Jón Björnsson er vax-
andi rithöfunduur.
fslenzk örlög í munnmæl-
um og sögnum.
Ævar K. Kvaran tók sam-
an. — Norðri.
Ævar Kvaran hefur forkunnar
góða útvarpsrödd og er mjög vin-
sæll útvarpsmaðar. Þættir þeir,
er hann flutti síoast liðinn vetur
og nefndi: „Úr ýmsum áttum“,
juku stórlega vinusældir hans,
enda bæði vel valdir og prýðilega
fluttir. Var því vel til fundið
að gefa þá út og lofa almenn-
ingi að fá til varanlegrar eignar.
Að vísu hefur efni margra þeirra
verið birt áður, en ekki var
greiður aðgangur að því fyrir
fólk flest. Og svo hefur Ævar
„eftír atvikum stytt, fellt saman
og stundum breytt atburðaröð til
þess að hver þáttur myndaði að-
gengilegri drarnatíska heild“,
eins og hann sjálfur kemst að
orði í formála.
Þegar ég hlustaði á þætti þessa
í útvarpinu, og eins er ég nú las
þá að nýju, datí mér í hug, að
í framtíðinni myndi verða meira
og meira gert að því, að gera
atburði sögunnar lifandi fyrir al-
þýðu manna á þennan hátt eða
líkann. Þarna er ágæt lausn á
hagnýtri sögukennslu, — sem að
vísu hefur lengi verið notuð í
háskólum og lýðskólum, þó á
nokkui aðra lund. Enn af mestu
skólamönnum þessa lands, hefur
stungið upp á því að sagan yrði
kennd í einskonar leikritum, er
bæði kennarar og leikarar upp-
færðu saman. Það er geníai hug-
mynd, og hér er v,sir að fram-
kvæmd hennar.
Mótun þáttanna og frésögn öll
bera það glögglega með sér, að
Ævar kvaran er eigi aðeins góður
leikari, hvað fyrr var vitað, held-
ur og rithöfundur góður. Máls-
meðferð hans er sérstaklega góð
og viðkunnanleg. riann hefur
sinn stíl, sem er hófstilltur, en
lifandi og litríkur i bezta lagi.
Og hann hefur ágætt lag á at-
burðalýsingum. Þættir hans eru
bráðskemmtilegir aflestrar. Þeir
eru alls tuttugu og skal enginn
nefndur hér sérstaklega, því þeir
eiga allir lof skilið.
Sjö ár í þjónustu friðarins.
Eftir Trygve Lie.
Loftur Guðmundsson
íslenzkaði. — Hrímfell.
Þetta er ákaflega fróðleg bók
og hvergi leiðinleg, en þó verður
manni á að óska þess undir lestr-
inum, að höf. hefði haft rithöf-
undarhæfileika Jónasar frænda
síns! Hvílíkt efni að skrifa um,
og vel gert þó að koma þvi í ekki
stærri bók, — raunar er íslenzka
útgáfan stytt. Þetta er sjö ára
saga heimsmálanna, saman þjöpp
uð og sögð á aðgengilegan hátt.
Lesandirtn inn í sjálfan iðustraum
hinna örlagaríkustu atburða og
hittir flesta þá karla —og konur
— er hæzt ber á tímabili því, sem
bókin fjallar um. Ekki eru þó
mannlýsingar Lie’s góðar, honum
lætur betur að segja frá atburð-
um og rás þeirra og röðun er
hagleg. En bezt og fjörlegast
fjallar höf. um þau vandamál
heimsins, er bandalag Sameinuðu
þjóðanna hafði til úrlausnar, á
meðan hann var aðalritari, sem
af þeim sökum mæddu mjög á
honum. Bókin er þess vegna
einkar góð til skilningsauka á
þessum örðugu viðfangsefnum,
auk þess sem hún leiðir lesand-
ann í allan sannleika um starf
og hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna. Trygve Lie er þar öllum
hnútum manna bezt kunnugur,
og hann er ekkert myrkur í máli.
Minningabók hans er því fjarska
girnileg hverjum þeim, sem vill
fræðast um þó stórmerku stofn-
un.
Asía heillar.
Eftir Roy Chapman
Andrews.
Ævar R. Kvaran íslenzk-
aði. — Ferðabókaútgáfan.
Fyrir ári kom út á íslenzku bók
eftir Roy Chapman Andrews, er
nefnist: „Undir heillastjörnu“,
og vakti athygli sökum margra
kosta góðra. Nú er önnur bók
þessa höfundar komin á íslenzku
og er hú nekki síðri.
Andrews er víkunnur vísinda-
maður og hefur dvalið langdvöl-
um við rannsóknir í Austur-Asíu.
Hefur hann frá mörgu skrítnu að
segja úr þeim ævintýraheimi og
hann segir með afbrigðum vel
frá. Vera má að talsvert reyni
á trúgimi heimaailinna lesenda,
en ekki verður við öllu séð, og
það er sitthvað um að vera í
útlandinu, sem ekki þekkist í
Flóaanum. — Ég held að fáir
kunni betur frá ævintýrum að
segja en Roi Chapman Andrews,
og þýðarinn hefur gert honum
þann greiða að snara frásögn
hans á ágæta íslenzku.
Saga dómarans.
Eftir Charles Morgan.
Gunnar Árnason islenzkaði
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs.
Charles Morgan er einn af
mestu skáldum Englands, þótt
meiri hávaði hafi verið kring um
ýmsa aðra. Kaþólska kirkjan
blæs ekki í gjallarhorn fyrir
hann eins og hinn móðursjúka
og þrautleiðinlega Graham
Greene, og þar eð Morgan fyrir-
lítur rauðliða og skrifar um and-
lega hluti öðrum fremur, er sízt
að undra þótt honum sé ekki
mjög hossað! Eigi að síður fer
gengi hans og álit vaxandi með
ári hverju um allan hinn bók-
menntalega heim, þar sem frjáls-
ir menn búa.
„Saga dómarans", sem nú birt-
ist á íslenzku, er merkileg bók
og vel gerð, en þó engan veginn
bezta verk Morgans. Veigamest
er skáldsagan: „Lord Sparken-
broke“, og þar næst „Lindin“
(„The Fountain"). En allar bæk-
ur hans eru mikil skáldverk. Frá-
sögnin er mjög róleg og kyrrlát
á yfirborði, en undir niðri bylt-
ast öfl lífs og dauða. Höf. er
heimspekilega sinnaður og mikill
sálfærðingur, en laus við alla
slepju þeirrar sálgreimngar, sem
ekki nær upp fyrir naflann Yfir
verkum hans er hár himinn og
heilbrigt andrúmsloft.
í „Sögu dómarans“ koma fram
ýmsir af bezstu kostum skálds-
ins. Einkum eru mannlýsingarn-
ar frábærar. Dómarinn gamli og
andstæða hans: Severidge eru
meistaralega gerðar persónur, en
jafnframt eru þær tákn tveggja
lífsviðhorfa, tákn baráttu, sem
nú er háð um heim allan, og
ekki aðeins tákn, heldur hin
djúptliggjandi sálræna orsök
hluta, sem fljótt á litið virðast
eiga sér allt önnur upptök.
Bókin er, — eins og flest góð
skáldverk, — skemmtileg aflestr-
ar. En því skynugri sem lesand-
inn er, því meir mun hann hafa
upp úr því, að lesa hana.
Myndir frá Reykjavík.
Gunnar Thoroddsen ritar
formálsorð. — Bókaútgáfa
Menningarsjóðs.
Þetta er einkar handhæg og
hæfilega stór bók með myndum
frá höfuðborginni. Borgarstjór-
inn hefir í stuttum formála sagt
ágrip af sögu staðarins, og er
þýðing af formálanum á dönsku,
ensku og þýzku. Ljósmyndirnar
eru yfirleitt góðar og valið virð-
ist hafa tekizt vel. Er kverið
hentugt til gjafa handa útlend-
ingum, og til minja fyrir ferða-
menn.
Söngur í sefi.
Eftir Elínu Eiríksdóttur.
Á kostnað höfundar.
Þetta ljóðakver er ósköp litið
og sakleysislegt á svipinn, en ber
með sér að höfundur þess hefir
verið gott efni í skáld og á sér
snotra skáldgáfu. Og eitt kann
þessi kona, sem alltof fáum skáld
um lærist til hlýtar: að nota ekki
of mörg orð, skera burt of-
hyldgun alla! — „Inn til fjalla"
hefði hjá mörgum orðið tírætt
kvæði og ólesandi leiðinlegt, en
höf. afgreiðir efnið í einu erindi
og segir þó allt sem máli skiptir.
Þetta er lofsvert. — Mörg falleg
erindi eru á víð og dreif um bók-
ina, t. d. þessi kveðja til far-
fuglanna:
„Ykkar bíða blómskreytt sumar-
lönd,
sem bjóða þreyttum skjól í laufi
sínu.
En ég stend eftir ein á vetrar-
strönd,
með óm af lóusöng í hjarta mínu"
„Gamla týran" er fallegt
kvæði, sömuleiðis „Svanurinn"
„Vetrarkoma", „Aldan“, „Bæn
til mánans", „Amma“ og mörg
fleiri. Ef til vill er „Minning"
bezta kvæðið, ljúft og fagurt,
angurvært án æðru, vel kveðið.
— Þetta litla, laglega kver mun
engum vonbrigðum valda.
Fjaðrafok.
Eftir Jörund Gestsson.
Skrifað af höfundi.
Já, það er hvorki misritun mín
né misprentun: þessi ljóðabók er
skrifuð af höfundinum í bókstaf-
legasta skilningi! Hún hefur ekki
verið prentuð, á venjulegan hátt,
en þó er henni dreift um bóka-
markaðinn í talsverðu upplagi.
Þetta er sem sé handrit höfund-
arins, — stórlega fallegt handrit
— sem hefur verið ljósprentað.
Hugmyndin er skemmtileg, en
myndi setja safnara í dálítinn
vanda: Þetta er ljóðabók, sem
hefir verið gefin út en aldrei
prentuð. Hún er bæði bók og
handrit, og þó hvorugt!
— Jæja, er það er ýmislegt gott
i henni, meðal annars nokkrar
ágætar þýðingar úr erlendum
málum, svo góðar, að full ástæða
er til að hvetja skáldið að halda
lengra á þeirri braut. Mörg af
þess eigin kvæðum, eru líka vel
gerð, ekki sízt ástaljóðin, og
margar prýðilegar lausavísur, t.
d. þessi:
„Vonir mínar ef ég á
í urðum lífs að heygja,
vissulega væri þá
vænst með þeim að deyja“.
Það væri freistandi að tilfæra
fleira úr þessari sérkennilegu
bók, en nú þrengist um plássið
í blaðinu, dagana fyrir jól. En
athygli vildi ég vekja á þessum
góða ljóðasmið, sem hefur dund-
að við að gera sitt fallega hand-
rit í tómstundum frá búi sínu
norður á Ströndum.
Helga Hákonardóttir.
Eftir Guðrúnu A. Jóns-
dóttur. — Norðri.
Vel fer á því, að þetta verður
síðasta bókin, sem ég skrifa um
nú um jólin. Þetta er nefnilega
jólabók í þess orðs bezta skiln-
ingi, jákvæð, heilbrigð og hrein
af öllu því, er ósjaldan óprýðir
bækur þeirra sem betur kunna
til listar. Því a ðekki verður á
móti því borið, að margt má að
sögunni finna, frá listarinnar
sjónarmiði — og er bezt að byrja
á því. Sagan er illa byggð, nið-
urröðun efnisins laus í reipum,
og m. a. þess vegna verður bókin
of löng og málalenginga og önnur
ofhyldgun óprýða hana, svo og
bláþræðir nokkrir. Til að byrja
með, er frásögnin og mannlýs-
ingarnar yfirborðskenndar, syo
varla hefst yfir þjóðlífssöguform-
ið, en höf sækir í sig veðrið,
„skrifar sig upp“ úr öllum slíkum
vesaldómi og í síðari hlutanum,
eru kaflar, sem teljast verða góð
og tær list. Og alltaf hækkar risið
á sögunni, þar til síðasti kaflinn
lyftir henni upp meðal þeirra
skáldverka, er lifa munu um
langt skeið. Þrátt fyrir ýmsa á-
berandi galla og ekki sízt of
mikið orðskrúð, er þetta lista-
verk, sem er gott manni til lestr-
ar og íhugunar.
Bókin er frumsmíð konu, og
ekki er því að neita, að vel er
af stað farið. En af svona góðri
skáldsögu verður að krefjast
mikils. Þess er getið á kápu bók-
arinnar, að höfundurinn hafi
„ekki lært til skáldsagnagerðar"
— og er það svo sem auðséð —
en að saga þessi muni eigi að
siður ryðja „höfundi sínum braut
til öndvegis meðal fremstu sagna
skálda íslendinga." Betur að satt
reyndist, en því aðeins verður
það, að höf. læri og læri vel til
skáldsagnagerðar. Það stelst eng-
inn bakdyramegin inn í musteri
listanna, á því er aðeins fordyri
og margar tröppur upp að ganga,
brattar og hálar! — En ég hygg,
að Guðrún A. Jónsdóttir eigi það
veganesti, sem bezt má þéna til
uppgöngu í sal þann, en það er
mikil upprunaleg skáldgáfa, skír
hugsun og vilji, heilbrigt geð og
óspillt hjarta.
ROSKUR MAÐUR
getur fengið fasta atvinnu nú þegar, sem aðstoðarmaður
á vörubíl, við vörudreifingu. — Fyrirspurnum ekki
svarað í síma.
I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN
Iðnlyrirtæki
í fullum gangi til sölu. — Tilboð sendist blaðinu fyrir
10. þ. m., merkt: „Hjólbarðasólun — 987“.
VETRARGEYMSIA
_ Getum tekið nokkrar bifreiðar í vetrargeymslu í gott
húsnæði.
BÍLASALAN,
Klapparstíg 37, sími 82032.
Málaskólinn MÍMIR
Tungumálakennsla fyrir unga sem gamla. — Þér lærið
að tala hið erlenda tungumál, þjálfist í notkun þess og
venjist því að hlusta á það, án mikillar fyrirhafnar.
Ný námskeið hefjast um miðjan mánuðinn.
ENSKA — ÞÝZKA — DANSKA — FRANSKA —
SPÆNSKA — ÍTALSKA
Kennarar: Einar Pálsson, Ute Jakobshagen, Erik Sönd-
erholm, Franco Belli, Sigfús Andrésson.
Innritun daglega frá kl. 5—8 síðdegis.
MÁLASKÓLINN MÍMIR,
Sólvallagötu 3 — Sími 1311 (þrettán ellefu).