Morgunblaðið - 04.01.1956, Page 8
8
MORGUTSBLAÐIÐ
Miðvikudagur 4. ja'iúar 3 956
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jénsson.
Ritstjéri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlandj.
í lausaselu 1 króna eintakið.
Samhugur og þjóðareíning
þegor þjóðnrhngnr kreist þess
IHINNI athyglisverðu áramóta-
ræðu, sem Ólafur Thors for-
sætisráðherra flutti í útvarpið á
Gamlárskvöld brá hann upp lit-
auðugri og áhriftunikilli mynd af
íslenzku þjóðlífi. Hann lýsti þeim
stórvirkjum, sem þessi smáþjóð
hefur unnið og er stöðugt að
vinna, sem kemur m. a. fram í
því, að erlendur menntamaður,
sem var hér á ferð s.L sumar lýsti
íslandi, sem dásamlegasta smá-
ríki veraldarinnar.
Gæfusamasta þjóðin
Forsætisráðherra komst svo
a* orði:
„Það er gott að vera afkom-
andi tápmikilla og vitiborinna
forfeðra, sem hertir i aldanna
örlagaleik, hafa skilað okkur
líkamlegri hreysti og andlegu
atgerfi, sem með auknu þjóð-
frelsi og þeim batnandi efna-
hag, sem í kjölfarið sigldi hef-
ur megnað, að gera kraftaverk,
sem eriendir menn undrast
yfh- og dá, svo að við krílin
á hjara veraldar vekjum í
vaxandi mæli eftirtekt og að-
dáun umheimsins."
Siðan ræddi hann nokkru nán-
ar þær framfarir, sem orðið liafa
og hvemig við sjálfir höfum leik-
ið okkur að þeim eins og krakk-
arnir leika sér að gullunum. Við
höfum leikið okkur að nýj u stóru
og fallegu skipunum okkar, f'.ug-
vélunum o. s. frv.
En mitt í allri þessari góðu af-
komu þjóðarinnar vaknar samt
upp spumingin, hvort hún hefur
kunnað að gæta hófs. Atburðir
hins síðasta árs virðast benda til
að svo sé ekkL
Hver skarar eld
að sinni köku
„Okkur Íslí ndingum er hnilt
að gera okkur grern fyrir þvi,
að við myndum hafa vafa-
saman sóma a£ velmegun síð-
ustu áratuga, ef hún yrði eink-
um til þess að magna með okk
ur síngirni, græðgi, úlfúð,
áhyrgðarleysi og alvöruleysi,
ef sá andi yrði allsráðandi í
landinu með einstaklingum og
stéttum, að hver hugsaði um
það fyrst og fremst að neyta
af hörku og óbilgimi aðstöðu
og aftsmunar til að skara eld
að sinni köku, hvað sem liði
kjörum annarra og heilbrigðri
þróun.“
Því miður er þessi lýsing svo,
að alltof margir geta tekið hana
til sín. Það er mikið ábyrgðar-
leysi, sem kemur fram í því, þeg-
ar hver stéttin hækkar kröfur
sínar í kapphlaupi við aðra, sjá-
andi það, að engin þeirra hagn-
azt af þessu á endanum, en hins
vegar að þjóðfélagið í heild biður
stórtjón af. Það er einnig mikið
alvöruleysi, þegar enginn vill
taka á sig byrðarnar. Þegar lögð
eru fram úrræði til lausnar efna-
hagsörðugleikunmn, virðast þau
kálla á fórnir og það þýðir ekki
að nefna við íslehdinga. Hér er
sannarlega farið að ræða þjóðar-
mein, sem getur orðið okkur dýrt.
Mikil alvara á ferðum
Um þetta mælti Ólafur Thors
forsætisráðherra þau orð, sem
sýna, að hér er mikil alvara á
ferðum.
„Sú þjóð, sem forsjónin hefur
leikið við eins og okkur síðustu
áratugina, verðskuldar ekkert
nema ævarandi skömm og fyrir-
litningu, kasti hún gæfu sinni á
glæ. En ég trúi því aldrei, að svo
verði um okkur íslendinga, fyrr
en ég horfist í augu við það.“
Og í bjartsýni á framtíðina og
þrátt fyrir þau sjálfskaparvíti,
sem við þurfum nú að glíma við,
benti forsætisráðherra þjóðinni á
kjarna þessa máls, en hann er
þessi:
„Það er skylda hvers einstakl-
ángs í hverri deilu að reyna að
hugsa málin bæði frá sjónarmiði
sjálfs sín og frá sjónarmiði þjóð-
arheildarinnar. Það er að vera
góður íslendingur.
Á því er engin hætta, að ísiend-
ingum gleymist, að ágreiningur
og átök eru nauðsyn. En á vissum
mörkum verða átök og barátta
að skaðvænlegu sundurlyndi og
böli, sem kemur niður á þjóðinni
í heild.
Þess vegna ber okkur íslend-
ingum, að efla með okkur sam-
hug og einingu.
Þegar þjóðarsómi
býður fórnarhug
og samhug
Þegar stjómmálamaður talar
um nauðsyn á einingu, hættir
andstæðingum hans við að hugsa
að hann eigi við einingu um þá
stefnu, sem hann sjálfur fylgir.
En slíkt vakir ekki fyrir mér.
Það sem mig langar að
brýna fyrir þjóð minni við
þessi áramót er nauðsyn þess,
að við látum ekki eingöngu
skapsmunina stjórna því, að
við berjumst, heldur kenni
einnig skynsemin okkur að
vinna saman.
Að okkur Iærist að bekkja
þau augnabTik í lífi bjóðarinn-
ar, þegar bióðarsómi og þjóðar
harur bjóða hóf, fórnarhug og
samhug.
Að okkur skiljist, að við
verðum að standa saman, þeg-
ar mest á r?ðtir og um það,
sem mestu varðar.
Ég á við, hversu áríðandi
það er, að okkur takist að
þroska með okkur hugarfar,
hjartalag, mannvit og mann-
gæði. sem geri okkur að far-
sælli þjóð og vaxandi."
Þetta eru sannarlega alvarleg
orð í tíma töluð. Á þessu veltur
farsæld hinnar íslenzku þjóðar.
Að lokum mæiti forsætisráð-
herrann á þessa leið:
,Ég ætla að biðja þjóð mína
aó elæóa með sér samhug og
einingu um sóma íslands. Ef
við lærúm betnr að vinna sam-
an, þrátt fyrir allt, sem í milli
ber, þá höfum við gert það sem
í okkar valdi stendur til þess
að verða að græfnsamri þjóð."
ÚR DAGLEGA LIFiNU
(ddrlendi hvennjóónarirm í
íói. óendióueitaróLri^óto^u
unm
Vilhjálmur Finsen sendiherra,
sem var fulltrúi ísl. ríkifistjóm
arirmar í Stokkhólmi á stríðs-
árunum, hefur í norska blaðið
Aftenposten, ritað meðt'ylgj-
andi grein. Segir hann þar frá
kynnum sínum við sænsku
stúlkuna Jane Horney, sem var
tekin höndum af dönsku „frels-
ishreyfingunni" í,striðslokin. —
Nú er að koma út bók þar sem
sýna á fram á að Homey hafi
ekki verið þýzkur njósnari —
en í þessari grein virðist Vil-
hjálmur Finsen vera A annari
skoðun. En hér er grein. hans
þýdd úr Aftenposten.
DAG nokkurn meðan síðari
heimsstyrjöldin stóð, kom
kona nokkur á skrifstofur ísl.
sendisveitarinnar í Stokkhólmi. Á
fremri skrifstofunni sat einka-
ritari minn, frú Þuríður Finns-
dóttir, nú prófessorsfrú í Reykja-
vík. Hún spurði konuna, hvað
hægt væri að gera fyrir hana og
fékk það svar að hún vildi tala
við mig persónulega og var visað
inn til mín.
er gift sænskum blaðamanni og er
sjálf að nokkru blaðamaður, þvi
ég skrifa greinar fyrir ýms nor-
ræn blöð. Ég hef ferðast víða og
séð mig talsvert um í heiminum.
Ég hef m. a. verið á Grænlandi og
Svalbarða og er nú komin til að
fá upplýsingar um hvernig ég
get komizt til íslands. Kemur
aldrei vél á vegum ísL ríkisstjórn-
arinnar til Stokkhólms? Og gæt-
uð þér ekki útvegað mér far með
slíkri vél til Reykjavíkur?
Hún sat á móti mér við skrif-
borðið, þessi gestkomandi kona.
Við horfðumst í augu. Mér fannst
hún athyglisverð, næstum falleg.
Fas hennar aUt sérlega aðlaðandi.
Hún var gædd kynþokka og
greindarglampi í augum hennar.
Hún var rauðhærð, talaði sænsku,
en þó með ágætum dönskum
áherzlum. Hún lét þess getið, að
hún þekkti marga sendiherra 5
Stokkhólmi og hitti fjölmarga
utanríkisþjónustumenn í veizl-
um.
vilja fara þangað og skrifa um
það, en sagði henni jafnframt, að
næstum útilokað væri að kom-
ast þangað nema um England. Ef
hún gæti á einhvern hátt kom-
izt til Skotlands, skyldi ég hjálpa
henni til að komast með skipi frá
Leith til Reykjavíkur; slíkri ferð
Jane Horney
★ ★
★ ★ — Nafn mitt er Janeí Ég þakkaði henni fyrir, hvern
Homey, kynnti hún sig. Ég I áhuga hún sýndi landi minu; að
Bak við rúllugardinur.
FYRSTA virka daginn eftir
áramótin er öllum verziunum
lokað. Rúllugardínur em dregnar
fyrir gluggana, eða umbúða-
pappír hengdur upp. Þrátt fyrir
það er þessi dagur einn erfiðasti
starfsdagur verzlunarfólksins. Því
að bak við læstar verzlunardyr
og hulda glugga eru allar vöru-
birgðimar teknar fram úr hvll-
um ok skotum. Allt kemst í eitt
heljarmikið róðarí. Búðarborðin
eru full af pökkum og búðarfólk-
ið stendur kófsveitt yfir þessu,
teljandi skópörin, vatnsglösin,
brjóstsykursmolana, og ég veit
ekki hvað og hvað. Verst og mest
er þó verkið í bókabúðunum, þar
sem telja verður saman birgð-
imar af hverri bók og sjá um
að endursenda þær bækur til út-
gefenda, sem ekki hafa selzt.
Á kafi í vörubirgðum.
EG minnist þess, að ég komst
einu sinni af tilviljun inn í
bókaverzlun, þegar þannig stóð á.
Hafði gleymt því að verzlanir
voru lokaðar, en af einhverjum
ástæðum opnaðist hurðin, hafði
verið kviklæst. Ég hef sjaldan séð
aðra eins blaða- og bókahlaða. A
gólfinu voru heil fjöll af bókum
og jólakortum og jólapappír og
alls konar dóti.
Upp úr þessum pappírshlöðum
gægðust við og við höfuð af-
greiðslumannanna og hurfu síðau
aftur niður í hrúguna. Það kon.
að sjálfsögðu ekki til greina aö
afgreiðslumennirnir, sem voru
hinir vingjamlegustu gætu fnnd-
ið fyrir mig bókina sem mig vant-
aði. Hún var einhvers staðar í
allri hrúgunni. — Þú verður að
koma á morgun, sögðu þeir. Þá
verður allt komið aftur i röð og
reglu. Ég efaðist um það, því að
það virtist margra daga verk að
þrífa tiL
Ein undantekning.
EINMITT í sambandi við þetta
ætla ég að birta hluta úr bréfi
sem mér hefur borizt frá „Göngu
manni“.
„Starfi mínu er þannig hagað“,
segir hann, „að á hverjum degi
geng ég oftsinnis eftir Austur-
strætinu. Nú hef ég tekið eftir
þvi um þessi áramót, að öllum
verzlunum hefur verið lokað og
tjöld dregin fyrir gluggana, með-
an birgðatalning fór fram. Hjá
sumum verzlunum sá ég, að
birgðatalning fór fram á gamlárs-
dag, en hjá öðrum á annan í ný-
ári.
Aðeins ein undantekning er frá
þessu. Það er verzlun, sem SÍS
hefur i Austurstræti. Lokunar-
tími hennar hefur að vísu verið
allur hinn sami, en þar hefur
ekki verið dregið fyrir glugga og
þess vegna hefur verið auðvelt
að fylgjast með því, að þar hefur
engin birgðatalning farið fram.
Ég hef gengið svo oft framhjá
verzluninni, að ég tel að hér geti
ekki leikið vafi á.
Ilvernig er talið fram
til skatts?
NÚ langar mig til að spyrja þig,
Velvakandi. Þarf SÍS ekki að
i láta fram farð vörutalningu hjá
sér? Og sé það rétt, hvernig fer
SÍS þá að því að telja fram tll
! skatts? Og hvernig fer þetta
risavaxna fyrirtæki þá að því að
vita, hvernig hagur þess er, hvort
það hefur tapað eða grætt? Skipt-
ir það e.t.v. engu máli?“
Þetta er aðeins hluti úr bréf-
inu og hirði ég ekki tim að hirta
ályktanir „Göngumanns“. Ég hef
ekki getaö aflað mér upplýsinga
um þetta. En tel það nú heldur
ólíklegt, að einhvers konar vöru-
talii ng fari ekki fram, enda munu
öll verzlunarfyrirtæki vera skyld
til þess að framkvæma hana.
gæti ég komið í kring, því að ég
þekkti skipseigandann persónu-
lega. En ég ráðlagði henni að
fresta íslandsförinni, unz ófriðn-
um lyki.
★ ★
★ ★ — En það er einmitt nú,
sem ég vil komast til ís-
lands — einmitt vegna ófriðarins,
vegna bandaríska varnarliðsins
þar. Ég vil sjá hvernig málin
standa á íslandi og kynnast sam-
bandinu milM Ameríkumanra og
Íslendínga. Hún lagði áherzlu
á orðið „varnarlið" en notaði
aldrei „hernámslið".
Forvitni mín var nú vakin. Ég
vildi nú vita, hvers vegna hún
vildi endilega nú komast til ís-
lands.
Við sátum lengi og töluðum um
aMt milli himins og jarðar. Hún
sagði mér frá mörgum ferðum
sínum. Hún dró ekki dul á, hve
vonsvikin hún var yfir þeiro
svörum er hún hafði fengið hjá
mér og sagði tvívegis: „Þér \-erð-
íð að hjálpa mér. Þér verðið að
hjálpa mér. Mér er sagt að það
séu svo mörg stöðuvötn á íslandi,
fögrum unaðslegum bláum vötn-
um, óendanlega djúpum. um-
kringd hrauni og þéttsetin syngj-
andi svönum, öndum og grágæs-
um“ — og með jafnrómantískum
hreim bætti hún við: „Ég elska
stöðuvötn. Ég get ekki hugsað
mér fagurt landslag án stöðu-
vatns. Hvað væri fegurð Finn-
lands án vatnanna? Eigið þér
ekM myndir frá íslandi? Ef þér
viljið lána mér myndir og segja
mér eitthvað nánar um landið, þá
gæti ég áreiðanlega skrifað góða
grein um ísland í skandinavisk
blöð.“
Ég tók fram myndir, en engin
þeirra sýndi stöðuvötn. Ég lofaðl
að reyna að útvega fleiri myndir
frá fslandi og sagði að hún skyldi
koma aftur síðar. Svo fylgdi ég
henni til dyra og sagði: „Sjáumst
aftur eftir 3 vikur“ og hún hvarf
niður stigann.
★ ★
★ ir Svo sat ég einn í skrifstofu
minni og hugsaði. Það s!6
niður í huga mér þeirri hugsun,
sð einmitt á þessa lcið hefði hin
Framh. á bls. 13