Morgunblaðið - 04.01.1956, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.01.1956, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. janúar 1956 Viðburðorikt ferðulug Guðbjörg Jóelsdéftir Frh. af bls. 9 I Máhameðs. Voru þessir hlijtir vel geymdir í lokuðum hólfum. HVÍTU KÚNUM LKTFIST ALLT — Rákust þið ekki á hvítu kýraar í Benares? — Þær sáum við strax í Bombay, má sjá þær í öllum borgum landsins. Þær ganga um kvar sem þær vilja og gera það sem þær vilja. Bílstjórar víkja fyrir þeim og gangandi fólk víkur einnig fyrir þeim. Ekki er það óvanalegt að þær gangi að grænmetisbúðum og hámi í sig grænmetið, en afgreiðslu- maðurinn hreyfir ekki við þeim. Þeim er allt frjálst að gera, þær eru heilagar skepnur. — Ég sé á kortinu að þið hafið farið til Kalkútta? — Já, þegar við komum þang- að, hittum við svo vel á, að þar var aðalhátíðisdagur Hindúa, eins konar jól þeirra. Allir reyna þá að vera í nýjum fötum (til þess að lenda ekki í jólakettin- um). Þann dag var dýrkaður Durga Putja, en Durga þýðir gyðja og Putja tilbeiðsla. Við séum á einum staðnum myndir af þessu eða öllu heldur líkneskj- ur úr leir. Voru þær málaðar og gerðar af mikilli list, enda sá maður, sem þetta verk vann, frægur, og list þessi varðveitt. í ætt hans mann fram af manni. Þar var sjálf Durga, standandi á Ijóni. Durga hefur tíu hendur og notar þær til að útrýma hinu iila, enda var hún þama í baráttu við myrkrahöfðingjann. Lá hann undir og var að sjá, að hún væri að sigra. Slöngu hafði sá illi með sér og var hún vafin um háls ljónsins. Hin illu öfl vom þarna táknuð með venjulegum manni, ásamt slöng- um og var maðurinn að vísu íllilegur. Hafði hann sverð mikið. Sinn til hvorrar handar Durgu voru tvær dætur hennar. Önnur var gyðja ástarinnar en hin gyðja auðlegðarinnar. Við hlið þeirra stóðu tveir synir Durgu. Var annar guð fegurðar, en hinn guð hamingjunnar og var hann með fílshöfuð. Þetta var allt mjög vel útbúið og fallegir litir í öllum klæðum er tilheyrðu. Á vissum tímum komu svo aðal- prestar og þuldu lestur eftir lest- ur úr helgum ritum. Þarna var í táknum og sjáanlegum mynd- um verið að biðja fyrir því, að hið góða sigri og hver og einn reynir að minnsta kosti þennan dag að hreinsa sig frá hinu illa. fflMALAJA í AUGSÝN — Frá Kalkútta hélduð þið svo norður á bóginn? — Já, við fórum til Badogra og þar fengum við okkur bíl er við ókum í til Ðarjeeling. Bíl- stjórinn okkar var hinn skemmti- legasti í viðræðum. Sagðist hann eiga tvær konur. Ekki var hann samt neitt efnaðri en gerist og gengur um almenning á þessum slóðum. Konumar hans unnu engu minna en hann en konur vinna yfirleitt mikið að alls konar útistörfum. Var ég oft gpurð að því, — segir Vilborg, — hvað ég gerði heima á íslandi. Er ég svaraði því til, að ég hefði nóg að gera með að hugsa um heimili mitt, þótti Indverjunum það lítið verk. Darjerling liggur við rætur Himalajafjallanna og þar býr hinn frægi fjallagarpur Tenzing, er kleif Mount Everest ásamt Hillary. — Sáuð þið þann fræga mann? — Nei, því miður, hann hefur vissa daga til viðtals, og hann hafði haft viðtalstíma daginn áður en við komum. Hann rek- ur þarna skóla og kennir mönn- j um íjallgöngu. Tii þessa staðarj vorum við komin til að virða fyrir okkur hin hrikalegu og tignarlegu Himalajafjðll. Ókum við upp á hasðir þarna skammt frá og sáum þaðan sólaruppkomu á Mount Everest og Kunchunja- unga er til stendur að klýfa næsta ár. Frá Darjeeling héldum við suður til Madras. Indverji af frumstæðum þjóðflokki. ÍSLENDINGAR HEIMSÓTTIR — Er það ekki þar sem Guð- jón Illugason býr? — Jú, hann býr þar. Hittum við bæði Guðjón og Einar Kvar- an. Einar býr á Ceylon og kenn- ir þar meðferð véla. Kunna þeir hið bezta við sig þarna austur- frá. Guðjón heimsótti okkur aft- ur daginn eftir. Kom hann til okkar um kl. 7 um morguninn og röbbuðum við saman fram undir hádegi. Guðjón vinnur þarna mikið og vandasamt verk. ! Hann hefur nú yfir að ráða f jór- um 12 lesta vélbátum smíðuðum j í Japan og einum 50 lesta, er smíðaður var í Noregi. Segir • hann mikinn fisk vera þarna við | ströndina, en ekki eru skilyfðin góð fyrir sjómennina. Grunnið er að mestu leyti ókortlagt og ströndin nær vitalaus. Guðjón ar nú þegar farinn að bjarga sér í nokkrum mállýzkum lands- manna. — Er það ekki nokkuð snemmt að fá heimsókn kl. 7 að morgni til? — Nei, nei, við fórum alltaf á fætur um klukkan fimm, en aft- ur á móti að sofa klukkan níu og tiu á kvöldin. Þarna eru eng- ar skemmtanir á kvöldin og því lítið um að vera. TÍGRISDÝRAVEIÐAR — NEI — Hvert var svo haldið? — Við fórum til borganna Bangalore og Mysore. í Mysore er landslag mjög fagurt og þar er loftslag mjög heilnæmt og gott. Þangað sækja margir Indverjar, er þeir eru komnir á elliárin og eyða þar ellidögunum. Er staður þessi því eins konar elliheimili Indverja. Þaðan héldum við til Bombay og svo heim á leið. — Segið mér, var ykkur ekki boðið á tígrisdýraveiðar. Ég hef víða lesið um það að ferðalang- ar fái oft slík boð í Indlandi? — Jú, jú, okkur var oft boðið á tígrisdýraveiðar, en við gátum ekki þegið þau boð, þar eð við höfðum gert áætlun er við fórum alveg eftir, og svo höfðum við takmarkaðan áhuga fyrir slíkum veiðum. — Segðu mér, Vilborg, hefur vestræn tízka í klæðaburði ekki rutt sér mikið til rúms þarna eystra? — Nei, svo er ekki. Undan- tekningalítið klæðast konur sín- um þjóðbúningi, Sari. Það er helzt yngra fólkið og þá sér í lagi karlmennirnir, sem klæðast nokkuð vesturlandabúningi, en þó er það ekki mikið. NERHU ER DÁÐUR — En Huxley, hvað segir þú mér um stjórnmálin? — Yfirleitt fylgja allir Nerhu að máli og er hann mjög dáður. Þó eru allir flokkar leyfðir í landinu. Geta Indverjar stundum orðið nókkuð heitir í stjórnmál- um. Við lásum það til dæmis í blöðunum er við vorum þarna, að á íundi einum, er jafnaðar- menn héldu, voru báðir ræðu- mennirnir drepnir. Var það að sjá í blöðunum að þeim þótti1 það mjög leitt að þetta skyldi| koma fyrir. Indverjar vilja vera sjálfstæðir og vilja ekki þiggja neina hjálp, sem veitt er í póli- tískum ásetningi. Kom þetta bezt í ljós, er þeir Bulganin og Krú- | sjeff heimsóttu Indland, enda 1 varð för þeirra ekkí nein sigur- ' för fyrir þá. Er það skoðun min, ' að Indland muni vinna sig upp. Þeir munu skipa þýðingarmik- inn sess i heimspólitíkinni. Þeir eru líkt og vogarstöng milli aust- urs og vesturs og það skiptir ekki litlu máli í hvora áttina þessar 350 milljónir manna halla sér. s A EFTIR TIMANUM | — Hvað um atvinnuhætti og ' daglegt líf fólksins? j — Þegar maður kemur tii Ind- lands hefur maður það á t.il- ! finningunni að maður sé kom- inn mörg ár aftur í tímann.,011 þeirra verkfæri eru mjög úrelt. Þeir nota til dæmis. ennþá tré- plóga við akuryrkju. Eku því vinnubrögð þeirra mjög frum- stæð og er það áberandi hvað konur vinna mikið erfiðisvinnu. í Kalkútta sáum við, þar sem verið var að grafa fyrir stóru húsi, margar konur að verki. Báru þær körfur á höfði og voru það karlmenn sem fylltu körfurnar með grjóti og leir, en síðan fóru konurnar upp úr grunninum með körfumar og mynduðu þær nær óslitna keðju. Konurnar höfðu börn sín með sér og er hlé var gefið, fóru þær til bama sinna og gáfu þeim brjóst- ið. Fólkið er mjög nægjusamt og nýtið. Sáum við á einum stað dæmi þess. Kona ein, sem kom eftir götu bar körfu á höfði. Tók hún eftir mykjuhrúgu á götunni, er einhver kýrin hafði lagt þar af sér. Beygði konan sig óðar niður og tók allt saman upp í körfu sína. Indverjar nota kúa- mykju þannig að þeir blanda hana grasi og þurrka síðan. Úr þessu búa þeir síðan þunnar kökur, er þeir hafa til eldneytis. HATAST EKKI VID NEINN -- EN BERA KALA TIL CHURCHHLLS — Eitt er það sem er sérkenn- andi fyrir Indverja, en það er að þeir hatast aldrei við neinn. Er það vegna trúarbragða þeirra. Þeir bera til dæmis engan kela til Breta, þrátt fyrir margra ára yfirráð þeirra. Það var ekki brezka þjóðin, sem kúgaði þá, heldur voru það þeir, er stjóm- uðu á hverjum tíma. Því mátti finna hjá þeim nokkurn kala í garð Churchills. — Er ekki erfiðleikum bundið fyrir ferðalanga með málið? — Nei, alls ekki. Ehska er kennd í barnaskólum og allir læsir menn, en það er Í& hluti þjóðarinnar, er enskumælandi. CK__"'£>0 Ég sé nú að þetta samtal mitt við hjónin er orðið ærið langt og verð því að láta staðar num- ið, þó ég viti að enn hafi þau frá mörgu að segja. Ég þakka þeim ánægjulegt samtal og held heimleiðis með úttroðinn vasa af skrifuðum blöðum, sem enginn getur komizt fram úr nema ég sjálfur. — Ingvar. Minningarorð GUÐBJÖRG Jóelsdóttir frá Fjarðarhorni í Hrútafirði er dáin. Hún andaðist í Landakots- spítala að morgni 24. desember. Jólagjöfin hennar Beggu — svo styttum við nafn Guðbjargar í daglegu tali — var dauðinn. i Jólabarnið hefur séð, að þetta var bezta gjöfin til hennar. Já, vissulega er okkur jarðarinnar bömum það ljóst, að þetta var bezta jólagjöfin til Beggu. i Guðbjörg hafði legið í Landa- kotsspítala frá því í haust. Heilsa hennar fór stöðugt hnignandi, sérstaklega er kom fram í des-, ember var líðan hennar oft erfið, þó hún kvartaði ekki og bæri þjáningarnar ósegjanlega vel eins og alla erfiðleika lífsins frá fyrstu. | Þegar mér barst sú frétt, að Begga væri komin á sjúkrahús fór ég og heimsótti hana, og eft- j ir það kom ég til hennar um helgar og ræddi við hana lengur( eða skemur eftir því, sem tími og aðstæður leyfðu. Oft voru gamlir Hrútfirðingar hjá Beggu, er ég kom eða komu meðan ég dvaldí hjá henni. Begga hafði míkla ánægju af heimsóknum. Hún var ágætlega minnug og i viðræðin í bezta lagi. í viðræð- j um við Beggu komst ég að þvi, ' sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir áður, að einmitt hjá henni gat ég sezt á skólabekkinn og lært þá lexíu, sem mest er um vert: „að læra að fyrirgefa". En þessa námsgrein hafði Begga lært til fulls. Hún var sátt við alla og bar innilega hlýja vin- áttu til þeirra, sem hún hafði dvalizt lengst hjá, beiskja eða gremja var ekki til í hennar huga. Við sem þekktum hve lífskjör Beggu voru óvenjulega knöpp frá fyrstu tíð, hljótum að undrast og dást að hve barnslega blíð og saklaus hún var eftir hret og næðinga lífsins. Enn var hún ókalin á sál og frjó í hugsun.Hvar hefði ég og margir aðrir staðið ef víð hefðum átt að ganga í hennar spor? í þessari löngu og oft erfiðu legu, hefur Begga þó notið mestr- ; ar umhyggju og hlýju. Hún sagði mér að allir væru sér svo ósegj- anlega góðir. Systir Louise Ida, sem hjúkraði henni af sérstakri alúð og hlýhug, vil ég færa inni- legar þakkir fyrir hönd Beggu. Hún minntist oft á við mig, hvej systir Louise Ida væri sér góð og vildi allt fyrir sig gera. Eins og áður er sagt átti Begga gott og öruggt minni og næma eftirtekt. Á leiðinni til Reykja- víkur í haust, sem var fyrsta ferð hennar til borgarmnar, hafði ( hún getað séð út um gluggann í á bílnum undarlega margt og fest sér það í minni. Begga gatj þess hve Norðurárdalur og Borg-' arfjörður væru auðugir af nátt- úrufegurð. Ennfremur gat hún þess hve fagurt væri á Ferstiklu. Begga vissi ekki um nöfn á bæj- um á þessari leið, sem ekki var von ti), en svo glöggar voru lýs- ingar hennar að eftir þeim gat maður áttað sig á við hvaða bæi hún átti. Meðan Begga beið eftir að geta komist á sjúkrahúsið dvaldi hún á Rauðarárst. 5 hjá Gunnari Þórð arsyni og frú Ingveidi Björns- dóttur, nágrönnum sínum, er hún var á Fjarðarhorni. Þaðan fór 1 hún svo á Landakotsspítala. Og það sem mig undrar. er það að Begga heldur réttum áttum, er hún kemur á spítalann og gerir sér undarlega glögga grein fyrir afstöðu og fjarlægð í borginni. Einu sinni talaði hún um, að koma heim til mín, er hún losn- aði af spítalanum. En sagði: ,,Að það væri nokkuð langt frá Rauð- arárstíg 5 heim til mín“. Og eins og til þess að átta sig betur á fjarlægðinni dró hún línu í loft- ið með hendinni. Það merkilega við þetta, er að línan, sem Begga dregur með hendinni, er næsta rétt. Þegar ég sat hjá Beggu, var hún vön að segja mér hverjir hefðu heimsótt eða skrifað sér. Ég er sannfærður um, að þau öll, sem glöddu hana á einn eða annan hátt hafa lagt inn á þann bankann, sem hæsta vexti greið- ir, svo hlý voru orð og hugsan- ir Beggu til þeirra, sem hér eiga hlut að máli. Það er eins og hún hafi ásett sér að muna aðeins það góða frá hverjum einum, sem hún átti samleið með. Hún gerði meira en geyma þetta í huga sín- um, hún setti það I vermireit og lét það vaxa og þroskast — og vermireiturinn hennar Beggu hefur verið góður. Nú, er ég lít yfir runnið æfi- skeið Guðbjargar Jóelsdóttur, þá finnst mér, að því megi líkja því við tæra uppsprettulind sem runnið hefur langa leið gegnum bruna-hraun og kemur undan því jafn hrein og tær og við upptök sín. Eftir að hafa lifað í 63 ár og mætt allskonar erfiðleikum og farið flestrá eða allra gæða lífs- ins á mis, er sál Beggu hrein og tær, sem lindarinnar, er ranii í gegnum hið hrjúfa hraun. Og nú, er ég enda þessi orð koma mér í hug Ijóð eftir skáldið og mannvininn Einar H. Kvaran: Þín náðin, drottinn, nóg mér er því nýja veröld gafst þú mér. í þinni birtu hún brosir öll. í bláma sé ég lífsins fjöll. Ég veit, að þú ert þar og hér, ‘ hjá þjóðum himins, fast hjá mér, ég veit þitt ómar ástar mál og innst í minni veiku sál. Ef gleðibros er gefið mér, sú gjöf er, drottinn, bll frá þér, og verði af sorgum vot mín kinn, ég veit, að þú ert faðir minn. Br. AðaKundor Maf- relðsladeildar SMF MIÐVIKUDAGINN 28. des. s.l. var aðalfundur Matreiðsludeildar SMF haldinn í Röðli. Formaður deildarinnar, Sveinn Símonarson, gaf slcýrslu vfir starfsemi deild- arinnar liðið starfstímabil. — Böðvar Steinþórsson gerði grein fyrir störfum SW frá því að að- alfundur var sfðast haldinn. Starf deildarinnar oe SMF hefur verið allumfangsmikið að undanförnu og lýsti fundurinn yfir fullum stuðningi sínum vfir starfinu. Vegna sMmda.osbreytinga á SMF er gerðar voru á 6. ársþingi SMF 15. jún’ s 1.. sambvkkti aðal- fundurinn að brevta nafni deild- arinnar í samræmi við bær skipu lagsbreytinear og verður eftir- leiðis „Félaff mntrriðslumanna", en verður að öð-n ’ovti aðili að Sambandi matreiðslu- og fram- reiðslumanna á sama hátt og áð- ur. — Víð stiórnart-osningu var Sveinn Sím''n?ryn °ndurkosinn formaður, vararor-n"ður var kos- inn Guðmun'hir .T”i-'usgon ritari BÖðvar Sto’nbArcic^r,, gjaldkeri Sveinbiörn varagjald- keri Elías V Árnason. Fulltrúi fói>>rc5jn<. ; ctiórn SMF var kosinn paðvar St°inþórsson, en Sveinn p-'mr.ncrSnn formaður er siálfkíörinn. Þeir ÓlQðjr T—mrrvason og Vieeó Biörnssrn .r-i, kosnir end urskoðendim oo psð-mr Steinþórs son formaður st,TrV+rrqjððsgjj5rn_ ar. Trúnoð'irmwrr-ríð er skipað þeim Árna Tór,cSvnj) Ólafi Tryggvasvn! v-;-;Anj Jónssyni og Maríu .Tensdót+ur. * finar Asmundssan hrl. Alls konai lojft ræðistörf. Fasteignasala Pafnarstræt- Simj 5407.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.