Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.01.1956, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. jan. 1956 tJtg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgBarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjamason írá Vigu. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsaon. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriítargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda, í iausasölu 1 króna eintakið. Framsékn og Moskvu-flokkurinn Á SAMA TÍMA og ríkisstjórnin er önnum kafin við að leysa stærstu og erfiðustu efnahags- vandamál þjóðarinnar er stafa af verkíalls cg verðbólguöldunni s. 1. vor, gerðist sá furðulegi atburður s. 1. sunnudag, að ahnar stjórnarflokkurinn, þ. e. Fram- góknarflokkurinn, sendi sérstak- an fulitrúa til að sitja almennan fund í Gamla bíói með kommún- istum, Þjóðvarnarmönnum og þeim hluta Alþýðuflokksins, sem gengið hefur á mála hjá komm- únistum. Fundarefni var myndun vinstri stjórnar og höfðu komm- únistar forustuhlutverk á fund- inum. Á fundinum lýsti þessi full- trúi Framsóknarflokksins opin- berlega brennandi áhuga á að ryðja núverandi ríkisstjórn úr vegi og gera störf hennar að engu. Fyrir hönd Framsóknar- ílokksins gekk þessi ræðumaður þeirra jafnvel svo langt að taka upp sama róginn og blekking- amar sem stjórnarandstæðingar hafa þyrlað upp, til þess að hylja sök sína á efnahagsvandamálun- um. Þessi framkoma fulltrúa ann- ars stjórnarflokksins er einstæð og mjög ámælisverð. Sýnir hún ótrúlegt ábyrgðarleysi, einkum fyrir það, að hún kemur fram á þeirri stundu, þegar mjög reyn- ir á samstarf stjórnarflokkanna, ekki vegna þess, að peir séu að deila um flokkspólitísk mál, held- ur vegna þess, að ísland krefst þess, þjóðfélagið og velferð allr- ar þjóðarinnar krefst þess, að vandamál framleiðsluatvinnu- veganna verði leyst. Og hver eru þá þessi vanda- mál. Málgagn hins sama stjórn- málaflokks, sem sendi útigöngu- manninn á kommúmstafundinn lýsir vandamálunum í stuttu máli í gær. Þar segir Tíminn m. a.: „Meginástæða hinna miklu útgjalda, sem leggjast hér á ríkið eru kauphækkanir þær, sem áttu sér stað á síðastliðnu ári. Þær nema nú orðið 20%, þegar hækkun kaupgjaldsvísi- tölunnar er bætt við grunn- kaupshækkunina. Það liggur í augum uppi, að svo mikil kaunhækkun eykur stórlega útgjöld ríkisins og einnig framleiðslukostnað útgerðar- innar og vinnslufyrirtækja hennar. Sá kostnaður verður ekki unninn upp öðru vísi en að hann sé innheimtur með sköttum eða tollum í einhverju formi“. Þannig lýsir blað Framsóknar vandamálunum, eins og allir vita að þau eru. Og blaðið boðar það einnig, sem allir vita, að útgjöld- in og tapíð af skemmdarverkum kommúnista s. 1. vor skrifast á reikning allrar þjóðarinnar. ■— Framsóknarblaðið boðar að skattar og gjöld hljóti að hækka sem bein afleiðing af verkum kommúnista. Framsókn gekk í gildnt kommúnista Það ei ekki af neinni tilvi’jun, sem kc-TOt\úni?tar efndu til fund- arins Gam' híó s. i. sunnudag, dagim, eftir að tillögur ríkis- Stjórnarinnar í vandamálum út- vegsins ‘höfðu verið birtar og nokkrum! clögum áður en tekju- öflunarr'jiurnvarþ ríkissjóðs er lagt frcm Tilgangurinn með fundinuíti!i'"’r aiveg auðsær. Hann var enginn annar en að reyna að veikja núverandi ríkisstjórn í aðgerðum hennar til bjargar framleiðsluatvinnuvegunum. En Framsóknarflokkurinn, ef til vill aðeins einhver armur hans, sýndi þann eindæma barna- skap, að bíta á agnið. Það er ekki gott að segja eftir þetta, hvað Framsóknarflokkurinn vill í raun og veru. Stundum er einn ráðherra hans að tala um að það verði að stöðva verðbólguna. En nú spyrja menn: Er bezta ráðið til þess að Framsóknarflokkurinn j bregðist eða geri tortryggilegan stuðning sinn við þær efnahags- I aðgerðir, sem lífsnauðsynlegar eru til þess að framleiðslan geti gengið? í lok ræðu sinnar á fundinum minntist hinn furðulegi útigangs- maður Framsóknar loksins lítil- | lega á eitt atriði. Eftir að hann hafði prísað og lofað samstarf við kommúnista, taldi hann þó eitt atriði valda nokkrum skugga á sambúðina við þá, sem sé það — að það er dálítið erfitt að ganga til samstarfs við stjórnmálaflokk, | sem hlýðir fyrirskipunum frá Moskvu. Þetta virtist þó dálítil fyrirstaða hjá fulltrúa Framsókn- arflokksins. En þó var siðferði ræðumannsins slíkt að fyrirstað- an virtist þó aðeins aukaatriði, e. t. v. mætti ýja að því hvort nokkrir forustumenn Framsókn- ar væru ekki til í kaupskap, það er að afhenda Moskva-valdinu nokkur ráðuneyti, ef spákaup- mennirnir fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig voru viðbrögð ræðumannsins. Samdægurs ' þessum fundi kommúnista var hér í Reykja- vík efnt til fundar í Sjálfstæðis- húsinu, þar sem Bjami Bénedikts son dómsmálaráðherra flutti mjög athyglisVerða ræðu um helztu þjóðfélagsvandamál okkar. f ræðu þessari kom m. a. fram óvenju skarpskyggn athugun á starfsemi flokksins sem stjórnað er frá Moskvu. Þar segir Bjami Benediktsson m. a.: — Kommúnistar eru sann- færðir um, að íslendingum geti ekki vegnað vel, meSan viS njótum frelsis og lifum í borgaralegu þjóSfélagL Þess vegna vilja þeir rífa þjóSfélag okkar niSur og svipta okkur frelsi ÞaS er þeirra keppi- kefli. Kommúnistar á fslandi láta sig nú raunverulegar kjara- bætur verkalýSsins litlu eSa engu máli skipta, því aS þeir, telja þær ekki fáanlegar í nú- verandi þjóSskipulagi. Þess | vegna leggja þeir allt kapp á aS rífa sjálft þjóSfélagiS til grunna og til þess eru völd þeirra í verkalýSsfélögunum notuS. Þess vegna eru gerSar og knúSar fram kröfur, er fara langt fram úr gjaldgetu at- vinnuveganna!- Blindir fyrir hættunni Framkoma fulltrúa Framsókn- arflokksins á gildrufundinum, sem honum var búinn í Gamla bíó, sýnir glöggar en nokkuð annað, að Framsóknarflokkurinn er að bregðast þeim loforðum, sem hann gaf kjósendum sínu.n víð síðustu kosningar um and- stöðu við kommúnista. Hann er orðinn blindur fyrir peirri stór- felldu hættu, sem lýðræðisþjóð- félagi íslendinga er búin af hendi niðurrifsstarfsemi þeirra. . ■! a ÚR DAGLEGA LÍFINU • FYRIR nokkrum mánuðum kom út í V-Þýzkalandi bók, sem nefndist „Biblían hafði eftir allt saman á réttu að standa“. Á þrem mánuðum höfðu 100 þús. eintök selzt af hók þessari, og sótt hafði verið um að þýða hana á 13 tungumál. Bókin er vísinda- legs eðlis, og hefur höfundurinn, sem er blaðamaður, dr. Werner Keller að nafni, unnið þrotlaust í fjögur ár að samningu hennar. Fylgir hann tímatali Biblíunnar og færir rök fyrir því, að at- burðir þeir, er hún greinir frá, hafi í raunveruleikanum við rÖk að styðjast. •—O—• • Um syndaflóðið, sem sam- kvæmt Biblíunni hefur átt sér stað um 400 ár fyrir Krist, segir hann, að fomleifafræðingar hafi komizt niður í jarðlög, mynduð á þessum tíma, sem gefa ótvírætt til kynna ,að mikil flóð hafi átt sér stað í nánd við miðlínu jarð- ar, einmitt á sama tíma. • Um tortímingu Sodomu seg- ir hann einnig, að bandarískir vísindamenn hafi árið 1951 fund- ið sannanir þess, að í tíð Abra- hams, um það bil 1900 árum fyr- ir Krist, hafi miklar jarðhrær- ingar átt sér stað á þessum slóð Um óun ocj* óhattavnál ^Qtala Dr. Keller. ir þátttökunni að dæma. Leikur þessi nefnist „Gæt launa þinna“. Þátttakendur skiptast í tvo hópa — og er annar, sem er öllu stærri, skipaður skattgreiðendum, en hinn skipa skattyfirvöldin. Leikreglur þýðir ekkert að • Byrjunin er sú, að skatt- greiðandi telur tekjur sínar fram hafa í þessum leik, frekar en um, sem hafi haft í för með sér .öðru, Því að ítalir brjóta allar miklar veðurhamfárir, eldsum- reglur. Hann er þó háður innan brot og uppgufun ýmissa eitraðra vissra takmarka. lofttegunda úr iðrum jarðar. —j O—•—O Keller bætir því við, að ekkert sé líklegra en að Lot og kona hans hafi verið á flótta undan1 ... , __, ,. , . * , . —-— —- **. hraunstraumnum og þegar kon- 1x1 skalts og ? 1 að eggia Gina Lollabrigida, sem talin er an stanzaði og sneri sér við - droogskaP smn við að framtahð hafa fengið sem ’varar rúmuin hafi hraunflóðið ef til vill náð retleða að sverja Þess eið. tveim milljónum íslenzkra króna henni. ^ær homlur munu gilda um fyrir hverja mynd> er hún lék Q—•—Q þetta atnði, að ekki ma gefa upp j á s j ári _ f aðeins upp 800 ^ i.-v V, ír , -v ' Kmni ‘ek^r en eng,ar: en margir þús. kr. árstekjur. Soffía Loren Itahr leika nu allir leik, sem þo sagðir komast i iskyggilega gaf upp 200 þúg kr en skatta. a © Þá hefst annar þáttur á þvl, að skattayfirvöldin áætla tekjur skattgreiðendanna. Áætlun þessi fer í fáum tilfellum niður úr tífaldri upphæð þeirri, sem skatt- greiðandinn hefur sjálfur gefið upp. @—O—® • Síðan hefst þriðji þáttur — og þar reynir heldur en ekki bet- ur á mælsku og harðfylgi beggja aðila. ítalir eru sagðir „ötulir" í samræðum og nota útlimina töluvert meira en við Norður- landabúar, svo að þar eru þeir á réttri hillu. Þá reyna skatt- greiðendur og yfirvöldin að ganga til samkomulagsog hef- ir það víst alltaf reynzt frekar erfitt. Skattgreiðandinn vill ekki borga neitt, en skattheimtumað- urinn vill fá tífalt það, sem hinn fyrrnefndi vildi í hæsta lagi greiða. •—O—® • Á síðastl. ári samþykkti stjómin, að skattyfirvöldunum væri heimilt að fangelsa fólk, eí það neitaði að borga skatta sína. Þetta hefur aðeins orðið til þes» að hleypa enn meira fjöri í leik- inn, og lögreglan er orðin virk- ur þáttakandi. •—O—• • Það gæti verið gaman að skyggnast ögn inn í skattafram- tal þeirra ítala, sem við þekkjum einna bezt til. Kvikmyndadísin hlýtur að vera skemmtilegur eft- snertingu við hömlurnar. \J(ííualiancíi óhriiar: w Ritur yfir Austurvelli 'ÖRGUM, er leið hafa átt um Austurvöll þessa dagana, hefir orðið starsýnt á ritur, er hnitað hafa hringa yfir Austur- velli og jafnvel tyllt sér þar and- artak. Það er heldur fátitt að sjá sjófuglá sveima í stórum hópum yfir götum og görðum bæjarins, og er ég ekki svo fróð um fugla- líf, að ég kunni að geta mér ann- ars til en ferðir ritunnar standi í sambandi við langvinn frost upp á síðkastið. Tók ég fyrst eftir ferðum þess- ara fugla á sunnudagsmorgun- inn, er þeir heimsóttu garðinn minn, gerðu sig heimakomna og voru ótrúlega spakir. Haldi heim- sóknir þessara snotru fugla áfram, ættu bæjarbúar að hygla þeim í mat, því að varla munu riturnar gerast „handgengnar" borgarlíf inu vegna annars en skorts á æti. Vel af sér vikið. TSOIKIÐ tala menn um það á ItI síðari tímum, að fomum og bjóðlegum dvggðum fari stöðugt hnignandi. íslendingar séu að verða „fjöldaframleiddir" — hver "sé öðrum líkur, og .menn. er til hafi að bera sérkennilegan persónuleik, séu að hverfa úr sögunni. Ekki fyrirfinnist hér- lendis jafnmikil karlmenni og. kvenskörungar og fyrrum —- og engan veginn jafn kræfir mat- menn og Þorstoinn matgoggur og aðnr hons líkar. . Fyrir. sVsmrnsta heyrði ég sögu at sauðamarmi /rir norðan, er ,.hesthúsaði“ tvö væn hangikjöts- læri eftir að hafá borðað góða : náltíð —■ og geri aðrir betur Það skal bó tekið fi m, t.ð þetta af- rek v r un. ð fyrir nokkrum ára- tuffur. En til að rétta hlút ókkar nú- tímamannanna, þykir mér rétt að segja frá kappáti nokkurra urtgra manna frá ísafirði. Kepptu þeir í tveim flokkum, og lögðu menn sér pylsur til munns. f fyrri flokknum var metið 22 pyls ur. Ungur maður mikill á velli og mesti matarkogni keppti í síðari flokknum. Hafði hann snætt 23 pvlsur og jafnframt gætt sér á kartöflu- jafningi með pylsunum, nokkr- um brauðsneiðum og mjólkur- sopa, og þótti öllum þetta vel af sér vikið. En vissara var að eiga ekki á hættu, að metið yrði „slegið", því að allir voru kepp- endurnir vel að manni og mat- jvstueir. Slokaði pilt.urinn þá í sig sjö pvlsum í viðbót — og setti metið — 30 pylsur. ★ ★ Síðan boraðaði hann ofurh'tinn grautarspón og drakk þrjá kaffi- bolla. Vaim hann þetta afrek á rúmle"a hálfri klukkustund. og sá honum enginn breeða. Óvíst er nema honum hefði tekizt, að ikáka Þorsteini matgogg í slíkri hraðkeppni. MerkiB. sem klæfflr landiff. yfirvöldin áætluðu tekjurnar tæpa milljón kr. Eins fóru yfir- völdin með Önnu Magnani, en. hún gaf ekki upp nema tæp 90 þús. kr. Líflæknir páfans gaf upp 80 þus. kr., en hann var látinn. borga af 400 þús. kr. Sá eini, sem yfirvöldin gátu sérstaklega um» að hefði talið rétt fram, var óperusöngvarinn heimsfrægi, Benjamino ■ Gigli, sem sagðisí hafa haft 400 þús. kr. tekjur. GEG\ SVEFNSÝKIIMIMI NÝJA DEHLI, 20. jan.: — Ind- verska stjórnin tilkynnti í dag, aff móttekin hefði verið dýrmæt gjöf frá stjórn Bandaríkjanna. Er hér um að ræða svo nefnt gamma globulin, en það hefur reynzt vel í baráttunni gegn svefnsýki. Sjúk dómur þessi er vírussjúkdómur — og er efninu ætlað að vinna bug. á vírusnum. Mörg héruð Indlands hafa oft farið illa út úr svefnsýkinni, en hún er einkum hættuleg vanfær- um konum. Nú mun verða hafizt handa um dreifingu efnisins — og kvað indverska stjórnin mikinn feng að gjöfinni. Poufade dæmdur PARÍS í gærkvöldi: — Poujade, hinn franski, var í dag dæmdur i 500 þús. franka sekt (ca. 20 þúa. kr.) fyrir meiðyrði um M. Schneider, sem var forseti franska þingsins, áður en það var rofið i descmber. Poujade hafði haldið því fram, að M. Schneider hefði haldið hlífisskitdi yfir morðingja frönskrar stúlku, sem haft hafði samvinnu við Þjóðverja í stríð- inu. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.