Morgunblaðið - 26.01.1956, Qupperneq 7
7
Fimtntudagur 26. jan. 1956 MOKGVTSBLAÐIÐ
----------------------------------------------
MEIRI BJARTSÝNI
EN I FYRRA~
Noregsbréf frá Skúla Skúlasyni
Þökk fyrir gamla áriö. — Forsætisráðherrann (Gerhardsen) þakkar
fonnanni verkamannaflokksins (Gerhardsen) fyrir góða samvinnu
á árinu sem leið.
ORÐMENN hafa verið að líta
yfir liðið ár og spá fyrir því
nýbyrjaða. Þegar ritstjórnar-
greinar blaðanna um þessi mál
eru bomar saman við sams kon-
ar greinar í fyrra, kemur fram sá
augljósi munur, að bjartsýnin er
menri núna. Menn spáðu yfirleitt
illa fyrir árinu 1955, en nú er
viðkvæðið víðast þetta: ef kom-
andi ár verður ekki lakara en
það síðasta, er ekki ástæða til
að mála fjandann á vegginn og
berja sér. Vitanlega er róðurinn
þungur hjá þjóðinni, hún glímh'
við verðbólgu og tilfinnanlegan
halla á utanríkisviðskiptunum,
en aðstaða hennar virðist vera
talsvert betri en í bvrjun síðasta
árs. Það var hátt verð á öllum
helztu útflutningsvórunum og
farmgjöldunum, sern bjargaði síð
asta ári, og ef það helst áfram
þykir engin ástæða ril hrakspáa.
Þjóðmegunarfræðingarnar eru
ílestir þeirrar skoðunar, að ekki
komi neinn afturkippur í alþjóða
viðskiptin fyrst um sinn.
Landbúnaðurinn varð að vísu
fyrir skakkafalli á siðasta ári,
vegna þurrkanna, sem gengu yfir
mestu jarðyrkjuhéruð landsins.
Þurrkarnir uiðu þess valdandi
að fóðuröflua brást svo tilfinn-
anlega, að 70 þúsuna nautgripum
fleira var lógað en í meðalári. En
slíks gætir ekki á utanríkisverzl-
uninni, því að Norðmenn flytja
ekki út landbúnaðarafurðir, svo
teljandi sé. Hins vegar hefur
þetta misæri orðið til þess að
auka vandræði bænda, sem þó
máttu illa við því. Þeir hafa hald-
ið því fram, og sjálfsagt með
léttu, að aðal framleiðsluvara
þeirra — mjólkin — sé í of lágu
verði, þrátt fyrir allmikla niður
greiðslu, og þurrkarnir í fyrra
hljóta að valda því, að kröfum
þeirra um verulega hækkun verð
ur ekki vísað á bug. Þann 16.
jan. hófust samningar bændafull-
trúanna við ríkisstjórnina, og er
þeim enn skammt komið, þegar
þetta er ritað. En víst er að
mjólkurverðið hækkar, og jafn-
vel aukin ftríðindi bænda að því
er snertir áburðarkaup og fleira.
Og verðhækkanirnar ganga í
gildi 15. márz, í stað þess að verð-
lagið átti ekki að breytast fyrr en
3. júlí, ef farið hefði verið eftir
venjunni.
MINNINGA-ÁRIÐ
Það er ekkert vafamál að
meira hefði orðið um dýrðir suma
daga síðasta árs, svo sem 17. jún.
<Dg 23. nóvember en raun varð á,
ef Hákon konungur hefði verið
á fullu fjöri, Bæði Stórþingið og
ríkisstjórnin minntust að vísu at-
burðanna, sem mörkuðu tímamót
í sögu þjóðarinnar fyrir 50 árum,
en veruleg hátíð voru þær minn-
ingarathafnir ekki. Þar var eng-
inn fögnuður, því að það hvíldi
eins og skuggi yfir öllu, að kon-
tmgurinn lá rúmfastur og gat
hvergi komið nærri. Þjóðin sýndi
á þennan hátt, hve hjartfólginn
Hókon konungur er henni. Án
hans var ekki hægt að halda
neina hátíð né vera með gleði-
brag daga sem minnzt var sam-
bandsslítanna við Svíþjóð og
komu konungsins til Noregs. —
Bati konungs heldur áfram eftir
Vonum, og hann hefur ferlivist
hálfan daginn, en lítil líkindi eru
til þess að hátíðahöldin, sem áttu
að fara fram í fyrra verði fvrr en
með vorinu.
HUNDRAÐASTA
STÓRÞINGIÐ
f fyrsta skipti í stjórnartíð
einni gat konungur ekki slitið
Stórþinginu fyrir jólin, eða sett
hið nýja Stórþing, er kom saman
11. janúar. Það gerði Ólafur krón
prins og er þetta hundraðasta
Stórþingið í röðinni. Það kom
fyrst saman árið 1815, en að það
er ekki meira en nr. 100 stafar
af þvi oð fram til 1870 var Stór-
þingið aðeins haldið þriðja hvert
ár. Og þínginu sem kom saman
í ársbyrjun 1940, var ekki form-
lega slitið fyrr en 1945. — Stór-
þingið í ár fær miklu betri húsa-
kynni en áður, því að nú hefur
verið tekinn til notkunar allmik-
ill hluti af hinni miklu viðbygg,-
ingu, sem reist hefur verið bak
við þinghúsið, og þar eru nefnda-
herbergi og salur handa hverj-
um flokki til fundarhalda. Full-
gert er þetta nýja hús ekki ennþá,
m.a. stór samkomusalur á efstu
hæð, sem stendur til að þingfund-
ir verði haldnir í um tíma, meðan,
gagnger breyting fer fram á
gamla þingsalnum.
Þingforsetarnir voru allir end-
urkosnir: Oscar Torp stórþings-
forseti, C. J. Hambro óðalsþings-
forseti j)g Bent Röiseland
(vinstri) lögþingsforseti. Vará-
forsetar, taldir í sömu röð, eru:
Johan Wiik, Martin Smeby og P.
Jacobsen, allir úr stjórnarflokkn
um.
Hásætisræðan, sem krónprins-
inn las upp, var í lengra lagi, en
svipuð því, sem stjórnarboðskap-
urinn hefur verið undanfarin ár.
Fjárlagafrumvarpið, sem lagt er
fyrir þingið, er hallalaust, gefin
von um nokkrar ívilnanir á skött
um einstaklinga og hlutafélaga
til ríkisins og um nokkru lægri
útsvör en áður. Framlög til sam-
göngumóla, orkuvirkjunar og
jarðræktar verða aukin. Þetta
voru helztu nýmælin í stjórnar-
boðskapnum. Að því er utanríkis-
málin snerti var heitið fullum
stuðningi við NATO og hervarn-
arsamvinnu vesturveldanna.
NEA-VIRKJUNIN HAFIN
í þinglokin fyrir jólin sam-
þykkti Stórþingið heimild til
virkjunar á ánni Nea í Þrænda-
lögum, þeirri er Svíar leggja
fram féð til, gegn því að fá helm-
ing rafmagnsins sem framleitt
verður á næstu 15 árum eftir að
stöðin er fullgerð. Þessi heimild
hefur verið á döfinni lengi og
mætt mikilli mótspyrnu. And-
mælin hafa einkum byggzt á
því, að það væri ekki þjóðlegt og
auk þess mesta ráðleysa að selja
útlendingum orku úr fallvötnum,
sem ódýrt væri að virkja, og
verða síðan að virkja dýrari fall-
vötn handa sjálfum sér. En fylgis
menn virkjunarinnar hafa haldið
því fram, að ríkið hefði ekki fé
til þess að koma þessari virkjun
fram, og að þjóðinni væri skaði
að slá hendi við sænska láninu.
Auk þess væri það ekki í anda
hinnar norrænu samvinnu.
Gustav Sjaastad iðnmálaráð-
herra fylgdi málinu svo fast eft-
ir að hann hótaði að segja af sér
ef heimildin yrði ekki samþykkt,
og hefur hann hlotið ámæli fyrir,
og þótt setja sínum eigin flokki
stólinn fyrir dymar. Heimildin
var samþykkt með litlum at-
kvæðamun — og Sjaastad sat.
Þrjú félög hafa tekið að sér
byggingaframkvæmdir við Orku
verið, eitt stíflugerð, annað húsa-
byggingar og þríðja jarðgöngin
og kosta þessi verk rúmlega 30
milljónir nkr. En samtals er áætl
að að orkuverið kosti 118 milljón
nkr. Og það fé hafa Svíar lagt
fram.
Þær virkjunarframkvæmdir
sem lofað var í hásætisræðunni
verða i Aura, Rossága og Tokka-
fallvatninu í Þelamörk. Þar er
hentug aðstaða til virkjunar og
vatnsorkan mikil —talið að hægt
verði að fá þar um 700 þúsund
kílówött með fuilri virkjun. Áð-
ur hefur veríð veitt smáfjárveit-
ing til undirbúnings Tokka-virkj-
unarinnar, en nú stendur ti< að
byrja framkvæmdir. Mest af
þeim virkjunum sem gert er ráð
fyrir, gengur til að auka alumin-
iumsframleiðslu og stálfram-
leiðslu, sem hvort tveggja hefur
reynzt mjög arðberandi iðnaður,
það sem af er.
J§P»k*»
FÁRVIÐRIN í
NORÐUR-NOREGI
Árið byrjaði illa hjá mörgu
fólki í Lófót og kringum Bodö,
því að veðurofsinn sem geisaði
þar 3.—6. janúar var meiri en
sögur fara af 1 heilan mannsald-
ur. Fjöldi fólks missti húsin of-
an af sér, en þó fleiri það; sem
færir þeim lífsbjörgin, nfl. bát-
ana sína. Stjórnin hefur þegar
veitt 2.5 milljónir, sem fyrst og
fremst skal varið til þess, að
gera fiskibátana sjófæra eða
kaupa nýja, því að nú er síld-
veiðin að bvrja, og það er síldin
en ekki þorskveiðin, sem hefur
fært Lófótbúum björg í bú und-
lanfarin ár. Þorskvejfln hefur
gengið hlutfallslega jafn illa og
síldveiðin hefur gengið vel.
Stórtjón hefur líka orðið á veg
um og símum milli Narvíkur og
Bodö, því með fárviðrinu kom
asahláka, svo að vegarspildur
tættust í sundur, og á öðrum
stöðum urðu skriðuföll. Jafnvel
jámbrautin milli Narvíkur og
Kiruna tepptist í marga daga. Og
enn hefur ekki verið gert við
símalínuna til fulls. — í Suður-
Noregi hefur verið hægviðri en
nokkuð kalt — kuldinn komizt
yfir 30 stig upp til dala, og suma
dagana varð hann nær 20 stig í
Qsló og það þykir mikið þar.
En veðráttan hefur verið hag-
stæð fyrir vetrar-íþróttirnar, og
Norðmenn eru í óða önn að búa
sig undir Olympíuleikana í Cor-
tina. Hefur hvert mótið verið
haldið eftir annað til þess að
velja þátttakendur þangað. Og
Noi-egsmeistaramótið á skautum
er nýlega afstaðið. Það fór fram
á Hamar dagana 14.—15. janúar
og varð Roald Aas meistari, að-
eins betri en Knut Johannessen,
en þriðji maður varð „Hjallis“.
Þeir fara allir til Cortina, og
margir fleh’i. — í Holmenkoll-
brekkunni var haldið mót upp úr
nýjárinu til að velja skíðastökks-
menn, en færi var svo slæmt að
aldrei hafa jafn margir dottið í
brekkunni og þá. Meðal þeirra
var einn bezti stökkmaður Norð-
manna, Thorbjörn Falkanger,
sem brákaðist á hryggjarlið og
liggur rúmfastur siðan. Þetta
veikir mjög norska liðið, því að
Falkanger var talinn líklegast-
ur allra til þess að sigra. —Norð
menn eru ekki eins vongóðir um
sigur núna og oft áðui’, þeir ótt-
ast Rússa. sem tefla fram ágæt-
um mönnum og er búizt við að
þeir hljóti flest verðlaunin í
Cortina.
STRÍÐSHR.TJöSLA?
Á árinu sem leið var haldið
áfram öryggisráðstöfunum gegn
sprengjuárásum, með því að
skipuleggja út í æsar flutning
fólks úr stærri bæjunum, ef á
þarf að halda, og gera loftvarnar
byrgi. — Hefur Tobiesen, fram-
kvæmdastjóri „siviÍforsvaret“
gefið blöðunum ýmsar upplýsing
ar um þetta starf, sem aðallega
varðar bæi með yfir 40.000 íbú-
um, þ. e. Ósló, Bergen, Stavanger
og Þrándheim. Þar skal, ef ófrið
ber að höndum, flytja helming
borgarbúa upp í sveit, en handa
hinum helmingnum á að vera
nægilegt rúm i byrgjunum. Er nú
svo komið, að loftvarnarbyrgi eru
til handa 100.000 manns, en enn-
þá vantar byrgi fyrir 80.000. Hið
stærsta af þessum byrgjum er
undir Abelhaugen svonefnda,
beint á móti íslenzku sendiráðs-
skrifstofunni. Þetta byrgi hefur
verið notað til sýninga, sem þurfa
mikið húsrúm og er gert ráð
fyrir, að svo verði einnig fram-
vegis.
Þá er einnig farið að fram-
leiða nýja tegund af gasgrímum,
sem á að geta varið fólk gegn
radium-geislum.
FJÁRLAG AFRUMV ARPIÐ
var lagt fyrir þingið lfi. jan.
Þar eru hærri tölur en áður hafa
sést í þeim lagabálki, tekjur og
gjöld hvort um sig 4975 milljón
ki’ónur, en það er 398 milljón
krónum meira en á núgildandi
fjárlögum og bein afleiðmg af
rýmandi gildi krónunnar. Til
dæmis um hækkandi tölur fjár-
laganna má nefna að kjarabætur
þær, sem embættis- og sýslunar-
menn fengu á síðasta ári, hafa
1 för með sér 158 milljón króna
útgjaldaauka fyrir ríkið
Rekstursútgjöld ríkisins eru
áætluð 4327 milljón krónur, eða
290 milljón krónum hærrí en nú
er. En tekjur af tollum og skött-
um eru áætlaðar 4947 milljónir,
og við þær bætast 28 milljónir,
sem eru vextir af fé, sem ríkið
á útistandandi í lánum. Tekjurn-
ar verða því alls 4975 milljónir.
Hervarnirnai’ hafa undanfar-
in ár verið þyngsti bagginn á rík
issjóði og eru það enn. Til þeirra
var áætlað 1050 milljónir á síð-
asta ári, en sú fjárveiting hefur
ekki verið notuð að fullu og er
því 70 milljónum minna áætlað
Itil hernaðarþarfa nú en í fyrra. i
Verður sparað talsvert fé meS f
þvi að stytta æfingatíma eldri ;
hermanna úr 30 dögum í 21 og ''
sleppa þessum æfingum, að þvl
er strandvamirnar snertir.
Mestar eru hækkanirnar til
fræðslumála. landbúnaðar, sam
göngumála cg fjármálaráðuneyt
isins. Gjöld til skóla hækka um
16 milljónir c-g til jarðræktár um
20 milljónir, en til vegagerða og
viðhalds vega um 30 milljónír,. .
Og vextimir af út- og innlend-
um lánum 1 ækka um 32 millj.. „
Hafa útlerdu rkisskuldirnar ,
hækkað um 271 milljón krónur
á síðasta ári og eru nú 2.106%
milljón krónur: langmestur hluti
þeirra er í doilurum (T.387 millj.> (i
en 3051,? milljón í sænskum kron-
um og 155.6 millj. í sterlings-
pundum.
Til vatnsvirkjana eru áætlaðai-
121 milljón, en það er 50% millj
meira en í fyrra. Mestur hlut.t
þessa fjár gengur til þess að auka
vatnsvirkjanirnar í Aura og:
Rössaaga, sem framleiða raf-,
magn handa aluminiumbræðsl- .
unni í Sundalsöyra og stálbræðs) ^
unni i Mo í Rana, sem hvort- .
tveggja eru opinber fyrirtæki op ,
ríkisstjómin hefur mikla trú á.
Einn af stærstu útgjaldaliðun-
um er til niðurgreiðslu á inn-
lendum afurðum. Hann er áætl-
aður jafn hár og síðast, eða 52&
milljón krónur, en óvíst hvort sú
áætlun helzt. Það verður ekki séð
fyrr en samningunum við bænd-
ur lýkur, hve mikið þarf <
hækka landbúnaðárafurðirnar-
og þá fyrst getur stjórnin tekið
ákv’örðun um, að hve miklu leyti
ríkið getur greitt afurðírnar niS ?
ur.
í tekjuliðunum er gert ráð fyr
ir að skattur til rikisins hækkj.
um 100 milljónir, þó að lofað st’ :
smávægilegum niðiu-færslum t\
núverandi skattstiga. Sömuleiðií j
er gert ráð fyrir að veltuskattur-
inn gefi 100 milljónum meira, eðf
j 1500 milljónir. Þessir tveir liðij
! eiga að afla ríkissjoði 2.700 millj.
króna tekna. Á benzíninu verðui
skatturinn hækkaður um 4 aurc
og nemur það 26 milljón króna
tekjuauka, og tóbak hefur einnig
verið hækkað í verði og nemur
tekjuaukinn af þeirri hækkun 40
milljónum. En alls er gert ráð
fyrir að tekjurnar hækki um 365
milljónir frá því sem nú er. Það
er að segja: þjóðin greiðir rikinu
eina milljón á dag umfram það
sem hún greiðir núna.
En Norðmenn stynja undan
sköttunum og benda á að þeir
séu hærri í Noregi en bæði í Dar,-
mörku og Sviþjoð. Þeir hafa
reiknað þetta út í sambandi við
nýju tillögurnar, sem fram eru
komnar um sameiginlegan mark
að norðurlandanna þriggja og
benda á að Norðmenn mundu
standa höllum fæti þar, meðal
annars vegna skattanna. Hins veg
ar er það bót í máli að Norðmenu
sleppa við skatta af tekjunr*
fyrir síðustu mánuði þessa árs,
vegna þess að lögin um skatt af
tekjum líðandi árs ganga í gildi
1. janúar 1957.
Skúli Skulason.
Saemdir Fálkaorðu
í TILEFNI af 100 ára afmæli
frjálsrar verzlunar á íslandi hef-
ur forseti fslands, að tillögu orðu-
nefndar, sæmt þessa menn heið-
ursmerkjum Fálkaorðunnar seno
hér segir:
Sigurð Ki-istinsson, fyrrverandi
ráðherra, formann Sambands ísL
samvinnufélaga, stjörnu stór-
riddara; Eggert Rristjánsson, að-
alræðismann, foi’mann Verzlun-
arráðs íslands, stórriddarakrosSI
ög Guðjón Einarsson, formann
Verzlunarmannafélags Reykja-
’víkur, riddarakrossi — (Frá
brðuritara).