Morgunblaðið - 26.01.1956, Side 16

Morgunblaðið - 26.01.1956, Side 16
Veðurúllil í dóg: AUhvass A. Skýjað en úrkomu- I laust. úTgitmiMaMfo 21. tbl. — Fimmtudagur 26. janúar 1956 Svipmyndir frá París. — Grein á bls. 6. Stöplahús i Sandgerði brennur til kaldra kola Mikil verðmæli fórus! í eldinum Sandgerði, 25. janúar. 1. SJÖTTA ■ tímanum í morgun, kviknaði í svokölluðu „Stöpla- t\ húsi“ hér í Sandgerði og brann það til kaldra kola. Fórust 't. éldinum mikit verðmæti sem geymd voru í húsinu, en það var notað til beitingar. Einn bátur sem byrjaður var beitingar þar, missti í eldinum 60 bjóð af línu sinni. Eigandi hússins var Garð- ur h.f. ELDSINS VART A SJOTTA XÍMANUM Það var maður, frá Keflavík, sem var að koma með snjóýtu til Sandgerðis, sem fyrstur varð eldsins var. Gerði hann fólki þegar aðvart í næstu húsum, og vár slökkvilið staðarins þegar hvatt á vettvang. Var það komið uð hinu brennandi húsi skömmu eftir útkallið. Nokkru síðar kom s1ökkvilið af Keflavikurflugvelli og aðstoðaði við slökkvistarfið. VERBUÐIR í HÆTTU Eldurinn var mjög magnaður um tíma, og voru verbúðir sem aru í aðeins fjögurra metra fjar- íægð frá „Stöplahúsinu" í mikilli hættu á tímabili. Tókst slökkvi- liðinu þó að verja þær. í ver- búðunum býr margt verkafólk. JSNGU BJARGAÐ Ekki tókst að bjarga neinu úr Linu brennandi húsi. Brann þar mni, sem fyrr segir, 60 bjóð af tínu eins báts, er byrjaður var beitingar í húsinu. Var það Pálm ar frá Seyðisfirði. Ennfremur brunnu mikil verðmæti sem voru eign Garðs h. f., svo sem skreið, ■murolía. ýmis áhöld og bræðslu- vélar, er voru þar í geymslu. TIMBURHUS Hús þetta var timburhús 9x12 metrar að stærð, ein hæð með risi. Húsið var vátryggt hjá Brunabótafélagi fslands. Eldsupp tök eru ekki kunn. —Axel. 15-20 siiga frosi riagiega vfð fsa- fjarðardjúp ÞÚFUM, ísafjarðardjúpi, 25. jan. — Mikil frost og harðindi eru hér þessa dagana og 15—20 stiga frost í innsveitum daglega. Djúp- ið getur lokazt af ís hér innra, þá og þegar og búasi menn við þvi að svo verði. Djúpbáturinn hefur haldið uppi reglulegum áætlunarferð- um en erfitt er orðið um af- greiðslu sums staðar. Fer hann venjulega hlaðinn hverja ferð, af fóðurvörum og eldsneyti og öðr- um nauðsynjum, því mjög er hætt við að ferðir hans geti fallið nlð- ur. •— Fannkoma hefui vérið lítil undanfarna daga. —P. P. Vfirlitssýning á listaverkum Ásgríms nÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að efna til yfirlitssýningar á listaverkum Ásgrims Jónssonar i tilefni áttræðisafmælis hans 4. marz n.k. og hefur þriggja manna nefnd verið falið að ann- ast undirbúning sýningarinnar. í nefndinni esga sæti Ragnar Jóns- son, forstjóri, formaður; Jón Þor- leifsson, listmálari, og Kristján F.ldjárn, þjóðminjavörður. Eigi er enn ákveðið hvaða dag sýningin verður opnuð. (Frétt frá menntamálaráðuneytinu) roa AKRANESI, 25. jan. — Sauíján bátar voru á sjó héðan frá Akra- nesi í dag. Fengu þeir frá 4 upp í 9 lestir á bát. Hollenzkt skip, Sankti War- burg, var hér í dag og losaði 600 lestir af salti til útgerðarmann- anna á staðnum. — Oddur. Ufveosmálin til umræðu á farðarMi í kvold íramsöguræiíu flytur Davíð Úlafsson fiskimála- stjóri—Forsætisráðh. Olafur Thors situr fundinn Davíð Ólafsson, UM fátt hefur meira verið rætt undanfarnar vikur en þá erfiðleika, sem steðja að út- gerðinni og stöðvun megin- hluta bátaflotans, sem af þeim leiddi. Fyrir aðgerðir ríkis- stjórnarinnar hefur nú feng- izt lausn á þessum málum og eru veiðar almennt hafnar. — Vegna þeirrar óheillavænlegu þróunar, sem leiddi af verk- fcllunum og launahækkunum síðasta árs, hefur orðið að gera viðtækari ráðstafanir en áður, til hess að vega á móti þeim byrðum, sem á útgerð- ina hafa verið lagðar. LJÓSMYNDIR þessar, er teknar voru úr flugvél yfir Mýrdalsjökli sýna glöggt verksummerki í sambandi við hlaupið, sem kom í síðustu viku í Múlakvísl. Þykir nú Ijóst af þeim að hlaupið stafi ekki frá jarðhita, heldur af því að jökullón suðaustan í Huldufjöllum hafi rutt sig 4 km undir Höfðabrekkujökul. Myndin hægra megin sýnir skálina utan í Huldufjöllum, sem lónið hafði safnazt í. Fékk vatnið ek'ki framrás vegna þess að jökull þrengdi að því á allar hliðar. Loks þegar nægiiegt vatn hafði safnazt brauzt það undir jökulinn og sést að skálin er nú nær vatnslaus. Björn Pálsson flugmað- ur staðíestir að fyrir nokkrum dögum hafi vatn verið í skálinni. Myndin vinstra megin sýnir hins vegar árfarveginn, þar sem vatnið brauzt undan jöklinum í svonefndu Rjúpnagili. Jökulbrúnin er neðst á myndinni, en í fjarska sést Múla- kvísl renna milli Hafurseyjar og Höfðabrekku. Fjallið beint á móti er Hafursey. Það er óvenjulegt að hlaup stafi frá jökullónum að vetrariagi, en Sigurður Þórarinsson skýrir Mbl. svo frá, að fleiri dæmi þess séu til. Ljósm. Snorri Snorrason. Ágælur afli á BTLDT.TDAL, 23. jan. — Rækju- veiðarnar hafa verið mjög stopul- ar hér upp á síðkastið. Ógæftir hafa verið annað kastið og afli mjög misjafn þegar gefið hefur. í gær fékk annar rækjuveiða- báturinn 500 kg af rækju, en hinn aðeins T50 kg. Er veiðin þannig mjög breytileg. Einn bátur hér er byrjaður róðra, og er búinn að róa tvisvar. Er það Jörundur Bjarnason. Hef- ur hann aflað alls í þessum tveim róðrum 20 Testir af óslægðum fiski. Tveir aðrir bátar verða gerðir út héðan í vetur og munu þeir báðir róa í kvöld. ■—Friðrik. Mun fórmaður Varðar, Davið Ólafsson, fiskimálastj., ræða þessi mál í framsöguer- indi á fundi félagsins í kvöld. Að loknu framsöguerindinu munu verða frjálsar umræður og má búast við að margir muni taka til máls. — Ólafur Thors, forsætisráðherra, mun mæta á fundinum. ÁgæluraflihjáSand- gerðisbáfum SANDGERÐI, 25. janúar. — 20 bátar hafa verið gerðir út frá S^ndgerði á vetrarvertíð, 15 að- komubátar og 5 heimabátar. Eru 7 bátar þegar byrjaðir að róa. Afli er ágætur eða upp í-18 lestir. í fyrra voru gerðir héðan út 16 bátar. — Axel, Deila Yið bílsljéra leysf ÍSAFIRÐI, 25. jan. — Samningar hafa nú tekizt í deilu bifreiða- stjóra og atvinnurekenda á ísa- firði, en verkfall hafði staðið 1 tvo daga. Höfðu bílstjórarnir gert kröfu til að atvinnurekend- ur notuðu ekki sína eigin b-'la 1 uppskipunarvinnu, hvort sem um væri að raeða úr veiði- eða flutn- ingaskipum, ennfremur gerðu þeir kröfu til að annast alla að- keyrzlu á olíu, benzíni og kolum.' Atvinnurekendur lýstú því yf- ir, að þeir myndu ekki nota-eigin bifreiðar til uppskipunar á tog-; arafiski yfir vetrarmánuðina frá 1. nóv. til 1. marz að telja. Að þessu tilboði atvinnurekenda gengu bifreiðastjórarnir og leyst- ist deilan þar með. — J. Mikið fannkyngi í Súgandaiirði SUÐUREYRI, 23. jan. — Vegis? eru allir tepptir hér í nágienn- inu, og illfært um götur í þorp- inu. Snjókoma hefur verið óvenju mikil frá því á áramótum. Veð- ur hefur verið gott undanfarna daga, talsvert frost og heiðskít himinn. Haglaust er alls staðar í firðin- um og hafa bændur aðallega orðið að notast við fjörubeit fyrir fé sitt, sem þó befur verið hcldur léleg. Flestir munu þó vel hey- birgir. | Mjólkurskortur hefur ekki ver ið í þorpinu, þar sem mjólk er flutt til Suðureyrar með Djúp- bátnum frá Önundarfirði. i —Óskar. IJmfangsmikil starfsemi Sameinaðra verktaka Stjérnin endurkjörin, Halldór iénsson lormaSur SUNNUDAGINN 22. janúar s. 1. héldu Sameinaðir verklakar aðal- fund sinn. Formaður stjórnarinnar, Hall- dór H. Jónsson, og framkvæmda- stjórar gáfu skýrslur um starf- semi og framkvæmdir samtak- anna á liðnu starfsári. Báru þær með sér umfangsmikla starfseml víðs vegar um land. Þá voru einnig bornir upp og samþykktir reikningar samtak- anna. ■ Að loknum umræðum uití skýrslur stjórnar og framkvemda stjóra fór fram stjórnarkjör. Árni Snævarr, verkfræð ngur, hafði eindregið beðizt undan end- urkosningu, og var Gúsíaf E, Pálsson, verkfræðingur, ko únn 8 hans stað. Að öðru leyti vas stjórnin öll endurkosin, og er hún skipuð eftirtöldum mönnum: Formaður Halldór H. Jónsson, arkitekt — Meðstjórnendur: Grímur Bjarnason, pípulagninga meistari; Ingólfur Finnbogason, byggingameistari; Tómas Vigfús- son, byggingameistari; Gústaf E, Pálsson, verkfræðingur. Á fundinum ríkti mikill ein- hugur og samstarfsvilji. Sameinaðir verktakar hafa sýnt þa'ð og sannað með störfum sínum á undanförnum árum, að þeir eru þess fúllkomlega megn- ugir að leysa það hlutverk, sem ! þeim í upphafi var ætlað. enda I hafa þeir áunnið sér traust og I álit, bæði innan lands og utan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.