Morgunblaðið - 07.02.1956, Side 16
Veðurúíii! í d&r
Þykknar upp með SA-átt. Hvasst
og rigning í kvöld.
31. tbl. — Þriðjudagur 7. febrúar 1956
Íþróttir á bls. 9.
Ólympíuleikarnir í Cortina.
Harður áreksiur
Píanósnillmguriim Eugene Istomin á
æskulýðstónleikum Heimdallar í kvöld
Tunglskinssónata'' Beefbovens
á efnisskránni
AMERÍSKI píanósnillingurinn Eugene Istomin, sem hér er stadd-
ur á vegum Tónlistarfélagsins, hefur fallizt á að halda æsku-
lýðstónleika á vegum Heimdaílar, félags ungra Sjálfstæðismanna.
Tónleikaimir verða í kvöld kl. 7 í Austurbæjarbiói.
Þessi mynd er frá árekstrinum mikla suður í Keflavík á laugar-
'iaginn, tekin skömmu síðar. — Það er engu líkara en að litla
bílnum hafi verið velt hundruð metra yfir stórgrýtisurð, svo
>wikið er bíllinn skemmdur. Mennirnir sluppu báðir lítið meiddir,
annar ómeiddur og þykir það ganga kraftaverki næst.
Tveir ungir menn játa á sig
allmarga þjófnaði
Siáiu á Akranesi og í Reykjavík
GnVEIR piltar 17 ára og 21 árs, hafa játað á sig allmarga þjófnaði,
JL sem framdir voru hér í bænum í janúarmánuði síðastl. Voru
þeir teknir höndum í fyrri viku, tveim dögum eftir að þeir höfðu
framið innbxotsþjófnað á Akranesi.
Það var aðfaranótt 1. febrúar,
sem piltarnir brutust inn í Veiða-
færaverzlun Axels Sveinbjörns-
sonar á Akranesi. Þar stálu þeir
ýmiss konar vörum. Þessa sömu
nótt brutust þeir inn í vöru-
geymslu hjá Haraldi Böðvarssyni
& Co. h.f., en þaðan höfðu þeir
ekkert á brott með sér.
GRUNSAMLEGUR BÍLL
Daginn áður höfðu menn á
Akranesi veitt eftirtekt bifreið,
sem ók þar um göturnar og var
með ljóskastara og beitti honum
mjög á sveimi sínu um bæinn.
Þótti mönnum þar þetta heldur
grunsamlegur bíll og nokkrir
skrifuðu niður hjá sér númerið
á bílnum.
HANDTEKINN NÆSTA DAG
Að morgni 1. febrúar kom þessi
sami bíll í olíustöðina í Hval-
firði til að taka benzín. Nú var
bíllinn á leið til Reykjavíkur.
Féll nú svo ákveðinn grunur á
bíl þenna, að næsta morgun
handtók rannsóknarlögreglan
eigandann.
Hann játaði þegar í stað, að
hann hefði ásamt öðrum manni
framið innbrotsþj ófnaðinn á
Akranesi. Sá maður væri þar
upp frá, þangað hefði hann flutt
hann í vetrarvinnu.
HÚSLEIT
Bæjarfógetanum á Akranesi
var gert viðvart. Hann lét fram-
kvæma húsleit hjá þessum
manni og fann hann þar þýfið
úr veiðafæraverzluninni, en
einnig meira af ýmiss konar varn
ingi.
Við frekari rannsókn kom svo
í Ijós, að þessi varningur var héð-
an úr Reykjavík, munir, sem
þeir félagar höfðu rænt í verzl-
unum og víðar í Reykjavík, við
ínnbrot í þær. Þessa þjófnaði
höfðu þeir alla framið í janúar-
mánuði.
Þeir höfðu t.d. stolið rúmlega
4000 kr. virði varahluta í bíla úr
verzl. Orku. En í sjö fyrirtækj-
um og félagsheimilum, stálu þeir
varahlutum í bíla, sælgæti, pen-
ingum, 370 kr. o. fl. Úr þrem bíl-
um stálu þeir útvarpstækjum. Þá
fannst hjá þeim stór handvélsög
og vönduð, sem þeir segjast hafa
stolið úr bíl vestur hjá Trípólí-
bíói, en rannsóknarlögreglunni
hefur ekkert verið tilkynnt um
þann þjófnað frá eiganda vélar-
innar. Þá hafa þeir stolið ýmsum
hlutum til bíla, speglum, ljóskeri
og þess háttar, af bílum við stæð-
ið hjá Sjómannaskólanum, fyrir
skömmu, eitthvert kvöldanna
meðan skákeinvígið fór þar fram.
Þetta liggur allt hjá rannsóknar-
lögreglunni.
★—•—★
Hvorugur piltanna hefur áður
komizt undir mannahendur.
EFNISVALIÐ VIÐ HÆFI
UNGS FÓLKS
Hinn ungi píanósnillingur mun
leika fjölda verka á tónleikun-
um. Hefur efnisskráin verið val-
in með sérstöku tilliti til ungs
fólks. Þarna verða flutt verk eftir
klassisku tónskáldin Beethoven,
Haydn, Schumann og Chopin.
Meðal verkanna er „Tunglskins-
sónatan", sem Istomin er þekktur
fyrir að leika af alveg sérstakri
snilli og innsæi. Einnig verða
leikin nútímaverk eftir Chasins.
GLÆSILEGUR LISTAMAÐUR
Istomin hefur haldið hér þrjá
tónleika við dæmafáa aðsókn og
hrifningu. Hér er á ferðinni einn
hinn allra stærsti listamaður af
yngri kynslóðinni, og telur Heim- !
dallur það mikið gleðiefni að
hafa náð í slíkan snilling til að
halda æskulýðstónleika á vegum
félagsins. Listamaðurinn heldur
heimleiðis í kvöld strax að tón-
leikunum loknum.
MIKIB TÆKIFÆRI
Gera má ráð fyrir að æska
bæjarins láti ekki fara fram hjá
sér tækifærið til að hlýða á hinn
mikla listamann og muni því
fjölmenna á tónleikana í kvöld.
Aðgangseyri hefur verið mjög
stillt í hóf og er aðeins 15 kr.
Eugene Istomin.
Aðgöngumiðar eru seldir á skrií-c
stofu Heimdallar, BókaverzLun
Sigfúsar Eymundssonar, og Aust*
urbæjarbíé eftir kl. 4 í dag.
Frá bridgemeist-
aramótinu
Á SUNNUDAGINN var spiluð 8.
umferðin í bridgemeistaramót-
inu, sem nú stendur hér yfir í
bænum. Úrslitin urðu þau að
sveit Brynjólfs Stefánssonar
vann sveit Harðar Þórðarsonar,
sveit Hilmars vann sveit Gunn-
geirs, Hallur vann Svein, Vil-
hjálmur vann Ingólf, Róbert
vann Vigdísi, Ingvar og Einar
Baldvin gerðu jafntefli.
Vinningar standa nú þannig,
að sveit Harðar er efst með 12
stig. Þá koma Vilhjálmur, Ró-
bert, Ingvar og Einar Baldvin
með 11 stig hver. — í kvöld verð-
ur 9. umferðin spiluð, en alls
verða spilaðar 11 umferðir.
Gjöf í FririkssjéS
í GÆR bættist Friðrikssjóði pen-
ingaupphæð 2.565 kr. sem var frá
starfsfólkinu í hlutafélaginu
Hamri, og Hamri h.f. (fyrirtæk-
inu).
Ungir verkfræð-
iiigar opna vcrk-
fræðistofu
FJ ÓRIR ungir verkfræðingar hér
í bænum hafa tekið sig saxnan um
stofnun verkfræðistofu, sem
þeir nefna Landstólpa. — Hefur
fyrirtækið opnað skrifstofu fyrir
nokkru í Ingólfsstræti 6.
Verkfræðingarnir munu taka að
sér hvers konar verkfræðistörf, á
sviði bygginga-, vélfræði- og raf-
magnsverkfræði. Mun fyrirtækið
annast útreikninga, mælingar
og önnur verkf ræðistörf, en eina
nýja verkfræðisérgrein, hér á
landi, ætlar fyrirtækið að taka sér
sérstaklega fyrir hendur, en það
er ráflýsing á vinnustöðvum. Hafa
þeir fengið sérstakt tæki utan
lands frá, til mælinga í þessu
skyni.
Verkfræðingarnir sem að Land-
stólpa standa eru þeir: Eggei't og
Gunnar Steinsen frá Akureyri, en
Eggert er rafmagnsverkfræðingui'
en Gunnar bygginga. Þá er Gísli
Júlíusson rafmagnsvei'kfræðingur
og Þóroddur Th. Sigurðsson véla-
verkfræðingur.
Þessar myndir voru teknar í Sjálfstæðishúsinu á sunnudaginn er skákmeistararnir Bent Larsen,
Norðurlandameistari og Friðrik Ólafsson, íslandsmeistari, tóku á móti heiðursverðlaununum. — Á
annarri myndinni er ambassador Dana frú Bodil Begtrup ásamt Bent Larsen. Á hinni myndinni er
norski ambassadorinn, Andersen-Rysst, að afhenda Friðriki silfurskálina frá Oslóborg, en Bent Larsen
stendur álengdar, með hinn fagra bikar, sem Hakon Noregskonungur gaf. Skáksambandið veitti
skáksnillingunum báðum peningaverðlaun. Auk ræðu þeirrar, sem ambassador Norðmanna hélt við
þetta tækifæri, töluðu þeir Sigurður Jónsson formaður Skáksambandsins og Guðmundur Arnlaugs-
son og þeir Larsen og Friðrik. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M
Ný ísL kvikmynd
frnmsýnd á kvöld-
vöku Ferðafél. I
í KVÖLD efnir Ferðafélag ís-
lands til kvöldvöku í Sjálfstæðis-
húsinu. Þar verður sýnd í fyrsta
skipti hér á landi litkvikmynd,
sem Oswald Knudsen málara-
meistari tók norður á Hornströrid
um. Er mynd þessi aögð mjög
góð. Tal er með myndinni og e®
það þjóðminjavörður Kristján
Eld.járn, sem segir þar frá.
Oswald Knxidsen er kimnuí!
kvikmyndatökumaður, hann hef-
ur t. d. gert ágæta myiid úr
Þjórsárdal, mynd frá Sogi, þá
hefur hann gert ýtarlega mvnd af
því hvernig litur er unninn úc
ísilenzkum jurtum, og hvernig
dúkar eru litaðir úr honum. Er
þetta mjög merkileg mynrl. Exí
allar eiga myndir Knudsens þaí
sammerkt að þær eru srrlega
vel gerðar.
Annað atriði kvöldvök' mnaí,
er, að efnt verður til getrauna-
keppni meðal gesta, um íslonzka
landslagsmyndir og eru þ; ð lit-
skuggamyndir sem Páll Jónssort
bókavörður hefur tekið víðs veg-
ar á landinu. Tvenn verðlautí
verða veitt.
Að lokum verður svo : ■ igina
dans.
Þetta er önnur kvöldvaka’
Ferðafélagsins á þessuaa ve tri og
er þess að vænta að mehn mætí
tímanlega. Á það skal bennt að
þátttaka í kvöídvökunai ei' ekki
eingöngu bundin við félagsmenn,
heldur og utanfélagsmenn, þvS
Ferðafélagið er eins og allir vita,
félag allra landsmanna.
Kvöldvakan hefst um klukkaB
9, en hiisið er opnað kl. 8 30 og
má búast við fjölmenni þar 9
kvöld. . , . .,
Akurev kom af v:ið-
um t gsr
AKRANESI, 6. febrúar — Hing-
að kom togarinn Akurey af veið-
um í morgun eftir 15 daga útivisí
með 215 lestir af fiski. ■— 15 bát-
ar voni á sjó í dag, ekki er vita3
um afla þeirra. —Oddur.