Morgunblaðið - 24.02.1956, Síða 14

Morgunblaðið - 24.02.1956, Síða 14
14 MORGWSBLAÐIÐ Föstudagur 24. febrúar 1956 SYSTURNAR ÞRJÁR EFTiR IRA LEViN - Fyrsti hluti: DÖROTHY - Z3CJ ! FramHaldssagan 27 Kingship, upp á fjórtándu hæð skömmu eftir klukkan 12,30, en hann man ekki greinilega, á hvaða hæð það var, sem stúlkan kom inn í lyftuna. Samkvæmt umsögn deildarfor- setans, Clark D. Welsh, gekk ung frú Kingship námið prýðis vel. Hinir furðu lostnu nemendur á stúdentagarðinum, þar sem hún bjó, gátu ekki hugsað sér neina ástæðu fyrir því, að hún skyldi fremja sjálfsmorð. Þeir lýstu henni sem hæglátri stúlku og fá- skiptinni. „Það þekkti hana enginn mjðg mjög vel“, sagði ein af stúlkun- um á stúdentagarðinum. Frá The Clarion-Ledger í Blue River, laugardaginn 29. apríl 1950: BANAMEIN HENNAR VAR SJÁLFSMORÐ Systirin fær bréf í pósti. Umsjónarmaður lögreglunnar, Eldon Chasser, tilkynnti blaða- mönnum í gærkvöld, að Dorothy Kingship, stúdína í Stoddard, sem síðdegis í gær beið bana við það, að hrapa niður af þaki hinnar háu skrifstofubyggingar, hefði framið sjálfsmorð. Systir hennar, Ellen Kingship, sem er stúdent í Caldwell, Wis- consin, fékk seint í gærkvöldi póstsent bréf, undirskriftarlaust, en sem fullyrða má þó, að sé skrifað með rithönd hinnar látnu stúlku. Enda þótt efni þessa bréfs hafi ekki verið nákvæmlega birt opinberlega ennþá, fullyrti Chesser umsjónarmaður, að í því kæmi skýrt fram áform hennar um að fremja sjálfsmorð. Bréfið var sent héðan úr borg- inni og póststimplað kl. 6,30 e.h. Þegar bréfið barst Ellen King- ship í hendur, reyndi hún tafar- laust að ná sambandi við systur sína, símleiðis. En þegar sú til- raun bar engan árangur, var henni gefið samband við deild- arforsetann, Clark D. Welsh, sem skýrði henni frá hinum sorglegu afdrifum ungu stúlkunnar. Ungfrú Kingship lagði þegar af stað til Blue River og kom þang- að í gærkveldi. Faðir hennar, Leo Kingship, framkvæmdastjóri fyr- • irtækisins Kingship Kobber h.f.; er væntanlegur til borgarinnar síðdegis í dag, en ferð hans seink aði til muna vegna þess, að flug- vélin varð að lenda í Chicago sökum óveðurs. ar ofkælingar. „Dorothy drap á dyr klukkan á a. g. fjórðung gengin tólf“, segir ungfrú Kock. — „Ég lá í rúminu. Hún kom inn og ég varð dálítið hissa vegna þess, að við þekktumst tiltölulega mjög lítið. Eins og ég sagði áðan, þá brosti hún stöðugt og gekk stanzlaust um gólfið, fram og aft- ur. Hún var í baðkápu og spurði mig, hvort ég vildi lána sér beltið af grænu dragtinni minni. Ég ætti kannske að geta þess, að við eig- um báðar nákvæmlega eins, grænar dragtir. Ég keypti mína í Boston og hún sína í New York, en þær eru, sem sagt, nákvæm- lega eins. Við vorum báðar í þeim til miðdegis, síðastliðinn laugar- dag og það var satt að segja dá- •lítið vandræðalegt. Hún spurði mig, sem sagt, hvort ég vildi lána sér beltið mitt, vegna þess að sylgjan á sínu hefði brotnað. Ég hikaði við, af því að það er nýja vordragtin mín, en hún virtist hafa svo mikla þörf fyrir beltið, að ég sagði henni loks í hvaða skúffu það væri og hún fór með það.“ Þegar hér var komið sögu, þagnaði ungfrú Kock og tók af sér gleraugun: — „En nú kem ég að því, sem merkilegast er í öllu þessu. Þegar lögreglan kom, nokkru eftir dauða ungfrú King- ship, og rannsakaði herbergið hennar, til þess að leita að ein- hverju bréfi, þá fann hún, þ. e. lögreglan, beltið mitt á skrif-- borði stúlkunnar. Ég þekkti það á því að gyllingin var máð út fremst á sylgjunni. Mér þótti það alltaf mjög leiðinlegt, vegna þess að dragtin kostaði mig mikla peninga. Lögreglan tók beltið í sína geymslu. Þá skildi ég loks, að þessi bón hennar með beltið, hafði aðeins verið fundin upp, til þess að hún gæti haft tal af mér. Þegar hún ætlaði að fara að klæðast dragt- inni sinni, hefur hún sennilega minnt hana á mig og allir vissu að ég var kvefuð og lá í rúminu. Þess vegna kom hún inn í her- bergið og þóttist hafa þörf fyrir beltið. Hún hlýtur að hafa þráð það mjög ákaft, að tala við ein- hverja manneskju. Ósjálfrátt kemur mér það í huga, að hefði ég þá aðeins getað fengið hana til að segja mér frá erfiðleikum sínum, hverjir svo sem þeir hafa verið — þá myndi þessi sorglegi atburður aldrei hafa skeð.“ Þegar viðtali voru við ungfrú Annabelle Kock var lokið og vér gengum frá herbergi hennar, bætti hún þessu við, sem sínu lokasvari: — „Jafnvel þótt lög- reglan skili mér einhvern tíma beltinu aftur — eins og vænta mál, — þá veit ég með vissu, að ég mun aldrei framar geta klæðst grænu dragtinni minni, eftir það, sem nú hefur gerzt .“ 15. KAFLI Síðustu sex vikur kennslu- misserisins urðu honum mjög þreytandi og leiðinlegar, eða svo fannst honum a. m. k. sjálfum. Hann hafði búizt við því, að æs- ingin, sem dauði Dorothy olli, manna á meðal, myndi loða kyrr í loftinu eins og ljósbjarminn eftir flugeld. Og svo hjaðnaði hún og varð að engu, nær samstundis. Hann hafði búist við meiru um- tali í háskólanum og fleiri grein- um í blöðunum, sem gætu veitt honum hið mikilfenglega yfir- læti og svo, og svo — varð ekki neitt úr neinu. Þremur dögum eftir dauða Dorothy, snéri háskólaþvaðrið sér frá henni aftur, til þess að kasta sér yfir nokkra marijuana- vindlinga, sem fundizt höfðu í heimavist háskólaborgaranna. Hvað blöðunum viðkom, þá sást nafnið Kingship í síðasta skiptið í Clarion-Ledger, í ör- stuttri grein, sem tilkynnti, að Leo Kingship væri kominn til Blue River. Ekki eitt orð um lík- skoðun eða þunga stúlkunnar, enda þótt það hlyti óhjákvæmi- lega að verða hið íyrsta, sem tek- ið yrði til rannsóknar, þegar ung SÚ, SEM SÍÐAST TALAÐI VIÐ UNGFRÚ DOROTHY KING- SHIP, SEGIR, AÐ HÚN HAFI VERIÐ ÆST í SKAPI OG ÓRÓLEG eftir LaVerne Breen. „Hún hló mikið og brosti allan tímann á meðan hún var inni í herberginu mínu. Og hún gekk stanzlaust fram og aftur um gólf- ið. í fyrstu hélt ég að hún væri mjög hamingjusöm vegna ein- hvers, en nú sé ég að þessi ein- kennilega hegðun hennar var ein- ungis afleiðing af hinum ofsa- lega taugaæsing hennar. Hlátur hennar var óeðlilegur og fjörlaus, ekki með neinni gleði. Ég hefði átt að skilja þetta strax þá, þar sem ég hefi lesið sálarfræði í meira en tvö ár.“ Þannig lýsir Annabella Kock, sem er stúdent við Stoddard- háskólann, framkomu Dorothy Kingship, tveimur klukkustund- um áður en hin síðarnefnda framdi sjálfsmorð. Ungfrú Kock, sem er fædd í Boston, er grannvaxin, hrífandi, ung stúlka. í gær varð hún að halda kyrru fyrir á herbergi sínu í heimavistinni, sökum alvarlegr- Þrjár berejnunidar kóngsdætur 15. Já, hann var fús til þess, brátt sofnaði hann og fór að hrjóta, og þá lét hún bekki og kodda undir höfuðin, stóð svo upp og kallaði á hænurnar. Þá kom hermaðurinn að og hjó til þursans svo að átta höfuðin fuku af í einu höggi, sverðið var of stutt og náði ekki lengra. Níunda höfuðið vaknaði og fór að öskra: „Tví, tví! Hér er kristin lykt.“ „Já, já, og hér er kristinn maður“, sagði hermaðurinn, og hjó níunda hausinn af þursanum, áður en hann gat staðið upp og náð til hans. Eins og nærri má geta, var fögnuður kóngsdætranna mikill yfir að vera nú frjálsar aftur og leystar úr trölla- höndum. Nú voru þær leystar undan þeirri smán, að verða að sitja undir hausum þursanna og veita þeim blíðu. Þær vissu ekkert hvernig þær áttu að launa manninum, sem frelsaði þær. Yngsta kóngsdóttirin tók gullhring af hendi sér og batt í hár hans. Svo tóku þau með sér eins mikið , af gulli og silfri og þau héldu að þau gætu borið og héldu ! heimleiðis. | Þegar þau komu að festinni, kipptu þau í hana, og þá drógu höfuðsmaðurinn og flokksforinginn kóngsdæturnar upp hverja á eftir annarri. En þegar þær voru allar komnar upp heilu og höldnu, fór hermaðurinn að sjá eftir því, að jhann hafði ekki látið draga sig upp á undan þeim, því að hann treysti félögum sínum ekki meira en svo vel. Nú ætlaði hann að reyna þá. Hann lét þungan gullmola í körf- una og gekk svo spottakorn frá opinu. Þegar karfan var komin rúmlega hálfa leið upp, skáru þeir á festina, svo að hún datt niður og grjótinu rigndi í kringum hann. Frú Gladis Griver, forstöðukona fræðsludeildar Madame Rubinstein í London, heldur námskeið fynr íslenzkar konur í næstu viku. — Kennd verða undirstöðuatriði í meðferð hörundsins notkun snyrtivamings og likamsrækt Mánudag 27. febrúar kl. 2—3,30, 5—6,30, 8—9,30. 1. kennslustund: Andlitshreinsun og snyrting sérhvers nemanda framkvæmd af frú Grivei. Þriðjudag 28. febrúar kl. 2—3,30, 5—6,30, 8—9,30. 2. kennslustund: Andlitshreinsun og snyrting með leið- sögn frú Griver. Miðvikudag 29. febrúar kl. 2—3,30, 5—6,30, 8—9,30. 3. kennslustund: Fyrirlestur um hvemig gæta ber hör- undsins og um líkamsrækt, mataræði o. fl. Námskeiðið verður haldið að Hótel Borg og með því húsiúm er takmarkað er ráðlegt að væntanlegir þátt- takendur skrásetji sig nú þegar. Allar upplýsingar veitir MARKAÐURINN HAFN ARSTRÆTI 11 Tökum upp 'i dag hálfsíða þýzka karlmannarykfrakka úr poplin Nýjasta tízka NY SENDING Amerískir Morgunkjólar og sloppar Vetrarkápur Molskinnsbuxm drengja, allar stærðir Köflótt gaberdin, ný gerð Frotte handklæði, ódýr Gardínuefni og storesefni, margar gerðir Vefnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1 Sími 2335 Sendum í póstkröfu VIIMMA Getum bætt við nokkrum pökkunarstúlkum strax í frystihús vort. Fæði og húsnæði á staðnum. Uppl. í síma 104 og 95. Hraðfrystihús Keflavíkur h.f. ISSKAPUR Litið notaður ísskápur 7 cubikfet til sölu og sýnis að Melhaga 16, I. hæð. Utanmál: 80 x 143 cm. Dýpt 67 cm. Hagkvæmt verð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.