Morgunblaðið - 15.03.1956, Blaðsíða 14
\
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fim'mtudagur 15. marz 1956
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTIR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN
Fiamhaldssagan 44
í dyrunum leit hún um öxl. —
Hann lyfti annarri hendinni og
brosti, en hún svaraði kveðju
hans i sömu mynt
Úti á götunni fann hún fyrst,
að hnén skulfu og titruðu undir
henni.
6. kafli.
Klukkan hálfátta um kvöldið
sat Ellen í anddyrinu, til þess að
Powell fengi ekki tækifæri til að
biðja dyravörðinn um að hringja
upp á herbergi ungfrú Kittredges.
Hann kom, þegar klukkuna
vantaði fimm mínútur í átta, og
hvítar tennurnar, undir mjóa
hárstrikinu á efri vörinni, blik-
uðu í björtu brosi.
Hann hafði nú fengið að vita,
að sýning myndarinnar Glötuð
sjónarmið, byrjaði kl. 8,06, svo
að þau fengu sér bifreið til kvik-
myndahússins, enda þótt vega-
lengdin væri ekki löng.
Þegar sýningin stóð sem hæðst,
lagði Powell handlegginn yfir
herðar Ellenar og lét hendina
hvíla á öxl hennar. Útundan sér
gat hún séð hana, höndina, sem
hafði farið um hvern blett á lík-
ama Dorothy, höndina, sem hafði
hrundið henni niður í djúp feigð-
ar o gglötunar. .. . Kannske. .. .
Bygging borgarskrifstofanna
stóð örskammt frá leikhúsinu ög
enn nær New Washington House.
Þau fóru fram hjá byggingar-
bákninu á leiðinni til gistihúss-
ins. Það voru ljós í einstaka glugg
um á efstu hæðinni og sjálft fer-
líkið gnæfði eins og svört for-
ynja upp í myrkrið, hinum megin
götunnar.
„Er þetta hæðsta byggingin í
bænum?“ spurði Ellen og leit á
Powell.
„Já“, svaraði hann og starði
niður á gangstéttina fyrir fram-
an fætúr sínar.
„Hvað er hún há?“
„Fjórtán hæðir“. Enn höfðu
augu hans ekki hvarflað frá gang
stéttarhellunum. Ellen hugsaði
með sér: „Þegar maður spyr ein-
hvern að því, hvað bygging sem
blasir við augum, sé há, þá snýr
hinn spurði sér ósjálfrátt við og
horfir á þessa byggingu, enda
þótt hann viti vel svarið. Nema
því aðeins að sá hinn sami hafi
einhverja gilda ástæðu til þess
að vilja ekki horfa á nefnda bygg
ingu“.
Þau sátu og sötruðu úr viskí-
glösum í einum af básum drykkju
stofunnar. Samræður þeirra voru
með mjög mörgum og tíðum
þögnum, þvi að Ellen varð bók-
staflega talað að toga hvert orð
upp úr Powell.
Þau töluðu um störf sín. —
Powell leiddist mjög það verk,
sem hann hafði með höndum hjá
Folgers.
Hann var búinn að hanga við
það í tvo mánuði og hafði hug
á að segja því upp, jafnskjótt og
honum byðist eitthvað annað,
skárra.
Hvaða nám hann stundaði? Jú,
aðalnámsgrein hans var enska
.... Hvaða atvinnu myndi sú
menntun tryggja honum? Hann
vissi það nú varla. Kannske ein-
hvers konar auglýsingastarf eða
þá vinnu hjá bókaforlagi. Annars
virtust framtíðaráform hans
mjög lítt mótuð enn þá.
Þau töiuðu um stúlkur. ,,Ég er
alveg orðinn upgefin á stúlkun-
um í háskólanum", sagði hann.
„Óþroskaðar .... Þær líta alltof
hátíðlegum augum á allt“.
Ellen var alveg viss um, að á
eftir þessum inngangi hans
myndi koma eitthvað þessu iíkt:
„Þær líta aiitof alvarlega á ásta-
og kynferðismál. Ef piltur og
stúlka eiga vel saman, hvað er
þá athugavert við það, þótt þau
sofi saman, án þess að nokkur
hjúskaparáform séu fyrir hendi?“
En þessi grunur hennar reynd-
ist algerlega rangur. Eitthvað
virtist hvíla á honum og þjaka
hann.
Hann virtist jafnvel íhuga
grandgæfilega og meta hvert orð,
sem hann sagði, um leið og hann
sat og sneri í sífellu glasinu á
milli langra og hvikra fingranna.
„Maður fær eina þeirra á háls-
inn“, sagði hann og bláu augun
virtust verða mikið dekkri en
venjulega, „og maður getur ekki
losað sig við hana“. Hann leit
niður á hendur sínar, „nema þá
með einhverjum óskapa hávaða
og látum“.
Ellen lokaði augunum og hend-
ur hennar, sem lágu fram á slétta,
svarta borðplötuna, urðu rakar.
„Maður getur ekki annað en
fundið til með þessum manneskj-
um“, hélt hann áfram. „En maður
verður nú að hugsa um sjálfan
sig fyrst og fremst".
„Hvað manneskjur?" spurði
hún án þess að opna augun. —
„Manneskjur, sem hengja sig
svona fastar utan í aðra.... “ —
Það kvað við heljarmikill smell-
ur, þegar hann sló hnefanum nið-
ur í borðið.
Ellen opnaði augun. Hann tók
tvo vindlinga úr pakka, sem lá á
borðinu og brosti: „Það er ekkert
að mér, nema ef vera skyldi held-
ur of margir snapsar“ sagði hann.
Höndin, sem bar eldspýtuna að
vindlingnum hennar, skalf nokk-
uð mikið.
„Nú sl*ulum við frekar tala eitt
hvað um þig“.
Hún bjó til sögu um námskeið
fyrir ritara i Des Moines, sem
gamall franskur karl hefði hald-
ið, karl sem spýtti alltaf á eftir
stúlkunum, þegar þær sáu ekki
til.
Þegar þessari sögu var lokið,
sagði hann: „Heyrðu, eigum við
ekki að fara héðan fljótlega?"
„Áttu við það, að við förum á
einhvern annan stað?“ spurði
Ellen.
„Ef þú vilt“, sagði hann án
nokkurrar heyranlegrar hrifni
eða löngunar.
Ellen teygði sig eftir frakkan-
um, sem lá við hlið hennar. „Ef
þér er sama, þá vildi ég helzt
losna við það núna í kvöld. Sann-
leikurinn er nefnilega sá, að ég
er orðin alveg dauðþreytt. Ég fór
svo snemma á fætur í morgun".
„Alveg eins og þú vilt,“ sagði
Powell. „Ég fylgi þér þá heim að
herbergisdyrunum þínum“.
Hið flöktandi bros, sem kvöldið
hafði byrjað með kom aftur í ljós.
Hún stóð og sneri bakinu að
herbergisdyrunum sínum og hélt
á lyklinum með málmplötunni í
hendinni.
„Þúsund þakkir", sagði hún.
„Þetta var verulega skemmtilegt
kvöld“.
Hann laumaði handleggnum
um mitti hennar og varir hans
nálguðust munn hennar, en hún
sneri sér undan, svo að kossinn
lenti á kinnina.
„Vertu nú ekki að gera þig
kostbæra', sagði hann stuttlega,
en greip svo með hendinni um
hökuna á henni og kyssti hana
fast, beint á munninn.
„Við skulum koma snöggvast
inn og reykja einn vindling að
skilnaði“, sagði hann.
Hún hristi höfuðið.
„Evelyn. ... “ Hönd hans lá á
öxl hennar.
Hún hristi aftur höfuðið:
„Sannleikurinn er nefnilega sá,
að ég er alveg steinuppgefin“.
Þetta var að vísu neitun, en
hreimurinn í röddinni gaf í skyn,
að e.t.v. myndi gegn allt öðru
máli næst.
Hann kyssti hana aftur, en
hún reyndi að stjaka honum frá
sér með höndunum: „Vertu nú
góður .... ef einhver.... “
En hann hélt henni jafn fast í
faðmi sér og brosti • framan í
hana. Hún brosti á móti og reyndi
að gera brosið sem líkast því, er
mest áhrif hafði haft á hann í veit
ingastofunni um daginn. Það
hreif. Það var eins og að senda
rafstraum í gegnum óvarðar
E L D FÆ RI l\l
Danskt ævintýri
1.
DÁTI nokkur kom skálmandi eftir þjóðveginum, — einn,
Iveir, einn. tveir, — hann bar hertösku sína á baki og korða
við hlið, því að hann hafði verið í stríðinu og var nú á leið-
inni heim til sín.
Bar þá svo til, að hann mætti gamalli galdranorn á þjóð-
veginum. Hún var afskaplega ljót með neðri vörina lafandi
niður á brjóst.
„Góðan daginn, dáti sæll!“ sagði hún, „en hvað korðinn
þinn er fallegur og hertaskan þín stór. Þú ert almennilegur
dáti. Nú skaltu fá svo marga peninga, sem þig lystir að eiga.“
„Þakka þér fyrir gamla kerlingarnorn“, sagði dátinn.
„Sérðu stóra tréð þarna?“ mælti kerling og benti um leið
á tré. sem stóð rétt hjá þeim. „Það er alveg holt að innan.
Þú skalt klifrast upp í toppinn, þá muntu sjá op, og geturðu
svo rennt þér niður um það og komizt niður í tréð. Ég skal
bregða reipi yfrum þig miðjan, svo ég geti dregið þið upp
aftur. þegar þú kallar til mín.“
„Og hvað á ég að gera niður í tréð?“ sagði dátinn.
„Sækja peninga", sagði kerling, „því að það get ég sagt
þér, að þegar þú ert kominn niður á botn trésins, þá er þar
gangur mikill og víður. Þar er albjart, því að þar logar á
lömpum svo hundruðum skiptir.
Þá muntu sjá þrjár dyr og geturðu lokið þeim upp, því
að lykillinn stendur í skránni. Farðu inn í fyrsta herbergið,
þá muntu sjá þar á gólfinu stóra kistu. Á henni situr hundur,
og eru augu hans eins stór og tvær undirskálar.
GÓLFTEPPI
Okkar vinsælu og vel þekktu
HAMPCÓLFTEPPI
Og
GANGADRECLAR
eru komnir aftur
margar stærðir, skrautlegir litir
Einnig ULLARTEPPI
í miklu úrvali — falleg ódýr
Allir, sem eiga pantanir hjá okkur eru vinsamlega
beðnir að vitja þeirra sem allra fyrst.
GEYSIR H.F.
Teppa- og dreglagerðin
Vesturgötu 1
Til sölu
12 tonna vélbátur með 45 ha. June Munktell. Bátnum geta
fylgi 20 nælonnet og ýms önnur veiðarfæri. — Mjög
hagstætt verð og greiðsluskilmálar. — Tilboð sendist
blaðinu merkt: „Vélbátur — 1048“, íyrir 18. þ. m.
Samkvæmt skipulagsskrá minningarsjóðs
Sigurðar Sigurðssonar og frú Þóru Sigurðardóttur, verður
á þessu ári í fyrsta sinn veittur námstyrkur einkum
íslenzkum búfræðing til framhaldsnáms í búvísindum
(sjá Stjórnartíðindi 1945, bl. 14 B)
Umsóknir sendist fyrir 1. júlí til búnaðarmálastjóra.
Stjórn sjóð'ins.
Ó d ý r
kvenundirföt
dönsk, úr prjónasilki á kr. 75.00 settið.
Verzl. Halldórs Eyþórssonar
Laugavegi 120.
Yfirmatsvein
vantar á Hótel Borg
Listhafendur snúi sér til hótelstjóra.
Hótel Borg