Morgunblaðið - 20.03.1956, Side 2

Morgunblaðið - 20.03.1956, Side 2
MORGUlSBLAÐltí Þriðjudagur 20. marz 1956 ! Meistaramót íslands í fr}álsíþróttum innanhúss MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum fór fram í íþrótta- húsi Háskólans s.l. sunnudag. Keppt var um meistaratitil í atrennulausu stökkunum þrem, langstökki, þrístökki og hástökki. Einnig var keppt í tveim aukagreinum, kúluvarpi og hástökki með ■itrennu. — Árangur var vfirleitt jafn og góður, sérstaklega þegar te-kið er tillit til að íþróttamennimir hafa ekki æft nema í rúma tvo mánuði vegna mæntrveikifaraldursins. Þegar Saga lenti i Grænlandi — Athugasemd flugstjdra um flugið tJRSLIT Langstökk: 1. Stígur Herlufsen KR 3.21', 2. Guðm. Valdimarsson KR 3.18 3. Daníel Halldórsson ÍR 3.13 4. Skúli Thorarensen ÍR 3.09 Þrístökk: í. Daníel Halldórsson ÍR 9.53 1 2. Guðm. Valdimarsson KR 9.45 | 3. Björgvin Hólm ÍR 9.12 1 l * 1 K M ' .s.'rrT*' i.33* Oaníél Halldórsson, ÍR, hlaut verðlaun í öllum meistaramóts- greinnnum þremwr. 4. Stígur Herlufsen KR 9.08' Hástökk: 1. Jön Pétursson KR 1.46 2. Kjartan Kiiscjánss KR 1.43 3. Ðaníel Halldórsson ÍR 1.43 4—5. Valbjörn Þorláksson ÍR 1,40 ■4—5. Sigurður Gisiason KR 1.40 Aukagreinar: ■ Hástökk: 1. Gísli Guðmundsson Á 1.80 2. Sigurður L-árusson Á L75 3. Kjartan Kristjánss. KR 1.70 4—S.Björgvin Hólm ÍR 1.65 •4—5 Heiðar Georgsson ÍR 1.65 Kúluvarp: 1. Guðm. Hermannsson KR 14,98 2. Hallgrímur Jónsson Á 13.67 3. Skúli Thorarensen ÍR 13.52 4. Andrés Bjamason Á 12.30 Keppendur voru um 20 frá þrem félögum. Fram sigraði í bridge keppni knaitspyrnu- félaganna BRIDGEKEPPNI knáttspvrnufé- laganna er nú lokið. Keppnin b.ófst. eins og lescrídur munu minnast í fyrrahaust, en svo var ákveðið að umferðir skyldu vera tvær (haust og vor). Sigurveg- ■arar í keppninni urðu -liðsmenn Eram, hlutu 45 stig. Válsmenn hlutu 44. KR 41, Víkingar 36 og Þróttarmenn 34. — Eftir fyrri umferðina hafði Fram tekið for- ystuna með 24 stigum. • Þróttur gaf bikar til þessarar keppni. Vimist hann til eignar flé hann unnin 3 sinnum í röð efta 5 sinnum alls. Þetta var mjög fjölmenn keppni, því 5 sveitir kepptu frá hverju félagi. Var þetta því «nar þáttur í félagslíf- Ánu í vetur. TVEIR af kunnari knattspyrnu öppum landsins hafa nýlega iflt fjöltefli við yngri félaga na í KR og sýnt að þeim, er eira vel lagið en að spyrna knetti. Guðbjörn Jónsson, bak- vörður KR, tefldi á fimmtudag- inn við 26 félaga sína í 3. og 4. flokki, vann hann 17 skákir, tap- aði 3, og gerði 6 jafntefij. Þá tók Gunnar Guðmannsson, fyrirliði meistaraflokks, sama fjölda í gegn á surmudag, vann 24 skákir og gerði 2 jafntefli á 3 tímum. Eru margir hinna ungu knatt- spyrnumanna þegar orðnir all- liðtækir skákmenn, svo að þessi árangur er mjög góður. Er vel farið. að hinir eldri fé- lagar skuli á þennan hátt gera sitt til þess að skapa fjölbreytni í félagslíf hinna yngri félaga. Hanoknattleikur HANDKNATTLEIKSMÓTINU var fram háldið á laugaidags- kvöld og urðu úrslit þessi: Mfl. kv, KR—Þróttur 7:7. Mfl. kv. Ármann-Fram 11:9. .2. fl. karla ÍR—FH 20:10. 1. fl. karla KR—Víkingur 18:5. 1. fl. karla Þróttur—FH 18:11. Á stmnudagskvöid urðu Úrslit þessi: 3. £1. A karla FH—Árm. 14:10. Mfl. karla Vik,—Valur 16:24. MR. karla Aafure.—Fram 14:27 FaHegur verólaunagripur Um bikar þennan er keppt í meistaraflokki kvenna á hand- knatileiksraóti íslands, sem nú stendur ýfir. Var fyrst keppt um btkarinn í fyrra og vann KR. — Bikarinn var þá ekki kominn til landsins, en fyrir skömmu af- henti Björn Vilmundarson fram- kvæmdastj. hjá tryggingarfélag- imi Andvaka, handknattleiksráð- ínu bikarinn. Herra ritstjóri! í HEIÐRUÐU blaði yðar birtist sl. sunnudag grein um lendingu j flugveiarinnar Sögu í Gi’ænlandi aðfaranótt 17. þ.m. í þessari grein eru xurðulegar missagnir, sem ég tel mér skylt að leiðrétta. Um sjálft ílugið vísast til frásagnar blaðafulltrúa Loftleiða, sem birt er í greininni, en þar er allt rétti- lega hermt. Flugvöllinn Narsarssuak nefnir blaðamaður yður „neyðarflug- völl“. Hið rétta er, að flugvöllur þessi sem starfraektur er af Banda ríkjaher, er mjög mikið notaður sem venjulegur flugvöllur til millilendinga á flugleiðinni yfir Norður-Atlantshafið. Á honum hafa lent margar gerðir þrýsti- loftsflugvéla, Skymaster-flugvél- ar, þar á meðal flugvélar Loft- leiða og Flugfélags íslands, vitan- lega án þess að um nokkra „neyð“ væri að ræða, enda flugbrautin rúmlega tveggja km löng og vel breið. Þá segir í greininni: „Herflugvél frá flugvelli þess- um aðstoðaði flugstjórann á flug- vélinni víð að lenda með þvi að fljúga til móts við SÖGU og fylgja henni að flugvellinum“. Þetta er skáldskapur. Engin flugvél kom til móts við okkur, enda var heiðskírt, svo að til flugvallarins sást úr 10 þúsund feta hæð í 50 kílómeira fjarlægð. Þar að auki hef ég áður lent á þessum flugvelii og er mjög vel kunnugur öllum staðháttum. í fyrrnefndri grein segir svo um flugvöllinn: „Þar eru engin flugtæki til blindflugs að flugvellinum og engir stefnuvitar og þess háttar". Blaðamaður yðar feitletrar upp lýsingar bessar svo að ekki verði um villzt. Mér er alveg óskiljanlegt hvern ig nokkur ábyrgur maður getur látið þessa vitleysu frá sér fara, einkum þar sem auðvelt hefði verið að fá vitneskju um hið rétta hjá einhverjum flugfróðum manni. Enda þótt ég telji mér ekki beinlínis skylt að halda uppi einkakennslu um þessi mál, þá tel ég þó eftir atvikum rétt að skýra frá eftirgreindu: 1. Radíóstefnuviti er í mynni jfjarðar þess, sem flugvöllurinn er við. ! 2. Einkennisstafir vitans eru j SI. Sent er út á 359 kc. I 3. Geislar vitans liggja í 360°, '90°, 180° og 270°. Níutíu gráða I geislirm liggur beint yfir flug- ! velli. 4. Radíóviti er á flugvellinum sjálfum, en hann sendir einkenn- in BWO á 279 kc. Þá segir enn í fyrmefndri grein að ég hafi ekki átt annarra kosta völ en þessarar lendíngar í Græn landi. Það er hinn mesti misskiln- ingur. Eftir að ég var búinn að taka ákvörðun um að snúa við vegna ísingar, þá átti ég a.m.k. völ þriggja flugvalla, annarra en NarsaTssuak, Gander, Stevenville eða Goose-Bay. Nú vildi svo til, að bezta veðrið var yfir flugvelli þeim, sem næstur var, og vitan- lega valdi ég hann af þeim sök- um. Ég vil einnig taka fram, að trúlega hefði ég getað komizt alla leið til íslands, en ég taldi öruggara að halda ekki áfram, þar sem veður hafði breytzt mjög til hins verra frá því er spáð var í New York og aðal- sjónarmið okkar er jafnan það, að tefla ekki á neina tvísýnu. Þá segir ennfremur í greininni: „Áður en komið er að flugvell- inum er flogið inn langan, þröng- an fjörð og eru fjöll á báðar hendur, sum allt að 6000 feta há“. í þessu sambandi vil ég skýra frá því, að ekki þarf að fljúga inn sjálfan fjörðinn, nema x slæm um veðurskilyrðum, en því var ekki til að dreifa í þetta skipti. Þá kemur að lokum bílasagan. Sannleikurinn í því máli er sá, að nokkur brautaljósanna voru biluð að norðanverðu brautarinn- ar, og var mér boðið að bifreiðum skyldi lagt, þar sem engin ijós voru fyrir, svo að ég gæti haft not af ljósum bifreiðanna. Ég tók þessu með þökkum, þar sem ég taldi meira öryggi að því, enda þótt segja megi að þetta hafi ver- ið óþarfi, þar sem svo vel sást til vallarins, sem áður hefur verið greint. Þó það þyki i frásögur færandi hér í dagblöðunum, að flugfar- þegar fái húsaskjól á flugvöllum, þá þykja það engin tíðindi annars Staðar, jafnvel ekki á Grænlandi, og gat blaðamaður yðar því spar- að sér upplýsingarnar um að skotið hefði verið „skjólshúsi“ yfir okkur. Við gistum þar á mjög sæmilegu hóteli og feng- um hinar beztu veitingar, enda virtust farþegarnir mjög ánægðir með viðdvölina. Virðingarfyllst, Dagfinnur Stefánsson, flugstjóri. Flugvöllurinn í Narsasuak á Grænlandi er herflugvöllur. Til að lenda þar þarf að sækja um sérstakt lendingarleyfi með fyrir vara. í slíku flugi er sú lending ; bundin við þann tíma, sem þar 1 er bjart af degi. Eftir að dimmt er orðið er hann algjörlega lok- aður nema I neyðartilfellum. — Þetta vita allir, sem við flug starfa. — Stefnuvitinn á Simuu- tak sem flugstjórinn lýsir var samkvæint tilkynningu, þar um lagður niður fyrir um það bil 2 mánuðum, en i staðinn er radíó- viti í Narsasuak. — Þegar flug- vélin lenti þar var að því er blað- ið bezt veit svo mikið hvassviðri að illstætt var. — Þennan sama morgun klukkan sex var létt- skýjað og heiðskýrt í Gander, en flugstjórinn segir að ófært veður hafi verið þar. Flugmálastjórnin hefur ákveð- ið að taka þetta Grænlandsflug Sögu til athugunar. Mun við þá rannsókn væntanlega koma fram það sem máli skiptir: Hvort flug þetta hafi verið að öllu leyti ör- uggt og óaðfinnanlegt. — Ritstj. Innheimta opinberra gjalda auðvelduð með Kraðvirkum vélum En vélarnar haia ekki dálka fyrir öll gjöld •jVrtl þegar verið er að taka í notkun hinar hraðvirku bókhalds- 1* vélar hagstofunnar við innheimtu á opinberum gjöldum, hefur komið í ljós, að vélar þessar geta ekki tekið nema faar tegundir opinberra gjalda. Skortir dálka í vélarnar til að skrásetja ýmiss konar skatta og opinber gjöld, sem ríkið hefur innheimt. Vegna þessa hefur fjárhagsnefnd Efri deildar borið fram frum- vörp um að leggja innheimtu ýmissa skatta á oddvita sveitarfélaga, Er þessi ráðstöfun réttlætanleg til þess að hægt sé aö taka véla- spjaldskrána í notkun, en svo virðist sem í frumvörpum þessum sé ekkert tillit tekið til þess að störf oddvita sveitarfélaganna vaxa mjög við þetta. Hér skal í stuttu máli skýrt frá hvaða skattar og gjöld bæt- ast á oddvitana samkvæmt frum- vörpum þessum. 1) Fasteignaskattur. í stað þess að lögreglustjóri, þ. e. sýslumenn ’hafa inr.heimt hann er nú lagt til að oddvitar eða bæjarstjórar taki við innheimtu hans. Segir greinargerð, að nú pegar hrað- virkar bókhaldsvélar nafa verið teknar til aðstoðar inhheimtu- mönnum ríkisins verði fasteigna- skattunnn og önnur þau mann- talsbókargjöld er miðast við fasteignamat og eru tiltölulega lág til tafar afgreiðslu annarra manntalsbókargjalda. Viðunandi árangur náist ekki af starfi vél- anna, nema létt verði af inn- heimtumönnum rikissjóðs þess- um gjöldum. * 2) Vegaskattur. í greínargerð fyrir því frumvarpi er sagt, að vegaslrattur eða sýsluvegasjóðs- gjald, eins og sá skattur er oft nefndur sé víða innheimtur af sýslumönnum, sem ákveðinn hundraðshluti af fasteignamats- verði, en sums staðar er skattur- inn greiddur úr hreppssjóði og aflar hreppssjóður sér þá tekna til þeirra gjalda í niðurjöfnun útsvara. Síðarnefnda aðferðin, segir í greinargerð frá fjármálaráðherra, er ódýrari og brotaminni. Hér gildir einnig hið sama og um innheimtu fasteignaskajtsins að innheimta vegaskattsins yrði til tafar afgreiðslu annarra mann- talsbókargjalda. 3) Kirkjugarðsgjald. Samkv. núgildandi lögum er ínnheimtu- mönnum ríkissjóðs í kaupstöðum en innheimtumönnum sveitar- sjóða í hreppum skyít að inn- heimta gjald þetta, ef sóknar- nefnd óskar þess. Hefur það víða í kaupstöðum verið innheimt með manntalsbókargjöldum. En gjatd þetta er miðað við útsvör og því ekki tilbúið fyrr en utsvör hafa verið lcgð á cg gjalúiJ reiknað út eftir þeim. Eftir að innheimtumenn rikis- ins fá aðstoð hraðvirkra bók- haldsvéla sem gerir þeim mögu- legt að halda manntalsþing miklui fyrr en undanfarið og að hefja innheimtu fyrr, verður að skilja kirkjugarðsgjöldin frá manntals- bókargjöldunum. Verður þá inn- heimta kirkjugarðsgjaldanna aukaerfiði og aukakostnaður a0 því leyti. Því þykir rétt að skylda heldur innheiœtumenn bæjar- sjóða til að innheimta það eftir þvi sem segir í greinargerðinni. 4) Hundaskattur. Frumvarp hefur verið lagt íram i Efri deild um að hann skuli innheimtur með öðrum sveitargjöldum, en. hann hefur verið innheimtur af sýslumönnum. Um þetta segir it greinargerð: Með tilliti til þess, að hunda- skattur er á lagður vegna kostn- aðar við hundalækningar, sem sveitarfélögin annast, er irm- heimta hans í höndum jnnheimtu- manna ríkisins, mun verða til- tölulega kostnað8rmeiri en ! höndum oddvita, einkum vegna þess, að skatturinn getur ekki svo vel fari fylgt öðmm mann- talsbókargj öldum til útreiknings í hinum hraðvirku bókhaldsvél- um, sem nú er tekið að nota,, er hér lagt til, að innheimta hans verði framvegis með öðrum sveit- argjöldum og renni í sveitarsjóð- ina, segir í greinargerö fjármála- ráðherra. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.