Morgunblaðið - 20.03.1956, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. marz 1956
Otg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigíús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlanda.
í lausasölu 1 króna eintakið.
//
Ljós heimsins" slokknar
HINN 26. desember árið 1950,
ritaði rússneska blaðið Izvestia
grein um Jósef Stalin þar sem
hann var meðal annars ávarpað-
ur sem „ljós heimsins ‘ og „íaðir
allra“. Þetta ljós hefur nú skyndi-
lega slokknað. Á þingi rússneska
kommúnistaflokksins fyrir
skömmu lýsti sjálfur Krúsjeff
því yfir, að Jósef Stalin hefði
verið geðbilaður morðingi, sem
hefði verið kominn vel á veg með,
að tortíma Sovétríkjunum. Hann
hefði látið taka af lífi mikinn
fjölda af æðstu mönnum rúss-
neska hersins og hefði það átt
ríkan þátt í óförum Rússa xyrir
Nasistum á sínum tíma. Stalin
hefði verið haldinn ofsóknar-
brjálæði sem birzt hefði í hams-
lausri tortryggni gagnvart sam-
starfsmönnum hans. Allir hafi
skolfið af ótta við hinn vitfirrta
einræðisherra.
Þessá yfirlýsing valdamesta
manns rússneska kommúnista
flokksins felur í sér einstæða
játningu. Valdamenn Sovét-
Rússlands játa það nú hiklaust
að flokki þeirra og landi hafi
í tæp 30 ár verið stjórnað af
vitstola manni, sem ekki hafi
hikað við að fremja hvert
ódæðisverkið -á fætur öðru.
Þeir staðfesta frásagnirnar af
þeim stöðugu hryðjuverkium
sem framin voru í Rússlandi
á Stalins-tímabilinu. En eins
og kunnugt er, hafa kommún-
istar í öllum löndum stöðug
talið slíkar fregnir „auðvalds-
róg“ einan.
Þegar Stalin lét xramkvæma
hinar miklu „hreinsanix‘“, þar
sem tugþúsundir manna vo,ru
leiddir fram á blóðvöllinn sögðu
kommúnistar bæði á íslandi og
annars staðar, að „svikararnir við
málstað sósíalismans" væru að
taka út makleg málagjöld. Nú
segir Krúsjeff að þessar hreins-
anir hafi fyrst og fremst byggst
á ótta Stalins um völd sín og |
einræði. Og við borð hafi legið;
að honum tækizt að tortíma1
Sovétríkjunum með glæpum sín-)
um.
Stærsta stiörnuhrapið
Hér er vissulega um að ræða
stærsta stjömuhrapið sem orðið
hefur á hinum austræna himni. j
Stalin, sem var „Ijós heimsins"
og „faðir allra“ er nú allt í einu
orðinn ótíndur glæpamaður. Aft-
ur á móti eru þeir menn sem
hann lét drepa orðnir að föður-
landsvinum og saklausir af þeim
hrikalegu glæpum, sem þeir voru
líflátnir fyrir.
Nú standa kommúmstaleiðtog-
ar heimsins upp hver af öðrum
og bergmála yfirlýsingu Krús-
jeffs um syndafall Stalins. Enn
sem fyrr snúast vindhanarnir
eftir þvi hvernig vindurinn blæs
frá Moskvu.
Einnig þessi saga mun ger-
ast hér á Íslandí. Kristinn
Andrésson, Einar Olgeirsson,
Brynjóifur Bjarnason og mað-
urinn, sem bar út ekkjuna,
féllu fyrr á árum fram og til-
báðu hinn „mikla Stalin“.
Þegar hann féll frá „vætti
söknuður nálega nverja brá“,
segir maðurinn sem bar út
ekkjuna í hjartnæmum minn-
ingarorðum um hinn látna
„félaga“ Nú verða þessir
menn að taka undír ummæli
félaga Krúsjeffs og lýsa því
yfir fyrir „þjóðinni á Þórs-
götu 1“ að allt þetta hafi ver-
ið misskilningur, Jósef Stalin
hafi verið morðingi sem öllum
kommúnistum beri að fyrir-
líta. Minningu hans beri að
má út af spjöldum sögunnar.
Svona dapurlegt hlutskipti
verða íslenzkir kommúnistar
að sætta sig við í dag.
Hvað er að gerast í
Rússlandi7
Hjá því getur ekki farið, að
sú spurning vakni, hvernig á því
standi, að miðstjórn rússneska
kommúnistaflokksins skuli hafa
talið sig knúða tii, að opinbera
fyrrgreinda vitneskju sína um
starfshætti hins látna einræðis-
herra. Hvað er að gerast í Rúss-
landi? Er óánægjan með hið
kommúníska fyrirs'kipulag orðin
svo mögnuð meðal rússnesku
þjóðarinnar, að núverandi valda-
menn hennar telji sér nauðsyn-'
legt að skella allri ábyrgðinni á
mistökum kommúnista á þann
mann, sem lengstum nefur verið
leiðtogi flokksins, enda þótt hann
hafi legið þrjú ár í gröf sinni.
Margt bendir til þess að svo sé.
Rússland hefur dregist aftur úr
á mesta framfaratímabili, sem
um getur í veraldarsögunni.
Óánægjan ólgar alls staðar meðal
rússnesku þjóðarinnar.
Kommúnisminn hefur beðið
algjört skipbrot, hann hefur
leitt yfir þjóðina kúgun og
skort. Ef til vill er það vegna
alls þessa sem miðstjórn rúss-
neska kommúnistaflokksins
slátrar nú feitasta syndahafr-
inum, sem nokkru sinni hefur
verið leiddur fram að altari
fórnarinnar.
Þáttur Kristins og
Eggerts
íslenzkir kommúmstar áttu
tvo fulltrúa á flokksþinginu í
Moskvu um daginn, þar sem j
Krúsjeff gaf hina örlagaríku:
yfirlýsingu um glæpaferil Stalins..
Það voru þeir Eggert Þorbjarn-Í
arson og Kristinn Andrésson.
En þessir íslenzku fulltrúar
hafa ekki minnzt einu orði á
frásögn félaga Krúsjeffs. Egg-
ert Þorbjarnarson segir að
„þeirra tilhneiginga hafi held-
ur ekki orðið vart á þinginu,
að smækka gildi einstaklings-
ins í sögunni, ekki heldur
Stalins". Nokkrum dögum síð-
ar staðfesti Moskva, að fregn-
in af fyrrgreindri ræðu Krú-
sjeffs sé sannleikanum sam-
kvæm.
En kommúnistablaðið á ís-
landi lýsti því yfir s. 1. sunnu-
dag, að „Stalin-fréttirnar“ séu
kviksögur einar, og hefur það
eftir brezka utanríkisráðuneyt
inu. !!
Hvers vegna þögðu Eggert
og Kristinn um yfirlýsingu
Krúsjeffs þegar þeir komu
hingað heim? Og hvers vegna
sagði „Þjóðviljinn“ ekki frá
henni s. 1. sunnudag?
Þessum spurningum verða
íslenzkir kommúnistar að
svara. Þeir munu heldur ekki
komast hjá því, að lýsa af-
stöðu sinni til þess sem gerzt
hefur í Moskvu, er „ljós heims
ins“ slokknaði.
lielgi Hagnússon stórkaupmakr
HANN andaðist á heimili sínu 13.
þ. m. eftir nokkurra vikna van-
heilsu, sem hann kenndi skömmu
eftir áramótin, Með honum er
horfinn einn af elztu og merkustu
athafnamönnum höfuðstaðarins.
Helgi Magnússon var fæddur í
Syðra-Langholti í Hrunmanna-
hreppi 8. maí 1872. Foreldrar
hans voru Magnús, bóndi þar,
Magnússon, alþm. Andréssonar,
og Katrín Jónsdóttir, hreppstjóra
á Kópsvatni, Einarssonar. Magn-
ús alþm. Andrésson var kvæntur
Katrínu, dóttur Eiríks á Reykjum
á Skeiðum, Vigfússonar, en Ei-
ríkur á Reykjum átti fyrii konu
Ingunni, dóttur Eiríks Jónssonar
í Bolholti á Rangárvollum, orð-
lagðs smiðs og atgervismanns,
en við hann er kennd hin nafn-
kunna Bolholtsætt.
Katrín, móðir Helga Magnús-
sonar, andaðist 1881, en tveim
árum seinna brá faðir hans búi
og fluttist til Reykjavíkur með
nokkur barna sinna, þar á meðal
Hélga. Nokkru fyrir fermingu
fór Helgi til föðursystur sinnar
í Miðfelli í Hrunamannahreppi
og dvaldist þar fram undir tví-
tugt, eða þar til hann hóf járn-
smíðanám hjá Ólafi Þórðarsyni
í Reykjavík. Lauk hann því námi
1896. Síðan vann Helgi að járn-
smíði á vetrum, en var í vega-
vinnu á sumrum fram að alda-
mótum, en keypti árið 1903 gamla
járnsmiðju í Bankastræti 6. Reif
hann hana brátt og reisti á grunni
Minningarorð
, hennar, í félagi við tengdaföður
sinn, fyrsta íbúðarhús úr stein-
steypu í Reykjavík. Hús þetta
vitnaði um ærinn stórhug og fram
sýni. Það er fyrsta steinsteypu-
hús hér á landi, sem styrkt var
með járnum. Svo háreist þótti
það og hæpin smíð, að haft er
fyrir satt, að fólk væri hrætt að
ganga meðfram því af ótta við,
að það kynni að hrynja. Hafa
menn þá sjálfsagt haft i huga jarð
skjálftana miklu 1896. En húsið
stendur enn og sómir sér vel á
sínum stað Á neðstu hæð þess I
hafði Helgi smiðju sína og seinna
járnvöruverzlun, en bjó uppi
með fjölskyldu sinni.
Árið 1907 stofnaði Helgi ásamt
fleirum fyrirtækið: Helgi Magn-
ússon & Co., sem hann rak lengst
af í félagi við þá Kjartan Gunn-
laugsson kaupmann og Knud
Zimsen borgarstjóra, sem báðir
eru látnir. Eftir 1947 var Halldór
stórkaupm., sonur Kjartans, með
eigandi Helga að fyrirtækinu.
Helgi Magnússon & Co. gerð-
ist brátt umsvifamikið fyrirtæki.
Fyrsta stórvirki þess var lögn
vatnsveitunnar í Reykjavík árið
1909 í samtals um 1000 hús. Þótti
það gífurleg framkvæmd á sín-
um tíma og kostaði að sögn 22
þús. kr.! Síðan rak hvert verkiS
annað: vatnsveitur og miðstöðv-
uu a/idi ólripar:
„ÞaS hafa fínni frúr
en þú keypt þetta
efni í kjól“
UNG kona kom inn í vefnaðar-
vörubúð í Miðbænum til að
líta á kjólaefni. Skoðaði hún
nokkra stranga og spurði um
verð, gæði og annað slíkt. Eng-
inn vil kaupa köttinn í sekknum.
Leizt henni bezt á einn strangann,
en vildi vita full deili á gæðum
vörunnar. Tók hún handfylli sína
af efninu, þótti það leggjast
mjög í brot og gat þess við af-
greiðslustúlkuna. Brást stúlkan
illa við þessari athugasemd og
svaraði með talsverðum þjósti:
„Það hafa fínni frúr en þú keypt
þetta efni í kjól“. Viðskiptavin-
inum brá mjög í brún. Kvaðst
hún hafa kiknað í hnjáliðunum,
horft undrandi á afgreiðslustúlk-
una og gengið síðan út. Fæstir
hefðu getað tillt sig um að veita
afgreiðslustúlkunni eftirminni
lega áminningu fyrir svo fá-
heyrða ósvífni.
Afgreiðslufólk hér í Reykjavík
sætir mikilli gagnrýni, enda er
framkomu allt of margra í þeirri
stétt mjög ábótavant.
„Sveitakona“ skrifar:
„Ég brá mér til Reykjavíkur á
dögunum til að „viðra“ mig ofur-
lítið — lognmolla fásinnisins verð
ur þreytandi til lengdar. Tilgang-
urinn með ferðinni var ekki ein-
göngu sá að „komast í snert-
ingu“ við menninguna, vitanlega
kemur sveitafólk til höfuðborg-
arinnar fyrst og fremst í kaup-
staðarferð. Ég eyddi því talsverð-
um tíma í verzlunum bæjarins, og
því miður hlýt ég að segja, að af-
greiðslan var allt of víða léleg.
Ég komst oft í versta skap, er ég
fór út úr verzlun. Afgreiðslufólk-
ið hefur mikið á samvizkunni. Ég
minnist þess sérstaklega, er ég
kom inn í skóbúð eina í Miðbæn-
um. Ég kem ekki oft til bæjarins,
og er því lítt kunnug þvi,‘ hvað
er á boðstólum. Var mér ekki
fyllilega ljóst, hvers konar skó
ég vildi fá og hefði því gjarnan
viljað fá að líta á sem flestar
gerðir. Afgreiðslustúlkan kom
með eitt par af skóm til mín. Fór
því næst að sýsla við eitthvað
annað og sneri við mér baki, Ég
vildi gjarnan fá að vita eitt og
annað um þessa umtöluðu skó og
ávarpaði því stúlkuna. Hún virt-
ist ekki heyra til mín, og fékk
ég engin svör. Lauk viðskiptum
okkar með því, að ég gekk út úr
verzluninni. Aðkomufólk hefur
nauman tíma til að verzla, og er
það því enn óþægilegra fyrir það
en Reykvíkinga sjálfa að fá svo
ógreiðlega afgreiðslu í verzlun-
um. Það veldur ekki aðeins
gremju heldur einnig talsverðri
töf. En mér er spurn: Hafa verzl-
anirnar efni á að hafa svo lélegt
afgreiðslufólk í vinnu? Daglega
hljóta þær að tapa talsverðu fé
vegna svo stirðbusalegrar fram-
komu. Og þar að auki er ekki
annars að vænta en viðskipta-
vinirnir forðist eins og heitan
eldinn að líta aftur inn í verzl-
unina eftir slíka útreið“.
Hirðusemi og vandvirkni
LÉLEG afgreiðsla á veitinga-
húsum er annað dægurmál,
sem stöðugt ber á góma, er tveix
eða fleiri ræðast við. „Þakklát
stúlka" skrifar smápistil til þess
að vega ofurlítið upp á móti allri
þeirri gagnrýni, sem framreizlu- ,
stúlkur sæta svo oft — því miður
oft með réttu, og til þess að sýna
fram á, að ekki eru allar stúlkur
í þessari stétt með sama marki
brenndar. „í gær kom ég inn á
veitingastofu í Miðbænum til að
fá mér síðdegissopann. Er stúlk-
an hafði afgreitt mig, vék hún
sér að mér og spurði kurteislega,
hvort ég hefði ekki gleymt þar
angórahúfu fyrir nokkru síðan.
Varð ég glöð við, þar sem ég hélt,
að þessi ágætishúfa væri fyrir
löngu týnd og tröllum gefin og
hafði enga hugmynd um, hvenær
eða hvar ég hafði glatað henni.
Ég verð að segja, að mér þótti
þetta lýsa einstakri hirðusemi og
vandvirkni hjá stúlkunni. Þar að
auki hlýtur hún að vera mjög
minnug og eftirtektarsöm, þar
sem ég hef fremur sjaldan komið
inn á þessa veitingastofu“.
Sumt i þess-
um heimi er á
valdi voru en
annað ekki.
arlagnir víða um land. Fyrir-
tækið stofnaði eina elztu sér-
verzlun landsins, er hafði á boð-
stólum hvers konar byggingar-
vörur, járnvörur og verkfæri.
Var verzlun þessi tákn þeirrar
iðnþróunar, sem hér var í upp-
siglingu um aldamótin, og enn í
dag er Hemco í röð fremstu verzl
unar- og iðnfyrirtækja landsins.
Verkmenning fyrirtækisins mót-
aðist löngum af samvizkusemi
og heiðarleik iðnaðarmannsins,
sem veitti hinu vígðu Gvendar-
brunnavafni inn í hýbýli sam-
borgara sinna í stað hins óholla
brunnvatns, er þeir nöfðu áður
orðið ao notast við. Helgi Magn-
ússon leit alla ævi á sig sem iðn-
aðarmann fyrst og fremst. Hann
taldi sér sóma að því að vera
járnsmiður Stéttarbræður hans
kunnu og vel að meta trú-
mennsku hans og verkheilindi og
gerðu hann að heiðursfélaga
samtaka sinna. Au,k þess var
hann sæmdur riddarakrossi fálka
orðunnar fyrir störf sín.
Helgi kvæntist 1901 eftirlif-
andi konu sinni, Oddrúnu, dóttur
Sigurðar járnsmiðs og hrepp-
stjóra Oddssonar og Valgerðar,
konu hans, Þorgrímsdóttur, prests
að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd,
Thorgrímsens. Var hjónaband
þeirra frú Oddrúnar og Helga
með afbrigðum ástríkt og farsælt,
enda hjónin samvalin um mann-
kosti og höfðingsskap. Var heim-
ili þeirra um hálfan sjötta áratug
eitt hið mesta rausnarheimili hér
í bæ, og verður hjart.ahlýja hús-
bændanha og barna þeirra
ógleymanleg þeim, er hennar
nutu.
Þeim hjónum varð tólf barna
auðið. Þrjú þeirra, Viggó, Sig-
ríður og Jakobína, eru látin, en
eftir lifa: Valgerður, yfirhjúkr-
unarkona að Reykjalundi; Katrín,
skólastjóri við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur; Torfhildur, nudd-
kona á Akranesi; Ingibjörg, í for-
eldrahúsum; Jóhan.xa, starfandi í
skrifstofu vitamálastjóra, Sigurð-
ur stórkaupmaður; Oddur for-
stjóri; Magnús verzlunarstjóri og
Viggó verzlunarmaður.
Helgi Magnússon var meðal-
maður á hæð, þrekvaxinn nokk-
uð. Hann var höfðinglegur ásýnd-
um, ríkulega gæddur beztu kost-
um ættmenna sinna. „Þrekmenn-
ið glaða ‘, datt mér oft í hug, er
fundum okkar bar saman. Manna
skemmtTegastur var hann í við-
ræðum og sagði ágætlega frá við-
burðum langrar ævi, sem náði
aftur til baráttu þjóðarinnar við
fátækt og hungur fram til alls-
nægta og velliðanar alls þorra
fólks hér á landi. Um hann mátti
segja það, sem Egill kvað forð-
um um Arinbjörn:
Hann aldurteig
of eiga gat
fjölsáinn
með friðar spjöllum.
Hann var mikill gæfumaður að
mega vera í fararbroddi þeirra
mikilhæfu manna, er mótað hafa
athafnalíf höfuðstaðarins og átt
drjúgan þátt. í viðgarxgi hans á
þessari öld. Einkalíf Helga var og
eitt hið gifturíkasta, sem hugs-
azt getur, í sambúð við ágæta
eiginkonu og elskuleg börn.
En nú, þegar þessi sístarfandi
mérkismaður er horfinn sjónum
okkar, söknum við vinar, og okk-
Framh. á bls. 12