Morgunblaðið - 20.03.1956, Síða 14
MORGIJTSBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. marz 2956
H
SYSTURNAR ÞRJÁR
EFTÍR IRA LEVIN - Annar hluti: ELLEN
2CJ
Framhaldssagan 48
„Hún er eflaust læst“, sagði
Powell.
„Væri hún læst, þá héngi ekki
þetta ^pjaíd þarna“. Evelyn benti
á aðvörunarorðin: „Reyndu nú
að opna“.
Hann þreif í snerilinn og ýtti
á, en virtist engu fá um þokað.
„Æ, gerðu nú allt sem þú getur
og sýndu hvað þú ert sterkur,
þegar á reynir".
„Já“. sagði hann. „Já, já“. —
Hann setti bakíð að hurðinni og
sparn við fótum af öllu afli.
Hurðin hrökk upp, svo skyndi-
iega, að hann hrasaði yfir
þröskuldinn og endastakkst út á
bikað þakið.
„Gerðu svo vel, Evelyn“, sagði
liann um leið og hann rétti sig
upp aftur og hélt dyrunum opn-
um „Komdu nú og horfðu á fal-
lega tunglið þitt“.
„Nöldrari“, sagði Ellen með
vingjarnlegri röddu, sem eyddi
þegar allri beiskju úr huga hans.
Hún steig yfir þröskuldinn og
rann nokkur skref fram hjá hon-
um, svo að hún kom út úr skugga
stigagangsins, fram á sléttan þak-
flötinn, eins og skjálfandi skauta-
maður, sem þykist ekkert óttast
hinn ótrygga ís.
Hún heyrði þegar hurðin féil
að stöfum, fyrir aftan hana og
brátt var Powell kominn að
vinstri hlið hennar.
„Fyrirgerðu“, sagði hann. „En
það var bara vegna þess að ég
var næstum búinn að brjóta á
►**ér öxlina á þessari fjandans
hurð“;
Honum tókst með herkju-
brögöum að þvinga fram fjör-
laust bros.
Þau stóðu og sneru andlitunum
að KBRIs útvarpsstönginni, sem
fvstr við dimmbláan, stjörnu-
bj&rtan* kvöldhimininn, eins og
svört beinagrind.
Efst á enda hennar var rautt
tios; sem kastaði hægu, björtu
tsiftn með reglubundnum hléum,
yfir þakið og sveipaði það í rós-
rauðum bjarma. Þess á milli lá
fcsð í daufu skini nýmánans.
Ellen virti fyrir sér þungbúinn
vangasviD Powells, fyrst fölan í
fungisbirtunni, svo í rauðum
^fhrma Ijóssins og svo aftur föl-
an. Að baki hans sá hún múr-
vegginn umhverfis portopið Hvít
steinbrúnin sást greinilega í
»>ökkrinu.
Hún mundi eftir teikningu af
staðnum, sem eitt dagblaðanna
tfófði birt: X-ið á suðurhlið fer-
hýrnmgsins, — þeirri hliðinní,
sem næst þeim var.
Skyndilega greip hana áköf
löngun til að ganga, horfa þar
triður, sjá hvar Dorothy ....
Hún var gripin svo ákafri ó-
gleði, að tár komu fram í augun
á henni og við lá, að hún kast-
aði upp.
Þegar sjónin skírðist aftur, var
Jaað hinn föli vangasvipur Pow-
ells, sem fyrst mætti augum
bénnar cg hún hopaði ósjálfrátt
M®kkur skref frá honum. — Ég
þarf ekkert að óttast, — hugsaði
tíún með sér. — Ég er örugg
Mr, oruggari. en ég hefði verið
í einhverra veitingakránni. Ég
þaxf ekkert að óttast . . . . Ég er
Kíttredge. . .
Hann tók eftir því, að hún
starði á hann. „Ég hélt að þig
Jangaði svo mikið til að sjá him-
ininn“, sagði hann, an þess að
líta á hana
Hún leit upp og hin snögga
höfuðhreyfing jók svimann og
veigjuna. St.jörnurnar snerust . .
. Hún harkaði af sér og gekk út
að þakbrúninni. Þai nam hún
síaðar. strauk með höndunum
yfír hrjúfa múrbrúnina og dró
að sér svalt næturloftið með stutt
um andköfum . . . Það var hérna,
sem hann hafði drepið hana. —
Hann hlýtur að koma upp um
sig, — svo mikið, að það nægi
lögreglunni. Ég er alveg viss
um . . .
í Heilt haf af tindrandi ljósum
blikaði iangt úti í myrkrinu. —
„Dwight komdu og sjáðu“.
Hann sneri sér við og gekk
út að brjóstvörninni, en nam stað
ar tveimur fetum frá henni.
„Er þetta ekki ,fallegt?“ Hún
talaði ári þess að líta við.
„Jú“, svaraði hann.
Hann stóð um stund og vírti
tunglskinið fyrir sér, þegjandi.
Vindurinn gnauðaði lágt og öm-
urlega í hliðarstögum útvarps-
stangarinnar.
Svo saeri hann sér hægt við,
unz opið niður í husagarðinn
blasti við augum hans á miðju
þakinu. Hariti starði a múrvegg-
inn . . . Því næst steig hægri fót-
urinn eitt fálmandi skref og fæt-
urnir byrjuðu að ganga. Þeir
báru hann áfram með þöglu, ómót
stæðilegu afli, eins og þegar fæt-
ur drykkjumannsins þera hann
að drykkjukránni.
Þeir báru hann beint að múr-
vegg portsins og hendurnar lyft-
ust og lögðust flatar á kalda
steinbrúnina. Hann iaut áfram
og horfði niður.
Ellen varð þess vör, að hann
hafði fjarlægst hana. Hún leit
við og litaðist rannsakandi um
í daufri skímu tungsljóssins.
Svo kviknaði ljósið á útvarps-
stönginni
í rauðum bjarma þess, sá hún
hvar harm stóð úti við múrvegg-
inn og hún fékk ákafan hjart-
slátt.
Svo dimmdi að nýju, en nú
þegar hún vissi nokkurnveginn
hvar hann var, gat hún greint
hann í fölu tungsljósinu og hún
gekk í áttina til hans, hægum
hljóðlegum skrefum, eftir mjúku,
malbikuðu þakinu.
Hann stóð eins og negldur við
múrinn og starði niður.
Stefán íslandi
Ný glæsileg hljómplata (45 snún.), sem vissafa er að
tryggja sér strax:
„O Salutarisa
Cézar Frank
,,Kirkearie“
A. Stradella
-jHLJÓÐRÐW'ERZLUN
'JqptuiízJt '%e/yad<áJX,
Lækjargötu 2 og Vesturveri
,.n
jrrr
í,
Goð, ódýr
Bazar
Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar heldur bazar í Góð-
templarahúsinu n. k. þriðjudag 20. marz klukkan 2.
„ s
Mikið úrval
at ULLARKAPUM
*
á mjög hagstæðu verði.
JetLr lif.
Vörulagerinn Laugavegi 105, 3. hæð
(Gengið inn frá Hlemmtorgi)
Vefnaðarvörudeildin í Bankastræti 1
verður lokuð í dag
frá kl. 1,30—4,00 e. h. vegna jarðarfarar
Helga Magnússonar kaupmanns.
^defdur hj.
Bankastræti 7
Pétur og Valdimar, Akureyri
TILKYNNA:
Afgreiðsla okkar er á Sendibílastöðinni h. f.
Borgartúni 21 — Sími 5113.
Vörumóttaka daglega.
PÉTUB og VALDIMAR
Skrifstofur vorar
verða Iokaðar frá hádegi í dag vegna iarðarfarar
Helga Magnússonar, kaupmanns.
Ó. V. Jóhannsson £- Co.
ELGUR H.F.
Lokað eftir hádegi
vegna jarðarfarar.
LÓTUS
Lokað í dag
frá kl. 12—4, vegna jarðarfarar.
Verzl. Snót
Vesturgötu 17
Lokað frá 12—4
í dag vegna jarðarfarar
Helga Magnússonar kaupmanns.
Verzlun Benónýs Benónýssonar
Hafnarstrætí 19
Lokað í dag
vegna jarðarfarar.
VÉLAR & SKIP HF.
f Hafnarhvoli