Morgunblaðið - 20.03.1956, Page 16
Veðurútlit í dag:
SA-kaldi, rigning öðru hverju,
67. tbl. — Þriðjudagur 20. marz 1956
Skógræktin hefnr 760 b?isJj^ákmótið
plöntur til ráðstöf trnar í vor
Hýlep er lokið fundnm skógarvarða
og fulltriía skógræktarfélaga
ALAUGARDAGSKVÖLDIÐ var hafði Skógræktarfélag íslands
feoð inni í Tjarnarcafé fyrir skógarverði landsins og fulltrúa
.'.kógræktarfélaganna, en þessir aðilar hafa setið fundi hér í Reykja-
vík undanfarna daga til þess að ráða ráðum sínum um störf skóg-
ræktarinnar á komandi starfsári.
rUNBUR SKÓGARVARÐANNA
Fyrst stóð fundur skógarvarð-
anna í landinu í þrjá daga. Hann
sátu 8 skógarverðir, en þeir eru
alls 9, en Einar Sæmundsen er
nú staddur í Danmörku á vegum
skógræktarinnar og átti þess því
ekki kost að sitja fundinn. Skóg-
arverðirnir höfðu á fundum þess-
um það verk á hendi að semja
starfsáætlun fyrir komandi starfs
ár. Var aðalverkefnið að sam-
ræma starfsáætlunina fjárhags-
getu skógræktarinnar. Leggur
hver þeirra þá fram óskir um
þau störf er hann telur að vinna
þwrfi í hans umdæmi, en síðan
skipta þeir fé því, sem fyrir hendi
er á milli sín,
FGNmjR FULLTRÚA
SKÓGRÆKTARFÉLAGANNA
Að loknum fundi skógarvarð-
anna halda fulltrúar allra skóg-
ræktarfélaga í landinu fund með
sér. Alls eru skógræktárfélögin
29 talsins og situr fundinn einn
fuiltrúi frá hverju félagi. Starf
þeása fundar er ekki frábrugðið
otarfi skógarvarðafundarins. Þar
eru gerðar áætlanir um störf fé-
iaganna, gengið úr skugga um
hve mikið muni vera af plöntum
í lahdinu til ráðstöfunar í vor og
dreifing þeirra ákveðin í stórum
dráttum.
I Samtímis þessu er svo rætt um
ýmis hagsmunamál skógræktar-
innar í heild. Fundurinn leggur
fram óskir sínar til fjárveitinga-
valdsins, svo og sendir það ýms-
um aðilum erindi sín.
j Skógrækt ríkisins hefur nú yf-
ir að ráða um 760 þús. plöntum
til úthlutunar í vor. Er gert ráð
fyrir að þetta muni tæplega full-
; nægja eftirspurninni. En fari svo
að á vanti er gert ráð fyrir, að
takast muni að afla plantna frá
Noregi til viðbótar.
Yfirmenn skógræktarinnar
vilja láta þess getið almenn-
ingi til leiðbeiningar, að þau
félagssamtök og þeir einstak-
lingar, sem í hyggju hafa að
annast gróðursetningu plantna
á komandi vori, snúi sér sem
fyrst til hennar og geri pant-
anir sínar. Svo og vilja þeir
brýna fyrir mönnum að fara
vei með þær plöntur, sem þeir
fá og sjá um að gróðursetja
þær sem fyrst eftir að þeir
hafa fengið þær í hendur og
vanda gróðursetninguna eftir
föngum.
Starf skógræktarinnar í land-
inu er stöðugt vaxandi. Fleiri og
fleiri gerast þar virkir liðsmenn
og hvaðanæva að af landinu ber-
ast fregnir um vöxt hennar og
eflingu.
SKÁK þeirra Friðriks Ólafssonar
og Ilivitskys lauk með jafntefli,
eftir 22 leiki. Var taflstaðan allan
tímann svipuð hjá báðum og jöfn
uppskipti.
Jón Þorsteinsson og Sveinn
Kristinsson skildu og jafnir. —
Mun Jón hafa framan af haft
heldur betra, en þó ekki svo að
það nægði til vinnings.
Skák Taimanovs og Gunnars
fór í bið. Gunnar á peði minna,
en þó er engan veginn séð fyrir
það hvernig fara muni.
Guðmundur Ágústsson á senni-
lega unna biðskák móti Benóný.
Freysteinn á verri stöðu gegn
Baldri, en þó ekki afgerandi.
Þegar 5. umferðin hófst í gær-
kvöldi var röð skákmannanna
þessi: Friðrik 5 vinninga, Taiman
ov og Ilivitsky 4V2 hvor, Benóný
og Guðm. Ág. 2Vz, Gunnar og
Jón Þ. 2, Sveinn og Baldur I
hvor og Freysteinn engan.
í kvöld heldur mótið áfram og
tefla þá Ilivitsky og Taimanov,
Guðm. og Friðrik, Sveinn og Ben,
óný, Gunnar og Baldur, Frey-
steinn og Jón. Þeir sem á undan
eru taldir hafa hvítt. — Arin-
björn Guðmundsson annast skýr-
ingar í efri sal.
Stjórnmáianámskeið
í Keflavík
NÆSTI fundur á stjórnmála-
námskeiði Sjálfstæðismanna á
Suðumesjum verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu í Keflavík í
kvöld kl. 8,30.
Á fundinum flytur Magnús
Jónsson alþm. fyrirlestur um
ræðumennsku.
Stjórnmaiaviðhorfið rætt
fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðis-
félaganna í kvlíld
Ejarni Benediktsson démsmálaráðh. frymmælandi
FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hcldur í kvöld
fund og verður Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra, vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins þar málshefjandi. Umræðuefni hans
verður: Ný viðhorf í stjórnmálum íslendinga. Fundur hefst kl. 8,30
í Sjálfstæðishúsinu.
UMBROTATIMAR
í íslenzkum stjórnmálum
standa nú yfir mikil umbrot'.
Stjórnarsamstarf Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokks-
ins er að rofna. Verkalýðssam-
tökin eru herfilega misnotuð og
nýr flokkur stofnaður undir
merki þeirra. Hinir svokölluðu
vinstri flokkar eru margklofnir
og þá fyrst og fremst Alþýðu-
flokkurinn, sem segja má að nú
sé klofinn í tvo eða þrjá hluta.
Engin veit í dag, hvað upp
úr þessum jarðvegi kann að
spretta, þegar þjóðin gengur
til kosninga á komandi sumri.
Mun marga fýsa að kynnast
þeim skoðunum, sem Bjarni
Benediktsson setur fram um
þessi mál í ræðu sinni. Má því
vænta þess að fulltrúaráðs-
fundurinn í kvöld verði mjög
fjölsóttur.
KOSIÐ Á LANDSFUND
Á fundinum verða ennfremur
Bjarni Benediktsson.
kosnir fulltrúar á Landsfund
Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn
verður í næsta mánuði. Þá verð-
ur rætt um félagsmál.
Velheppnaðm*
kirkjiisöngur
STYKKISHÓLMI, 19. marz —
Kirkjukór Stykkishólms efndi til
söngskammtunar hér i kirkjunni
s. 1. laugardagskvöld. Á söng-
skránni voru 16 lög eftir inn-
lenda og erlenda höfunda Auk
þess varð kórinn að syngja auka-
lög. Söngstjóri var Ólaíur P. Jóns
son héraðslæknir, en undirleik-
ari Víkingur Jóhannsson. Ein-
söng sungu Maggý: Lárentsíus-
dóttir og Njáll Þorgeirsson.
Kirkjan var béttsetin áhorf-
endum, sem tóku kórnum mjög
vel. —Á.
Heilsuhælið í Hveragerði
Heilsuhæli Núttúrulæhninga-
félugsins í Hverngerði
■RrÁTTURULÆKNINGAFÉLAG íslands bauð í gær fréttamönn-
XV um felaða og útvarps austur í Hveragerði, en þár rekur fé-
iagio myndarlegt heilsuhæli, Árið 1953 var hafin bygging þessa
feæii- og í fyrrasumar var búið að reisa helming þess, sem fyrir-
feugað er að byggja og það tekið í notkun þá.
SIGLUFIRDI, 19. marz. — í vik-
unni sem leið, losaði m.s. Ingvar
Guðjónsson til frystihúss S. R.
27 lestir af fiski. í dag losar m.s.
Sigurður 25 lestir og bæjartog-
arinn Elliði 160 lestir af þorski
og karfa. Þessi fiskur fer til
frystingar og herzlu.
Síðastliðna viku hefur verið
einmunatíð hér, frost að nótt-
unni, en hiti að deginum. Sjó-
veður hafa verið góð, en afli
fremur tregur hjá línubátunum.
— Guðjón.
VÍSTLEG HUSAKYNNI
í þeim húsakynnum, sem þegar
eru fullgerð, eru 14 sjúkrastofur
og í þeim rúm fyrir 28 manns.
Mníug er þar rúmgóður borð-
salur og vistleg setustofa fyrir
sjúklinga, auk vistarvera starfs-
fóiks og Iæknis.
Einn megin þáttur í starfsemi
ttætains- era Ieirböð. Fyrirhugað
er, að leirböðin verði í hluta
þeirra húsakynna, sem enn eru
óreist, en sem stendur er notazt
við ófullnægjandi húsakynni til
jKíssarar starfsemi.
SKORTIR FÉ
Þess vegna er Náttúrulækninga
ééktginu það mikið áhugamál, að (
geta hafið fyrirhugaðar fratn-
kv-æmdir hið fyrsta. Til þess
skortir þó fé, og hefur félagið
í því tílefni ákveðið að efna til
happdrættis til fjáröflunar. Verða
vinningarnir þrír — Skoda bif-
reið, 10 daga dvöl á heilsuhæl-
inu fyrir tvo og allar bækur,
sem Náttúrulækningafélagið hef-
ur gefið út — í skinnbandi. —
Mun sala miða hefjast innan
skamms og væntir félagið þess
að- ágóðinn verði nægilegur til
þess að hrinda aðkallandi verk-
efnum í framkvæmd.
Mikil aðsókn hefur verið’ að
heilsuhælinu allt frá því að það
tók til starfa. Oftast hafa færri
komizt þar að en vildu og gerir
félagið sér von um góðan árang-
ur af starfrækslu hælisins.
Arfleiddi SVFI að
eigmim sínum
SÝSLUMAÐUR Mýra- og Borg-
arfjarðarsýslu, Jón Steingríms-
son, hefur nýlega afhent Slysa-
varnarfélagi íslands kr. 17.747.03,
sem er arfur eftir Guðlínu Jóna*
dóttur, Mófellsstaðakoti, er and-
aðist 5. sept. 1955, en hún arf-
leiddi félagið að eignum sínum,
Aðalfundur Siálf-
slæðiskvennafél.
Sóknar í Keflavík
annað kvöld
AÐALFUNDUR Sjálfstæðis-
kvennafélagsins Sóknar í Kefla-
vík, verður haldinn í Sjálfstæðis-
húsinu í Keflavík annað kvöld
og hefst kl. 9.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa fer fram kosning fulltrúa
á Landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Að fundi loknum verður sameig-
inleg kaffidrykkja og spiluð fé-
lagsvist. Góð verðlaun.
Félagskonur eru beðnar að
fjölmenna á fundinn og mæta *
stundvíslega. 1
AKRANESI, 19 marz — Bátarn-
ir héðan fengu austan storm og
vont sjóveður á miðunum í nótt,
auk þess var loðnan sem beitt
var tveggja sólarhrmga gömul,
enda var aflinn eftir því, 2, 3 og 4
lestir á bát. f kvöld róa bátarn-
ir með nýja loðnu, þvi að loðnu-
bátarnir komu í dag, annar með
50, en kinn með 60 tunnur.
Aflinn sem fékkst var allt
rígaþorskur. í þessu sambandi
skal þess getið að þaulvanur tog-
aramaður sagði hér í dag að á
! þessari vertíð hefði enginn göngu
þorskur komið á Halamið enn.
j Á laugardaginn var heildar-
: afli Akranesbátanna 176 lestir.
—Oddur.
HAFNARFIRÐI. — Afli hefur
verið nokkuð misjafn hjá bátun-
um síðustu daga. Þeir eru nú
flestir byrjaðir á netum, en veiði
hefur verið miklu meiri hjá þeirm
en línubátunum.
Núna um helgina var lifrar-
magn bátanna sem hér segir, í
lítrum: Auður 10.574, Ársæll Sig-
urðsson 24.559, Björg 12.584, Dóra
11.531, Fagriklettur 14.100, Fiska-
klettur 14.010, Fjarðarklettur
92Í9, Flóaklettur 11.194, Fram
9590, Fróðaklettur 14,929, Guð-
björg 12.925, Hafbjörg 16.009,
Hafnfirðingur 7872, Reykjanes
12.426, Stefnir 11.675, Stjarnam
11.533, Valþór 16.282, Víðir 16.086,
Þorsteinn 8848, Örn Arnarsom
7495, Freyfaxi 7208, Goðaborg
5457, Hreggviður 1914.
Bjarni riddari kom af veiðurn
í gærmorgun með um 200 tonn
af nýjum fiski. — G. E.
Miklu nf kopnr-
vír stolið
Nýr bátui
RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur
hefur kært til rannsóknarlög-
réglunnar stórfelldan þjófnað á
koparvír til raflagna. Er vírinn
27 þús. króna virði, eftir því sem
næst verður komizt.
Þessi koparvír er á þrem kefl-
um 350 kg hvert og voru þau
merkt Elding RR. Voru vírarnir
geymdir úti í Örfirsey, í nám-
unda við Faxaverksmiðjuna.
Eru bað tilmæli rannsóknar-
lögreglunnar til þeirra er kynnu
að geta gefið upplýsingum um
þennan vír, að gera sér viðvart.
Vírinn er þríofinn.
GRUNDARFIRÐI, 17. marz —
Það sem af er vertíð hafa sjö
bátar stundáð róðra héðan, en nú
nýverið bættíst við áttundi bátur
inn og i gær hinn níundi. Eru
bátarnir 38 og 65 tonna. Nýi bát-
urinn er Grundfirðingur II, er
var byggður í Danmörku og kom
hingað eftir að hafa verið 514
I sólarhring á leiðinni. Er bátur-
! inn hið glæsilegasta skip, með 240
hestafla dieselvél. Geta má þess
að stýrishúsið og þilfar er úr
j tekkviði. Báturinn er búinn beztu
. siglingatækjum og var byggður
á vegum Eggerts Kristjánssonar
h. f. í Reykjavik. — Eigandi báts-
ins og skipstjóri er Sofonías
Cecilsson. Báturinn fer í sinm
fyrsta róður á morgun. — E.