Morgunblaðið - 21.03.1956, Side 8

Morgunblaðið - 21.03.1956, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 21. marz 1956 Pi0?0MitlrWri$> Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavílc Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánssan (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: ' Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. f lausasölu 1 króna eintakið, isnotbsi Aljiýðusambandsins ÞEGAR kommúnistar og fylgi- lið þeirra hóf hin pólitísku stórverkföll í ársbyrjun árið 1955 var meginhluta þjóðarinnar ljóst, að þar var um að ræða freklega misnotkun á verkalýðssamtökun- um. Augljóst var að þær kröfur, sem þá voru fram settar áttu ekkert skylt við kjarabaráttu verkalýðsins. Framgangur þeirra að meira eða minna leyti hlaut að hafa í för með sér nýja dýr- tíðaröldu og skert kjör almenn- ings. ★ Þegar við þetta bættist svo, að kommúnistar létu hand- bendi sitt í forsetasæti Alþýðu sambandsins rita öllum vinstri flokkunum'bréf og bjóða þeim forystu sina um myndun nýrr- ar ríkisstjórnar varð það enn- þá betur ljóst, að Alþýðusam- bandið hafði fallið í ræningja- hendur. Og þessir ræningjar, kommúnistarnir, hikuðu ekki við að misnota það pólitískt á hinn grófasta hátt. Reynslan hefur nú sýnt og sannað, að þessi pólitíska mis- notkun Alþýðusambandsins hef- ur haft geigvænlegar afleiðingar fyrir efnahagslíf þjóðarinnar og allan almenning á íslandi. Dýrtíð- in hefur stóraukizt og kapphlaup er hafið milli kaupgjalds og verð- lags. Afleiðingar þess eru marg- víslegir erfiðleikar framleiðsl- unnar. Hefur ríkisvaldið orðið að mæta þeim með stórfelldum fjár- framlögum úr ríkissjóði. En til þess að rísa undir þeim hefur orðið að leggja nýjar álögur á þjóðina. Hin pólitíska misnotkun Al- þýðusambandsins og verka- lýðssamtakanna hefur þannig haft hinar ömurlegustu afleið- ingar. Nýr skollaleikur En kommúnistar hafa þó ekki látið við þetta sitja. Þeir hafa nú lýst því yfir, að Alþýðusamband fslands, sem er í eðli sínu ópóli- tísk hagsmunasamtök fólks úr öllum stjórnmálaflokkum muni beita sér fyrir stofnun kosninga- samtaka, sem hafi frambjóðendur í kjöri í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. ★ Um þessar þokkalegu aðfarir gagnvart heildarsamtökum verka lýðsins hafa kommúnistar og vinstri kratar tekið höndum sam- an. Kommúnistar munu hins veg- ar ekki bjóða fram í nafni síns flokks heldur koma fram undir nafni hinna nýju kosningasam- taka Alþýðusambandsins. Hér er um svo grófa mis- notkun verkalýðssamtakanna að ræða, að engum getur dul- izt, hvað er að gerast. Komm- únistar hafa enn einu sinni ákveðið að búast dulargerfi. Þeir vita að Moskvudýrkun þeirra er orðin svo óvinsæl meðal íslendinga, að miklar líkur benda til þess að þeir stórtapi fylgi ef þeir koma r. fram ógrímubúnir. Þess vegna <'• ■ breiða þeir yfir sig nýja gæru. Þeir nota bandingja sína úr ör hópi vinstri krata til þess að <>- láta líta svo út sem um breið- ari grundvöll undir „Alþýðu- bandalagi“ þeirra sé að ræða. En þessi skollaleikur mun ekki reynast kommúnistum drjúgur til giftu. Fólkið sér að hér er verið að setja samvizkulaust brask á svið. Úlfshár kommúnista gægj- ast alls staðar upp úr gærunni. Auðvitað munu kommúnistar nota skipulag og sjóði verkalýðs- samtakanna í þágu þessara kosn- ingasamtaka sinna, enda þótt þeir lýsi því hátíðlega yfir, að fjár- hagur Alþýðusambandsins verði með öllu óháður hinu nýja „Al- þýðubandalagi“. Sagan endurtekur sig í raun og veru hefur það eitt gerzt með þessari ósvífnu mis- notkun á verkalýðssamtökunum, j að sagan frá verkföllunum í fyrra hefur endurtekið sig. Allmargt , fólk gerði sér það þá ekki ljóst, ] að verkföllin voru eingöngu pólitískt hermdarverk framið til þess að styrkja aðstöðu komm- únista en veikja efnahagsgrund- völl þjóðfélagsins. Þetta fólk get- ur nú ekki farið í neinar graf- götur um, hvað er að gerast: Kommúnistar beita verka- lýðssamtökunum fyrir stríðs- vagn sinn, hvenær sem þeim sýnist. Og hagsmunir verka- lýðsins skipta þar nákvæm- lega engu máli. Aðalatriðið er að kommúnistum takist að rífa niður, veikja afkomugrund- völl þjóðarinnar og geti síðan kennt stjórn landsins um það, sem miður fer þegar hallar undan fæti. ★ íslendingum er það lífsnauð syn að gera sér þetta ljóst. Það verður ekki hægt að halda hér uppi framförum og uppbygg- ingu ef kommúnistar geta með stuttu millibili sett efnahags- lífið úr jafnvægi, hafið stór- fellt kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags og skellt nýrri dyrtíðaröldu yfir þjóð- ina. Á öllu þessu bera komm- únistar og bandingjar þeirra meðal vinstri krata ábyrgðina. Vrrsist guðir eða glæpamenn LEIÐTOGAR kommúnistastjórn- arirmar eru ýmist guðir eða glæpamenn, að sögn þeirra eigin flokksmanna. Stalin var „ljós heimsins" og hinn mikli „vel- gerðamaður mannkynsins" með- an hann lifði. Nú segir arftaki hans, að hann hafi verið vit- skertur fjöldamorðingi, sem nær hafi tortímt Sovétríkjunum. Hið kommúníska skipulag hef- ur þannig byggst á hjáguðadýrk- un. En alltaf öðru hverju er skurð goðunum steypt af stalli og ný skurðgoð sett þar í staðinn. Malenkov hefur lýst því yfir í London, að „einræðinu sé nú lokið í Rússlandi" Eftir allt saman hefur þá ríkt ein- ræði í Sovétríkjunum. „Al- þýðulýðræðið" var þá ekkert nema blekking og uppspuni á dögum Stalins!! Hvað segir „Þjóðviljaskinn- ið“ um þetta? Og hvers konar lýðræði rík- ir í Sovétríkjunum í dag? ÚR DAGLEGA LÍFíNU ÁÁ í ÞAU 38 ár, sem komm- rnistar hafa setið að völdum í rtússlandi, hafa þeir státað mjög rf jafnrétti kvenna og karla þar aystra. Aldrei hafa þeir samt hleypt kvenmanni inn í æðsta hringinn í Kreml, fyrr en á ný- afstöðnu þingi kommúnista í Moskvu, þar sem kvenmaður var í fyrsta skipti kjörin í æðstaráð Sovétríkjanna. Kvenskörungur þessi er Eka- terina Alexeyevna Furtseva. Hún er kona Nikolai P. Firubin, ambassadors Rússa í Júgóslavíu. Furtseva er 46 ára að aldri — og tveggja barna móðir. Hún byrj- aði feril sinn sem efnaverkfræð- ingur, en hlaut fyrst verulegan frama, er Krúsjeff veitti henni eftirtekt — hvort sem það hefur verið af því að hún gengur alltaf ^JJrin^ehfa n svartklædd og er klippt eins og karlmaður — vitum við ekki, en Krúsjeff mun hins vegar hafa reynzt henni sérlega hollur vin- ur. Val hennar í æðstaráðið ber því glögglega vott um veldi og áhrif Krúsjeffs. Krúsjeff byrjaði feril sinn í Kreml er hann kom fyrir nokkr- ] um árum frá Úkrainu, til þess að , taka við formannssæti i komm- únistaflokknum í Moskvu. Fyrir tveim árum tók svo Furtseva við embætti hans í Moskvu-flokkn- um, sem er stærsta deild komm- únistaflokksins. Naut hún nú vaxandi álits meðal valdamann- anna innan Kreml-múranna og fór t.d. með þeim Krúsjeff og Búlganin til Peking árið 1954. — Hún hefur einnig verið viðstödd öll opinber hátíðahöld kommún- istaflokksins og verið í sam- kvæmum með erlendum gestum í Kreml. Framtíð hennar var Ijós, þegar hún var meðal ráðamanna á grafhýsi Lenins meðan hátíða- höldin fóru fram á Rauða-torg- inu í maí sl. Ut'lval'anJi sLrilíir: „HJ A ferð með barnavagn 'JÁLPSAiUUii eiginmaður“ ritar mikið bréf og er ekki myrkur í máii: „Ég bý í Laugar- neshverfinu. Þar sem ég kapp- kosta að vera hjálpsamur eigin- maður, tek ég það venjulega að mér að aka barnavagninum nið- ur í miðbæ, þegar þörf krefur. Enda er það ekki heiglum hent og getur varla talizt kvenmanns- verk. Ég á um að velja að fara Laugarnesveginn eða Suður- landsbrautina — eða meðfram sjonum eftir Borgartúni og Skúlagötu. Víðast hvar á þessum leiðum er engin gangstétt, og eru vegirnir mjög mjóir miðað við umferðarþungann — leiðir þess- ar virðast sem sé ekki ætlaðar fólki, er fara vill á sínum tveim. Sums staðar á þessum leiðum er að vísu gangstéttarómynd. — Meðfram Suðurlandsbrautinni er t.d. gangstígur — ef hægt er að nefna það svo virðulegu nafni. Er hann allur sundurgrafinn af lækjum — og skorningarnir svo djúpir, að stígurinn verður að teljast ófær — a.m.k. þeim, er þurfa að taka með sér barnavagn eða barnakerru. Er því ekki um annað að gera en ganga á vegar- bruninni. Reykvískir bílstjórar eru ekki vanir að „láta hlut sinn“ fyrir neinum, og það er því eng- inn leikur að komast þessa leið gangandi — hvað þá með barna- vagn, og er það beinlínis lífs-. hættulegt, það sem umferðin er mest, t.d. á móts við Hörpu hf. við Skúlagötuna. Auðvitað- er hægt að sneiða hjá allri þessari fyrirhöfn og óþægindum með því að taka leigubíl. En hver hefur efni á því að greiða stórfé í hvert skipti, sem fara þarf með ung- barn úr Laugarneshverfi niður í miðbæ eða í önnur bæjarhverfi? Það yrði dýrt spaug. Þar að auki eru engir leigubílar þannig úr garði gerðir, að hægt sé að koma barnavagni fyrir í þeim með auð- veldum hætti. Til þess þarf sér- stakar grindur — eins og sjá má á leiguvögnum erlendis. Annað er það, sem mig langar til að minnast á í þessu sam- bandi. Er ég fór þessa leið síðast — fótgangandi — var rigning, og pollar stóðu víða á götunni. Varla nokkur bílstjóri hægði á ferðinni, og gusurnar gengu yfir mig og barnavagninn. Ég gat ekki stillt mig um að stöðva einn bílinn og jós úr skálum reiði minnar yfir bílstjórann. Hann hlustaði á mig og virtist undrandi yfir þessari skapvonzku — þó að hann hafi vafalaust séð aursletturnar á frakkanum mínum — minna hefði mátt sjá!! Er ég hafði lokið máli mínu, ók hann burt eins og örskot. Hann lét sér ekki segjast. Hvenær skyldi reykvískum bíl- stjórum lærast, að þeim ber skylda til að taka tiliit til gang- andi manna?" Ófyrirgefanlegt gáleysi við akstur CATO gamli" skrifar: „Skömmu eftir hádegi sl. laugardag var ég ásamt kunn- ingja mínum á leið suður í Kópa- vog í leigubíl. Við fórum á hægri ferð niður veginn í Fossvoginum, þar sem malbikið var holótt. — Kom þá gulleitur Mercedes Benz í kjölfar okkar á hraðri ferð. Vék leigubíllinn til hliðar til að hleypa honum fram hjá. í bifreið inni voru tveir unglingspiltar. — Vera má, að þeir hafi þurft að þeyta homið einu sinni, þar sem leigubílstjórinn tók ekki eftir þeim þegar í stað. Brunaði Mer- cedes Benzinn síðan ofsahratt fram hjá og þverbeygði svo snögglega inn á brautina fyrir framan leigubílinn, að minnstu munaði, að leigubílstjórinn yrði að beygja út af til að afstýra árekstri. Mercedes Benzinn ók síðan áfram — og hraðinn var tvímælalaust langt fyrir ofan lög- legan hámarkshraða, sem er 40 km á Hafnarfjarðarveginum. — Eftir skamma stund ókum við fram hjá þessari sömu bifreið. Stóð hún þá fyrir framan „sjoppu" við veginn. Drengjunum hefur legið mikið á að fá sér Kókakóla eða vindlinga!!! Þessi ógætilegi akstur var al- gjörlega tilefnislaus — enginn bíll kom á móti, er þeir óku fram hjá leigubílnum. Piltarnir stofn- uðu ekki aðeins leigubílnum í hættu heldur einnig sínum eigin bíl. Vafalaust hefði hinn gljá- andi Mercedes Benz ekki verið jafngóður eftir, hefði þarna orð- ið harður árekstur — og geta pilt- amir þakkað það snarræði leigu- bílstjórans, að svo fór ekki. Er þetta athæfi pilanna mjög víta- vert, þar sem hér virðist vera um hreinan stráksskap að ræða“. Bréfritari biður um, að númer- ið á bílnum sé birt. Þykir rétt að birta það ekki — í bili, en þess má geta, að vagninn var frá Hafn arfirði. Vonandi aka piltarnir gætilegar á næstunni. Ekki verð- ur hjá því komizt að birta númer ið — ef aftur berst kvörtun um svo augljóst gáleysi þeirra við stýrið. Ekki skalt þú hefja verk þitt, fyrr en þú hefur gefið gaum að, hvað undan því fer og eftir V>'í kemur. Furtseva. Furtseva er enn ekki atkvæðis- bær í æðstaráðinu — ásamt þeim Zuhkov landvarnamálaráð- stjóra Pravda, sem álitinn er eftir maður Molotovs, og Nikolai M. herra, Dimitri T. Shepilov, rit- Shvernik. Hinum 11 atkvæðis- bæru meðlimum æðsta ráðsins er mörgum hætt við falli, og ekki að vita nema Furtseva kom- ist í tölu hinna útvöldu innan skamms. ★ ★ ★ En látum útrætt um það, og tökum upp léttara hjal. — Við skulum bregða okkur vestur um hafið — til Bandaríkjanna Ný- lega hefur þar verið tilkynnt, að fjöldi þeirra fjölskyldna, sem eiga tvo bíla eða fleiri, hafi þre- faldazt á sjö undanförnum árum. Með fjölgun bílanna fjölgar víðast mönnum, sem brjóta um- ferðareglurnar. Við höfum t. d. heyrt getið um einn Bandarikja- mann, sem var tekinn fastur fyrir smávegis umferðarbrot. Dómur- inn var sá, að hann varð að sækja fjóra kennslutíma í umferðaregl- um. Dag nokkurn var hann aftur færður á lögreglustöðina, því að lögreglan hafði staðið hann að því að aka eftir gangstéttinni við fjölfarna götu. Hann var að verða of seinn í þriðja kennslutímann. Og svo segir hér frá öðrum slikum, sem var færður til lög- reglustöðvar í New Jersey. Hafði sá verið fundinn sekur um að hafa ekið bifreið með einkennis- merki, sem var gengið úr gildi.; Var hann síðan sektaður um 10 dollara. Nokkru síðar var. hann aftur dreginn fyrir dómarann, því að nú hafði komizt upp, að bíln- um, sem hann ók, hafði hann stolið. Og ekki nóg með það. —- Sektina hafði hann borgað með 10 dollara seðli, sem hann hafði sjálfur teiknað. ★ ★ ★ Já, það er nú svo — og sem betur fer eru ekki margir jafn vel menntaðir til handanna — og þessi náungi. En það er ýmist í ökkla eða eyra, því að ekki hefði stúlkan, sem hér segir frá leikið margt eftir 10-dollara teiknaran- um. Eitt New York blaðanna gat þess fyrir skömmu, að forstjóri stórfyrirtækis eins í borginni hefði gefizt upp við að láta kenna einkaritara sínum vélritun. Allt, er hún skrifaði, var líkast því, að hún hefði vélritað blindandi — með tánum. Ekki vildi forstjórinn samt reka hana, heldur lét gera stimpil, sem á stóð: Hún kann ekki að skrifa, en alla vega er hún falleg. Þetta stimplaði hanh Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.